Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur faðir okkar og sonur, HAFSTEINN TÓMASSON, síðast til heimilis á Löngufit 10, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 3. maí. Stefán Ágúst Hafsteinsson, Fjóla Karen Hafsteinsdóttir, Tómas Ármann Hafsteinsson, Bjarnfríður Símonardóttir, Tómas Karlsson. Ástkær móðir okkar, PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR, Suðurvíkurvegi 10b, Vík í Mýrdal, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni föstudaginn 2. maí. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Halldór Eggertsson. Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HELGI UNNAR EGILSSON, Brekkustíg 29B, Njarðvík, sem lést á Landspítala Hringbraut laugar- daginn 3. maí, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Sigurbjörg Jóna Árnadóttir, Friðbjörg Helgadóttir, Árni Björgvinsson, Guðrún Helgadóttir, Friðbjörn Björnsson, Þorsteinn Helgason, Sigurbjört Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN SVAVARS viðskiptafræðingur, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudag- inn 2. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 9. maí kl. 15. Þorsteinn J. Stefánsson, Margrét Kristjánsdóttir, Svavar Stefánsson, Auður B. Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi sonur minn, faðir okkar, bróðir og mágur, ÓLAFUR BJARNASON frá Hænuvík, Stekkum 23, Patreksfirði, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi laugardaginn 3. maí. Útför hans verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Dagbjört Una Ólafsdóttir, Kristinn Ólafsson, Friðrik Ólafsson, Sigurjón Bjarnason, Gyða Vigfúsdóttir, Guðjón Bjarnason, María Ólafsdóttir, Pálmey Gróa Bjarnadóttir, Sveinn Rögnvaldsson, Rögnvaldur Bjarnason, Ólafía Karlsdóttir, Búi Bjarnason. Móðir mín, tengdamóðir og amma, JACQUELINE CÉCILE GAUTIER, lést á sjúkrahúsi í Dreux, Frakklandi, mánudaginn 5. maí. Jarðarförin fer fram í Frakklandi. Eric Paul Calmon, Guðbjörg Árnadóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Katrín Rós Calmon. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi ✝ Gunnar Berg Jó-hannsson fæddist 5. ágúst 1980. Hann lést af slysförum hinn 28. apríl síðastliðinn. Móðir Gunnars er Gunndís Rósa Haf- steinsdóttir, f. 1.3. 1955, sambýlismaður Páll Þórarinsson, f. 10.11. 1957. Faðir Gunnars er Jóhann Björn Óskarsson, f. 4.9. 1950, sambýlis- kona Sólrún Héðins- dóttir, f. 15.11. 1961, dóttir þeirra er Kristrún, f. 20.12. 2000. Börn Gunndísar og Jó- hanns, auk Gunnars, eru Hróðvar Hafsteinn, f. 7.4. 1977, sambýlis- kona Gyða Vestmann, f. 29.3. 1975, dóttir þeirra er Snædís Vestmann, f. 11.1. 2001, Júlíus Birgir, f. 8.11. 1981, og Stefán Reykdal, f. 14.1. 1984. Fyrir átti Gunndís með Sigurbirni Þorkels- syni, f. 10.12. 1952, d. 28.12. 2000, dótturina Þ. Hörpu, f. 10.1. 1972, eiginmaður Baldur Geir Arnar- son, f. 29.9. 1972, dætur þeirra eru Gunndís Eva, f. 13.4. 1993, og Júlía Bríet, f. 15.1. 1999. Fyrir átti Jóhann með Kristínu Guðjóns- dóttir, f. 9.6. 1950, synina Svan- berg, f. 21.9. 1972, d. 28.12. 1991, Óskar, f. 5.5. 1975, sambýlis- kona Helga Jóna Þórunnardóttir, f. 4.1. 1976, synir þeirra eru Svanberg, f. 2.12. 1997, og Vilmar, f. 30.12. 1999. Unnusta Gunnars er Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir, f. 14.4. 1979, og sonur Sindri Snær, f. 28.6. 2002. Barnsmóðir Gunnars er Rósey Rán Hjálmars- dóttir, f. 1.7. 1983. Gunnar Berg lauk grunnskóla- prófi frá Grunnskóla Þorláks- hafnar árið 1996. Þaðan lá leið í Fjölbrautaskóla Suðurlands en stoppið þar var stutt. Hann stund- aði sjómennsku í tvo vetur en var á námssamningi hjá H.S. mál- verki er hann lést. Gunnar Berg var mikið í íþróttum á unglingsár- unum og varð m.a. Íslandsmeist- ari í júdó og var í landsliði í hand- knattleik, einnig var hann harður stuðningsmaður Liverpool. Útför Gunnars Berg verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Einum þér ann ég ást mína fann ég fyrst þá er sá ég þig fegurstan sveina. (Ólafur Gaukur Þórhallsson.) Elsku ástin mín. Ég er svo ólýsanlega tóm í hjart- anu mínu síðan þú varst tekinn frá mér. Ég á svo erfitt með að trúa því að ég fái aldrei að sjá þig aftur, fái aldrei að leiða þig aftur, fái aldrei að hlæja með þér aftur og aldrei að snerta þig aftur. Við sem vorum búin að gera allar okkar framtíðaráætlanir saman, nýflutt inn í glæsilegu íbúðina okkar í Glæsibænum sem þú gerðir alla með höndunum þínum. Þú gast einhvern veginn allt, þú sparslaðir og málaðir auðvitað, fórst í múrarahlut- verkið, smiðshlutverkið, rafvirkja- og píparahlutverkið líka. Hjá þér varð allt saman ekkert mál. Litli ljósgeislinn þinn, Sindri Snær, sem þú elskaðir út af lífinu, missir af svo miklu að fá ekki að njóta nærveru þinnar í framtíðinni. Þú hefðir svo sannarlega verið honum besti pabbi í heimi. Ég sakna þín óendanlega mikið og á svo erfitt með að trúa því að ég geti ekki fengið þig til baka. Minningarn- ar um þig eru svo ótal margar og þær munu lifa að eilífu. Ég get huggað mig við það að þú ert staddur á góðum stað núna og þú vakir yfir mér, Sindra Snæ og fjölskyldum okkar í sorginni. Ég elska þig að eilífu. Þín Arnbjörg Ösp. Elsku Gunnar Berg. Það er mér svo þungt að setjast niður og hugsa til þess að þú sért far- inn frá okkur, þú sem varst svo kraft- mikill og kátur. Allt hafði gengið svo vel hjá þér undanfarið og þú loksins búinn að finna þitt ævistarf og byrj- aður að læra þá iðn. Aldrei gleymi ég stolti þínu yfir höllinni þinni í Glæsibæ sem samt er ekki nema 20 fermetrar. Þú varst nýfluttur inn ásamt stóru ástinni þinni, sem þú sagðir mér svo oft að þú elskaðir svo mikið. Ekki er hægt til þín að hugsa án þess að minnast á litla augastein- inn þinn, hann Sindra Snæ, sem þú varst svo lánsamur að eignast og fá að njóta, þó að um stuttan tíma væri. En nú koma engar hringingar lengur. „Mamma, hann Sindri Snær var að fá tönn“ eða „hann er farinn að skríða“ eða eitthvað í þessum dúr. Það er mér svo dýrmætt að eiga allar þær minn- ingar um þig sem þú skilur eftir í hjarta mínu og alla fallegu gullmolana sem ég á frá þér í símanum mínum. En alltaf varstu að láta mig vita hvað þér þætti vænt um mig og værir stolt- ur yfir því að eiga mig og að hamingja mín væri hamingja þín. Elsku Gunnar minn, um eitt vorum við sammála, að það er ekkert sjálfsagt að vakna að morgni, fara á fætur og halda heilsu og sögðum við alltaf að það væru bara forréttindi. Nú kveð ég þig elsku vin- ur með orðum Gunnars Einarssonar, afa þíns og nafna, sem þú varst svo stoltur af. Enginn skuggi, ekkert ský máir burtu minning þína, hún mun í vina hjörtum skína allar stundir, ung og hlý. Brosið þitt var bjart og hreint. Það var ljósblik þinnar sálar, það dró aldrei neinn á tálar, vermdi og græddi ljóst og leynt. Hvað skal segja? Orðin ein greina ei meir en hug vorn hálfan, hógvær þögnin manninn sjálfan dylur, – og hans innri mein. Aðeins hljóðlát hjartans þökk streymir ljúft frá sál til sálar. Söknuð vina enginn málar, og því er stundin kveðju klökk. Kveðja, mamma. Oft virðast undarleg örlögin og mörg svo ósanngjörn atvikin, á leið um lífsins braut ef lögð er ókleif þraut. Í gáska enginn að endinum spyr óvægin sorgin oft knýr þá dyr. Augu hrópa, enginn segir þó neitt því orð fá engu breytt Öll skulum trúa og treysta því sá tími komi að enn á ný við getum glöð í lund átt góðan endurfund. Þá fái sérhver er sorgina bar svarið við því til hvers hún var og veitist veröld blíð sem varir alla tíð. (Ólafur Þórarinsson.) Þín systir Harpa. Elsku Gunni, það erfiðara en orð fá lýst að þurfa að horfast í augu við það að þínu jarðneska lífi sé lokið. Þegar ég rifja upp allar þær gullnu stundir sem við áttum saman kemur upp í huga mér þegar þú komst heim í fyrsta skipti, þá nýfæddur. Ég reyndi víst að láta þig gera allt það sem ég gat en var fljótur að komast að þeirri niðurstöðu að það eina sem þú gætir væri að grenja og éta. Þetta viðhorf mitt átti eftir að breytast sem betur fer. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór með þig að keppa á Íslandsmeistara- móti í júdó og ég vissi ekkert út á hvað þessi íþrótt gekk. En eftir mótið vissi ég eitt með vissu og stolti að þú varst sko bróðir minn enda orðinn Íslands- meistari í þessu svokallaða júdói. Við bræðurnir æfðum allir saman hand- bolta en enginn okkar nema þú, að sjálfsögðu, átti þann draum að kom- ast í landsliðið. Þú lagðir þig allan fram og í landsliðið varstu kominn. Það gat verið ævintýri líkast þegar þú settir þér markmið og lagðir síðan allt þitt og stundum meira til til að ná settu marki. Ekki skorti þig viljann, keppnisskapið og síðast en ekki síst góða skapið. Veiðimennskan skipaði stóran sess allt þitt líf. Ég man þegar við sátum saman á bryggjunni í Þorlákshöfn og vorum að dorga í slorinu. Þú passaðir vel upp á fiskinn þinn og vildir endi- lega fá að eiga „allan“ fiskinn sem ég veiddi líka. Þetta fannst mér mjög skrýtið og velti ég því fyrir mér hvað í ósköpunum þú ætlaðir að gera við þetta rusl. Seinna frétti ég af því að þú hafðir selt útlendingum á tjald- GUNNAR BERG JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.