Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 43 Heimssýn hvers manns er það afl sem ræður mestu um veg- ferð hans eða hennar. Heimssýn getur verið einlit og hún getur verið marglit og sumum tekst jafnvel að búa við tveggja heima sýn, eða fleiri og halda lagi. Hulda var ein slík. Hún var næstum eins og undra- vera, snert af tveimur heimum. Hulda var hvítasunnukona af hjarta. Hvítasunnumenn, eins og annað fólk, skapa sér heimssýn, sem er eins og lítil höfn með sterkum skjólgarði. Hún er skipulögð, örugg og heldur vel utan um hópinn sinn. Kynslóðabilið getur að vísu valdið ákveðnum breytingum, en að flestu leyti er hún bjargföst, rótgróin og haggast lítið þó nýir vindar blási allt um kring. Þetta vissi Hulda og hún ræktaði garð sinn af alefli, með þeim eiginleika sem fegurstur er í fari fólks, heilindum. Þetta sást ekki síst þegar hún opnaði öðrum aðild að sýn sinni. Hvort sem hún gerði svo í pontu, í samræðu, við matarborðið eða á göngu, var kappsemin slík og einbeitingin, að kinnarnar urðu jafn- an kafrjóðar. Það jók á fegurð hennar og mér varð ljóst að enginn þyrfti að óttast svik frá slíkri konu. Hún gaf og þáði af heilindum, sór sér í mein og brá ekki af. En hún átti aðra sýn líka, þá sýn sem stundum var ögrun en hún vék sér samt aldrei undan. Það var lögmál tilverunnar sem stundum urðu að HULDA SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Elínborg HuldaSigurbjörnsdótt- ir fæddist í Sigurð- arbæ á Blönduósi 1. október 1917. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 25. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri 2. maí. spurningum sem Hulda vildi svara, varð að svara. Og þar var það sem mér sýndist henni takast að tengja tveggja heima sýnina af kven- legri og þokkafullri visku. Þetta sást gerst í samskiptum hennar við börnin hennar og þær stundir sem við vorum samferða sá ég að hún lagði sig alla fram um að skilja raddir þeirra, og hlusta eftir því sem þeim lá á hjarta, hvað þau fengust við, hvað þau sköpuðu og hver þau vildu vera. Á þeim stundum spurði hún alvarlega og opinskátt um hlut sinn sem for- eldri til að mynda. Þá fannst mér ég standa á helgri grund, svo einörð var hún í þeirri glímu sem hverjum manni er helg. Og ávallt naut hún þess að eiga samvistir við börnin sín og barnabörn og talaði um þau af þokka- fullu innsæi og með hlýrri virðingu. Á sama hátt var hún eiginkona öðlings- mannsins, Jóhanns, með reisn. Og aldrei þreyttist hún á að segja söguna af því hvernig hún efaðist um minni spámenn sem vildu eiga hana og köll- uðu Guð til vitnis. Þá dáðist ég ekki síst að þori hennar og hispursleysi gagnvart feðraveldinu. Örlög hennar hljóta þá strax að hafa verið ráðin og fest á mótum tveggja heima, eins allra þeirra sem leggja á sig ok gagn- rýninnar hugsunar. Og þannig lifir hún og mun lifa í minningu minni. Hulda var konan sem hélt lagi við tveggja heima sýn, hlý og sterk, ákveðin, auðmjúk og ósérhlífin, allt í senn, en umfram allt heillynd. Ég bið Guð að blessa minningu hennar, vera huggun ljúflings henn- ar, Jóhanns Pálssonar, nú sem endra- nær og fjölskyldu hennar allrar sem hún unni af einstöku trúlyndi. Gunnbjörg Óladóttir, Edinborg. ✝ Sigurborg Ingi-mundardóttir fæddist á Seyðisfirði 10. júlí 1953. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 26. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stella Kristín Eymunds- dóttir kennari, f. á Seyðisfirði 24. sept- ember 1931, nú bú- sett í Ólafsvík, og Ingimundur Sæ- mundsson vélsmíða- meistari, f. í Hnífsdal 26. maí 1921, d. 10. desember 1988. Systkini Sigurborgar eru: Ragna hjúkrunarfræðingur í Dan- mörku, f. 10. júlí 1952, Olga sér- kennari á Akureyri, f. 8. júlí 1954, Vilhelmína verslunarstjóri í Reykjavík, f. 11. ágúst 1957, Ey- mundur viðskiptafræðingur í Kópavogi, f. 24. janúar 1959, og Margrét Sigríður leiðbeinandi á Akureyri, f. 27. janúar 1965. Hálfsystkini Sigurborgar, sam- feðra, eru: Frímann Emil Ingi- mundarson, f. 12. júní 1941, Ríkey Ingimundardóttir, f. 1. júní 1942, Reynir Baldur Ingvason verktaki, f. 5. nóvember 1955. Sigurborg kynntist Reyni og hófu þau hjú- skap 1995. Þau giftust 1. apríl 2000 og bjuggu á Brekku í Aðaldal alla sína hjúskapartíð. Sonur Reynis úr fyrri sambúð er Sigurð- ur Eyvald, f. 3. september 1982. Sigurborg ólst upp á Seyðisfirði fyrstu ár ævi sinnar en gekk í skóla á ýmsum stöðum um landið vegna flutninga fjölskyldunnar. Grunnskólanámi hennar lauk í Bolungarvík, en seinna stundaði hún nám í Myndlistarskóla Íslands og Póstskóla Íslands. Sigurborg fluttist aftur til Seyðisfjarðar 1968 þar sem hún stofnaði fjölskyldu ung að aldri um 1971. Hún var mjög dugleg í íþróttum, þó sérstaklega handbolta, sem átti hug hennar allan. Sigurborg stundaði þá íþrótt árum saman og aðeins 15 ára var hún komin í stjórn félagsins. Sigurborg var mjög listræn og lagði mikla rækt við ýmiss konar handavinnu. Síðustu árin lagði hún einkum stund á myndlist og hélt meðal annars sýningar á verk- um sínum á ýmsum stöðum. Sig- urborg starfaði lengst af hjá Pósti og síma, en síðustu árin starfaði hún hjá Sparisjóði Suður-Þingey- inga. Útför Sigurborgar verður gerð frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þorsteinn Ingimund- arson, f. 3. desember 1943, d. 17. janúar 1963, Ómar Ingi- mundarson, f. 31. júlí 1946, Svava Ingi- mundardóttir, f. 17. ágúst 1947, og Hallur Páll Jónsson, f. 11. nóvember 1948. Fyrri eiginmaður Sigurborgar var Axel Jóhann Ágústsson, skipstjóri á Seyðis- firði, þau eiga fjögur börn, þau eru: 1) Stella Rut, f. 29. maí 1972, búsett í Neskaupstað, eigin- maður Ívar Sæmundsson. Börn þeirra eru Klara, f. 20. mars 1995, og Telma, f. 30. mars 1999. 2) Drengur, f. 30. maí 1974, dáinn sama dag. 3) Sandra Björg, f. 16. desember 1975, búsett í Reykjavík, sambýlismaður Halldór Kristins- son, sonur þeirra er Kristinn, f. 28. nóvember 2002. 3) Ágúst Ingi Ax- elsson, f. 26. júlí 1979, búsettur á Akureyri, sonur hans er Þórður Tandri, f. 8. júlí 1999. Barnsmóðir Eva Ösp Þórðardóttir. Eiginmaður Sigurborgar er Bogga, ég man alltaf eftir pínulít- illi ljóshærðri hnátu sem oft var hjá okkur, mér og Garðari frænda. Þá voru þær litlar systur, hvor á sínu árinu, og við vorum með tvo stráka. Það var enginn lúxus hjá barnafólki í þá daga, það þurfti að velta fyrir sér hverri krónu, það þurfti að prjóna og sauma og gæta allra leiða til þess að láta fjölskyldunni líða sem best. Það var gaman að fá hana til sín en Bogga litla með fallega ljósa hárið horfði ákveðin á okkur þegar það var rætt, henni fannst gaman að vera hjá okkur, en hún ætlaði samt alltaf að vera hjá mömmu. Þessi ákveðni svip- ur og hörkudugnaður átti eftir að fylga Boggu alla tíð. Systkinin urðu sex, og sjálf átti hún þrjú börn. Hún var listræn, málaði mikið af myndum, og hún hafði mikinn metn- að fyrir að eiga fallegt heimili. Manni finnst oft tilveran vera ótrúlega grimm þegar ung kona lýt- ur fyrir alvarlegum sjúkdómi. En þú sýndir alveg ótrúlegt þrek og vilja þegar þú barðist fyrir lífi þínu. Það hlýtur að vera ólýsanlegur sársauki fyrir móður að fylgja barninu sínu til til grafar á besta aldri, ég samhryggist þér innilega. Systkinum, börnum og barnabörn- um og öðrum vinum og ættingjum sendi ég og við Garðar bæði sam- úðarkveðjur. Reynir, þið Bogga voruð samhent að byggja upp fallegt heimili og þú vildir láta hana njóta allra þeirra þæginda sem hægt var og þegar allt virtist blómstra er hún allt í einu horfin og einmanaleikinn verður yfirþyrmandi. Við vottum þér samúð okkar. Góðir vinir eru ómetanlegir, Anna Dóra var vinur í raun allan þennan erfiða tíma. Bogga mín, nú þegar þú ert horfin munum við alltaf eftir litlu ljóshærðu telpunni sem horfði á okkur ákveðin á svip, full vilja að takast á við vanda- mál lífsins. Þér tókst það Bogga og við söknum þín öll. Af fegurð blóms verður aldrei sagt, aldrei sagt með orðum, né finni með neinum orðum. (Stefán Hörður Grímsson.) Kveðja Karólína og Garðar. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þetta erindi Tómasar Guðmunds- sonar kemur í hugann varðandi Boggu, og ferðalag hennar hér á jörð. Ég kynntist henni fyrst þegar leiðin lá austur á Seyðisfjörð á fyrri hluta áttunda áratugarins. Þegar við Anna Dóra fluttum austur nokkrum árum síðar urðu kynnin nánari og þær treystu fyrri vináttubönd. Þarna kynntist ég ákveðinni konu með mikinn baráttuvilja og metnað til að gera sitt besta á öllum sviðum. Þessir eiginleikar hafa nýst henni gegnum lífið jafnt í meðbyr sem mót- byr, ekki síst síðustu mánuðina í bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Uppgjöf kom ekki til greina, fyrri ákvarðanir um framkvæmdir stóðu og ferðalög voru ákveðin og skipulögð. Eða eins og hún sagði sjálf, „ég á svo margt ógert“. Æðruleysið var ótrúlegt og oft var það hún sem stappaði stálinu í aðra, bæði ættingja og vini. Heimili Boggu var alltaf spegill hennar sjálfrar, myndarlegt og gott heim að sækja. Listrænir hæfileikar hennar voru miklir og þroskuðust með árunum. Alls konar hannyrðir, leir, teikniblýantur og litir, allt lék þetta í höndum hennar. Um það bera vitni ýmsir munir, bæði stórir og smáir. Í fyrrasumar hélt hún t.d. sýningu með 25 myndum, og seldust þær flestar. Þessi kveðjuorð verða enginn langhundur Bogga mín, enda það ekki þinn stíll. Að ferðalokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Eftir lifir minningin um stolta konu, sem tókst á við lífið með reisn og lauk því á sama hátt. Með því skilur þú okkur hin eftir ríkari en áður, þrátt fyrir söknuð og missi. Reynir, Stella Rut, Sandra Björg, Ágúst Ingi og aðrir ástvinir. Megi góður Guð veita ykkur styrk í sorg- inni. Far þú í friði. Þinn vinur Magnús. Mig langar að kveðja þig elsku Bogga mín með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði. Guð geymi þig. Þín vinkona Heiðbjört. SIGURBORG INGI- MUNDARDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, HREFNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Arnartanga 46, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstu- daginn 2. maí. Sigurður Kristinn Ásbjörnsson, Kristján Sigurðsson, Þórunn Sigurðardóttir, Hreinn Pálmason, Gestheiður Fjóla Jóhannesdóttir, Sigurður Hrafn Kristjánsson, Daníel Ægir Kristjánsson, Brynjar Þór Hreinsson, Elvar Orri Hreinsson, Íris Hrönn Hreinsdóttir. Mágur okkar og föðurbróðir, HÖGNI JÓNSSON frá Hvilft, lést föstudaginn 25. apríl sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Þorgerður Sveinsdóttir, Kristín Árnadóttir, Helga Sveinsdóttir, Jón R. Sveinsson, Sigríður Sveinsdóttir. Elskulegur sonur okkar, eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, SIGHVATUR JÓHANNSSON, Litlubæjarvör 13, Bessastaðahreppi, lést á heimili sínu laugardaginn 3. maí. Jóhann Jónasson, Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Tryggvadóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.