Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 28
NEYTENDUR 28 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S LISTIR BANDARÍSKA tón- listartímaritið Americ- an Record Guide tekur plötu með tónverkinu Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi Sveinsson til umfjöllunar í mars- aprílhefti sínu og segir að verkið, óratóría í fullri stærð, sé með lit- ríkustu strengjatónlist sem gagnrýnandi tíma- ritsins hafi heyrt í lang- an tíma og sama máli gegni um samleikinn. Kammersveit Reykja- víkur leikur undir stjórn Paul Zukofskys. „Hljómsveitarútsetn- ing er virkilega sérsvið tónlistargáfu [Atla Heimis]. Þá ber að hrósa Paul Zukofsky fyrir snjalla stjórn sína. Ég er svo sannarlega ekki hæfur til að meta hversu vel íslenski textinn fellur að, en sé mið tekið af fjölbreytileik- anum og litadýrðinni í hinum leiknu köflum er krydda óratóríuna með reglulegu millibili, þá tel ég víst að [Atli Heimir] Sveinsson hafi leyst það verk aðdá- anlega. Þetta er langt verk og kann að reynast of mikið til að melta á einu kvöldi, en margir styttri kaflanna standa vel einir og sér. Ég naut sérstaklega þess styrks sem einkenndi gítar- og ásláttarkaflana. Ég kunni einnig vel að meta skapandi samsetningu hljóðfæranna. Það er ekki oft sem maður heyrir millispil hörpu, pizzicato og tromma. En það gengur upp. Hver sá sem er forvitinn um þró- un nútíma klassískrar tónlistar á Ís- landi ætti að hlusta á þessa útgáfu. Tónlistarstíll hans er einstaklega fjöl- breyttur og því ættu kaup [á diskn- um] að geta höfðað til næstum allra að einhverju leyti. Eina kvörtunin er sú að efnisskráin er uppfull af ásláttar- og málfræðivillum,“ segir í umfjöllun American Record Guide. Tíminn og vatnið fær góða dóma Litríkur samleikur Atli Heimir Sveinsson FREKAR fór lítið fyrir hlustend- um á tónleikum sænsku strengja- sveitarinnar Musicae Vitae frá Växsjö í Listasafni Íslands, sem haldnir voru á að vísu miður aðsókn- arvænum tíma, kl. 18. sl. laugardag. Á dagskrá voru fimm nýleg verk eftir jafnmörg ung norræn tónskáld, skrifuð sérstaklega fyrir MV, og – að manni skildist á kynningu stjórnand- ans – fyrir milligöngu tónlistarhá- skólanna í Stokkhólmi, Gautaborg, Málmey, Kaupmannahöfn og Tón- listarskólans í Reykjavík. Sveitin mun hafa leikið inn á fjölda hljóm- diska, m.a. fyrir BIS, enda auðheyrt frá fyrsta tóni að þar fór með af- brigðum vel samstilltur hópur (5-4-3- 2-1, reiknað frá 1. fiðlu til kontra- bassa) sem lék af frábærri innlifun og snerpu. Gafst hér lítt reyndum tónskáldum trúlega gullið tækifæri til að heyra hugverk sín í úrvalsflutn- ingi. Burtséð frá svipaðri tímalengd eða um 9 mín. (að frátöldu lokaverkinu (um 11)) og dæmigerðri hverfandi notkun á púlshrynjandi og pólýfón- ískri tækni, a.m.k. í tóntegunda- bundnum skilningi, voru verkin býsna ólík. Efstur á blaði var Daníel Bjarnason (f. 1979) sem lauk tón- smíðanámi í TíR fyrir skömmu. „Felmtur“ kvað nokkuð mótað af heiti sínu, samið veturinn 2001–02 undir áhrifum frá voveiflegum heimsatburðum haustsins, enda ekki laust við „Terminator“-skylda ógn, þótt einnig kenndi ljóðrænna grasa. Nær einu hrynbundnu tónlist kvöldsins mátti heyra í ofurlítið rúss- nesk-gróteskum marskafla verksins sem mótaðist í heild af glöggu form- skyni, jafnvel þótt reynt væri á tæknilegt þanþol miðilsins, m.a. á geislavirku hátíðnisviði þar sem fiðl- ur MV léku af aðdáunarverðu öryggi. „Divisions on a ground“ frá haust- inu 1999 eftir Gautaborgarann Alf Hågedal (f. 1976) minnti þrátt fyrir heiti sitt ekkert sérstaklega á sam- nefnda grein tilbrigða á þrábassa- stefi sem Bretar tíðkuðu á 17. öld. Frekar einkenndist það af drafandi einradda glissandó-hendingum, sem nutu góðs af gjöfulli hljómfyllingu salarins (þó að hávært ljóskerjasuð hans væri til vanza á veikustu stöð- um), en megnaði ekki að halda at- hygli manns til lengdar, sennilega vegna tilbreytingarskorts. Sama mátti segja um seinni hluta „Appari- tion“ (1999) eftir hinn Stokkhólms- gengna Mika Pelo, því þrátt fyrir vænlegar sviptingar fyrri hlutans tók síðan við öllu kyrrstæðari áferð er TÓNLIST Listasafn Íslands Daníel Bjarnason: Felmtur. Alf Hågedal: Divisions on a ground. Mika Pelo: Apparition. Jeppe Just Christensen: DEE-MOVEMENT. Benjamin Staern: Muramaris. Strengjasveitin Musica Vitae. Stjórnandi: Michael Bartosch. Laugardaginn 3. maí kl. 18. STRENGJATÓNLEIKAR Aftur til framtíðar Langholtskirkja „Debút“-tónleikar Mörtu Hrafnsdóttur alts. Kristinn Örn Kristinsson píanó, Jón Stefánsson orgel. Sunnudaginn 4. maí kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR VORTÓNLEIKAR Samkórs Húsa- víkur verða haldnir í Sal Borgar- hólsskóla á miðvikudag kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt. Sungin verða lög m.a. eftir Ingimund Jóns- son, Sigurð Sigurjónsson, Jón Múla Árnason og Stephen Foster. Ein- söngvarar eru úr röðum kórfélaga en þeir eru Ásgeir Böðvarsson bassi, Kristjana Magnúsdóttir sópr- an, Sigurður Þórarinsson tenór og Valdís Þorsteinsdóttir sópran. Tónleikarnir eru fjáröflunartón- leikar en kórinn stefnir að því að heimsækja tónlistarborgina Prag. Um árabil störfuðu í Þingeyjar- sýslum tékkneskir tónlistarkennar- ar og settu þeir mikinn svip á allt tónlistarlíf í sýslunni. Er á döfinni að hitta þá tékknesku tónlistar- menn er störfuðu hér og enn eru á lífi og einnig að minnast þeirra sem látnir eru. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og 500 kr. fyrir ellilífeyrisþega. Píanóleikari með kórnum er Aladar Racz og stjórnandi kórsins er Hólmfríður Benediktsdóttir. Vortónleikar á Húsavík MIÐAVERÐ í sundlaugar Garða- bæjar og Mosfellsbæjar er oftast lægst en í Sundlaugina á Akureyri oftast hæst samkvæmt nýrri verð- könnun Neytendasamtakanna. Um 200% verðmunur er á barnagjöldum, 60% verðmunur á fullorðinsgjöldum og 100% verðmunur á árskortum. „Hátt hitaveituverð gæti skýrt að hluta til þann verðmun sem er á nokkrum stöðum á landinu, eins og könnun Neytendasamtakanna á hitaveitukostnaði frá því í nóvember 2002 sýnir,“ segir í niðurstöðum. Gæði og stærð sundlauga eru ekki borin saman í könnuninni, einungis verð. „Börn upp að sex ára aldri fá í öll- um tilvikum ókeypis í sund en eitt- hvað er misjafnt hvenær börn byrja að borga fullorðinsgjald. Oftast er það við 16 ára aldur,“ segja Neyt- endasamtökin. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá yf- irleitt ókeypis í sund, það er, ef þeir búa í viðkomandi sveitarfélagi. Ann- ars borga þeir barnagjald. „Stakt gjald er lægst í Mosfellsbæ, bæði fyrir börn og fullorðna. Dýrast er í sund fyrir fullorðna á Akureyri en fyrir börn á Dalvík. Árskortin eru hagstæðust í Sundlaug Garðabæjar. Þrjátíu miða kortin eru langhag- stæðustu kaupin svo framarlega sem ekki er farið í sund oft í viku. Þessi kort eru ódýrust í Garðabæ og Mos- fellsbæ. Ekki er langt síðan Sund- laug Akureyrar og sundlaugarnar í Reykjavík seldu 30 miða kort en sölu á þeim hefur verið hætt og er það miður,“ segir í könnun samtakanna. Frítt fyrir lögregluna Í Borgarnesi eru 30 miða kort seld á 2.200 krónur fyrir börn og fyrir fullorðna á 4.500 krónur. Sundlaugin á Akureyri er eina sundlaugin sem býður upp á þriggja mánaða kort á 7.000 krónur. Sundlaugin á Egils- stöðum selur mánaðarkort fyrir full- orðna á 2.300 krónur og fyrir börn á 900 krónur. Einnig geta hjón keypt árskort saman fyrir 30.000 krónur. Sundlaugin á Húsavík selur mánað- arkort fyrir 3.400 krónur og sérstakt fjölskyldukort á 1.800 krónur. Í sundlauginni í Varmá fá þeir sem eru í lögreglunni ókeypis í sund. Sund- laug Kópavogs býður námsmönnum afslátt af árskorti og kostar það þá 12.000 krónur, segir ennfremur. „Aðstaða í íslenskum sundlaugum er yfirleitt mjög góð og mikið lagt upp úr afþreyingu fyrir börn. Verð í sundlaugar hér á landi getur ekki talist hátt miðað við það sem gengur og gerist erlendis. Íslenskir sundgarpar hafa fæstir tekið upp þann sið sem gjarnan tíðk- ast erlendis að ganga um í þar til- gerðum sundtöfflum. Það er helst að fólk af eldri kynslóðinni sjáist í þann- ig fótabúnaði. Sundtöfflur kosta frá 1.000–2.000 krónum og geta komið í veg fyrir sveppasýkingar og nagl- sveppi sem oft má rekja til sund- laugaheimsókna og geta verið hvim- leiðir og kostnaðarsamir kvillar,“ segja Neytendasamtökin. Könnunin er birt á heimasíðu samtakanna, www.ns.is. Um 200% verðmunur á barnagjöldum Neytendasam- tökin kanna verð á sundstöðum $%&    '( )    & #  *   &  &   &  +  &*   &  + ,-.,/.012343  & 5 *   & ,  6   0 ' 76 0 '8%  0 '  36 % 0 '. &:  0 '; % 0& :  $   & < 5 6: 0 ' $=% 0 ' +  6 0 '> ?  & 0 '1& 0 ' 45   (6   (.    ( + (3.    (7 ,   (8             %#! %!! %)! %!! /! %!! %!! ## %"! % ! %$! %$!             $0! $#! $#! $$! %2! $$! $!! %2! $)! $2! $2! $#!             0!! #!! 2!! )!! !! #!! #!! "!! 2#! %!!! 0!! /!!             $ !! $!!! %)!! %#!! %"!! %)#! %#!! %#!! $%!! $$!! $$!! %/!!      "2!! "#!! ")/! #!! # !!   " !! $"!!    %"!!! %!#!! %!$#!            $$#!! $#!!! %2!!! %$!!! % !!! % !!! %/#!! $#!!! %2!!! $!#!! $!!!! 9 : VÍSINDAMENN hafa greint frá því að drykkja jurtates geti skemmt tennur, að því er fram kemur á vefsíðu BBC. Þar er hermt að vísindamenn við tann- læknadeild Bristol-háskóla hafi leitt í ljós að jurtate geti stuðlað að glerungseyðingu. „Sumar gerðir tes eru jafnvel verri fyrir tenn- urnar en appelsínusafi, sem er mjög súr og þekktur skaðvaldur. Segja rannsakendur að niðurstöð- urnar séu viðvörun fyrir þá sem telji jurtate heilsusamlegan val- kost við aðra drykki,“ segir BBC. Greint er frá rannsókninni í tímariti tannlækna sem BBC vitn- ar í. „Faraldsfræðilegar rann- sóknir sýna mikla tíðni glerungs- eyðingar, jafnvel hjá ungu fólki. Hugsanlegt er að neysla jurtates, sem margir telja heilsusamlegri en aðra algenga drykki, sé ein ástæðan.“ Framkvæmdin var þannig að rannsakendur mældu sýrustigið í ýmsum gerðum jurta- tes sem reyndist mjög mismun- andi. „Í sumum gerðum tes var pH- gildið lágt, sem þýðir að það er súrt og getur þar af leiðandi skemmt tennur. Í öðrum teg- undum tes var hátt pH-gildi sem þýðir að það er basískt og hefur þar af leiðandi ekki áhrif á tann- heilsu. Almennt séð leiðir fjöldi teafbrigða til glerungseyðingar og sumar gerðir eru allt að því þrisvar sinnum súrari en appels- ínusafi. „Margar þeirra eyða gler- ungnum hraðar en appels- ínusafi,““ er haft eftir rannsak- endum. Framleiðandinn ósammála Tannlæknar mæla ekki með mikilli neyslu ávaxtasafa þar sem vitað er að ávaxtasykur er valdur að glerungseyðingu. Er þeim ráð- lagt að mæla ekki heldur með mik- illi drykkju á jurtatei hjá fólki með glerungseyðingu, segir enn- fremur. BBC hefur eftir talsmanni te- framleiðandans Twinings, sem vísar niðurstöðunum á bug: „Tilgátan um að ávaxtate geti skemmt tennur líkist helst því að segja að neysla á appelsínum sé slæm fyrir tannheilsuna. Við vit- um að það er rangt. Þvert á móti hefur verið sannað að jurta- og ávaxtate hefur margvísleg góð áhrif á huga og líkama. Neytendur þurfa ekki að vera uggandi að okkar mati, munnvatnið vinnur gegn allri sýru sem kann að vera eftir á tönnunum,“ hefur BBC eft- ir talsmanni Twinings. Segja jurtate skemma tennur Reuters Bretar hella sífellt uppá te. NÝ bragðtegund hef- ur bæst í vöruval Pringles, segir í til- kynningu frá Íslensk- ameríska verslunar- félaginu. Um er að ræða kartöfluflögur með Mexíkókryddjurtum. „Líkt og aðrar Pringl- es-bragðtegundir kemur varan í hand- hægum stauk sem inniheldur 200 g af flögum. Auðvelt er að loka stauknum aftur svo ferskleikinn helst lengur en ella. Pringles Mexican fæst í öllum helstu verslunum lands- ins, en verður eingöngu fáanlegt tímabundið, eða til loka sumars. Vef- síða: www.pringles.com.“ NÝTT Pringles með Mexíkókryddi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.