Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 121. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fallegasta röddin Guðrún Jóhanna hlaut söngverðlaun Kathleen Ferrier-keppninnar Listir 30 Ferskir fær- eyskir vindar Gestir eru sigurvegararnir í Prix Föroyar Fólk 57 Óvenjulegur umsækjandi Nemi í MA vill verða skólameistari 24 BANDARÍKJAMENN hafa handsamað Huda Salih Mahdi Ammash, einn af helstu sérfræðingum Íraks á sviði sýklavopna- framleiðslu. Ammash, sem er 49 ára gömul, er sögð hafa leikið lykil- hlutverk í því verkefni að byggja upp á nýjan leik sýklavopnabúr rík- isstjórnar Saddams Husseins eftir Persa- flóastríðið 1991. Ammash er númer 53 á lista Bandaríkjanna yfir 55 eftirlýsta erind- reka Saddam-stjórnarinnar og er hún eina konan á listanum. Ammash var áður deildarforseti við Bagdad-háskóla en hún hefur meistara- gráðu í örverufræði frá Kvennaháskólan- um í Denton, Texas. Þá útskrifaðist hún með doktorsgráðu frá Missouri-Columbia- háskóla í Bandaríkjunum eftir fjögurra ára rannsóknarnám árið 1983. Átti náið samstarf við Qusai Bandarískir embættismenn segja Amm- ash hafa verið af nýrri kynslóð áhrifafólks í íröskum stjórnmálum en hún var t.a.m. kjörin í miðstjórn Baath-flokksins fyrir tveimur árum, fyrst íraskra kvenna. Mun náið samstarf hennar og Qusais, sonar Saddams, hafa ráðið miklu um kosn- inguna. Faðir Ammash var Salih Magdi Ammash, fyrrverandi varaforseti Íraks, en fregnir herma að Saddam hafi fyrir- skipað aftöku hans árið 1983. Sérfræðing- ur um sýkla- vopn í haldi Washington. AP. Huda Salih Mahdi Ammash Eina konan á lista yfir eftirlýsta Saddam-liða „MIÐAÐ við seinaganginn gæti farið svo að fólk sem er að spila hér í dag fái ekki að njóta þess að spila í Tónlistarhúsinu. Og það verður erf- itt fyrir mig að koma úr kirkjugarð- inum að stjórna.“ Vladimir Ashken- azy var harðorður í garð stjórn- málamanna á blaðamannafundi jarðýtunefndar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói í gær en nefndina skipa hljómsveit- armeðlimir sem ætla að standa vörð um að staðið verði við fyrirheit og áform um byggingu Tónlistarhúss við Austurbakka án frekari tafa. Ashkenazy kynnti tölfræðilegar upplýsingar um tónlistarhús í Finn- landi og í Japan. Í Finnlandi hafa fjölmörg tónlistarhús risið síðustu fimm árin í bæjum með 40–60 þús- und íbúa og í Japan er að meðaltali eitt veglegt tónlistarhús á hverja hundrað þúsund íbúa. „Hvers vegna við eigum ekki enn tónlistar- hús hér er mér fyrirmunað að skilja. Íslendingar eru meðal rík- ustu þjóða heims.“ Barenboim neitaði að koma aftur fram í bíóinu Ashkenazy minntist þess að vin- ur hans hljómsveitarstjórinn og pí- anóleikarinn heimsþekkti Daniel Barenboim kom hingað og stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu ár- um Listahátíðar í Reykjavík. Þegar Barenboim var beðinn að koma aftur á Listahátíð, spurði hann hvort hljómsveitin væri enn í bíóhúsinu. Þegar honum var sagt að svo væri, sagði hann nei, takk. „Hljómsveitin er frábær, og það segi ég í fullri hreinskilni. Það væri hverjum hljómsveitarstjóra heiður og sæmd að fara með hana í tónleikaferð í bestu sali heims. Það er hrein skömm að þessi ágæta hljómsveit skuli enn búa við þessar vonlausu að- stæður. Hér hljómar hún ekki nema að litlu leyti það sem hún getur hljómað við kjöraðstæður. Ég hef fylgst með þessum framförum hljómsveitarinnar en nú er komið að því að hún fái að njóta þess hve góð hún er og leika í húsi við hæfi. Öðruvísi getur hún ekki haldið áfram að bæta sig. Að búa áfram við þetta er hrein skömm og nú er komið að stjórnmálamönnunum að standa sig jafnvel og hljómsveitin hefur gert.“ Fyrirmunað að skilja að tónlistarhús skuli ekki risið Morgunblaðið/Kristinn Vladimir Ashkenazy var harðorður á fundi með liðsmönnum jarðýtunefndar Sinfóníuhljómsveitarinnar í gær. Ashkenazy segir komið að stjórn- málamönnum að standa sig eins vel og Sinfóníuhljómsveitin  Allt sem þarf/30 PAKISTANAR segjast vera reiðu- búnir að afsala sér kjarnorkuvopn- um ef Indverjar geri slíkt hið sama, að sögn breska útvarpsins, BBC. Þjóðirnar tvær hafa þrisvar háð stríð sín í milli frá því að þær fengu sjálfstæði frá Bretum 1947, þar af tvisvar vegna deilna um yf- irráð í Kasmír-héraði. „Hvað Pakistan snertir myndum við með ánægju afsala okkur öllum kjarnorkuvopnum ef Indverjar væru reiðubúnir að gera það einn- ig,“ sagði talsmaður utanríkisráðu- neytis landsins, Aziz Ahmed Khan, í gær. „En það yrði að vera gagn- kvæmt.“ Bæði ríkin sprengdu tilrauna- sprengjur árið 1998 en ekki er vit- að hve margar sprengjur þau eiga. Í fyrra óttuðust margir að enn eitt stríðið væri að skella á en þá söfn- uðu ríkin samanlagt um milljón manna herliði á landamærunum vegna deilna um hryðjuverk í Kasmír sem Indverjar segja að stjórnvöld í Pakistan ýti undir. Meirihluti héraðsins er undir stjórn Indverja en flestir íbúarnir eru múslímar eins og flestir Pak- istanar. Indverjar eru flestir hindúar. Ætla að taka aftur upp full stjórnmálatengsl Mjög hefur slaknað á spennunni síðustu vikurnar. Fyrir skömmu lýsti Atal Behari Vajpayee, for- sætisráðherra Indlands, yfir vilja til að semja um ágreiningsmálin og ríkin hafa ákveðið að taka aftur upp full stjórnmálatengsl. Starfsbróðir Vajpayees í Pakist- an, Zafarullah Khan, ráðgast nú að sögn AFP-fréttastofunnar við leið- toga stjórnmálaflokkanna á þingi til að marka sameiginlega stefnu í viðræðum komi til þeirra. Khan sagði í gær að Pakistanar hefðu ávallt stutt hugmyndina um að lýsa Suður-Asíu kjarnorku- vopnalaust svæði. Hann fullyrti að Pakistanar hefðu eingöngu smíðað gereyðingarvopn til að geta varist Indverjum sem voru fyrri til að sprengja 1998. Stjórnmálaskýr- endur benda á að Indverjar hafi réttlætt kjarnorkuvopn landsins með því að vísa til hættunnar sem stafi af kjarnorkuveldinu Kína. Khan hefur boðið Vajpayee í heimsókn til höfuðborgar Pakist- ans, Islamabad þar sem deilumálin yrðu rædd. Sjálfur segir Vajpayee að undirbúa þurfi mjög vel slíka heimsókn þótt hann hafi ekki hafnað boðinu. Er hann og Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hitt- ust síðast árið 2001 urðu viðræður þeirra til einskis. Vilja semja um eyð- ingu kjarnavopna Indverjar frið- mælast og Pakist- anar vilja gagn- kvæma afvopnun RÚMLEGA tvö hundruð fulltrúar ættbálka og þjóðarbrota í stórborg- inni Mosul í norðanverðu Írak kusu í gær nýtt 24 manna borgarráð og borgarstjóra, Ghanam al-Boso, sem munu stýra staðnum ásamt yfir- manni hernámsliðs bandamanna. Al- Boso er 58 ára gamall arabi og hers- höfðingi á eftirlaunum, aðstoðar- borgarstjórinn er Kúrdi. Arabíska sjónvarpsstöðin Al- Jazeera birti í gær myndir af nýja borgarráðinu en í því sitja m.a. 13 arabar, þrír Kúrdar, tveir kristnir Assyríumenn og einn Túrkmeni. Stöðin sagði að um kosningar hefði verið að ræða og sýndi fulltrúana sverja Írak hollustueið. Mosul er þriðja stærsta borg Íraks. Fjöldi Kúrda, sem eru múslím- ar, býr í borginni en einnig eru þar allmargir kristnir arabar og Túrkm- enar, skyldir Tyrkjum. Kúrdinn Fadhil Mirani sagði að borgarráðs- fulltrúarnir hefðu m.a. verið valdir í samráði við Bandaríkjamenn. Reuters Ghanam al-Boso borgarstjóri (t.v.) ásamt tveim borgarráðsmönnum. Kosningar í Mosul Tikrit, Mosul. AFP, AP.  Bráðabirgðastjórn/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.