Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Diddi minn. Í dag hefðir þú orðið 24 ára gamall, en því mið- ur getum við ekki hald- ið uppá það saman öll fjölskyldan. Ég hugsa hlýtt til þín. Þinn vinur og bróðir, Ásmundur. Elsku Diddi, þú hefðir orðið 24 ára í dag, og við viljum með þessum orðum minnast þín með söknuði og sorg. Ég man eftir ferð okkar til Egyptalands árið 2000, var sú ferð ein sú allra skemmtilegasta og eitt mesta ævintýri sem ég hef lent í, var það ógleymanlegt og mun sú minn- ing ávallt fylgja mér. Og ég er viss um að í okkar eftirlífi munum við fara aftur í okkar ævintýraferð. Þeg- ar ég og Hildigunnur vorum að byrja saman sagðir þú við mig per- sónulega að halda í þessa stelpu, því hún væri falleg og skemmtileg. Það var ekki oft sem þú sagðir slíkt og var ég því endalaust stoltur og ánægður, enda varst þú þekktur fyr- ir að hafa næmt auga fyrir fallegu kvenfólki. Þinn bróðir og vinur að eilífu, Ari. Man ég eftir að þú spurðir mig oft hvort ég vildi hjóla með þér niður að Nauthólsvík og var þetta undirbún- ingur fyrir frönsku útlendingaher- sveitina. Þetta var mjög skemmti- legt þótt ég hafi stundum verið treg til að fara. Við töluðum um ýmislegt á leiðinni, til dæmis um skólann og stjörnur. En þó þú sért farinn að leita að betra lífi verður þú alltaf í minningu minni sem yndislegur bróðir. Þín systir Katrín. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín systkini og vinir Ari og Katrín. Lítil kveðja til Didda, sem hefði orðið 24 ára í dag. KRISTJÁN ÁRNI GUNNARSSON ✝ Kristján ÁrniGunnarsson fæddist í Reykja- vík 6. maí 1979. Hann lést 31. október 2002 og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 11. nóvember. Ég man best eftir Didda frænda þegar hann var lítill og bjó með foreldrum sínum og þremur bræðrum á Bragagötunni. Við Raggi bjuggum í kjall- aranum og það voru hæg heimatökin að hjálpa til og líta eftir strákunum þegar Gunni og Kata brugðu sér frá að kvöldlagi. Það var ekki erfitt verk að gæta strákanna, sem oftast sváfu eins og steinar eftir enda- lausa leiki dagsins. Stundum heyrð- ist lítill grátur úr svefnherbergi Didda og Palla. Þá labbaði ég uppí herbergið þeirra, opnaði dyrnar hljóðlega í myrkrinu og læddist að rúmi Didda. Settist á gólfið við rimlarúmið og söng fallegustu vögguvísu sem ég kunni: Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Gráturinn hljóðnaði alltaf undur- fljótt, því ég held að Didda hafi þótt jafnt vænt um þessa vögguvísu og mér. Stundum þurfti ég að syngja vísuna mörgum sinnum, en að lokum hafði hún sín áhrif og Diddi sofnaði svefni hinna réttlátu. Elsku Diddi minn, ég vildi að þú hefðir líka getað sungið þessa vögguvísu fyrir þín börn þegar að því kæmi. En lífinu sem okkur er gefið, fylgir engin ábyrgð um langa og hamingjuríka ævi. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Dreymi þig vel þar sem þú ert, elsku frændi. Sigrún föðursystir. Kristján Árni Gunnarsson, Diddi, hefði orðið 24 ára í dag, en hann lést fyrir aldur fram 31. október sl. Diddi var alla tíð einstakur dreng- ur. Hann var ekki orðinn gamall þegar ljóst var að í honum bjó við- kvæm sál sem átti ekki alltaf létta tilvist. Hann tileinkaði sér fljótlega aðra tjáningarmáta auk talaðs máls til að koma frá sér tilfinningum sínum. Til eru ógrynni teikninga og mynda, einkum frá yngri árum ævi hans, sem bera honum skemmtilegt og fagurt vitni um frjótt ímyndunarafl og listfengi. Diddi var fremur hlédrægur alla tíð og hafði sig ekki mikið í frammi í vinahópi. Hann var þó mannblend- inn og brást einatt við með feimn- islegu brosi og ljúfu svari þegar á hann var yrt. Það hefði farið vel á því, ef hægt hefði verið að miðla svo- lítið af sjálfsöryggi og -ánægju ann- arra til þessa unga drengs. Segja má, að hann hafi alla tíð skort nokkra vissu um sitt eigið ágæti og dug. Honum fannst hann oft ekki standa sig nægilega vel og ferill sinn vera varðaðan mistökum. Þetta átti þó ekki við rök að styðjast. Vissu- lega gekk t.d. skólaganga hans ekki alltaf hnökralaust fyrir sig, en það voru smávægileg atriði og ekki veigameiri en hjá flestum öðrum. Hann lauk t.d. stúdentsprófi á til- skildum tíma með prýðis árangri. Hann hlýtur þó a.m.k. þá að hafa þurft að viðurkenna fyrir sjálfum sér að frammistaða sín væri ekki sem verst. Diddi átti alla tíð ágæta vini. Vegna eðlislægrar feimni sinnar varð hann þó oft svolítið utangarðs í vinahópi og ekki metinn að verðleik- um. Nokkur tilvik, sem hann mátti þola því tengdu, brenndu sig vafalít- ið fast inn í minningargrunn hans. Má þar t.d. nefna þegar hann, ásamt tvíburabróður sínum Palla, hélt sameiginlegt afmælishóf. Á meðan félagar Palla mættu í hópum höfðu bekkjarfélagar Didda sammælst um að mæta ekki. Þessi ákvörðun kann að hafa verið tekin út frá hreinum duttlungum, en eftir sem áður þekki ég engan mann sem hefði getað tek- ið slíkri höfnun betur en Diddi gerði. Diddi fann sig alla tíð vel innan um börn. E.t.v. fann hann sig frjáls- ari og áhyggjulausari í þeirra návist. Það þurfti ekki að fara bónleið að honum ef vantaði barnapössun. Hann svaraði jafnan slíkri beiðni svo snarlega játandi að maður varð að spyrja hann aftur hvort hann væri alveg viss, það gat ekki verið að hann hefði hugsað sig neitt um áður en hann svaraði. Diddi átti ýmis áhugamál. Hann var duglegur í íþróttum og hafði yndi af útivist. Í dag sakna ég þess að hafa ekki boðið honum oftar með í fjallgöngur og annað slíkt. Eitt sinn gengum við saman, ásamt Ásu konu minni, hinn svokallaða „Laugaveg“. Jafnvel í þessum þrönga hópi var hlédrægni hans áberandi. Það þurfti nokkuð til að draga hann út úr þessari skel sem hafði myndast um hann. Þegar það tókst birtist ávallt ljúfur broshýr drengur sem ætíð var tilbúinn að að- stoða. Við söknum þessa drengs sárt. Það er enn jafn sláandi í hvert sinn sem við hugsum til brotthvarfs hans. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hve neyð hans og vonleysi voru orðin mikil. Ég syrgi þau ónýttu tækifæri sem ég hefði e.t.v. getað notað til að styrkja hann og aðstoða. Það er erf- itt að játa sig sigraðan í orustu sem maður tók ekki einu sinni virkan þátt í. En þá orustu háðu aðrir. Og þeirri orustu er enn ólokið. Ég veit í dag að foreldrar Didda höfðu um nokkurt skeið barist með honum af miklum dugnaði. Þar mátti oft ekki miklu muna, en vonin var alltaf sterk. Svo er öllu lokið. Allt verður svo endanlegt og óbreytanlegt. Foreldrum og systkinum Didda votta ég mína dýpstu samúð. Ég vil hrósa þeim fyrir ótrúlegan dugnað. Það er aðdáunarvert að fylgjast með þeirri atorku og því heilbrigða lífs- viðhorfi sem þau hafa að leiðarljósi við að vinna úr sorginni. Sú ganga er þeim öllum löng, en yfir þeim vakir sá er því hafði lofað. Kær kveðja, Narfi. Ástkær eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, móðir, tengdamóðir, amma, yndisleg vinkona, systir og mágkona, HUGRÚN HLÍN INGÓLFSDÓTTIR, Hjallabrekku 36, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni laugardagsins 3. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 15. Baldur Þór Baldvinsson, Sigríður Inga Sigurðardóttir, Baldvin Skæringsson, Sigr. Drífa Alfreðsdóttir, Gunnar Magnússon, Hera Björg Jónasdóttir, Ingunn Hlín Jónasdóttir, Þórarinn, Þórdís, Þór Steinar, Sindri Blær og Hugrún Hlín, Steinþór Baldursson, Claire Bilton, Unnur Baldursdóttir, Guðbjörn Ingason og aðrir aðstandendur. ✝ Ágústa Guðjóna(Dedda) Guðjóns- dóttir fæddist á Suð- ureyri við Súganda- fjörð 17. september 1926. Hún lést á Salgrehnska sjúkra- húsinu í Gautaborg miðvikudaginn 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jóhannsson, skó- og bátasmiður f. 20.6. 1891, d. 21.7. 1976, og Ágústa Bjarnadóttir f. 24.8. 1893, d. 10.10. 1962. Ágústa var yngst af sex börnum foreldra sinna. Þrjú af systkinunum létust í æsku, Ásta Guðjóna var elsta barn þeirra hjóna, f. 1911, hún lést tæplega ársgöm- ul, næst í röðinni var Ragnheiður f. 7. 10. 1912, d. 11.2. 1988; Bjarni f. 16.3. 1915, d. 18. 3. 1996, en Halldóra og Halldór létust bæði á fyrsta ári; loks Ágústa Guð- jóna sem hér er kvödd. Bálför Ágústu hef- ur farið fram í Gautaborg og verður aska hennar jarðsungin frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ágústa ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð hjá ástríkum foreldr- um. Æskan var hamingjurík og áhyggjulaus. Mikið var látið með litlu stúlkuna og er ekki ofsagt að hún hafi stundun skyggt á sólina svo að stóru systur og bróður gat þótt nóg um. Hún lauk barnaskóla og unglinga- fræðslu á Suðureyri, en var einn vet- ur í skóla á Siglufirði og bjó hjá Ragn- heiði, systur sinni, og Aðalbirni Péturssyni gullsmið. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur í Kennaraskólann. Ágústa dvaldi þá á heimili Bjarna bróður síns og hans ágætu konu, Ástu Þórarinsdóttur, sem alltaf reyndist henni sem besta systir. Einnig var Ágústa um tíma hjá Hall- dóru Bjarneyju Bjarnadóttur, móð- ursystur sinni, sem þá bjó á Soga- bletti 9 í Reykjavík. Þegar Ágústa var hálfnuð í námi veiktist hún af lungnaberklum og varð að dvelja á Vífilsstaðahæli á annað ár. Hún gekk þar í gegnum erfiða aðgerð, blásn- ingu, einnig miklar lyfjagjafir. Á Víf- ilsstöðum eignaðist hún marga vini, en þurfti að sjá á eftir nokkrum þeirra yfir móðuna miklu. Á þessum árum lét Hvíti dauðinn ekki að sér hæða og spurði ekki að aðstæðum. Fólk kom og fór, sumir náðu heilsu og komust heim, ein af þeim var Ágústa. En veran á Vífilsstöðum og veikindin mörkuðu djúp spor í sálarlíf hennar. Þegar Ágústa veiktist fluttu for- eldrarnir frá Suðureyri hingað suður. Þau fundu lítið hús, Sæból 2 í Kópa- vogi, og festu kaup á því. Vafalítið hefur það verið erfitt fyrir fullorðið fólk að flytja frá sinni heimabyggð, Suðureyri, hingað suður í borgar- skarkalann. En húsið þeirra nýja stóð á sjávarbakkanum og það var strax bót í máli. Það var líka mikið átak að koma upp verkstæði fyrir skóviðgerðir og bátasmíði, og að vinna sér viðskiptavini. En Guðjón kunni sitt fag, hann var maður harð- duglegur og verkefnin komu til hans eins mikil og mörg og hann hafði þörf fyrir. Frá Sæbóli stundaði Guðjón hrognkelsaveiðar og renndi fyrir ýsu og þorsk. Strax og heilsan leyfði hélt Ágústa áfram námi í Kennaraskólanum og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1951. Hún hafði góða námshæfileika og var sérstaklega góð íslennskumanneskja. Ágústa var mjög góður kennari og til marks um það muna sumir nem- endur hennar, sem nú nálgast miðjan aldur, eftir fyrstu kennsludögunum eins og þeir hefðu gerst í gær. Í bekknum hennar þekktist ekki ein- elti, þar var líf og fjör og nóg um að hugsa. Yfir ævina kenndi hún í mörg- um skólum bæði í Reykjavík og úti á landi. Ágústa hafði gaman af því að kynnast nýjum stöðum og nýju fólki. En börnin áttu hug hennar allan þó að hún yrði ekki þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast börn sjálf. Ágústa var alltaf sérstaklega smekklega klædd, með mikið dökkt hárið sett upp og vel snyrt. Stúlkurnar sem hún kenndi dáðust að fötunum hennar og hvernig hún dró augnlínuna og þær voru ekki ófáar ungu dömurnar sem reyndu að mála sig eins og kennslukonan. Sumarið 1969 tóku berklarnir sig upp aftur og nú í annarri mynd en áð- ur, svokallaðir lokaðir berklar. Ágústa gekkst undir mikla aðgerð á Landspítalanum við Hringbraut. Aftur sigraði hún berklana og komst til heilsu og fór að kenna. Ágústa var mjög ljóðelsk og hún var vel hagmælt. Hún hafði yndi af bókalestri og var mjög fróð kona. Hún var næm á líðan fólks og hafði dulræna hæfileika. Stundum sagði hún til um óorðna atburði. Hún var trúuð en flíkaði ekki trú sinni. Ágústa var sérstaklega orðheppin og hrókur alls fagnaðar. En hún gat líka verið daprari en allir aðrir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Fyrir rúmum þremur áratugum varð Ágústa þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Kristni Magnúsi Magn- ússyni járnsmið, greindum manni og traustum, sem varð sambýlismaður hennar. Vorið 1975 fluttu Ágústa og Kristinn til Svíþjóðar og settust að í Gautaborg. Um haustið fór hún að kenna börnum frá Íslandi og hélt því starfi áfram eins og heilsan leyfði. Á þeim árum sem Ágústa bjó í Sví- þjóð kom hún í heimsókn þegar hún hafði möguleika á. Líklega hefur heimsóknin til gamla landsins staðið upp úr þegar fermingarsystkinin tóku sig saman, að fimmtíu árum liðnum frá fermingu þeirra, og fóru til Súgandafjarðar. Þessi ferð var sú síðasta sem Ágústa fór á æskustöðv- arnar. Ég votta Kristni, sambýlismanni Ágústu, mína dýpstu samúð. Að leiðarlokum vil ég þakka Ágústu fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman og bréfin sem hún skrifaði mér, börnum mínum og barnabörnum og gjafir og hlýhug í okkar garð. Áfram lifir minning um sterkan persónuleika. Blessuð sé minning Ágústu. Freyja Jónsdóttir. Mig langar að minnast með örfáum orðum frænku minnar Ágústu Guð- jónsdóttur eða Deddu eins og hún var alltaf kölluð. Dedda var litrík per- sóna, lífgaði upp á hverdagsleikann með skemmtilegum sögum og glað- legu og vingjarnlegu viðmóti. Dedda frænka var líka fyrsti kenn- arinn minn en það var í vorskólanum 1964 í Mýrarhúsaskóla. Hún gæddi kennsluna slíku lífi, að rúmum 40 ár- um seinna man ég enn eftir verkefn- unum sem hún lagði fyrir okkur. Fal- legu litríku blöðin sem við áttum að klippa út og búa myndir og margt margt fleira. Það er eins og þetta hafi gerst í gær og ég sé hana fyrir mér, vel til hafða og fína eins og hún var alltaf. Mér svo og hinum stelpunum fannst hún svo fínt klædd og flott máluð, hún var líka með strik í kring- um augun. Ég vildi auðvitað vera eins og reyndi að leika eftir með misjöfn- um árangri en æfingin skapar meist- arann. Dedda var ákaflega barngóð og gjafmild. Hún átti engin börn sjálf en við börnin í ættinni fengum svo sann- arlega að njóta þess og síðar okkar börn. Ég á t.d. ennþá fallegu bláu hálsfestina sem hún gaf mér þegar ég var átta ára. Þó Dedda hafi búið í Sví- þjóð í áratugi þá þekktu langömmu- systrabörnin hana vel og segir það mikið um hversu vel hún náði til ung- dómsins og er hennar sárt saknað. Ég bið guð að styrkja Kidda og megi minningin um góða konu lifa í hjört- um okkar allra. Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir ÁGÚSTA GUÐJÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.