Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIKTOR Bjarki Arnarsson skoraði um helgina sitt fyrsta mark í hollensku deildakeppninni í knattspyrnu en lið hans, TOP Oss, vann þá Cambuur á útivelli í 1. deildinni, 3:1. Viktor skoraði fyrsta mark leiksins með fallegu skoti og lagði síðan upp annað mark liðsins. Hann fékk hæstu einkunn leikmanna TOP Oss en lið hans er í 8. sæti 1. deildar og eygir nú mögu- leika á að komast í úrslitakeppni um sæti í úr- valsdeildinni. Viktor, sem er tvítugur og samningsbundinn úrvalsdeildarfélaginu Utrecht, hefur leikið með TOP Oss frá áramótum og félagið hefur mikinn hug á að halda honum í sínum röðum. Það ræðst þó af því hvort tekst að rétta við fjárhag TOP Oss sem stendur mjög tæpt um þessar mundir. Fyrsta mark Viktors í Hollandi MARCELLO Lippi, þjálfariítalska liðsins Juventus, segir að 5:1 tap Real Madrid fyrir Real Mallorca í spænsku deildinni á laugardag verði ekki til þess að leikmenn Juv- entus mæti værukærir til leiks gegn Real Madrid í kvöld er liðin eigast við í und- anúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Santiago Bernabeu, heima- velli Evrópumeistaraliðs Real Madrid. Zinedine Zidane leik- maður Real Madrid segir að fyrsta tap liðsins á heimavelli í rúm tvö og hálft ár sé alvar- leg áminning fyrir liðið en muni ekki hafa áhrif á gengi þess gegn Juventus sem er á góðri leið með að tryggja sér sigur í ítölsku deildinni í 27. sinn. „Lið sem tapar 5:1 á heimavelli þarf að laga ým- islegt hjá sér en það verða all- ir búnir að gleyma síðasta leik þegar við mætum Juventus,“ segir Zidane. Þrír leikmenn Juventus eru í leikbanni en þeir eru Paolo Montero, Edgar Davids og Alessio Tacchinardi. Lippi er sagður ætla Alessandro Bir- indelli eða Gianluca Pessotto það hlutverk að taka Zidane úr umferð. Nær allir leikmenn Real Madrid eru heilir en Raúl er þó enn frá eftir að hafa farið í botnlangaaðgerð á dögunum. Birindelli verður „yfirfrakki“ á Zidane Reuters Zidane og Raúl fagna marki. FÓLK  HALLDÓR Sigfússon, hand- knattleiksmaður úr KA, skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítaköst- um, fyrir Friesenheim í sigri liðsins á Konstanz, 35:28, í næstsíðustu umferð í suðurriðli þýsku 2. deild- arinnar í handknattleik á sunnu- daginn. Friesenheim er öruggt með þriðja sætið en á ekki möguleika á að leika um sæti í Bundesligunni.  ARNAR Geirsson skoraði sjö mörk og var markahæstur í liði Gelnhausen sem tapaði stórt fyrir Dormagen. Gelnhausen er í níunda sæti í suðurriðli 2. deildarinnar.  KRONAU/Östringen og Düssel- dorf, tvö efstu liðin, gerðu jafntefli, 22:22. Kronau er búið að tryggja sér sæti í Bundesligunni en Guð- mundur Hrafnkelsson landsliðs- markvörður gengur í raðir liðsins í sumar frá Conversano á Ítalíu. Düsseldorf, sem Alexanders Pet- ersons skrifaði undir samning við fyrir helgina, fer í aukakeppni um laust sæti í Bundesligunni.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var ekki í leikmannahópi Conversano þegar liðið gerði jafntefli við Mer- ano, 30:30, í öðrum undanúrslitaleik liðanna um ítalska meistaratitilinn í handknattleik. Conversano vann fyrri leikinn og er þar með komið í úrslit þar sem það mætir Prato.  BREYTINGAR urðu á stjórn KKÍ á ársþingi þess um sl. helgi í Stykkishólmi. Erla Sveinsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson fóru úr stjórn, en í þeirra stað voru kjörnir þeir Jón Halldórsson og Gísli Páll Pálsson. Þá voru þrír nýir menn kjörnir í varastjórn, þeir Eyjólfur Guðlaugsson, Snorri Örn Arnalds- son og Bjarni Gaukur Þórmunds- son.  EIGENDUR veðbanka á Bret- landseyjum eru ánægðir með meistaratitil Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þar sem mörg þúsund viðskiptavinir þeirra töpuðu sínum veðmálum um hvaða lið myndi vinna enska meistaratit- ilinn. Í byrjun mars var fátt annað í spilinum en að Arsenal myndi vinna deildina þar sem liðið hafði átta stiga forskot á Manchester United. Á þeim tíma lögðu margir fé undir í veðbönkum og töldu sig fá ríkulega ávöxtun þar sem Arsenal myndi vinna deildina.  TALSMAÐUR veðbankans, Will- iam Hill, segir að stuðningsmenn Manchester United hafi haldið að sér höndum í veðmálum sínum á meðan margir hafi lagt háar fjár- hæðir undir í þeirri trú að Arsenal ynni deildina. Um 100 einstaklingar lögðu 120.000 kr. undir hjá Hill- veðbankanum í þeirri trú að Arsen- al myndi vinna, og tveir einstak- lingar lögðu tæpar átta milljónir ísl. kr. undir í sínum veðmálum. HANDKNATTLEIKUR Úrslit karla, fyrsti leikur: Ásvellir: Haukar - ÍR ............................19.15 Í KVÖLD Þegar maður lítur á liðin erbreiddin meiri hjá Haukunum. Þeir hafa líka reynsluna umfram ÍR- ingana enda hafa flestir leikmenn Hauka staðið í þess- um sporum áður. ÍR- ingarnir hafa hungr- ið og þeirra unga og bráðefnilega lið hefur verið að öðlast meiri og meiri reynslu. Þeir léku mjög vel í undan- úrslitunum og eru bara til alls líkleg- ir í þessum slag,“ sagði Guðmundur þegar Morgunblaðið bað hann að velta úrslitaeinvíginu fyrir sér. Guðmundur telur leikmannahóp Haukanna sterkari og að þeir hafi tvo góða leikmenn í hverri stöðu en hjá ÍR-ingunum mæði á færri leik- mönnum. „Ef Haukarnir komast á skrið þá getur orðið erfitt fyrir ÍR-ingana að halda aftur af þeim en ég hef samt á tilfinningunni að leikirnir verði jafn- ir og spennandi. Ég sá leik liðanna í lokaumferðinni og sá leikur var til- tölulega jafn. ÍR-ingarnir höfðu for- ystu lengi vel en misstu dampinn undir lokin. Mér finnst ákveðið áhyggjuefni fyrir ÍR að Hallgrímur Jónasson hefur verið að bera einn uppi markvörsluna á meðan Hauk- arnir hafa getað teflt fram þeim Bjarna Frostasyni og Birki Ívari. Álagið hefur því verið mikið á Hall- grími en hann hefur staðið sig virki- lega vel.“ Verður Einar stöðvaður? „Ég reikna með að Haukarnir leggi mesta áherslu á að stöðva Ein- ar Hólmgeirsson. Hann er hættuleg- asti sóknarmaður ÍR-inga sem erfitt getur verið að eiga við. Ingimundur Ingimundarson hefur verið að sækja mjög í sig veðrið. Þar er skynsamur leikmaður á ferð sem hefur bætt sig með hverjum leik. Þá hafa ÍR-ing- arnir Ólaf Sigurjónsson. Hann er óútreiknanlegur og getur skorað mikilvæg mörk. Hornamennirnir hjá ÍR, Bjarni Fritzson og Sturla Ás- geirsson, eru báðir mjög lunknir svo ÍR-liðið er vel mannað þó svo að breiddin sé ekki alveg eins mikil og hjá Haukum.“ Um Haukana segir Guðmundur: „Haukarnir hafa mörg vopn hvað sóknarleikinn varðar. Aron Krist- jánsson og Halldór Ingólfsson geta tekið af skarið og eru lykilleikmenn í Haukaliðinu og þá kemur örugglega til með að mæða mikið á Pauzuolis. Ásgeir Örn er fjölhæfur leikmaður sem getur skotið fyrir utan og eins leyst hornastöðuna hægra megin og í vinstra horninu hafa Haukarnir tvo seiga leikmenn, Jón Karl og Þorkel. Það er enginn einn maður sem gerir hlutina í Haukaliðinu heldur er liðs- heildin sterk.“ Guðmundur segir að bæði lið hafi sýnt að þau geti spilað afbragðsvarn- arleik. „Mér fannst ÍR-ingarnir mjög öfl- ugir í vörninni á móti Val en það breytir því ekki að Haukarnir eru mjög vel skipulagðir á móti bæði 6:0 vörn og framliggj- andi vörn. Haukarnir léku fram- liggjandi vörn í oddaleikn- um við Fram og þar áttu Framarar ekkert svar og í seinni hálfleiknum við KA í fyrsta leiknum fóru þeir aftur í 6:0 vörn sem KA átti mjög erfitt með að finna glufur á. Markvarsla lið- anna hefur verið góð. Haukarnir hafa kannski vinninginn enda með tvo af bestu markvörðum landins en Hallgrímur hefur sýnt að hann hefur engu gleymt og hann á stóran þátt í að ÍR er komið í úrslitin.“ Haukar sigur- stranglegri Guðmundur segir að lík- lega séu Haukarnir sigur- stranglegri í einvíginu en sú leikgleði sem einkennt hefur lið ÍR-inga á tíma- bilinu geti fleytt þeim áfram. „Það vita allir sem fylgj- ast með handboltanum að Haukarnir hafa besta mannskapinn en það hefur ekki alltaf dugað til að hampa titlinum. ÍR-ing- arnir verðskulda að vera komnir í úrslitin og nú veltur bara á hvort þeir eru orðnir saddir. Það verður oft ákveðið spennufall hjá liði sem kemst í fyrsta sinn í úrslit og því tekst ekki að fylgja eftir tækifærinu sem það hefur öðlast með því að komast í þá stöðu að vinna bikar. Ég vona bara að við fáum að sjá jafna, skemmtilega og góða handbolta- leiki,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, spáir í úrslitaeinvígi Hauka og ÍR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Robertas Pauzuolis, leikmaður Hauka, sækir að marki ÍR-inga í deildar- leik í vetur. Hann leikur stórt hlutverk í sóknarleik Hauka. GUÐMUNDUR Þórður Guð- mundsson landsliðsþjálfari í handknattleik á von á mjög skemmtilegu einvígi milli Hauka og ÍR um Íslandsmeistaratitilinn en fyrsti úrslitaleikur liðanna fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Guðmundur segir ómögulegt að spá um einvígið. Hann segir að Haukar hafi reynsluna og hefðina umfram ÍR-inga en á móti hafi ÍR-ingar hungrið og viljann. Guðmundur Hilmarsson skrifar Hefðin og reynslan gegn hungrinu og viljanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.