Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝRNAÍGRÆÐSLUR munu hefj- ast hér á landi síðar á árinu en hing- að til hafa líffæraígræðslur í ís- lenska sjúklinga verið fram- kvæmdar á erlendum sjúkrahúsum. Þá hefur verið ákveðið að taka upp stofnfrumumeðferð hér sem er krabbameinsmeðferð sem beitt er gegn illkynja blóðsjúkdómum en þá meðferð hefur einnig þurft að sækja til annarra landa. „Hér er um að ræða tímamót í ís- lenskri heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, er hann kynnti ákvörðunina á blaðamanna- fundi á Landspítalanum Hringbraut í gær. Hann sagði fagnaðarefni að ákveðið hefði verið að flytja svo flóknar aðgerðir heim sem fólk hefði hingað til sótt erlendis á mestu hátæknisjúkrahús heims. „Þetta sýnir hvers íslenska heil- brigðiskerfið er megnugt,“ sagði Jón. Skurðlæknir frá Bandaríkj- unum gerir aðgerðirnar Gerður hefur verið samningur um aðgerðirnar milli Trygginga- stofnunar og Landspítalans og er það í fyrsta skipti sem þessar stofn- anir gera með sér samning um til- tekna þjónustu eins og hér er um að ræða. Ekki er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist með samningnum umfram greiðslurnar sem nú renna til sjúkrahúsa erlendis. Hingað til hafa um 3–5 sjúklingar farið til nýrnaígræðslu á ári yfirleitt á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og þurft að dvelja a.m.k. 3–4 vikur í senn. Helsti kosturinn við að gera slíkar aðgerðir hér er að fyrir sjúk- lingar og aðstandendur þurfa nú ekki að dvelja langdvölum erlendis, að sögn Runólfs Pálssonar, læknis á nýrnadeild Landspítalans á Hring- braut. „Auk þess er þetta jákvætt og hvetjandi fyrir stofnunina og þróun læknisfræði hér á landi, en einnig hagkvæmara fyrir samfélag- ið.“ Til að framkvæma aðgerðirnar verður hingað fenginn Jóhann Jóns- son, ígræðsluskurðlæknir á Fairfax- sjúkrahúsinu í Virginíu í Bandaríkj- unum, en hann mun koma tvisvar á ári og gera 2–3 aðgerðir í hvert skipti. Runólfur tekur fram að hér sé um að ræða ígræðslur úr lifandi gjöfum en ekki úr látnum og því verði hægt að stjórna tímasetningu aðgerða. „Þegar fengin eru nýru úr látnum þarf að gera aðgerðirnar fyrirvaralaust en slíkt hentar ekki hér á landi þar sem aðgerðir eru fá- ar.“ Hann segir að hugmyndin hafi verið lengi til umræðu en að und- irbúningur hafi hafist fyrir um hálfu ári. Stofnfrumumeðferð beitt í mjög alvarlegum tilvikum Stofnfrumumeðferð er beitt gegn ýmsum illkynja blóðsjúkdómum eins og mergfrumuæxlum, bráðu hvítblæði, eitilfrumukrabbameini og föstum æxlum. Hún fer þannig fram að blóðfrumumyndandi stofnfrum- um er safnað úr blóði sjúklings, þær varðveittar og síðan fær sjúkling- urinn þær aftur til baka eftir lyfja- meðferð. Þannig er stofnfrumunum hlíft við lyfjameðferðinni. Þær sjá svo um að koma blóðmyndun í gang hjá sjúklingum en lyfjameðferð er oft það kröftug að blóðmyndunin myndi annars skerðast varanlega, að sögn Vilhelmínu Haraldsdóttur, sviðstjóra lækninga á lyflækninga- sviði II hjá Landspítalanum á Hringbraut. „Stofnfrumumeðferðin er gerð til að hægt sé að beita kröft- ugri lyfjameðferð í baráttunni við þessa sjúkdóma. Hún er aðeins not- uð þegar um er að ræða mjög alvar- leg tilfelli eða þegar sjúkdómur tek- ur sig aftur upp eftir meðferð.“ Hingað til hafa að meðaltali fjórir fullorðnir Íslendingar fengið þessa meðferð erlendis á ári, yfirleitt hjá Karólínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi. Vilhelmína segir til mikils að vinna að geta gert slíkar aðgerðir hér á landi enda séu ferðalögin mik- ið álag fyrir svo veika sjúklinga. Hér verður meðferðin samstarfs- verkefni Blóðbankans og blóðlækn- ingadeildar Landspítalans en gert er ráð fyrir að hægt verði að með- höndla allt að sjö einstaklinga á ári þegar meðferðin hefst hér á landi. Nýrnaígræðslur og stofnfrumu- meðferð hefjast hérlendis Morgunblaðið/Kristinn Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, og Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Bannmerki í símaskrá eru ekki ávallt virt Brot geta varðað sekt- um eða fang- elsisvist BORIÐ hefur á því að fyrirtæki sem standa að símasölu virði ekki bannmerki í símaskrá, en merkin gefa það til kynna að fólk vilji ekki að sölumenn hringi og ónáði það. Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, sagði svolítið bera á kvörtunum vegna þessa. Hún sagði lögin þó skýr í þessa veru. „Símnotendur sem nota almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðs- setningu skulu virða merkingu í símaskrá sem gefur til kynna að viðkomandi áskrifandi vilji ekki slíkar hringingar í símanúmer sitt,“ segir í 34. grein fjarskipta- laga. Í 57. grein segir síðan að brot á lögunum varða sektum, eða allt að sex mánaða fangelsi. „Lögin eru mjög skýr í mínum huga. Sumir sölumenn nota það sem afsökun að þeir séu með eigin úthringilista og fái þá ekki hjá símaskránni. Það skiptir ekki máli því í lögum er talað um alla tal- símanotendur og því verða þeir að fara eftir þessu,“ sagði Heiðrún. Síminn hefur ekki refsivald Síminn hefur hins vegar ekkert refsivald, en það er Póst- og fjar- skiptastofnun sem sér til þess að lögum þessum sé framfylgt. „Það eina sem við getum gert er að hvetja fólk til þess að fara eftir þessu. Fyrst og fremst snýr þetta að símasölufólki. Í mínum huga ber þessum aðilum skylda til þess að virða lagaskyldu og siðferðisskyldu og yfirfara sína hringilista reglu- lega út frá því,“ sagði Heiðrún og benti á að í tölvukerfi Símans eru bannmerkin uppfærð á hverri nóttu. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar hefur sjálfur orðið fyrir ónæði af síma- sölu þrátt fyrir að vera á bannlista. „Ég held nú að meginreglan sé að fólk virði þessi bannmerki. Stofnunin hefur almenna eftirlits- skyldu hvað varðar brot á lögun- um,“ sagði Hrafnkell. Hann sagði að ef tilefni væri til þá rannsakaði stofnunin málið. Ef rannsóknin leiðir það í ljós að lög- unum sé ekki framfylgt beinir stofnunin niðurstöðum sínum til lögregluyfirvalda og fer þá málið sína leið í gegnum dómskerfið. Enn hefur ekki til þess komið að stofn- unin hafi gripið til þess. BRAGI Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur að dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því á laugardag í umfangsmiklu forsjár- máli muni hafa þá þýðingu fyrir barnaverndarstarf í framtíðinni að auknar kröfur verði gerðar til sveitar- félaga í barnaverndarmálum. Í umræddu máli sýknaði héraðs- dómur Barnaverndarnefnd Reykja- nessbæjar af kröfum foreldra sem kröfðust ógildingar á úrskurði nefnd- arinnar um forsjársviptingu yfir sex börnum sínum. Þótt dómurinn hafi sýknað nefndina, með hagsmuni barnanna í huga, gerði hann alvarleg- ar athugasemdir við störf hennar og gagnrýndi hana fyrir valdníðslu og lögbrot við forsjársviptinguna. Sagði dómurinn að nefndin hefði sett fram ómálefnalegar fullyrðingar, brotið meðalhófsreglu, stjórnsýslu- og barnaverndarlög og ekki sinnt rann- sóknaskyldu sinni við málsmeðferð- ina. Að sögn Viðars Lúðvíkssonar, lög- manns foreldranna, er stefnt að áfrýj- un málsins til Hæstaréttar. Í niður- stöðu dómsins er vandaðs undirbún- ings lögmannsins í málinu sérstak- lega getið. Þess skal getið að Barnaverndar- stofa átti ekki aðild að málinu. Mikilvægt að leita annarra leiða á undan forsjársviptingu „Enda þótt þessi dómur sé í anda fyrri dóma undirstrikar hann mikil- vægi þess að leita allra annarra leiða áður en til forsjársviptingar kemur og að menn séu reiðubúnir að leggja mikið í sölurnar til að beita öllum til- tækum stuðningsúrræðum í því skyni að styrkja foreldra í hlutverki sínu,“ segir Bragi. „Sveitarfélögin í landinu verða að leggja meiri fjármuni í þenn- an málaflokk og leggja sig meira fram um að byggja upp góða fagþekkingu og úrræði sem miða að því að styðja við fjölskyldur sem standa höllum fæti í uppeldishlutverkinu. Það má því ætla að það verði gerðar ríkari kröfur um stuðning sveitarfélaga. Ef veita á hann þannig að menn séu ekki að setja börn í óviðunandi áhættu þá þýðir það það að miklu meira verður að leggja í þennan málaflokk. Víða á Íslandi hefur barnaverndarkerfið ekki verið í stakk búið til að mæta þeim ríku kröfum sem dómstólar gera í þessum málum og því kallar þetta á eflingu barnaverndarstarfs á landsvísu.“ Forstjóri Barnaverndarstofu um nýjan héraðsdóm „Kallar á eflingu barnaverndarstarfs“ „ÉG var að leita að mink norður með ströndinni í fyrravetur þegar steinninn sá arna varð á vegi mín- um, innan um annað fjörugrjót, þar sem heitir Balar. Ég ætlaði svo að sækja hann þegar betur hentaði en fann hann ekki aftur fyrr en nú síðla vetrar,“ segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum. Hér er um fáséða steintegund að ræða, sem til- heyrir ekki íslenskri berggerð. Hann er kominn frá Grænlandi og nefnist granít. Ljóst er að hann hefur borist til Íslands með hafís. Guðbrandur segir að ekkert sé hægt að fullyrða um hve lengi hann hafi verið þarna, það geti verið einhverjir áratugir eða jafn- vel aldir. Steinninn sé bæði nokk- uð veðraður og hafi nuddast við að veltast innan um annað fjöru- grjót. „Það eru smáar agnir í honum í mörgum litum sem glitra þegar sólin skín,“ segir Guð- brandur. Hann áætlar að steinn- inn sé um eða yfir 200 kg að þyngd. Fáséð steintegund kom með hafís frá Grænlandi Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Guðbrandur Sverrisson styður við granítsteininn. Ströndum. Morgunblaðið. VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð hefur í bréfi til dómsmálaráðuneytisins, lands- kjörstjórnar og yfirkjörstjórna gert kröfu um að atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar og kunna ranglega að verða rituð með bókstafnum V verði metin gild sem atkvæði greidd flokkn- um. Listabókstafur flokksins í kosningunum 10. maí nk. er U. Í bréfi sem Atli Gíslason hrl. ritar fyrir hönd Vinstrihreyfing- arinnar –græns framboðs segir að við alþingiskosningar 1999 hafi komið fram á heimasíðu ráðuneytisins að listabókstafur flokksins væri V en ekki U og að komið hafi verið í veg fyrir á síð- ustu stundu að framboðslisti VG væri auglýstur í blöðum undir listabókstafnum V. Í aðdraganda kosninganna nú hafi sama misskilnings gætt. Bent er á að í kosningaupplýs- ingum SÍNE vegna atkvæða- greiðslu utan kjörfundar, sem birtar séu að sögn SÍNE með góðfúslegu leyfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sé listabókstafur VG tilgreindur V. Rangar upplýsingar sendar félagsmönnum SÍNE Þessar röngu upplýsingar hafi verið sendar öllum félagsmönn- um SÍNE og birtar á heimasíðu þess. Sami misskilningur hafi komið fram á vefsíðunni Plúsinn og staðfestar upplýsingar hafi borist um að starfsmaður hjá sýslumanninum í Reykjavík hafi gefið upp V sem listabókstaf VG. Þá hafi verið kvartað undan því að hjá sýslumanninum á Ólafsfirði hafi nýlega legið frammi stimpill með bókstafnum V fyrir VG. VG vill fá atkvæði sem merkt eru V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.