Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á FUNDI um fæðingarorlofslögin í gær voru m.a. rædd ágreinings- atriði varðandi framkvæmdina og hvernig jafnréttisbaráttan á eftir að þróast úr þessu. Á fundinum töluðu Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Gunnar Páll Pálsson formaður VR og Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Enn er verk fyrir höndum Geir H. Haarde fjármálaráðherra taldi að framkvæmd fæðingarorlofs- laganna hefði tekist vel og í aðal- atriðum eins og að var stefnt. Hann sagði að skiptar skoðanir væru um tvö atriði varðandi fæðingarorlofs- lögin. Fyrra atriðið væri hvort rétt- ur til fæðingarorlofs ætti að vera að fullu millifæranlegur á milli hjóna. Sú leið hafi verið farin að binda þrjá mánuði hvoru foreldri. Þess hafi verið getið í greinargerðinni að litið sé á það sem tímabundna ráðstöfun, þar til staða jafnréttismála í þjóð- félaginu verði þannig að ekki þurfi lögþvingun til að báðir aðilar treysti sér í fæðingarorlof. Síðara atriðið sem Geir nefndi var hvort setja ætti þak á fæðing- arorlofsgreiðslur, en greidd eru 80% af launum óháð því hvort þau eru há eða lág. Gagnrýni á það hefur verið tvíþætt, að sögn Geirs. Annars veg- ar að það sé óréttlátt að allir fái ekki sömu upphæð. Geir benti á að greiðslur í fæðingarorlofssjóð séu hluti af tryggingagjaldi sem ákvarð- ist í hlutfvalli við laun. Ennfremur að ef sett yrði þak á greiðslurnar til þess að mæta þessu, þá yrði konum gert erfiðara fyrir að komast í hærra launuð störf. Hins vegar hafa fæðingarorlofs- lögin verið gagnrýnd fyrir að vera of dýr í framkvæmd vegna þess að þak vanti á greiðslurnar. Stað- reyndin er sú, að sögn Geirs, að langflestir foreldrar eru á ósköp venjulegum launum, enda oftast ungt fólk sem ekki er langt komið á starfsbrautinni. Að síðustu sagði Geir að smiðs- höggið á jöfn réttindi kynjanna, í lagalegu tilliti, hefði verið rekið með stjórnarskrárbreytingunni árið 1995. Þá var sett inn ákvæði um að konur og karlar skyldu njóta jafns réttar í hvívetna. „Enn er verk fyrir höndum í einstökum málum, t.d. vegna aðstæðna langveikra barna, sem bitna oftar á mæðrum en feðr- um, og skólahalds barna, en þar geta skipulagsbreytingar skilað miklu.“ Meiri áhersla á skólamálin „Reynslan af fæðingarorlofslög- unum er almennt séð mjög jákvæð og hefur á skömmum tíma leitt til meiri breytinga en við gerum okkur grein fyrir,“ sagði Gunnar Páll Páls- son, formaður VR. Hann greindi frá því að háskóla- menntuðum í VR hefði fjölgað mikið á undanförnum árum og væru orðn- ir 28% félagsmanna. Þetta væru að miklu leyti ungar konur og þessi ásókn þeirra á almennan vinnu- markað sýndi að réttindamunurinn sem verið hefði á kjörum kvenna á barnseignaraldri í almenna og op- inbera geiranum væri að hverfa. Þá sagði Gunnar Páll að kannanir VR sýndu að launamunurinn væri að minnka og hugsanlega spilaði nýja löggjöfin þar inn í. Ennfremur sýndi sig að karlar væru að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, – þrjá mánuði og jafnvel lengur. „Við heyr- um ekki kvartanir frá vinnuveit- endum yfir þessu nýja fyrir- komulagi. Þótt uppsögnum vegna fæðingarorlofs hafi fjölgað, þá held ég að of snemmt sé að segja að það tengist nýju lögunum. Líklegra er að ástæðan sé ástandið á vinnu- markaðnum.“ Gunnar Páll sagðist sjá fyrir sér að skiptingin á milli almenna og op- inbera geirans yrði óljósari og laun- þegar söfnuðu réttindum óháð vinnuveitanda. Það ætti eftir að hafa áhrif á jafnréttismálin, sér- staklega hvað varðar veikindi barna. Jafnrétti tengist börnum og þess vegna réðst VR í úttekt á skólakerf- inu, að sögn Gunnars. „Ungar konur í félaginu kvarta undan þriggja mánaða sumarfríi skólabarna á meðan foreldrar fái rúman mánuð. Til að bregðast við þessu lagði VR til að skólaárið yrði lengt og grunn- skólinn styttur um ár.“ Fæðingarorlofslögin bylting „Fæðingarorlofslögin fela í sér ákveðna byltingu,“ segir Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður Kvenréttinda- félags Íslands. Ástæðan sé sú að löggjafinn hafi farið á undan al- menningsálitinu. „Maður verður var við að almenningsálitið er ekki alveg eins framsýnt. Þetta er einmitt hlut- verk ríkisins – að hafa áhrif í þá átt að jafna stöðu kynjanna. Viðtök- urnar hafa verið góðar, sem sést m.a. á því að ekki var gert ráð fyrir jafnmiklu fjármagni í þennan mála- flokk og raun ber vitni.“ Þorbjörg er andvíg því að setja þak á fæðingarorlofsgreiðslurnar. Reynslan af slíku fyrirkomulagi sé að bæturnar endi í gólfinu eins og sjáist á barnabótum. Þá hafi komið fram á jafnréttisráðstefnu á Ak- ureyri að aðeins sex einstaklingar hafi fengið greidda hærri fjárhæð en 500 þúsund úr sjóðnum á mán- uði. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að koma saman og finna leiðir til að minnka launamun kynjanna og fjölga konum í stjórnunarstöðum, að sögn Þorbjargar. Hún sér fyrir sér að hægt sé að beita auglýsingum og eins sektum og skattalækkunum. Hádegisfundur í gær um fæðingarorlofslöggjöfina og jafnréttismál Meiri breytingar en við gerum okkur grein fyrir Morgunblaðið/Kristinn Þorbjörg I. Jónsdóttir í ræðustól. Þorbjörg Vigfúsdóttir fundarstjóri, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Gunnar Páll Pálsson formaður VR hlýða á. „Fæðingarorlof fyrir alla – lausn á launa- mun kynjanna“ var yfirskrift hádegisverð- arfundar sem Tíkin.is stóð fyrir. Pétur Blöndal var einn þriggja karla í salnum. pebl@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, minnir á, áð- ur en hann tjáir sig um hugmyndir BSRB, að þær séu enn ekki fullmót- aðar enda hafi komið fram að þær eigi að kynna nánar á ráðstefnu BSRB í haust. „Það hefur lengi ver- ið vitað að það er enginn vandi að lækka skattprósentuna með því að lækka persónuafsláttinn og skatt- leysismörkin en ég er ekki hrifinn af því,“ segir hann. „Síðan ætla þeir að tekjutengja persónuafsláttinn en ég játa að ég átta mig ekki á því hvern- ig hægt er að gera það í stað- greiðslukerfinu nema með eftirá- uppgjöri fyrir flesta skattgreið- endur. “ Halldór tekur þó fram að það sé góðra gjalda vert að koma með nýj- ar hugmyndir í skattamálum. „En ég tel mikilvæg að þær séu skýrari áður en við erum beðin um að taka afstöðu til þeirra.“ Halldór getur þess hins vegar að síðustu að hann sé sammála því markmiði að bæta stöðu lágtekju- og millitekjufólks. „Það er hægt að ná því markmiði með ýmsum hætti og sjálfsagt að fara yfir það.“ Skattkerfið til endurskoðunar Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist í fyrsta lagi fagna því að „verið sé að leggja vinnu í það að skoða ferskar og róttækar hugmyndir um breytingar í skatta- málum.“ Hann segir það lofsvert og áhugavert framtak. „Og ég held það sé þörf á því að taka íslenska skatt- kerfið til rækilegrar skoðunar.“ Hann segir að það sé einkum tvennt sem veki athygli sína í hug- myndum BSRB. Annars vegar það að með þeim sé stefnt að því að ná fram betri dreifingu skattbyrðar- innar, þ.e. með því að hlífa lægri launum og meðaltekjum. Og hins vegar það að með þeim sé stefnt að því að takmarka jaðaráhrif í skatt- kerfinu. „Hvorutveggja eru mjög æskileg markmið,“ segir hann „og fyrir þessu hef ég lengi talað.“ Hann segir að þessi markmið sam- rýmist því „bærilega“ markmiðum VG í skattamálum. Steingrímur segir ennfremur að skv. því sem fram hafi komið sé hægt að framkvæma skattahug- myndir BSRB án þess að það kosti ríkissjóð umtalsvert tekjutap. Það væri áhugavert og í anda VG sem ekki vildi, eins og aðrir flokkar, fara inn á þá braut að lofa milljarða tuga skattalækkunum. „Í heild finnast mér hugmyndir BSRB því mjög áhugaverð, róttæk og spennandi nálgun,“ ítrekar hann og bætir því við að auðvitað séu ýmis útfærslu- atriði eftir sem þyrfti að skoða nán- ar. „Það verður spennandi að skoða hvaða hljómgrunn þessar tillögur fá þegar þær verða fullunnar og út- færðar nánar af BSRB.“ Stofnaður verði hópur sérfræðinga Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður Nýs afls, segir að tillögur BSRB sem og tillögur Alþýðusam- bands Íslands í skattamálum, ásamt tillögum stjórnmálaflokkanna, séu þess eðlis að það þurfi að endur- skoða skattkerfið í heild sinni. Til- lögur ASÍ og BSRB séu góðra gjalda verðar en hann kveðst óttast að tillögur stjórnmálaflokkanna hafi verið settar fram í miklum flýti. „Það er nauðsynlegt að setjast yfir allt málið; skoða heildarkerfið og heildaráhrif af þessum breyting- um.“ Hann telur að eftir kosningar þurfi að setja á laggirnar hóp sér- fræðinga sem hefði það hlutverk að fara yfir tillögur BSRB og ASÍ í skattamálum og týna úr þeim það sem gott væri. Inntur eftir því hvað hann telji vera gott í þessum tillögum nefnir hann m.a. tillögur sem snúa að jöfn- uði milli einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir ljóst að um þessar mundir séu launþegar með þyngstu skattbyrðarnar. Auk þess hafi skattleysismörkin hvorki fylgt verð- lagi né þróun launa. „Það þýðir að skattbyrðin á þeim sem minnst hafa milli handanna er mjög erfið.“ Mikilvægt framlag Össur Skarphéðinssn, formaður Samfylkingarinnar, segir það já- kvætt að verkalýðshreyfingin skyldi setja fram „róttækar hugmyndir í skattamálum“. Hann tekur þó fram að BSRB eigi enn eftir að fullmóta hugmyndirnar. „Á þessu stigi er því um að ræða hugmyndir sem ekki eru komnar í endanlegt form. Af þeim sökum er mjög erfitt að taka harða afstöðu til þeirra. Hins vegar er það svo að við í Samfylkingunni höfum sagt að á næsta kjörtímabili eigi að ráðast í það að skoða hugs- anlegar endurbætur á almanna- tryggingakerfinu og skattkerfinu og samspili þessara tveggja kerfa. Ég lít á hugmyndapakka BSRB sem mikilvægt framlag til þess.“ Hann segir að hugmyndir BSRB séu mjög róttæk frávik frá þeirri meginhugsun sem nú ríki í skatt- kerfinu. T.d. hafi Samfylkingin lagt höfuðáherslu á að hækka skattleys- ismörkin en hugmyndir BSRB gangi í þveröfuga átt. Tryggja hag þeirra sem útundan hafa orðið Sigurður Ingi Jónsson, efsti mað- ur á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að Frjálslyndi flokkurinn hljóti að fagna því að félagasamtök á borð við BSRB skulu leggjast í svona mikla vinnu í skattamálin. „Í fljótu bragði sýnist mér BSRB vera með sömu markmið og Frjálslyndi flokk- urinn í skattamálum vegna þess að tillögur BSRB ganga út á að tryggja hag þeirra sem hafa orðið útundan í þeirri skattaþróun sem hefur orðið undanfarið.“ Vísar hann til þeirra sem minnst hafa milli handanna. Sigurður Ingi segir hugmyndir BSRB athyglisverðar. „Og ég hlakka til að sjá þær þegar búið verður að útfæra þær endanlega.“ Forystumenn stjórnmálaflokkanna bera lof á vinnu BSRB í skattamálum Útfæra þarf hug- myndirnar nánar Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru almennt á því að hugmyndir BSRB í skattamálum séu lofsvert framtak. Þeir fara þó varlega í að tjá sig um einstaka þætti þeirra og segja að BSRB eigi eftir að útfæra hugmyndirnar nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.