Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 48
HESTAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENGIN stórtíðindi urðu í kynbótadómum í Gunn- arsholti um helgina. Góðir toppar voru í röðum stóð- hesta sex vetra og eldri þar sem Sjóli frá Dalbæ bætti stöðu sína frá síðasta ári nokkuð. Hækkaði hann úr 8,0 í 8,5 fyrir bæði tölt og brokk en lækkaði úr 9,5 í 9,0 fyrir skeið. Með þessum breytingum ætti hann heldur að styrkja stöðu sína á akri notkunar. Hlaut hann 8,42 í aðaleinkunn en næstur í röð var Gellir frá Árbakka sem lækkaði um eina kommu frá síðasta ári var nú með 8,32. Í þriðja sæti varð svo Rökkvi frá Hárlaugsstöðum með 8,26 en han hlaut meðal annars 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og 9,5 fyrir vilja og geðslag. Þorvaldur Þorvaldsson sýndi Rökkva, Sigurður Sig- urðarson sýndi Gelli og Daníel Jónsson sýndi Sjóla en hann var mjög atkvæðamikill á þessari sýningu og var með fjóra af sex efstu hestunum í elsta flokki. Einn fimm vetra hestur náði einkunn yfir 8,0, Hvinur frá Egilsstaðakoti sem Sigurður Óli Kristinsson sýndi. Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur lýsti á sýningunni áhyggjum sínum yfir því hversu fjór- gangsstóðhestar væru að ná yfirhöndinni í íslenskri hrossarækt. Voru þeir þeim sem hlutu einkunn 7,0 eða hærra fyrir skeið á sýningunni teljandi á fingrum annarrar handar. Fákur stóð fyrir hinni árlegu reiðhallarsýningu í Reiðhöllinni í Víðidal og var þar mikið um dýrðir á tveggja og hálfs tíma sýningu. Þar kom að venju fram mikið af góðum hrossum og endaði með mikilli munsturreið sem vakti mikla athygli sýningargesta. Á Ingólfshvoli voru sunnlenskir hrossaræktamenn með sína sýningu þar sem einnig voru að sögn drjúg- góð hross þar sem Suðri frá Holtsmúla sló öðru sinni í gegn á þessum stað með sínu einstæða brokki. Rökkvi frá Hárlaugsstöðum stóð vel undir einkunnum síðasta árs og bætti heldur í en hann er verðugur fulltrúi fjórgangshesta í röðum stóðhesta. Knapi er Þorvaldur Þorvaldsson Morgunblaðið/Vakri Sjóli frá Dalbæ hélt merki alhliðagæðingsins vel á lofti í Gunnarsholti þótt skeiðeinkunn hans lækkaði lítillega. Knapi er Daníel Jónsson. Sjóli frá Dalbæ styrkir stöðu sína Íþróttamót Glaðs haldið í Búðardal Börn – fjórgangur 1. Sandra S. Sæmundsdóttir á Kol- finnu, 7 v. brúnni frá Stórholti, 4,33 2. Heiðrún S. Grettisdóttir á Sunnu, 8 v. rauðri frá Hofakri, 4,12 Tölt 1. Fanney L. Arnarsdóttir á Perlu, 10 v. grárri frá Vatni, 4,31 2. Heiðrún S. Grettisdóttir á Sunnu, 8 v. brúnni frá Hofakri, 4,24 3. Karen L. Hilmarsdóttir á Yrpu, 8 v. jarpri frá Kambi, 3,86 4. Sandra S. Sæmundsdóttir á Kol- finnu, 7 v. brúnni frá Stórholti, 3,43 5. Sigurður B. Gilbertsson á Fagrablakki,3,04 6. Telma Magnúsdóttir á Sokka, 21 v. rauðsokkóttum frá Grímsstöð- um, 2,25 Íslensk tvíkeppni Heiðrún S. Grettisdóttir, 31,14 stig Stigahæsti knapi: Heiðrún S. Grettisdóttir, 62,29 stig Unglingar – fjórgangur 1. Ástríður Ólafsdóttir á Surti, 16 v. brúnum frá Magnússkógum, 4,80 Tölt 1. Ástríður Ólafsdóttir á Surti, 16 v. brúnum frá Magnússkógum, 5,08 Íslensk tvíkeppni: Ástríður Ólafsdóttir, 42,72 stig Stigahæsti knapi: Ástríður Ólafsdóttir, 85,44 stig Ungmenni – fjórgangur 1. Sjöfn Sæmundsdóttir á Skjóna, 8 v. jörpum frá Selkoti, 5,75 2. Auður Guðbjörnsdóttir á Kol- skör, 10 v. brúnni frá Magnússkóg- um, 5,21 Tölt 1. Sjöfn Sæmundsdóttir á Skjóna, 8 v. jörpum frá Selkoti, 6,50 2. Auður Guðbjörnsdóttir á Jarli, 8 v. brúnum frá Magnússkógum Íslensk tvíkeppni Sjöfn Sæmundsdóttir með 53,62 stig Stigahæsti knapi: Sjöfn Sæmundsdóttir,107,25 stig Opinn flokkur – fjórgangur 1. Skjöldur O. Skjaldarson á Snerri, 9 v. jörpum frá Bæ, 6,74 2. Agnar Þ. Magnússon á Selju, 6 v. rauðri frá Miklagarði, 6,20 3. Harald Ó. Haralds á Funa, 6 v. rauðum frá Geirmundarstöðum, 5,58 4. Eyþór J. Gíslason á Sópi, 7 v. rauðum frá Búðardal, 5,55 5. Jón Ægisson á Gógó, 7 v. jarp- stjörnóttri frá Gillastöðum, 5,47 Fimmgangur 1. Hlynur Þ. Hjaltason á Skerpi, 9 v. gráum frá Vörðufelli,5,72 2. Jón Ægisson á Úrsúlu, 8 v. brúnni frá Gillastöðum, 5,61 3. Agnar Þ. Magnússon á Pontíusi, 7 v. rauðum frá V-Leirárgörð- um, 5,55 4. Sigurður H. Jökulsson á Teklu, 11 v. brúnni frá Vatni, 5,51 5. Skjöldur O. Skjaldarson á Ljá, 9 v. brúnum frá Búðardal, 5,00 Tölt 1. Skjöldur O. Skjaldarson á Snerri, 9 v. jörpum frá Bæ, 7,00 2. Sigurður H. Jökulsson á Dórótheu, 7 v. jarpri frá Reykja- vík, 6,63 3. Jón Ægisson á Gógó, 7 v. jarp- stjörnóttri frá Gillastöðum, 6,58 4. Margrét Guðbjartsdóttir á Hörpu, 10 v. jarpri frá Mikla- garði, 6,41 5. Harald Ó. Haralds á Eldingu, 8 v. rauðri frá Fremri-Hundadal, 6,28 Gæðingaskeið 1. Sigurður H. Jökulsson á Mónu, 11 v. móálóttri frá Vatni, 7,21 2. Hlynur Þ. Hjaltason á Skerpi, 9 v. gráum frá Vörðufelli, 3,45 3. Hallur Jónsson á Hrannari, 12 v. leirljósum frá Búðardal, 3,33 4. Skjöldur O. Skjaldarson á Ljá, 9 v. brúnum frá Búðardal, 3,28 5. Jón Ægisson á Hvelli, 9 v. mold- óttum frá Gillastöðum, 1,33 Íslensk tvíkeppni Skjöldur Orri Skjaldarson, 62,30 stig Stigahæsti knapi: Sigurður H. Jökulsson, 225,76 stig Sigurvegarar í þriggja móta stigakeppni: Töltmeistari: Jón Ægisson Skeið- meistari: Sigurður H. Jökulsson Samanlagður stigameistari: Sig- urður H. Jökulsson Kvennatölt Gusts haldið í reiðhöllinni Glaðheimum 3. flokkur 1. Guðrún L. Kristinsd., Fáki, og Íris frá Bergþórshvoli 7v. brún., 5.87/6.41 2. Sólrún Sigurðard., Sleipni, og Kopar frá Selfossi, 10v. jarpur, 5.67/6,34 3. Silvía R. Gíslad., Andvara, og Krummi frá Breiðholti 8v. brúnn, 4.43/5.61/5.80 4. Dagbjört R. Helgad., Sörla, og Strengur frá Hrafnkelsst. 10v. grár, 5.47/5.63 5. Elísabet Sveinsdóttir, Andvara, og Prins frá Hafnarfirði 6v. grár, 5.43/5.49 6. Guðrún Pétursdóttir, Fáki, og Atlas frá Ártúnum 8v. brúnskj., 4.53/5.48 7. Helga R. Júlíusd., Gusti, og Hrannar frá Skeiðháholti, 12v. jarpur, 4.33/5.33 8. Harpa Kristjánsd., Andvara, og Galdur frá Akureyri 9v. brúnn, 4.07/4.53 9. Erla Pétursdóttir, Andvara, og Stígandi frá Stóra-Hofi 7v. rauðskj., 4.03/4.89 10. Þóra Ólafsdóttir, Fáki, og Stjarna frá Skyggni 12v. brún- stjörn., 4.07/4.53 2. flokkur 1. María Þórarinsd., Loga, og Fjarki frá Fellskoti leirljósnös., 5.90/6.73 2. Rósa Valdimarsd., Fáki, og Zorró frá Álfhólum, 7v. svart- ur, 5.77/6.51 3. Signý Ásta Guðmundsd., Fáki, og Framtíð frá Árnagerði 7v. brún, 5.73/6,37/6.46 4. Anita Aradóttir, Fáki, og Sunna frá Reykjum 10v. rauð- skjótt,5.80/6.43 5. Jóhanna Þ. Magnúsd., Sleipni, og Goði frá Strönd 7v. moldótt- ur, 5.80/6.33 6. Sigrún Valdimarsd., Mána, og Tenór frá Rifshalakoti 9v. svartur, 5.77/6.18 7. Gréta Boða, Andvara, og Hnota frá Garðabæ 8v. jörp, 5.73/5.97 8.–9. Hulda G. Geirsd., Gusti, og Mjölnir frá Hofi, 7v. bleikál., 5.47/5.97 8.–9. Ásta B. Benediktsd., Herði, og Snót frá Akureyri 8v. jörp, 5.70/5.97 10. Auður Möller, Fáki, og Fiðla frá Höfðabrekku 10v. rauð- stjörn., 5.47/5.96 1. flokkur 1. Anna B. Ólafsdóttir, Sörla, og Harpa frá Gljúfri 12v. rauð, 6.63/7.45 2. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, og Gjöf frá Hvoli 8v. jörp, 6.60/ 7.39 3. Lena Zielinski, Fáki, og Huld frá Auðsholtshjáleigu 6v. bleikál., 6.47/7.21 4. Sara Ástþórsdóttir, Fáki, og Þyrnirós frá Álfhólum 7v. brún, 6.67/7.17 5. Hulda Gústafsd., Fáki, og Þeng- ill frá Kjarri 8v. rauðbles.glóf., 6.47/7.0 6. Edda R. Ragnarsd., Fáki, og Gnótt frá Skollagróf, 6.43/6.70/ 6.94 7. Þórdís E. Gunnarsd., Fáki, og Skellur frá Hrafnkelsstöðum 8v. rauður, 6.23/6.67 8. Birgitta Magnúsd., Herði, og Óðinn frá Köldukinn 15v. rauð- stjörn., 6.30/6.42 9.–10. Hugrún Jóhannsd., Sleipni, og Drífa frá Þverárkoti 8v. grá, 6.17/6.38 9.–10. Erla G. Gylfad., Andvara, og Brúnka frá Varmadal 9v. brún, 6.23/6.38 Úrslit „LOKSINS, loksins.“ Þau fleygu orð eru gjarnan notuð þegar rofar til í einhverju sem telst til tímamóta. Og nú er ástæða til að dusta rykið af þessum spariorðum. Sýning nema og reiðkennara á reiðkennarabraut Hólaskóla var lík- lega ekki sú mesta að fyrirferð eða umfangi og fyrirfram ekki talin sú merkilegasta sem boðið var upp á um helgina. Raunin reyndist önnur hvað síðasttalda atriðið varðaði. Eftir að hafa setið límdur við sýninguna í tæpar þrjár klukkustundir var ekki um að villast að hér var um tíma- mótaviðburð að ræða og því við hæfi að hrópa „Loksins, loksins“. Þótt þróun kennslunnar og náms- ins á Hólum hafi gengið nokkuð vel er langt frá því að ekki hafi gætt and- byrs á þeirri löngu leið. Með kennslu- sýningunni á sunnudag er óhætt að fullyrða að blað hafi verið brotið í þessari gerð sýninga eða kennslu sem hefur verið að þróast með frekar hægum hætti síðustu árin. Má nú ætla að að þær vel kunnu gagnrýn- israddir sem fylgt hafa þróun reið- mennskunnar fari að verða býsna mjóróma svo að til aðhláturs verður. Frammistaða nemenda bæði í sýnikennslu og útskýringu á því sem fram fór var í alla staði mjög góð. Hestakosturinn mjög góður og þeir greinilega mjög vel undirbúnir. En það sem kannski er mikilvæg- ast af öllu er að framsetning á því víð- feðma efni sem þarna var á borð bor- ið fyrir hinn almenna hestamann var mjög auðskiljanlegt. Enda sátu áhorfendur sem voru vel á annað hundrað eins og límdir allan tímann og athyglin spennt til hins ýtrasta. Þá virðist jaðvegurinn fyrir þann boðskap sem þarna var fram borinn orðinn býsna frjór í flestum kimum hestamennskunnar. Athygli vakti hversu framsögn nemenda var örugg og skipulögð og greinilegt að þau kunna teóríuna býsna vel. Þá stóðu kennarar skólans sig ekki síður í erfiðari æfingum á hestum sem þeir útskýrðu jafnharð- an. Eitt þeirra atriða sem gerir þessa sýningu svo góða sem raun ber vitni um er hversu vel knapar og hestar útfærðu æfingar í mjög góðu sam- spili við þann sem útskýrði hvernig þær væru framkvæmdar, hvaða gildi þær hefðu fyrir uppbyggingu hests- ins og svo hvenær knapa og hesti tókst vel upp og hvenær framkvæmd æfingar fór úrskeiðis og þá hvers- vegna. Ekki þarf að að efast um að gildi sýningar eins og hér um ræðir er mikið fyrir þá sem í brekkunni sátu en þær hafa ekki minna gildi fyrir þá sem í eldlínunni stóðu; nemendurna. Það er mikil eldskírn að standa frammi fyrir eitt eða tvö hundruð manns og flytja fyrirlestur og út- skýra hluti sem þarna virtust margir hverjir ekki svo flóknir. En það vita þeir sem í hafa komist að lítið má út af bera til að allt geti farið í vitleysu. Þarna má ætla að Hólaskóli hafi fundið góðan farveg fyrir þjálfun nemenda skólans á reiðkennarabraut sem vafalaust á eftir að veita þeim gott vegnesti á sviði reiðkennslu. Morgunblaðið/Vakri Frækileg frammistaða reiðkennaraefnanna í Reiðhöllinni í Víðidal verður án efa lengi í minnum höfð. Tímamót í kaupstað- arferð Hólanema Úr mörgu var að moða fyrir hestamenn um helgina og meðal þess sem Valdimar Kristinsson valdi að horfa á var fagsýning Hólanema, „Fagmennska til framtíðar“, í Reiðhöllinni í Víðidal. Morgunblaðið/Vakri Hinrik Þór Sigurðsson sýndi sveigjustöðvun á öllum gangteg- undum og þar á meðal stökki sem hér getur að líta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.