Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 1
Birgit Engl, austurríska landsliðskonan í liði ÍBV. Morgunblaðið/Sverrir AUSTURRÍSKU landsliðskon- urnar í handknattleik, Sylvia Strass og Birgit Engl, munu leika áfram með Íslandsmeisturum ÍBV á næstu leiktíð en þær gengu frá nýjum eins árs samningi við meist- arana um helgina. Anna Yakova og Alla Gorkorian verða sömuleið- is báðar um kyrrt í Eyjum en þær eiga tvö ár eftir af samningum sín- um við liðið. Einu breytingarnar sem fyrirséðar á Eyjaliðinu á næstu leiktíð eru þær að fyrirlið- inn Ingibjörg Jónsdóttir og mark- vörðurinn Vigdís Sigurðardóttir hætta en þær hafa tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna. Strass og Engl áfram með ÍBV 2003  MÁNUDAGUR 5. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ENDURREISN ÍTALSKA BOLTANS / B6 ÍSLENDINGAR unnu til tvennra gullverðlauna á Norðurlanda- mótinu í júdó sem fram fór í Stokk- hólmi í Svíþjóð og lauk í gær. Bjarni Skúlason sigraði í -90 kg flokki og Anna Soffía Víkingsdóttir gerði slíkt hið sama í -78 kg flokki. Gígja Guðbrandsdóttir keppti í -70 kg flokki og vann til brons- verðlauna líkt og Þormóður Jóns- son en hann tók þátt í +100 kg flokki. Í opnum flokki kvenna bætti Gígja um betur og krækti í silfrið en Anna Soffía varð þriðja í þeim flokki. Íslensku keppendurnir fengu því tvenn gullverðlaun, ein silfur- verðlaun og þrenn bronsverðlaun. Svíar, Norðmenn, Finnar, Danir og Íslendingar tóku þátt í liða- keppni samhliða einstaklings- keppninni og þar stóðu Finnar sig best. Svíar fengu silfur og íslenska sveitin fékk bronsið. Danir enduðu í fjórða sæti og Norðmenn í fimmta og neðsta sæti. Bjarni og Anna Soffía með gull Reuters Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gat leyft sér að fagna í gær en með sigri Leeds á Arsenal urðu hans menn Englandsmeistarar í 15. sinn. Ferguson sprautar hér kampavíni í höfuðstöðvum Manchester United á Old Trafford í gær. Kampavínsflöskurnar eru átta eða jafn- margar og liðið hefur unnið titilinn undir hans stjórn á síðustu 11 árum. FRIÐRIK Ingi Rúnarsson þjálf- ari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik mun á þriðjudag tilkynna landsliðshóp sinn sem tekur þátt í undirbúningi liðsins fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara á Möltu í byrjun júní. Frið- rik Ingi sagði í gær að nokkrir leikmenn sem hann hafði hug á að velja í hópinn hefðu helst úr lestinni og má þar nefna besta leikmann Íslandsmótsins í vetur, Helga Jónas Guðfinnsson, sem ætlar sér að leika knattspyrnu í sumar með Grindvíkingum líkt og í fyrra. „Ég virði ákvörðun Helga Jón- asar en ég er ekki ánægður með hans val og vildi geta valið hann í liðið sem fer til Möltu,“ sagði Friðrik í gær en auk Helga Jón- asar er ljóst að Sævar Sig- mundsson, Ingvaldur Magni Hafsteinsson, Hreggviður Magnússon og Jakob Sigurðar- son munu ekki verða í leikmann- hópi Íslands að þessu sinni. Reglur fyrir Smáþjóðaleikana eru rýmri hvað varðar leikmenn sem eru með tvöfalt ríkisfang og þar með getur Friðrik Ingi valið alla þá leikmenn sem hann telur eiga heima í liðinu og fræðilega séð má hann velja þá Damon Johnson, Brenton Birmingham, Keith Vassell, Kevin Grandberg og Leon Purdue. Hinsvegar er ljóst að Keith Vassell mun ekki gefa kost á sér í verkefnið og allt eins gæti farið svo að Brenton væri enn að leika með liði sínu Rueil í frönsku 2. deildinni. Eins og áður segir verður leikmanna- hópurinn tilkynntur á morgun og er allt eins líklegt að Damon Johnson verði sá eini af þeim sem nefndir voru til sögunnar með tvöfalt ríkisfang í landsliðs- hópnum. Æfingahópur kvennalandsliðs Íslands mun einnig verða til- kynntur á morgun. Helgi Jónas gefur ekki kost á sér BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS LANDSLIÐSMAÐURINN Jón Arnór Stef- ánsson sem leikið hefur með þýska 1. deild- arliðinu Trier í vetur mun ekki leika fleiri leiki með liðinu í umspili sex liða um fjögur laus sæti í 1. deild. Jón Arnór er meiddur á hné og mun fara í speglun af þeim sökum á næstu dögum, annað hvort hér á Íslandi eða í Þýskalandi. Trier á enn eftir að leika sex leiki í umspilinu en Jón Arnór lék í tvær mínútur í tapleik liðs- ins s.l. föstudag en var ekki með í sigurleik þess í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætl- ar Jón Arnór að reyna að ná sér góðum af meiðslunum áður en Smáþjóðaleikarnir hefj- ast á Möltu sem hefjast í byrjun júní. Samn- ingur hans við Trier gildir aðeins út leiktíðina. Frá Möltu til Dallas Þess má geta að Jón Arnór og Helgi Magn- ússon fyrrverandi félagi hans úr KR sem nú leikur með háskólaliði í Bandaríkjunum munu leika með úrvalsliði skipuðu leikmönnum frá Norðurlöndunum í sumar. Það er fyrrverandi leikmaður Njarðvíkur, Pete Philo, sem stend- ur að heimsókninni en liðinu stýrir Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkur. Jón Arnór í aðgerð á hné

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.