Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 46
 Fleiri minningargreinar um Gunnar Berg Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku bró, ég kveð þig nú með miklum trega. Kveðja Stefán Reykdal. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Brostinn er strengur og harpan þín hljóð svo hljómarnir vaka ei lengur, en minningin geymist og safnast í sjóð, er syrgjendum dýrmætur fengur. (Trausti Reykdal.) Við þökkum þér elsku Gunnar allar stundir sem við áttum með þér, þær minningar getur enginn frá okkur tekið. Amma og afi, Þorlákshöfn. Alla ævi erum við að ganga í gegnum aðstæður, sem vekja með okkur gleði og sorg. Við getum afneitað þessum tilfinningum, eða haldið utan um þær, fundið þær og uppgötvað, að vegna þeirra höfum við færst nær því að skilja, hvað það er, að vera manneskja. (Bragi Skúlason.) Ljúfur drengur er nú horfinn frá okkur. Við stöndum eftir hnípin, syrgjum og söknum. Það verður þungbært að upplifa næstu daga án Gunna. Gunnar Berg Jóhannsson, eða Gunni eins og við kölluðum hann, var búinn að búa hjá okkur hér í Garðhúsum síðan í ágúst 2002. Hann kom eins og stormsveipur inn í líf dóttur okkar. Hún heillaðist af þessum fallega pilti og ekki varð aftur snúið. Þau voru óumræðilega hamingju- söm og báru mikla virðingu hvort fyr- ir öðru. Hann virti þarfir dóttur minnar, en þær voru nokkrar. Hún átti stóran vinahóp sem hún varð að vera oft í sambandi við. Hún var í mörgum kórum, syngjandi við hinar og þessar athafnir. Hún átti stóran frændgarð sem hún vildi sinna. Allt þetta skildi Gunni og féll inn í hópinn og tengdist öllum vinunum og frænd- fólkinu, og líkaði vel. Ég man að ég var ekki allt of hrifin í fyrstu að fá hann inn á heimili okkar. Fannst hann ólíkur okkur, alltof ákaf- ur og hann talaði við okkur eins og hann hefði þekkt okkur í mörg ár, vissi margt, eins og hann hefði upp- lifað öll reiðinnar ósköp á svo stuttri ævi, en hann taldi sig gamla sál og var mjög næmur á lífið. Hann var líka auðsærður og leið mjög illa ef honum fannst einhver koma fram við sig af ósanngirni. Viðhorf mitt breyttist. Hann var mjög tillitssamur við okkur, verðandi tengdaforeldra, og sýndi ávallt kurt- eisi og mikla umhyggju í okkar garð. Þetta var góður drengur sem ekkert aumt mátti sjá og var ávallt að hjálpa og redda öðrum. Hann óx mikið í áliti hjá mér og varð fljótlega eins og eitt af börnunum okkar. Öll börn heilluð- ust af Gunna, barnabörnin mín dýrk- uðu hann, en fengu alltof stuttan tíma með honum þar sem þau fluttu öll til Noregs á síðasta ári. Það var þessi mikla útgeislun hans sem hafði svo mikil áhrif á alla sem umgengust hann. Gunni átti ungan dreng, Sindra Snæ, sem hann elskaði og dáði þótt hann hefði ekki getað sinnt honum daglega. Hann talaði mikið um hann og hann var litli sólargeislinn í lífi Gunna sem hann langaði svo mikið að kynnast og reynast góður faðir. Hann hefði eflaust reynst honum góður og elskandi faðir ef honum hefði enst aldur til. Næstu dagar verða erfiðir fyrir okkur ástvini Gunna. Það er stórt skarð sem verður vandfyllt, en við þökkum fyrir allar gleðistundirnar með þessum yndislega dreng sem við þekktum svo stutt en skilur svo mikið eftir. Megi góður Guð vera með litla drengnum hans, Sindra Snæ, Arn- björgu Ösp dóttur okkar og öllum ástvinum hans. Blessuð sé minning Gunnars Bergs Jóhannssonar. Ragnheiður og Matthías. Elsku Gunni. Ég á svo margar minningar um þig og okkar stundir, og get ég aldrei tal- ið það upp hér, en minningar eru dýr- mætar eins og sundferðirnar, bíó- ferðinar, og handboltaleikirnir sem við fórum á, þú hafðir svo gaman af handbolta og ekki má gleyma skauta- ferðinni okkar sem var aðal skemmti- efni okkar í margar vikur. Skautar voru ekki þín sterka hlið, en þú hafðir stórt og gott hjarta og varst alltaf tilbúinn til að gefa allan þann styrk og stuðning sem þú hafðir og ég þurfti. Kveðja, þín Gunndís Eva. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr spámanninum e. Kahlil Gilbran .) Hinn 28. apríl var mér tilkynnt um það hræðilega slys sem þú varðst fyr- ir. Þú sem varst í blóma lífsins. Líf þitt blasti við þér svo bjart og gott. Nýfluttur í þitt eigið heimili ásamt kærustu þinni, og tala nú ekki um litla augasteininn þinn hann Sindra Snæ. Þú varst ekki gamall þegar mamma þín og pabbi slitu samvistum, en þá fannst þér þú hafa allt á herðum þér sem snerti heimili ykkar bæði innan og utan dyra, og reyndir að redda öllu, annað hvort einn eða reddaðir bara einhverjum til að hjálpa þér. Eins og þú sagðir, einhver verður að sjá um þetta, mamma gerir það ekki ein. Þetta sýnir hversu mikið þér þótti vænt um mömmu þína. Elsku Gunnar, þegar ég skrifa þetta hrannast upp margar minning- ar um þig sem ekki eru teknar frá mér, ég geymi þær í hjarta mér og varðveiti þær vel. Hvíldu í friði. Gunnur Hafsteinsdóttir. Elsku Gunnar Berg, það er erfitt að setjast niður og skrifa, því sorgin er svo mikil og svo kemur reiðin. Þú svona ungur maður ert tekinn í burtu frá öllu. Þú varst duglegur og kraft- mikill og það er mikil guðsgjöf. Okkur er sagt að við fæðumst í þennan heim og eigum að gegna ákveðnu hlut- verki. Þú svo sannarlega, Gunnar Berg, skilaðir þínu verki vel og mun ég ætíð minnast þess. Þín frænka Halldóra Hafsteinsdóttir. Elsku Gunnar minn, þegar þú varst lítill, fannst mér þú vera falleg- asta barn sem til var og ég var svo montin að vera frænka þín. Ég fæ víst ekki að sjá hvort þú hefðir orðið eins fallegt gamalmenni en ég efast þó ekki um það. Slys gera víst ekki boð á undan sér og það er lexía sem við ætt- um öll að hafa í huga. Maður var ekki einu sinni farinn að taka þátt í þínu fullorðinslífi og nú er það of seint. Aðeins einu sinni varð ég þess að- njótandi að hitta son þinn en það var þér dýrmæt og ánægjuleg reynsla þegar hann fæddist og spurðir þú mig mikið um skyldur þínar áður en hann kom í heiminn. Þú skilur mikið eftir þig, minningar um tilfinningaríkan, bóngóðan og kraftmikinn strák sem öllum vildi vel. Barngóður varstu og nutu frænkur þínar, Gunndís Eva og Júlía Bríet þess óspart. Elsku Gunnar, fjölskyld- an verður ekki söm án þín en við mun- um reyna að lifa eftir þeim lærdómi sem þú skildir eftir þig og njóta hvert annars. Saknaðarkveðja, Halldóra Reykdal. Gunnar Berg Jóhannsson, einhver sá allra besti drengur sem ég hef haft þau forréttindi að fá að kynnast, hef- ur kvatt þennan heim. Það var öllum ljóst frá upphafi að Gunnar og Arnbjörg höfðu fundið hamingjuna hvort hjá öðru. Sam- rýndara og fallegra par hefur vart fyrirfundist síðastliðið ár. Vinátta þeirra beggja var mér ómetanleg. Lífið er óútreiknanlegt, sorgarat- burðir sem þessi óskiljanlegir. Eftir situr minning um einstakan mann sem kunni listina að gefa af sér. Minning sem mun ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Elskulega vinkona og aðrir að- standendur. Guð gefi ykkur styrk. Sigríður Rafnar Pétursdóttir. Elsku Gunni okkar, þrátt fyrir að þú værir nýkominn í vinahópinn náðir þú að festa þér stóran sess í hjörtum okkar á þessum stutta tíma. Það sem okkur finnst sárast er að við kynnt- umst þessari frábæru persónu og hún er tekin frá okkur áður en við náðum að rækta vinskapinn. Við eigum þó margar góðar minningar sem enginn getur tekið frá okkur. Verslunarmannahelgin í fyrra þar sem við sátum eins og kóngar í grenj- andi rigningu, og að sjálfsögðu tókst þér að finna hlægilega punkta í þeim aðstæðum, sumarbústaðarferðirnar þar sem þér tókst mjög vel að koma þér inn í þennan söngglaða hóp og að lokum afmæli sem við héldum í febr- úar. Við munum að við gerðum grín að þér vegna þess að þú tróðst þér inn á allar myndirnar sem teknar voru, við erum mjög fegin núna að eiga svona margar myndir af þér. En um- fram allt munum við minnast þín sem einstaklega góðhjartaðs manns sem gerði vinkonu okkar að merkilegustu persónu í heiminum. Elsku Arnbjörg og aðrir aðstand- endur, megi þið finna styrk saman á þessum erfiðu tímum. Þóra og Magnús. GUNNAR BERG JÓHANNSSON MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Menntafélagið ehf tekur við rekstri Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands frá 1. ágúst nk. Menntafélagið ehf mun framfylgja metnaðarfullri menntastefnu sem byggð er á þeim grunni er þegar hefur verið lagður með núverandi námsskipulagi skólanna og er að leita að hæfu starfsfólki sem vill taka þátt í framtíðaruppbyggingu þeirra. Menntafélagið ehf hefur að framtíðarmarkmiði að það nám við skólana, sem er að hluta sambærilegt við háskólastig, verði að fullu metið sem nám á háskólastigi. Skólarnir verða áfram starfræktir í núverandi húsnæði, Sjómannaskólahúsinu við Háteigsveg í Reykjavík, sem nú er á síðustu stigum gagngerra endurbóta utanhúss. Nánari upplýsingar um stöður kennara veita Sigurður R. Guðjónsson, sími 551 9755 og Jón Þór Bjarnason, sími 551 3194 og um aðrar stöður Jón B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Menntafélagsins ehf í síma 551 9751 / 894 2269. Umsóknum ásamt meðfylgjandi yfirliti um nám og störf skal skilað á skrifstofu skólanna í Sjómannaskólahúsinu við Háteigsveg merktum Menntafélagið umsókn. Umsóknarfrestur er til 12. maí 2003. Menntafélagið ehf STÖÐUR KENNARA – SKRIFSTOFUSTJÓRA – SKÓLARITARA – DEILDARSTJÓRA ENDUR- OG SÍMENNTUNAR Ofangreindar stöður eru lausar frá 1. ágúst 2003. Stöður kennara Leitað er að kennurum til þess að annast m.a. eftirtaldar kennslugreinar: vélfræði - málmsmíðar - rafmagnsfræði - siglingafræði - stöðugleiki skipa - kælitækni - raungreinar. Æskilegt er að viðkomandi hafi tilskilin réttindi, kennslureynslu og töluverða sérhæfingu í sínu fagi. Staða deildarstjóra endur- og símenntunar Deildarstjóri er ábyrgur fyrir skipulagi og rekstri endur- og símenntunar sem fram fer á vegum skólanna og er jafnframt ábyrgur fyrir þróun nýrra verkefna. Staða skrifstofustjóra Skrifstofustjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu skólanna, fjárreiðum, bókhaldi og þjónustu við nemendur. Staða skólaritara Skólaritari annast þjónustu við nemendur og starfsmenn skólanna. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 3 7 1 • sia .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.