Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TIL að meta hvort „fyrningarleið“ sé raunhæf, er best að miða við reynslu af veiðiráðgjöf. Of mikil friðun smáþorsks hefur leitt af sér að vaxtarhraði hefur fallið, kynþroski lækkað og dánartíðni virðist hafa hækkað hjá kynþroska ungþorski (3, 4, og 5 ára). Þetta virðist hin rétta skýring á því, hvað hafi orðið um týnd 600 þúsund tonn. Skýringin „ofmat“ virðist mér fölsun á frumgögnum. Þessi niðurstaða þýðir, að forsendur fyrir „auðlindaskatti“ – og forsendur fyrir „fyrningarleið“ – standast ekki. Báðar kenningarnar byggjast á falskri forsendu. Verð aflaheimilda Veiðiráðgjöf með allt of lágum aflakvótum hefur valdið ýmsum vanda við fiskveiðar. 1. Leigja hefur þurft x fisktegund fyrir veiðiferð, á hvaða verði sem er, því ekki má halda til veiða nema hafa þessa tegund. 2. Tugir tonna af fiski koma stundum á dekk en áttu ekki að að koma! Tveir valkostir eru: Fleygja aflanum eða leigja á hvaða verði sem er! 3. Margir útgerðaraðilar hafa treyst á að veiðiráðgjöf myndi standast. Þeir aðilar fjárfestu í veiðiheimildum á uppspenntu verði og tóku til þess lán, því þeir trúðu því að 600 þúsund myndu skapast – en ekki týnast! Leiguverð, sem varð til við þessar yfirspenntu aðstæður, getur tæplega talist raunhæft eða varanlegt. Sumir hafa því forðað sér úr greininni – mjög ríkir. Þetta hefur valdið öfund og gremju. Ég tel að verðlag aflaheim- ilda sé jafnöruggt og áreiðanlegt og veiðiráðgjöf hefur reynst! Sjávar- útvegur er því í viðkvæmri stöðu. Fyrna hvað? Þá kemur að „fyrningarleið“. Ég tel að verðlag aflaheimilda hafi spennst upp á fölskum forsendum – og vegna neyðar. Eru það þá „varanlegar eign- ir“ sem unnt er að „fyrna“? Grunntónn í gagnrýni minni á fiskveiðistjórn hefur alltaf verið sá sami. Veiðiráðgjöf sé á fölskum forsendum. Útgerð- arfyrirtæki og útgerðarmenn hafa átt tvo misgóða kosti. Selja á háu verði og hætta, eða leigja (kaupa) á háu verði (með lántöku) og láta slag standa. Sameining fyrirtækja er angi af sama stofni. Gleymum ekki að íslenskir út- gerðarmenn og útgerðarfyrirtæki eru þeir allra bestu á heimsmælikvarða! Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, svo við skulum gæta okkar. Gamla góða öfundin, gremjan og reiðin út í þetta allt er hér líka á ferðinni. Lævísir fara á kreik – og bregða á leik! Reyna að fiska atkvæði í gruggugu vatni mistaka, öfundar og gremju! Frambjóðendur eiga öðrum fremur að sýna ábyrgð. „Stærðfræðileg fiskifræði“ (StF) hefur reynst villukenning! Fiskihagfræði (Fhf) er fram- hald af þeirri villukenningu (StF)! Auðlindaskattur (AS) er afleidd villu- kenning, StF + FhF = AS. „Fyrningarleið“ er framhald af þessari lönguvit- leysu – leggja saman þrjár villuformúlur hverja annarri verri. Formúlan litur þá svona út: (StF + Fhf + AS = HRUN.) Allt minnir þetta á áætl- unarbúskap með sósíalisma fyrir austan tjald! Verst fyrst og smáversnaði svo, þar til allt hrundi! Hvað sem allri öfund og gremju líður mun það lenda á almenningi að borga brúsann í skertum lífskjörum, verði skuldug fyr- irtæki í sjávarútgvegi sett í gapastokkinn með „fyrningarleið“! Fyrna hvað? Eftir Kristin Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. ÞAÐ verður að teljast með ólík- indum hvað Samfylkingin ber á borð fyrir kjósendur í þessari kosn- ingabaráttu. Eitt dæmið um slíkt er ESB-umræðan. Samfylkingin boðaði fram á síðustu stundu ESB-aðild. Aðgerð sem ætti að tryggja hagsæld Ís- lands um ókomin ár. Eftir að þeim varð ljóst að almenningur í landinu var ekki ginnkeyptur fyrir málinu er málið tekið af dagskrá. Menn mega hins vegar treysta því að komist Samfylkingin til valda mun málið verða á dagskrá að nýju. Hver er staða Íslands í dag, lands sem er utan ESB? Flestir mæli- kvarðar sem horft er til sýna góða stöðu okkar. Sé horft til kaupmátt- araukningar, fjármála hins op- inbera, framlaga til menntamála, rannsókna og vísinda, notkunar upplýsingatækninnar atvinnustigs, lánshæfni, hagvaxtar ásamt fjölda annarra staðla sem horft er til í al- þjóðlegun samanburði er Ísland í fremstu röð. Aðgengi okkar að er- lendum mörkuðum er almennt gott hvort sem horft er til Evrópu, Asíu eða vestur um haf. Samfylkingin hefur haldið því á lofti að innganga í ESB muni leiða til áhrifa okkar á ákvörðunartöku innan bandalags- ins. Það er að mínu mati mikið of- mat að halda slíkt. Í því sambandi er rétt að benda á að aukinn þrýst- ingur er á að auka vægi ríkja eftir íbúafjölda, auk þess sem Þýskaland og Frakkland þrýsta stöðugt á með að fleiri málaflokkar verði færðir undir valdsvið sambandsins. Trúa menn því virkilega að Ís- land og íslenskir hagsmunir yrðu ráðandi þar sem við yrðum með innan við 0,1% af íbúafjölda banda- lagsins. Sjávarútvegur okkar sem stend- ur undir stórum hluta hagsældar landsins yrði til lengri tíma litið of- urseldur ákvörðunartöku sam- bandsins. Reynsla okkar af sam- skiptum við ESB á sviði sjávarútvegsmála hefur a.m.k. kennt okkur að forðast eldinn, á ég þar m.a. við reynslu okkar af samn- ingum um deilistofna. Baráttan fyr- ir útfærslu landhelginnar í gegnum tíðina yrði til lítils kæmist floti ESB inn í íslenska lögsögu. Til glöggvunar er rétt að benda á að um 14.000 manns hafa atvinnu tengda sjávarútvegi á Íslandi með- an talið er að 250-300.000 manns starfi við greinina innan ESB. Svo dæmi sé tekið þá veiddu Íslend- ingar 2,2 millj. tonna árið 1997 en saman ár veiddi ESB-flotinn 6,7 millj. tonna. Ástand flestra veiðistofna er skelfilegt innan lögsögu bandalags- ins. Það væri forvitnilegt fyrir sam- fylkingarmenn að heimsækja skoska sjómenn og hagsmunaaðila og fá lýsingu af reynslu þeirra af inngöngu í bandalagið. Nú síðast hafa rannsóknir Stefáns Más Stef- ánssonar lagaprófessors og Óttars Pálssonar lögmanns sýnt fram á að harla ólíklegt sé að Ísland geti náð samningum við ESB sem tryggi sjávarútvegshagsmuni okkar. Landbúnaðurinn þarf á öðru að halda Því hefur mjög verið haldið á lofti að verð á landbúnaðarafurðum muni lækka verulega í kjölfar inn- göngu í bandalagið. Minna er talað um afdrif íslenskrar bændastéttar enda hefur hún sjaldan í gegnum söguna verið í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum jafnaðarmönnum. Forvitnilegt var að heyra orð Ara Teitssonar, formanns Bænda- samtakanna, fyrir nokkru þar sem hann vék að reynslu finnskra bænda af inngöngu landsins í ESB. Þar kom fram að verð á landbún- aðarvörum hafði lækkað um 11% en laun bænda um 50%. Á tímum auk- inna krafna um heilbrigði og holl- ustu matvæla getur það ekki verið skynsamleg lausn að leggja ís- lenskan landbúnað í rúst. Íslenskur landbúnaður þarf á öðru að halda. Mönnum hefur verið tíðrætt um styrki frá ESB til margra mála- flokka. Með inntöku nýrra ríkja í bandalagið er í mínum huga ljóst að megin þunginn fer í að jafna stöðu þeirra ríkja. Það er mikil bjartsýni að trúa því að Ísland sem býr við hvað mestu hagsæld í Evrópu yrði í forgangs- hópi hvað varðar jöfnun á lífs- kjörum. Hverjum er treystandi? Það er því nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir hverjum er að treysta í þessu mikilvæga máli. Samfylkingunni er ekki að treysta í þessu stóra hagsmunamáli þjóð- arinnar, frekar en í mörgum öðr- um. Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Davíðs Oddssonar, hefur alltaf verið með skýra stefnu. Þeirri stefnumótun er treystandi, öfugt við stefnu Samfylkingarinnar sem hagar stefnumótun sinni helst eftir skoðanakönnunum. Þeir sem vilja farsæla og örugga stefnu í þessu stóra hagsmunamáli þjóð- arinnar styðja Sjálfstæðisflokkinn hinn 10. maí. Samfylkingin, hvar er draumurinn? Eftir Adolf H. Berndsen Höfundur er alþingismaður og skipar 5. sæti Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi. FYRIR 80 árum, haustið 1923, hlaut Borgaraflokkurinn, forveri Íhaldsflokks og síð- ar Sjálfstæð- isflokks, 53,6% at- kvæða í kosningum og helming þing- sæta. Allar götur síðan hefur þessi flokkur verið stærsti flokkur landsins eða í heil- an mannsaldur. Nær allan þennan tíma hefur svo Framsóknarflokk- urinn verið næststærstur flokka og talið sig höfuðandstæðing Sjálf- stæðisflokksins. Í komandi alþing- iskosningum kann þetta landslag að gjörbreytast. Undir lok tuttugustu aldar í kosningunum 1999, lauk í reynd því sögulega hlutverki Framsókn- arflokksins, að vera höfuðand- stæðingur Sjálfstæðisflokksins og takast á við hann um landsstjórn- ina. Síðan hefur sannast á Fram- sóknarflokknum máltækið góða – ef þú getur ekki sigrast á and- stæðingnum, þá skaltu sameinast honum. Í sömu kosningum tókst jafn- framt að mynda nýtt mótvægi gegn Sjálfstæðisflokknum með breiðfylkingu jafnaðarmanna – loksins. Í upphafi nýrrar aldar standa kjósendur frammi fyrir því sögu- lega tækifæri og raunhæfa mögu- leika, að kjósa til forustu flokk, sem getur skákað Sjálfstæð- isflokknum í fjöldafylgi – loksins eftir 80 ár. Og ekki aðeins það – gera konu að forsætisráðherra, fyrsta kvenna á Íslandi eftir nærri 100 ára setu karla á þeim stóli. Tækifærið er einstakt og hvert atkvæði skiptir máli – grípum það – ég og þú. Stærstur í 80 ár – og áfram? Eftir Reyni Ingibjartsson Höfundur er fyrrv. fram- kvæmdastjóri. 2          (   C.          (    *-             (      < J,      3   < J,                      # "       +    ?>'  0 :&        ,FG& ' 0    ! ! ! ! ! ! ! ! !# !! !" !"# !"! !# !# ! ! ! !! !  !  !! !!" !!! SVO mikil farsæld hefur verið yfir tólf ára stjórnartíð Davíðs Odds- sonar, svo miklar umbætur orðið á samfélagsgerðinni, svo mikil velsæld ríkt og svo miklar og almennar vinsældir hans sjálfs – að andstæðingum hans hefur reynst þrautin þyngri að finna á honum högg- stað. Hvað eftir annað hafa þeir reynt að etja kappi við hann á málefnalegum grundvelli en ævinlega beðið lægri hlut. Þess vegna hefur níðið reynst vera þeirra haldreipi. Enginn hefur lotið lægra í níðskældninni en „forsætisráð- herraefni“ Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir. En allt útlit er fyrir að dylgjur hennar séu nú að koma hennar eigin flokki í koll. Borgarnesræðurnar hafa greini- lega gengið fram af fólki. Þótt maður geti leyft sér að segja ýmislegt heima í eldhúsi eru takmörk fyrir því hvað maður getur leyft sér á opinberum vettvangi. Það þýðir ekkert fyrir andstæðinga Davíðs Oddssonar að halda því fram að hér á landi ríki spillt stjórnarfar. Alþjóðlegur samanburður á und- anförnum árum hefur hvað eftir annað staðfest að á Íslandi er minni spill- ing og opnara samfélag en í öðrum vestrænum ríkjum. Mitt í ruglinu um bláu höndina var meira að segja greint frá því að hér á landi væri talið einna mest fjölmiðlafrelsi í hinum vestræna heimi. Hvernig skyldi það nú koma heim og saman við „ógnarvald“ og skoðanakúgun? Það sem Davíð Oddsson stendur fyrir er alger andstæða þess sem ein- kennir stjórnarfar valdníðslu og einræðistilburða. Það var Davíð Oddsson sem skar upp herör gegn sjóðasukkinu og óeðlilegum afskiptum stjórn- málamanna af atvinnulífinu. Hann hafði frumkvæði að gerð viðamikilla stjórnsýslu- og upplýsingalaga til að treysta réttarstöðu borgaranna gagn- vart opinberu valdboði. Hann hefur beitt sér fyrir stórfelldri einkavæðingu til að minnka áhrifasvæði afskiptasamra stjórnmálamanna. Davíð Oddsson hefur því markvisst stuðlað að auknu frelsi og minni afskiptum stjórnmála- manna af lífi almennings á stjórnmálaferli sínum. Þetta veit fólk náttúrlega og þess vegna nær Ingibjörg Sólrún á endan- um ekki hljómgrunni með dylgjum sínum – þótt mörgum þyki gaman að því í svipinn þegar valdsherrum er storkað. En Davíð Oddsson er ekki dæmigerður valdsherra. Þrátt fyrir langan valdaferil hefur hann ekki orðið samdauna samtryggingarkerfi valda- stofnana og valdsmanna. Þvert á móti beitir hann iðulega áhrifavaldi sínu gegn kerfishugsun og valdasamþjöppun. Hann hikar ekki við að taka rík- isbubba og sérhagsmunagæslumenn á beinið þegar honum býður svo við að horfa. Ekki síst er hann óhræddur við að segja viðteknum skoðunum stríð á hendur. Það er fámennri þjóð verðmætt að eiga slíkan leiðtoga. Við búum í litlu samfélagi þar sem hræsnin verður oft þrúgandi. Það er þessari þjóð því öðrum fremur hollt að eiga stjórnmálaforingja sem er reiðubúinn að hætta vinsældum sínum fyrir sannfæringu sína. Kjósum Davíð Oddsson áfram til forystu. Við eigum það skilið – hann á það skilið. Njótum áfram ávaxtanna af nútímavæðingu íslensks samfélags undir forystu Davíðs Oddssonar. Kjósum Davíð Oddsson áfram til forystu Eftir Jakob F. Ásgeirsson Höfundur er rithöfundur. STJÓRNMÁLAMENN seilast sumir of langt til að afla sér fylgis. Gripið er til fullyrðinga sem eiga sér ekki stað í raun- veruleika. Órök- studd gífuryrði eru sett fram og gerð að sannleika. Róið er á mið óánægju, öfund- ar og þekking- arleysis. Gott dæmi er sú fáránlega um- ræða um utanríkisþjónustu Íslend- inga sem bryddað hefur á í aðdrag- anda komandi kosninga. Því er haldið fram að bæta megi kjör landsmanna með stórfelldum nið- urskurði á fjárframlögum til utan- ríkismála. Íslendingar geta verið hreyknir af utanríkisþjónustu sinni. Hún er einstaklega vel mönnuð. Smáþjóð heldur fullri reisn með fámennu en metnaðarfullu liði. Um hagsmuna- mál á sviði viðskipta og sjáv- arútvegsmála höfum við náð samn- ingum, sem eru nágrannaþjóðum okkar öfundarefni. Urgur Norð- manna í garð Íslendinga vegna slíkra samninga er glöggt dæmi þar um. Undirritaður hefur stundað út- flutning um langt skeið. Það er gert í samkeppni við aðrar þjóðir. Utan- ríkisþjónustan er bakhjarl í þessum viðskiptum, þar hefur hún oft staðið sig betur en fjölmennar erlendar systurstofnanir. Fámenn deild, Við- skiptaþjónusta Utanríkisráðuneyt- isins, hefur með aðstoð sendiráða okkar erlendis, unnið kraftaverk við að koma Íslandi á framfæri á er- lendri grund og kynnt íslenskum fyrirtækjum tækifæri til útrásar. Sendiráð eru boðin og búin til að aðstoða við viðskipti sé þess þörf. Víst má vera að gerlegt sé að nýta þá fjármuni sem veitt er til ut- anríkisþjónustu okkar betur, um það dæmi ég ekki, en stórfelldur niðurskurður mun rýra kjör okkar og minnka reisn Íslands erlendis. Nær er að beina umræðunni að því hvernig efla megi utanríkisverslun Íslendinga. Til varnar utanríkisþjón- ustu Íslands Eftir Jón Sigurðarson Höfundur hefur starfað við útflutn- ing í nærfellt 30 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.