Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 45 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, PAUL ODDGEIRSSON gullsmiður, Goðheimum 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudag- inn 2. maí. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. maí kl. 13.30. Kristjana Gísela Herbertsdóttir, Sveinn Oddgeir Paulsson, Anna Þóra Paulsdóttir, Páll Þór Pálsson, Páll Ragnar Paulsson, Hjördís Einarsdóttir, fósturbörn og makar, Lilja Margrét Oddgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR, Safamýri 48, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi og heimahlynn- ingar Karitasar fyrir góða umönnun og hlýju. Sigurður Pálsson, Sigrún L. Sigurjónsdóttir, Kara Pálsdóttir, Valur Árnason, Sigrún Pálsdóttir, Bragi Ólafsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÞURÍÐAR GUÐRÚNAR TÓMASDÓTTUR, Sandgerði, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á vist- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, fyrir góða umönnun. Vilborg Gísladóttir, Magnús Gíslason, Alda Einarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÞORGILSDÓTTUR frá Bolungarvík. Alúðarþakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Skógarbæjar fyrir veitta umönnun. Bjarni Jón Þorkelsson, Anna Sigríður Þorkelsdóttir, Róbert Bjarnason, Katrín Þorkelsdóttir, Börkur Skúlason, Helga Jóna Þorkelsdóttir, Stefán Þórarinsson, Guðlaug Þorkelsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÓLÖF HULDA JÓHANNESDÓTTIR frá Hellissandi, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 20. apríl. Jarðarförin fór fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 29. apríl í kyrrþey að ósk hinnar látnu og hvílir hún í Gufuneskirkjugarði. Við þökkum auðsýndan samhug og hlýju frá vinum og ættingjum, þökkum einnig starfsfólki Hrafnistu góða umönnun móður okkar. Alda B. Indriðadóttir, Einar Bjarnason, Pétur B. Indriðason, Sigurveig Árnadóttir, Matthildur Kr. Bush, Terill D. Bush, Ásgeir J. Kristjánsson, Hólmfríður Á. Vilhjálmsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Halldór Guðmundsson, Elín G. Kristjánsdóttir, Kristjón H. Ólafsson, Gunnlaugur Þ. Kristjánsson, Vigdís H. Ólafsdóttir, William E. Calvert, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN LILJA HANNIBALSDÓTTIR, áður til heimilis á Bústaðavegi 57, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 24. apríl, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. maí kl. 15.00. Gunnar Páll Kristjánsson, Anna Kristjánsdóttir, Einar Kr. Sigurðsson, Rósamunda Kristjánsdóttir, Stefán Arndal, Kristján Kristjánsson, Reynir Gylfi Kristjánsson, Kirsten Astrup, Kristín Lilja Kristjánsdóttir, Kurt Thomsen, Jóna Þ. Vernharðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÁLL ÓLAFSSON fyrrverandi verslunarstjóri Jes Zimsen, Álfheimum 44, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi miðvikudaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 8. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Ásgerður Jakobsdóttir, Ólafur Pálsson, Sigrún Hálfdánardóttir, Gunnar R. Pálsson, Kristín Jóhannsdóttir Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Valgerður Anna Ólafsdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ERIKS HÅKANSSONAR, Safamýri 34, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13-D á Landspítalanum Hringbraut og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Margrét H. Kristinsdóttir, Bryndís H. Eriksdóttir Philibert, Jean-Marc Philibert, Kristinn Frantz Eriksson, Eyrún Gestsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 30. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 8. maí kl. 13.30. Ingibjörg J. Erlendsdóttir, Kristján T. Sigurðsson, Sigurður Árni Kristjánsson, Kristján Ingi Kristjánsson, Elín Svafa Bjarnadóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför móður okkar, SESSELJU S. SIGURÐARDÓTTUR frá Seljatungu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi fyrir kærleiksríka aðhlynningu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Einar Páll Vigfússon, Sigurður Vigfússon, Ingibjörg Vigfúsdóttir. stæðinu allan fiskinn. Þetta fannst mér alveg frábært hjá þér. Fyrir tæpu ári eignaðist þú Sindra Snæ og hefur verið yndislegt að fá að fylgjast með ykkur saman. Þú sagðir mér fljótlega að þú værir í smá- klemmu því afi hans héldi með Man. Utd. og þú, því miður, með Liverpool. Einu skal ég þér lofa bróðir kær að Sindri Snær fær frá mér Liver- pooltreyju sem verður letrað á „Gunnarsson“. Þú veist það best sjálf- ur að þetta er nokkuð sem mér er alls ekki vel við en þetta geri ég stoltur þér til heiðurs. Elsku bróðir, ég er stoltur og þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og kveð þig nú í hinsta sinn. Hróðvar H. Jóhannsson. Elsku Gunni minn, nú ertu farinn, þinni jarðvist er lokið. Það er sárt að hugsa til þess að það sé ekkert sem að breytir því, ekkert sem að maður get- ur gert. Minningarnar eru svo marg- ar og góðar að það er erfitt að velja úr þeim. Ég minnist þess meðal annars þegar að við æfðum saman handbolta og þú hafðir óþrjótandi baráttuhug. Þetta gat ég aldrei skilið því að þegar þú komst á meðal fólks þá varst þú svo blíður og góður við alla og upp- fullur af gleði. Það blundaði aldrei nein illska í þér en samt varstu svo harður af þér. Líkt og þegar að þú fórst þinn fyrsta túr á sjó, ældir allan tímann en lést það ekki stöðva þig og fórst aftur. Eitt af því sem að ein- kenndi þig var hvað þú áttir auðvelt með að tala við fólk, jafnvel fólk sem að þú þekktir ekki neitt. Ég naut oft góðs af því vegna þess að þú einfald- lega talaðir bara fyrir mig. Aldrei mátti neinn á hlut minn gera því að þá varst þú alltaf mættur til að redda málunum. Alltaf varst þú til staðar þegar eitthvað var að og allur af vilja gerður til að hjálpa. Þó að þú hefðir hvorki tíma né þrek til þess en þú gerðir það samt. Það er sárt að hugsa til þess að þú verðir ekki lengur til staðar og allar stundirnar sem að við áttum saman verði ekki fleiri. Einsog sagt er ,,sé gleðin stór er sorgin sár“. Elsku Gunni minn ég er guði svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fengið alla þá gleði og hamingju sem að þú veittir mér og finnst mér þú geta verið sáttur við það líf sem að þú lifðir. En ætla ég nú að kveðja þig með smá ljóði eftir Ingi- mar Guðmundsson. Með klökkum huga þig ég kveð, ég þakka allt sem liðið er, Guð okkur verndi og blessi. Það er sárt að kveðjast við dauðans dyr. En svona er lífið og dauðinn ei spyr, hvort finnist oss rétti tíminn til, dauðinn hann engum sleppir. Við skynjum yfirleitt dauðann sem kaldan og dapran. Víst er dauðinn napur og dapur en hann er eins eðlilegur og fæðingin. Við verðum að reyna að sætta okkur við að dauðinn knýi dyra. Dauðinn kemur hvort sem við viljum eða ekki. Allur missir skapar sorg. Reynum að sættast við það sem ekki verður umflúið. Þinn bróðir Júlíus Birgir. Elsku Gunnar bróðir, orð mega sín lítils á svona stundu en hugsanirnar verða þeim mun meiri því minning- arnar um þig eru svo margar og fal- legar. Aldrei man ég þig öðruvísi en fullan af ábyrgð og alltaf barst þú um- hyggju fyrir öðrum því þú máttir aldrei neitt aumt sjá þá varstu farinn að hafa áhyggjur af því og skoða hvað þú gætir gert. Þessi mikli kraftur, orka og þitt mikla keppnisskap gerði það að verkum, þótt aldurinn yrði ekki hár, að þú afrekaðir svo mikið og allt vildir þú að væri fullkomið. Það er góð tilhugsun að hafa verið með þér flestum stundum upp á síðkastið við að hjálpa þér í höllinni þinni sem þú lagðir nótt við dag að klára því þú ætl- aðir að fá ljósgeislann þinn hann Sindra Snæ hinn 26.4. og að sjálf- sögðu gekk það upp eins og annað. Og ekki var hún unnusta þín, Arnbjörg, minna stolt yfir verkum þínum því hún sagði svo oft „Hann Gunni minn getur allt“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.