Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFÖR Gísla Konráðssonar, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Út- gerðarfélags Akureyringa, var gerð frá Akureyrarkirkju í gær, en Gísli lést 27. apríl síðastliðinn. Prestur var sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir, organisti Björn Steinar Sól- bergsson og einsöngvarar Sólveig Samúelsdóttir, dótturdóttir Gísla, og Óskar Pétursson. Pawel Panas- iuk lék einleik á selló og Þórey Aðalsteinsdóttir las. Líkmenn voru tengdabörn Gísla og konu hans, Sólveigar Axels- dóttur, fremstir Hörður Blöndal, Sigurður M. Albertsson, Hallfríður Konráðsdóttir, Jakob V. Hafstein, Guðmundur Pétursson, Haraldur Baldursson, Björn Ingi Sveinsson og Samúel J. Samúelsson. Morgunblaðið/Kristján Útför Gísla Konráðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ÚA, var gerð frá Akureyrarkirkju í gær. Útför Gísla Kon- ráðssonar METÞÁTTTAKA var á 21. Hængs- mótinu sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina en um er að ræða opið íþróttamót fyrir fatlaða. Alls mættu rúmlega 320 keppendur til leiks frá 18 félögum víðs vegar af landinu. Elsti keppandi mótsins var Sigurður R. Ingimundarson frá Íþróttafélaginu Akri en hann varð 91 árs á fyrri keppnisdegi mótsins sl. föstudag. Yngsti keppandinn, Jó- hann Þór Hólmgrímsson kom einnig frá Íþróttafélaginu Akri en hann er 10 ára. Jóhann Þór gerði sér þó lítið fyrir og sigraði í opnum flokki í boccia, sem verður að teljast góður árangur. Þá var Sigurður í sigursveit Akurs sem sigraði í opnum flokki. Það er Lionsklúbburinn Hængur sem stendur að mótinu og er þetta jafnframt stærsta og ánægjulegasta verkefni klúbbfélaga ár hvert. Auk boccia var keppt í borðtennis, bog- fimi og lyftingum. Þá fór Íslands- mótið í boccia fram í tengslum við Hængsmótið. Arnar P. Pétursson, Kveldúlfi, hafnaði í öðru sæti í opnum flokki í boccia og Stefán Filippusson, Viljan- um, í því þriðja. Í opnum flokki í sveitakeppni í boccia sigraði A-sveit Akurs en hana skipuðu Lilja Guð- mundsdóttir, Þorgerður M. Krist- jánsdóttir og aldursforsetinn Sig- urður Ingimundarson. B-sveit Snerpu varð í öðru sæti og C-sveit Snerpu hafnaði í þriðja sæti. Gunnar Örn Erlingsson ÍFR sigr- aði í lyftingum í flokki þroskaheftra, lyfti 85 kg í bekkpressu. Þorsteinn Sölvason, ÍFR, sigraði í lyftingum í flokki hreyfihamlaða, lyfti 120 kg í bekkpressu. Gyða K. Guðmunsdótt- ir, Ösp, sigraði í opnum flokki kvenna í borðtennis og Jón Heiðar Jónsson, ÍFR, í opnum flokki karla. Í bogfimi sigraði Elsa Björnsdóttir, Akri, í kvennaflokki, með 471 stig, 6 gull og Ragnar Hauksson, Akri, í karlaflokki, með 491 stig, 11 gull. Einnig Íslandsmót í sveitakeppni í boccia Á Íslandsmótinu í sveitakeppni sigraði Nes-3 í 1. deild en sveitina skipuðu Guðný Óskarsdóttir, Helgi Sæmundsson og Óskar Ívarsson. A-sveit Völungs hafnaði í öðru sæti og A-sveit Eikar í þriðja sæti. Í 2. deild sigraði E-sveit Eikar en sveit- ina skipuðu Nanna Haraldsdóttir, Magnús Ásmundsson og Anna Ragnarsdóttir. A-sveit Suðra hafn- aði í öðru sæti og Nes-9 í því þriðja. Í 3. deild sigraði B-sveit Gnýs en sveit- ina skipuðu Edda Guðmundsdóttir, Ármann Eggertsson og Kamma Við- arsdóttir. E-sveit Aspar hafnaði í öðru sæti og D-sveit Akurs í þriðja sæti. B-sveit ÍFR sigraði í rennu- flokki en sveitina skipuðu Björgvin Björgvinsson og Sveinbjörn Gests- son. A-sveit Grósku hafnaði í öðru sæti og Ösp/ÍFR í því þriðja. Mótinu lauk svo með glæsilegu lokahófi í Íþróttahöllinni á laugar- dagskvöld, þar sem m.a. fór fram verðlaunaafhending. Yfir 80 ára aldursmunur á elsta og yngsta keppandanum á Hængsmótinu Báðir unnu þeir til verðlauna Morgunblaðið/Kristján Einbeittir keppendur í rennuflokki í boccia á Hængsmótinu á Akureyri. SJÖ sóttu um stöðu skólameistara við Menntaskólann á Akureyri, þar á meðal aðstoðarskólameistarinn og nemandi í þriðja bekk X. Skólanefnd- in hefur fjallað um umsóknirnar og mun halda því áfram á fundum sínum næstu daga. Umsækjendur eru skv. upplýsingu á heimasíðu skólans:  Bryndís Íris Stefánsdóttir, kennari með BS-próf í jarðfræði og landa- fræði frá Háskóla Íslands.  Dr. Erla Erlendsdóttir sem er með MA-próf í tungumálum, doktorspróf í spænsku frá háskólanum í Barcelona og hefur kennt á ýmsum skólastigum.  Jón Már Héðinsson, aðstoðar- skólameistari MA. Hann er með BA- próf í íslensku frá HÍ og MBA í stjórnun, rekstri og stefnumótun frá háskóla í Chicago í Bandaríkjunum.  Laufey Petrea Magnúsdóttir er áfangastjóri MA. Hún er með BA- próf í uppeldisfræði frá HÍ og vinnur að MEd.-ritgerð í uppeldis- og menntunarfræðum við Kennarahá- skóla Íslands. Áður var hún m.a. að- stoðarskólameistari í eitt ár.  Salvar Þór Sigurðarson, nemandi í 3. bekk X í MA.  Valgerður Gunnarsdóttir, skóla- meistari að Laugum. Hún er með BA- próf í íslensku frá HÍ og kenndi um árabil við Framhaldsskólann á Húsa- vík.  Þorlákur Axel Jónsson, kennari við MA, með BA-próf í sagnfræði frá Há- skóla Íslands og cand. mag.-próf í sagnfræði og þjóðfélagsfræðum frá Kaupmannahafnarháskóla og hefur um árabil kennt við MA. Sjö sóttu um stöðu skólameist- ara MA TILKYNNT var um úthlutun úr menningar- og styrktarsjóði KEA á aðalfundi félagsins nýlega, en samtals var úthlutað 7 milljónum króna til 34 aðila. Annars vegar var úthlutað styrkjum til margs konar menn- ingarverkefna, 19 talsins, hver að upphæð 100 þúsund krónur eða samtals 1,9 milljónir króna. Þá hlutu átta einstaklingar, 25 ára eða yngri, styrk m.a. á sviði íþrótta og menningar. Hver þeirra hlaut 250 þúsund krónur, eða sam- tals 2 milljónir króna. Loks var úthlutað styrkjum vegna þátttökuverkefna í menn- ingarmálum, alls sex styrkjum samtals að upphæð 3,1 milljón króna. Hæsta styrkinn hlaut Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, eina millj- ón króna, vegna skólatónleika fyrir grunnskólanemendur. Sjö milljónum var úthlutað til 34 aðila Menningar- og styrktarsjóður KEA Nýtt Nýtt Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Opið í dag frá kl. 10-16  Stakir jakkar  Kápur  Hörfatnaður  Bolir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Björg Þórhallsdóttir, sópran, Annamaria Chiuri, mezzósópran Kristján Jóhannsson, tenór, Kristinn Sigmundsson, bassi Kór Akureyrarkirkju, Kór Langholtskirkju, Kammerkór Norðurlands Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson Forsala aðgöngumiða er hafin í Pennanum, Bókval, Akureyri og Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, Reykjavík. Miðaverð kr. 3.000,- Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri í Í þ ró t tahö l l i nn i á Aku rey r i sunnudag inn 11 . ma í 2003 k l . 16 :00 G. VERDI: REQUIEM Á S P R E N T HÁTÍÐARTÓNLEIKAR SEX umsóknir bárust um auglýstan styrk jafnréttis- og fjölskyldunefndar og var fjallað um þær á síðasta fundi nefndarinnar. Vegna umsóknar frá Alþjóðastofu um styrk til að halda al- þjóðlegan dag var jafnréttisfulltrúa falið að ræða við verkefnisstjóra Al- þjóðastofu um samvinnu á áætluðum fjölskyldudegi nefndarinnar og al- þjóðlegum degi. Jafnframt var jafn- réttisfulltrúa falið að ræða við menn- ingarfulltrúa um slíka samvinnu. Umsókn frá Myndrún ehf. um styrk sem samsvarar launum nema í 3 mánuði var hafnað. Umsókn frá Víð- heimum ehf. til gerðar jafnréttisnám- skeiða fyrir stjórnendur sveitarfélaga var hafnað. Starfsmenn Akureyrar- bæjar hafa séð um fræðslu fyrir kjörna fulltrúa bæjarins. Jafnframt hefur Jafnréttisstofa verið með nám- skeið og fræðslu um jafnréttismál. Umsókn Aksjón ehf. um 160 þúsund króna styrk til þáttagerðar um jafn- réttismál var samþykkt. Afgreiðslu annarra umsókna var frestað til næsta fundar. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Sex um- sóknir bárust um styrki ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.