Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ heilsuðust allir með kossi og þetta var bara eins og fjöl- skyldumót,“ segir Sigríður Sæunn Óskarsdóttir sem ásamt vinkonum sínum Maríu og Þorgerði stóð fyrir endurfundum braggabarna úr Laugarneskampinum um helgina. Um var að ræða hóp fólks sem bjó í braggahverfinu á árunum 1948– 1958. Morgunblaðið greindi frá því um miðjan mars sl. þegar þær vinkon- ur, sem haldið hafa hópinn frá því þær kynntust í Laugarnesinu forð- um, auglýstu eftir jafnöldrum sín- um úr kampinum og var hug- myndin að stefna þeim saman með vorinu. Sú hugmynd varð síðan að veruleika á laugardag þegar um 50 fyrrverandi braggabörn komu sam- an til að heiðra lífið í bröggunum. „Við hittumst í Laugarnesi, við safn Sigurjóns Ólafssonar, og fór- um svo út að borða á Hótel Sögu,“ segir Sigríður. „Reyndar mættu ekki allir sem höfðu samband en þetta var geysilega gaman.“ Ekki sést í yfir 40 ár Hún segir sérstaklega gaman hvað góð stemning var meðal braggabarnanna og greinilegt að enginn skammaðist sín fyrir það tímabil lífs síns sem tilheyrir kamp- inum. „Það var um nóg að tala þar sem við vorum að rifja upp gamlar minningar og reyna að muna hvar hver braggi stóð því nú er nátt- úrlega búið að breyta þessu öllu. Og það kom á óvart hvað þetta var óþvingað því sumt af þessu fólki hefur maður ekki séð í yfir 40 ár.“ Braggabörnin ætla ekki að láta þar við sitja því kosið var í skemmtinefnd á laugardag sem mun hafa það verkefni með hönd- um að skipuleggja frekari sam- komur á næstunni. Það er því greinilegt að full þörf var á fram- taki vinkvennanna þriggja enda var þeim innilega fagnað af gömlu fé- lögunum á laugardag. Morgunblaðið/Jim Smart Veðrið lék við braggabörnin þar sem þau lituðust um á tanganum þar sem Laugarneskampurinn stóð forðum daga. Endurfundir braggabarna Laugarneshverfi HAFNARFJARÐARBÆR tók yf- ir rekstur leikskólans Tjarnaráss af Íslensku menntasamtökunum (ÍMS) í gærmorgun og er skóla- rekstri samtakanna í bæjarfélag- inu þar með lokið. Að sögn bæj- arstjóra fór yfirtakan friðsamlega fram en á næstunni fara fram við- ræður milli bæjarins og ÍMS um uppgjör vegna hennar. Í bréfi lög- manns samtakanna til bæjaryfir- valda kemur fram að þau áskilja sér rétt til að leita réttar síns vegna málsins fyrir dómstólum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær samþykkti bæjar- stjórn Hafnarfjarðar á aukafundi sínum á sunnudag að segja upp samningi við ÍMS um rekstur Tjarnaráss og taka yfir rekstur leikskólans frá og með gærdegin- um. Í bréfi lögmanns samtakanna frá því á sunnudag kemur fram að ÍMS hugðust mæta með starfsfólk sitt til skólans í gærmorgun en voru tilbúin að víkja af vettvangi með friðsamlegum hætti kæmi fram formleg beiðni bæjarins um slíkt. Að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra var sá háttur hafður á við yfirtökuna að allir aðilar mættu til skólans í gærmorgun og fund- uðu sín á milli. „Menn voru sam- mála um að láta það vera forgangs- verkefni að tryggja eðlilegt skólahald og að góður friður mætti verða um þessi mál. Í framhaldi af viðræðunum fóru fulltrúar ÍMS af vettvangi með það starfsfólk sem samtökin höfðu ráðið nú síðast til starfa.“ Eðlileg mæting barna í gærmorgun Hann segir að skólinn stafi nú áfram með því starfsfólki sem hef- ur starfað við skólann hingað, þ.m.t. leikskólastjóranum en upp- sögn hans hefði tekið gildi um næstu mánaðamót að óbreyttu. Í bréfi lögmanns ÍMS segir að þó að samtökin víki úr leikskól- anum með friðsamlegum hætti fel- ist ekki í því nein viðurkenning á réttmæti aðgerða bæjarins. Áskilja þau sér rétt til að sækja rétt sinn vegna málsins fyrir dómstólum og/ eða umboðsmanni Alþingis. Lúðvík segir bæinn leggja áherslu á að viðræður um starfs- mannamál og uppgjör hefjist sem fyrst. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það er réttur samtakanna að sækja það mál með eðlilegum hætti ef ekki nást fullar sáttir um uppgjör. Hins vegar vænti ég þess að menn geti lokið þessu máli með fullkominni sátt – það er enginn annar vilji af okkar hálfu en að það sé full sanngirni í þeim efnum.“ Að sögn Magnúsar Baldursson- ar, fræðslustjóra í Hafnarfirði, gekk skólastarf í Tjarnarási vel fyrir sig í gærmorgun. Mæting barna í skólann hefði verið með eðlilegum hætti og flestir þeirra starfsmanna, sem áður hefðu sagt upp störfum, hygðust halda áfram sem starfsmenn Hafnarfjarðarbæj- ar. Rekstur Tjarnaráss kom- inn í hendur bæjarins Hafnarfjörður Morgunblaðið/Árni Sæberg Flestir þeir starfsmenn Tjarnaráss, sem höfðu sagt upp störfum, hyggjast halda áfram að vinna við leikskólann undir stjórn Hafnarfjarðarbæjar. ÞAÐ má gera því skóna að nokkrar hitaeiningar hafi horfið í Kópavog- inum á laugardag þegar íþrótta- dagur bæjarfélagsins stóð yfir. Dagurinn var hluti af bæjarhátíð- inni Kópavogsdögum sem sett var á föstudag og standa mun til 11. maí næstkomandi en þá er 48. afmæl- isdagur bæjarins. Fjölmargir lista- og menningar- viðburðir verða í boði á dögunum, s.s. listasýningar, menningarganga, tónleikar og hagyrðingakvöld svo eitthvað sé nefnt. Á íþróttadeginum um helgina tók A-hópur sunddeildar Breiðabliks að sér að leiðbeina gestum í Sund- laug Kópavogs með sundtökin. Þeir voru þó fleiri sem létu ekki sitt eftir liggja við hreyfinguna þennan dag- inn því boðið var upp á líkamsrækt um allan bæ í formi jógakennslu, skólaleikfimi, knattspyrnu, útreiða, siglinga og svo mætti lengi telja. Morgunblaðið/Jim Smart Sundtökin æfð á íþróttadegi Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.