Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 25 VIÐBRÖGÐ við tilboði Grænlands- flugs á leiðinni Akureyri-Kaup- mannahöfn voru vonum framar og eru nánast öll sæti sem í boði eru uppseld. Grænlandsflug hóf áætlun- arflug á þessari flugleið fyrir rúmri viku og bauð í kjölfarið upp á tilboðs- verð, 14.900 krónur. Ragnheiður Jakobsdóttir hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar sagði að bæjarbúar hefðu tekið vel við sér og raunar landsmenn allir, því þó nokk- ur dæmi væru um að fólk af suðvest- urhorni landsins legði leið sína norð- ur í landi og flygi til Kaupmanna- hafnar frá höfuðstað Norðurlands. „Það er greinilegt að verðið fellur fólki vel í geð,“ sagði Ragneiður og sagði að hinar góðu viðtökur fylltu aðstandendur félagsins bjartsýni á framhaldið. Hún sagði að farþegarn- ir væru að stærstum hluta einstak- lingar, gjarnan fólk sem ætti ætt- ingja eða vini í Danmörku eða öðrum Norðurlöndum og væru að nota tækifærið þegar fargjaldið byðist á svo lágu verði. Grænlandsflug flýgur tvisvar í viku milli áfangastaðanna, á mánu- dögum og fimmtudögum. Áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar Morgunblaðið/Kristján Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn hefur jafnan mikið aðdráttarafl og ef- laust munu margir farþega Grænlandsflugs frá Akureyri skoða hana. Einkar góð viðbrögð voru við tilboðsverði VEGFARANDI varð var við grunsamlegar mannaferðir við Veganesti aðfaranótt föstudags og lét lögreglu vita. Gat hann gefið greinagóða lýsingu á manninum og eftir nokkra leit fannst maður sem svaraði til hennar þar sem hann lá í inni í garði leikskóla í nágrenninu. Í kringum hann var þýfi úr versluninni og nauðsynleg áhöld til innbrots. Málið telst upplýst. Að öðru leyti hefur verið fremur rólegt hjá lögreglu að því er fram kemur í dagbók. Þó voru alls 11 umferðar- óhöpp tilkynnt í liðinni viku, en öll slysalaus. Eignatjón varð talsvert. Þá voru 5 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og tveir grunaðir um ölvun við akstur. Fannst inni í garði með þýfið SKÓLANEFND Menntaskólans á Akureyri hefur ekki enn boðað Sal- var Þór Sigurðarson, nemanda í 3. bekk X á sinn fund en hann er einn af umsækjendum um stöðu skóla- meistara. Er þér full alvara með umsókn- inni? Já, ég játa ekkert annað opinber- lega. Ef þú færð starfið, hvernig held- ur þú að það gangi upp að vera nemandi og skólameistari á sama tíma? Það ætti nú bara að ganga vel, að vinnan sé á sama stað og skólinn, það gæti auðveldað að þurfa að vinna með skólanum. Er engin hætta á hagsmuna- árekstrum? Nei, nei, það held ég ekki. Hefur þú engar áhyggjur af því að sú staða gæti komið upp að þú sem skólameistari þyrftir að taka á agabrotum sjálfs þíns sem nem- anda? Ég tek þá bara á þeim af réttlæti og það verða engir hagsmuna- árekstrar þar. Telur þú mikla möguleika á að hljóta starfið? Já það held ég. Hvað hefur þú fram yfir aðra umsækjendur? Ja, maður samsamar sig betur með nemendunum en þessi full- orðnu, allir þessir kennarar, dokt- orarar og MBA sem eru að sækja um. Ég er svona venjulegur Jói og næ betur til nemendanna í skól- anum. Nemandi í 3. bekk X meðal um- sækjenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.