Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 53 DAGBÓK Strandkjólar og sloppar Sundbolir, stærðir 38-50 Nóatúni 17• sími 562 4217Gullbrá• Sendum í póstkröfu Nýuppgert atvinnuhúsnæði í Auðbrekku 4 í Kópavogi Um er að ræða 250 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð sem leigist helst undir verslun eða léttan iðnað. Upplýsingar gefur Kjartan Blöndal í síma 588 1569 eða 694 1569. STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð hugmyndarík og búið yfir hugrekki og visku. Á komandi ári þurfið þið á óvenju mikilli einveru að halda. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið eruð upptekin af pen- ingum og eignum í dag. Stundum finnst manni bara að maður þurfa að eignast eitthvað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ykkur er mikið niðri fyrir í dag. Ef þið trúið á það sem þið eruð að segja mun ykkur reynast auðvelt að sannfæra aðra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ykkur hættir við að týna ykkur í dagdraumum í dag. Reynið að sinna vanabundn- um verkum þótt þið séuð annars hugar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið er í merkinu ykkar og það veitir ykkur svolítið forskot á önnur merki. Ykk- ur ætti að reynast auðvelt að telja aðra á ykkar band. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þið hittið foreldra ykkar eða yfirboðara, sem þið hafið ekki séð í nokkurn tíma. Þið gætuð einnig fengið tækifæri til að komast í sviðsljósið. Grípið tækifærið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinkona ykkar gæti komið ykkur til hjálpar í dag. Van- metið ekki styrk vináttunnar. Hún getur veitt okkur það sem peningar fá ekki keypt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Foreldri eða mikilvæg kona í lífi þínu talar við þig í dag. Þú gætir einnig fengið opinbera viðurkenningu á einhverju. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það eru líkur á að þið rekist á gamla elskhuga. Reynið að líta sem best út og hafa í huga að hamingjan er besta hefndin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er hentugur tími til að ganga frá lausum endum og ljúka hálfkláruðum verkum. Byrjið ekki á neinu nýju fyrr en 21. maí. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið er andstætt merki þínu og því þarftu að leggja þig óvenjumikið fram í sam- skiptum við aðra. Gættu þess að vera hógvær og kurteis. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gömul fjölskldumál koma upp á yfirborðið að nýju. Þú býrð yfir skarpskyggni og styrk til að taka af skarið. Reyndu að hvetja aðra til hjálpsemi og örlætis. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tunglið er í krabbamerkinu og það kemur sér vel fyrir fiskana. Dagurinn ætti því að verða ánægjulegur. Þó er hætta á umferðartöfum og smávægilegum slysum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Á RAUÐSGILI Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng, hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót. Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfir gljúfravegg, dumbrauðu höfði um dægrin ljós drúpir hin vota engjarós. Löngum í æsku ég undi við angandi hvamminn og gilsins nið, ómur af fossum og flugastraum fléttaðist síðan við hvern minn draum. Mjaðarjurt, hvað þú ert mild og skær, mjög er ég feginn, systir kær, aftur að hitta þig eina stund; atvikin banna þó langan fund: Handan við Okið er hafið grátt, heiðarfugl stefnir í suðurátt, langt mun hans flug áður dagur dvín, drýgri er þó spölurinn heim til mín. Jón Helgason LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 6. maí, er fimmtugur Hjörtur Að- alsteinsson, Nýbýlavegi 38, Kópavogi. Eiginkona hans er Auður Jacobsen. 40 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 6. maí, er fertug Sigríður Kr. Ey- steinsdóttir, Smalaskála v/Suðurlandsveg. Eig- inmaður hennar er Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson. Af þessu tilefni bjóða þau ættingjum og vinum að gleðjast með sér á heimili sínu eftir kl. 17 í dag. ANTON og Sigurbjörn Haraldssynir bættu rós í hnappagatið um helgina þegar þeir urðu Íslands- meistarar í tvímenningi, en aðeins eru tvær vikur síðan þeir tóku á móti sig- urlaununum fyrir Íslands- mótið í sveitakeppni. Glæsilegur árangur hjá þeim bræðrum. Ásmundur Pálsson og Guðm. P. Arn- arson urðu í öðru sæti, Jón Baldursson og Þorlák- ur Jónsson í því þriðja, Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason urðu fjórðu, og Þröstur Ingimarsson og Bjarni H. Einarsson fimmtu. Lítum á spil frá viðureign tveggja efstu paranna: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KD84 ♥ 752 ♦ Á876 ♣G7 Vestur Austur ♠ G63 ♠ – ♥ ÁG43 ♥ 10986 ♦ D103 ♦ G9 ♣K104 ♣ÁD98532 Suður ♠ Á109752 ♥ KD ♦ K543 ♣6 Á flestum borðum spiluðu NS fjóra spaða og tóku 620 fyrir tíu slagi. En bræðurnir höfðu aðrar hugmyndir: Vestur Norður Austur Suður Sigurbjörn Guðm. Anton Ásmundur – – – 1 spaði Pass 3 lauf * Dobl 4 spaðar 5 lauf ! Pass Pass 5 spaðar Pass Pass Pass Þriggja laufa sögn norð- urs er svokölluð Bergen- sagnvenja, sem notuð er á móti opnun á hálit. Bæði þrjú lauf og þrír tíglar sýna þá fjórlitarstuðning við hálitinn og mismun- andi punktastyrk. Þrjú lauf sýnir hér 10–12 punkta. Anton notaði tæki- færið og doblaði til að láta í ljósi vilja til að berjast. Sigurbjörn þarf iðulega litla brýningu og þrátt fyr- ir marflata skiptingu ákvað hann að hætta sér upp á fimmta þrep. Það reyndist vera frábær ákvörðun, því fimm lauf fara aðeins einn niður. Ás- mundur sá litla framtíð í vörninni og sagði einum meira. En ellefti slagurinn var ófáanlegur og bræð- urnir fengu 35 stig af 38 mögulegum fyrir að taka fimm spaða einn niður. Svona spila meistarar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 cxd4 9. cxd4 Rc6 10. Be3 0–0 11. 0–0 Bg4 12. f3 Ra5 13. Bd3 Be6 14. d5 Bxa1 15. Dxa1 f6 16. Bh6 He8 17. Kh1 Bd7 18. e5 Hc8 19. Rg3 Rc4 20. Bxc4 Hxc4 21. Re4 Db6 22. Hd1 Hxe4 23. fxe4 fxe5 24. Dxe5 Df6 25. Dg3 e6 26. d6 e5 27. h3 b5 28. Bg5 De6 29. Be7 Hc8 30. Hf1 Dc4 31. Df2 b4 32. Bg5 Bb5 Staðan kom upp á Sigeman-mótinu sem stendur nú yfir í Málmey í Svíþjóð. Sterkasti skákmað- ur Norðurlanda nú um stundir, Daninn Peter Heine Nielsen (2.625), hafði hvítt gegn Luke MaShane (2.592). 33. d7! Bxd7 33 … Ha8 hefði engu bjargað vegna 34. Hd1. Í framhald- inu tapar svartur óumflýj- anlega manni og síðar skák- inni. 34. Bh6 Bf5 35. exf5 Df7 36. f6 a5 37. Db6 Ha8 og svartur gafst upp um leið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrir bænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kost- ur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsaln- um. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldriborgara- starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Laugarneskirkja. Síðasta samvera fullorð- insfræðslunnar á þessum vetri kl. 20. Nú komum við saman til að skerpa línurnar fyr- ir komandi starfsár. Niðurstöður hópa- vinnu, sem fram fór í Vatnaskógi, skoðað- ar. Sóknarnefndarmaðurinn Heiðar Ingi Svansson stjórnar umræðum. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Öllum opið og gaman að taka þátt. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undir- leik Gunnars Gunnarssonar, en sóknar- prestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbæna- stund kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar sam- starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Barnaheill – Velferð og réttindi barna. Umsjón Kristín Jónsdóttir fram- kv.stjóri. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn- umst, fræðumst. Kl. 16.15–17.15. STN– starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Kl. 11.15 leikfimi ÍAK. Kl. 12 kirkjustarf aldr- aðra, léttur málsverður, samvera, kaffi. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Mömmu/foreldra- morgunn kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hall- grímsdóttur djákna fyrir aðstandendur barna undir grunnskólaaldri. Mömmur, pabbar, afar og ömmur öll velkomin með eða án barna. Kaffi, spjall og göngutúr í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kór- æfing kl. 19.45. Biblíuleshópur kl. 20. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Biblíulest- ur kl. 19.30. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgi- stund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10–12 foreldra- morgunn. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. KFUK, Holtavegi 28. Enginn fundur í AD KFUK. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Morgunblaðið/ÓmarKópavogskirkja KIRKJUSTARF Það er lykkjufall á sokknum þínum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.