Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 11 FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur heilsuðu upp á gesti og gangandi í Kringlunni í gær og kynntu málefni flokksins fyrir kom- andi alþingiskosningar. Hér ræðir Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, við vegfaranda á göngum verslanamiðstöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, fram- bjóðandi flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður, fylgist með en að baki þeim má sjá Birgi Ármanns- son, annan frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins. Morgunblaðið/Sverrir Kosningaspjall í Kringlunni „ÉG verð að viðurkenna að ég sé ekki hvaða vanda er verið að leysa í sambandi við þá gagnrýni sem komið hefur fram á kerfið með þessari aðferðafræði,“ sagði Arthúr Bogason, spurður um viðhorf sitt til hugmynda Samfylkingarinnar um að 30 þúsund tonna kvótaaukn- ing í haust verði boðin upp. „Fyrir það fyrsta er verið að gagnrýna þetta kerfi fyrir brask og í öðru lagi fyrir brottkast. Hvernig þetta á að koma í veg fyrir brott- kast átta ég mig hreint alls ekki á og get svo sem alveg ímyndað mér að þetta myndi jafnvel ýta undir það,“ sagði Arthúr ennfremur. Hann sagði að hvað braskið varð- aði sýndist sér að það ætti bara að færa það til ríkisins og sér hugnað- ist það með sama hætti og það brask sem menn væru að gagnrýna í kerfinu óbreyttu. „Það sem mér finnst sorglegast er það að menn eru alveg stein- hættir að spyrja sig að þeirri grundvallarspurningu hvort kvóta- kerfið gengur upp gagnvart líf- fræðilegri stjórnun. Það er þekkt að kvótakerfið framkallar ákveðna eiginleika í sókninni og sóknar- mynstrinu og mér sýnist að stjórn- málaflokkarnir velflestir séu búnir að steingleyma að grundvöllur allr- ar fiskveiðistjórnunar er líffræði- legar spurningar en ekki hagfræði- legar, uppboðslegar eða fyrningar- legar. Mér þykir daprast við þessa kosningabaráttu að þetta er stein- gleymt og grafið,“ sagði Arthúr ennfremur. Karp um það hvernig úthluta á of litlum aflaheimildum Hann segir að í þessari aðferða- fræði sé ekki falin nein gagnrýni varðandi það hver ástæðan sé fyrir því að fiskistofnar hafi ekki vaxið og dafnað eins og að hafi verið stefnt. Í staðinn sé farið að karpa um það með hvaða hætti eigi að út- deila þessum alltof litlu aflaheim- ildum miðað við það sem hefði átt að vera. Arthúr Bogason, formaður Samtaka smá- bátaeigenda, um tillögur Samfylkingarinnar Veit ekki hvaða vanda er verið að leysa HALLDÓR Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist ekki telja hugmyndir Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í skatta- málum um jafna 20% skattapró- sentu vera athyglisverðar fyrir Starfsgreinasambandið. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir margt athyglisvert í tillögunum og það sé virðingarvert að velta upp nýjum flötum í skattamálum. „Ég er mjög hrifin af fjölþrepa- skatti af því að ég tel að það þurfi auðvitað að laga skattana fyrir fólk sem er á neðri tekjunum en ekki endilega hjá þeim sem eru með miðlungs og hærri tekjur,“ sagði Halldór Björnsson. Hann sagði að ef hann skildi til- lögurnar rétt væri um að ræða flat- an skatt á allar tekjur og hann telji að það sé ekki eitthvað sem Starfs- greinasambandið sé að sækjast eft- ir. Hann hafi aldrei skilið hug- myndafræðina að baki því að allir greiði sömu skattaprósentuna burt- séð frá því hvaða tekjurnar séu há- ar. Halldór sagði að þessar tillögur hefðu ekki verið ræddar innan Starfsgreinasambandsins. Hann væri hins vegar mjög hrifinn af fjöl- þrepaskattinum og teldi hann vera tekjujöfnunartæki. Hann væri inn á því kerfi sem sænski hagfræðingn- um Joakim Palme hefði kynnt hér. Allir ættu að fá út úr tryggingakerf- inu burtséð frá því hvort þeir væru með háar eða lágar tekjur og þess vegna ætti að nota skattakerfið til jöfnunar, þannig að sá sem væri með litlar tekjur héldi meiru eftir en sá sem væri með háar tekjur. Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagði að sér fyndist að í tillögum BSRB væri margt áhugavert sem vert væri að skoða og fara yfir. Hann væri hins vegar ekki búinn að fara yfir þær í heild sinni. Gunnar Páll sagði að talað væri um að lækka skattleysismörkin í 50 þúsund kr. þannig að skattbyrðin myndi þyngjast á þeim sem væru á milli 50 og 70 þúsund kr. og hefðu ekki verið að greiða neinn skatt til þessa. Væntanlega hugsuðu þeir þetta sem lið í einhverjum stærri breytingum. „Mér finnst það vera góðra gjalda vert að velta upp nýjum flötum og skoða þá, en ég held að menn ættu samt að hafa báða fæturna á jörð- inni áður en menn stökkva til og breyta,“ sagði Gunnar Páll ennfrem- ur. Formaður VR um nýjar skattahugmyndir BSRB Góðra gjalda vert að velta upp nýjum flötum Ekki athyglisvert, segir formaður Starfsgreinasambandsins INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, for- sætisráðherraefni Samfylkingar, seg- ir fráleitt að skerða kennsluframlög til einkarekinna skóla á háskólastigi sem innheimti skólagjöld, í ljósi þeirra aðstæðna sem ríki í málefnum skólanna í dag. Um þetta atriði sé ekki deilt innan Samfylkingar. Ingibjörg Sólrún sagði á framboðs- fundi í Háskólanum í Reykjavík í síð- ustu viku að hún teldi ekki rétt að einkaskólar á háskólastigi fengju sama opinbera framlag og ríkisskólar sem hefðu ekki heimild til að inn- heimta skólagjöld. Á framboðsfundi á Bifröst í gær var lesið upp úr svar- bréfi Guðmundar Árna Stefánssonar, þingmanns Samfylkingar, til nem- anda á Bifröst sem var óhress með ummæli Ingibjargar. Í tölvuskeyti Guðmundar Árna segir að þingflokk- ur Samfylkingar hafi markað sér skýra stefnu í málinu á Alþingi sl. vet- ur. Sér sýnist að Ingibjörg Sólrún hafi farið „dálítið út í vegkantinn í um- mælum sínum“ í Háskóla Reykjavík- ur og ekki „tóna[ð] afstöðu flokksins til þessara mála“. „Þar segjum við einfaldlega að við viljum virka samkeppni á háskólastigi og ef ójafnvægi reynist í fjárframlög- um til háskóla sem skekki þá mynd, þá beri ríkisvaldinu að jafna hana með því að hækka upp á við, þ.e.a.s. bæta þeim sem lakar kunna að standa, en alls ekki lækka hjá þeim skólum sem rýmri fjárráð hafa, t.d. vegna skóla- gjalda,“ segir Guðmundur Árni. Ingi- björg Sólrún segist algerlega sam- mála honum í þessu. Á fundinum í Háskólanum í Reykjavík hafi hún verið að tala hvernig hún sæi þró- unina fyrir sér í framtíðinni. „Við erum annars vegar að tala um stöðuna eins og hún er núna og hins vegar þegar til framtíðar er litið. Staða háskólanna núna er mjög mis- jöfn, einkaskólar hafa rétt til skóla- gjalda sem Háskóli Íslands, Háskól- inn á Akureyri, Kennaraháskólinn og aðrir ríkisskólar hafa ekki. Háskóli Íslands hefur aftur á móti aðgang að happdrættisfé sem hinir hafa ekki til fjárfestinga. Hann hefur mun meira fjármagn en hinir til rannsókna. Við þessar aðstæður er fráleitt að skerða kennsluframlög vegna skólagjalda, vegna þess að menn sitja ekki við sama borð. Ingibjörg Sólrún segir mikilvægt að móta stefnu til framtíðar um hvernig jafnræði verði tryggt milli rekstrarforma skólanna þannig að ekki sé dreginn taumur eins á kostnað annars. „Ef skólarnir sem eru reknir sem sjálfseignarstofnanir ættu að njóta bæði húsnæðisframlaga eins og Há- skóli Íslands, rannsóknarframlaga og kennsluframlaga, þá væri í raun búið að skerða samkeppnisstöðu Háskóla Íslands og ríkisháskóla því þeir hafa ekki heimild til skólagjalda. þannig að þarna á milli verður að finna eitthvert jafnræði þegar til framtíðar er litið. En eins og staðan er núna þá er mjög misjafnt hvernig að þeim er búið,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Við höfum ekki alltaf sama tungu- tak í einstökum málum en efnislega erum við Ingibjörg Sólrún Gísladóttir algerlega sammála um þetta og Sam- fylkingin einhuga. Við viljum sam- keppni milli háskólanna og við viljum tryggja að hún sé á jafnræðisgrund- velli og við höfum sagt að ef það kem- ur í ljós að athuguðu máli og öllum upplýsingum fyrir liggjandi að það þurfi að jafna hana með einhverjum hætti þá viljum við gera að með því að jafna hana upp á við. Ég hygg að það sé góður einhugur um þetta þó að menn nálgist þetta viðfangsefni með mismunandi hætti,“ segir Guðmund- ur Árni Stefánsson, þingmaður Sam- fylkingar, um ólíkar áherslur í um- ræddu tölvuskeyti hans og ummæli Ingibjargar Sólrúnar í HR. „Það var kannski sá misskilningur sem ég var að reyna eyða þarna upp frá [á Bifröst], því að nemendurnir eins og ég og fleiri lásum það í blöð- unum að það hefði mátt skilja orð hennar með öðrum hætti.“ Ummæli frambjóðenda Samfylkingar um framlög til einkaskóla „Ekki alltaf sama tungutak í ein- stökum málum“ Konukvöld Samfylkingarinnar á Hótel Selfossi verður í kvöld 6. maí kl. 20.30 á Hótel Selfossi, Betri stofunni. Margrét Frímannsdóttir ávarpar fundinn. Sigríður Jóhannesdóttir kynnir atriðin. Björk Jak- obsdóttir verður með atriði úr leikritinu Sellofon. Guð- rún Gunnarsdóttir syngur. ·Snyrtivörukynning ·Upp- lestur og fleira. Samfylkingin heldur opinn stjórnmálafund á Útlag- anum á Flúðum í kvöld 6. maí kl. 20.30. Björgvin G. Sig- urðsson og Önundur S. Björnsson ávarpa fundinn. Samfylkingin með fund á Ströndinni. Samfylkingin heldur fund á Fjöruborðinu, Stokkseyri á morgun mið- vikudaginn 7. maí kl. 20. Margrét Frímannsdóttir ávarpar og ræðir stjórnmálaástandið. Torfi Áskelsson slær á létta strengi. Skemmtun fyrir ungt fólk í Pakkhúsinu, Selfossi. Fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn 9. maí spilar hljómsveitin Buff í Pakkhúsinu í boði Samfylking- arinnar. Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, sem skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hefur opnað heimasíðu á slóðinni www.atligisla.is. Á síðunni gefur að líta æviágrip Atla, greinar og ræður um málefni og úrræði og fleira. Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu í Garði. Sl. laugardag opnaði Sjálfstæðisflokkurinn kosningaskrifstofu í Samkomuhúsinu í Garði. Opið verður öll kvöld frá kl. 20:00 til 22:00 og á kosningadag- inn frá kl.10:00 fram á kvöld. STJÓRNMÁL ELLERT B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og frambjóðandi Samfylkingar, segir það fráleitt að hann hefði beitt villandi upplýsingum í bréfum sínum til for- seta Heimssambands ólympíunefnda, ANOC, til að reyna að fá Júlíus Hafstein, sem þá sat í nefnd um íþróttir og um- hverfismál, leystan frá störfum. Júlíus hefur kært Ellert til dómstóls ÍSÍ þar sem hann telur að bréf Ellerts hafi orðið til þess að hann hafi hætt störfum í nefndinni um áramótin 2001/2002. Júlíus segir Ellert hafa með „blekkingum og vill- andi upplýsingum“ í bréfum sínum reynt að fá kæranda leystan frá störfum innan Heimssambandsins. „Það er víðs fjarri að réttu máli sé hallað. Þessi bréf voru skrifuð í umboði framkvæmdastjórnar og undirrituð af mér. Í þeim voru hvorki blekkingar né villandi upplýsingar. Það er misskilningur þar sem haft var eftir mér í DV í gær að Júlíus Hafstein hefði sjálfur ákveðið að hætta. Hið rétta er að í viðtali við Morgunblaðið skýrði hann frá því sjálfur að hann væri hættur störfum í nefndinni vegna skipulags- breytinga sem gerðar voru hjá Alþjóðaólympíunefndinni. Þannig að það er ekki hægt að kenna bréfaskriftum frá Ís- landi um það sem nú er verið að kæra fyrir. Ég lít svo á að hér sé um að ræða ófrægingarherferð og sjálfsagt engin til- viljun að það sé verið að draga þetta, þessi gömlu bréf, fram í dagsljósið viku fyrir kosningar. Að öðru leyti mun ég svara þessu betur þegar kosningaslagnum lýkur,“ sagði Ellert. Ellert vísar kæru- atriðum á bug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.