Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 55 ÞÝSKA handknattleiksliðið Lemgo hefur boðið Loga Geirs- syni, landsliðsmanni úr FH, samn- ing við félagið frá og með árinu 2004. Logi kom í gærkvöldi eftir vikudvöl hjá Lemgo með samning í farteskinu en eins og Morg- unblaðið greindi frá á dögunum bauð félagið honum að koma út til æfinga og líta á aðstæður hjá því. Lemgo vill fá Loga út strax í sumar og lána hann til systurliðs félagsins, Augustorf sem leikur í 2. deildinni, en samningurinn við Lemgo á síðan að taka gildi 2004. „Ég er ákveðinn í að taka til- boði Lemgo en það sem ég þarf að gera upp við mig er hvort ég fari til Augstorf eða leiki með FH næsta vetur sem ég frekar von á að verði niðurstaðan. Ég átti satt best að segja ekki von á fá tilboð frá Lemgo en mér gekk alveg meiriháttar vel á æfingunum og líklega hefur það gert útslagið,“ sagði Logi við Morgunblaðið í gær. Lemgo, sem á þýska meist- aratitilinn næsta vísan, er eitt sterkasta félagslið í heimi. Með því leika sjö þýskir landsliðsmenn sem flestir eru lykilmenn í þýska landsliðinu. Logi með tilboð frá Lemgo „ÞAÐ er mikill hugur í okkur og við erum ekki komnir í þennan slag til að vera bara með heldur ætlum við að sjálfsögðu að berj- ast til þrautar um titilinn. Við höfum undirbúið okkur vel þessa síðustu daga og mætum vel stemmdir,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari og leikmaður ÍR, við Morgunblaðið. Júlíus segir að hungrið sé enn fyrir hendi hjá leikmönnum sín- um og það sé af og frá að þeir séu orðnir saddir. „Við höfum ekkert afrekað ennþá og ég mundi halda að Haukarnir ættu frekar að vera saddir en við. Við gerum okkur vel grein fyrir því að við erum að mæta mjög góðu liði sem hefur verið á miklu skriði undanfarnar vikur svo auð- vitað verðum við að ná fram okk- ar besta leik til að vinna þá,“ sagði Júlíus. Ingimundur Ingimundarson er eini leikmaður ÍR sem er meidd- ur – liðpoki á fingri skaddaðist á æfingu. Ingimundur verður með í kvöld en er ekki 100% að sögn Júlíusar. „Ekki komnir til að vera bara með“ FÓLK  ÓSKAR Ármannsson, fyrrver- andi leikmaður með FH og Haukum í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings í hand- knattleik í stað Andrésar Gunn- laugssonar. Óskar er þrautreyndur handknattleiksmaður sem lék með FH og Haukum. Óskar hefur verið yfirþjálfari yngri flokka Hauka og var í vetur þjálfari 2. og 3. flokks fé- lagsins.  GRAHAM Souness knattspyrnu- stjóri Blackburn hefur gefist upp í baráttunni um að halda Íranum Damien Duff í herbúðum liðsins. Duff er mjög eftirsóttur og er vitað að bæði Liverpool og Manchester United hafa haft augastað á leik- manninum.  PETER Reid vill ílengjast í starfi sem knattspyrnustjóri Leeds Unit- ed en hann var ráðinn til að stýra liðinu út leiktíðina. Eftir sigurinn á Arsenal í fyrradag er Leeds öruggt um að halda sæti sínu í úrvalsdeild- inni og er reiknað með að forráða- menn félagsins setjist niður með Reid og bjóði honum nýjan samning.  NORSKI landsliðsmaðurinn Tore Andre Flo segir við Dagsavisen í Noregi að hann verði að öllum lík- indum seldur frá Sunderland en lið- ið er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Flo lék 28 leiki með liðinu en skoraði aðeins 4 mörk en hann var keyptur til liðsins fyrir um 500 millj. ísl. kr. frá Glasgow Rangers í Skotlandi. Áður lék Norðmaðurinn með Chelsea á Englandi.  REAL Madrid er á höttunum eftir miðjumanninum Ruben Baraja miðjumanninum snjalla hjá Val- encia og eru Evrópumeistararnir tilbúnir að láta framherjann Fern- ando Morientes ganga upp í kaupin en Morientes hefur fá tækifæri fengið með Madridarliðinu frá því Ronaldo gekk í raðir liðsins.  SIR Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri ensku meistaranna í Man- chester United segir að munurinn á milli United og Arsenal á loka- sprettinum hafi verið frammistaða Ruud Van Nistelrooy. Hollenski framherjinn hefur verið sérlega heitur og í síðustu níu leikjum með Manchester-liðinu hefur hann skor- að 14 mörk og 43 í það heila á leiktíð- inni.  FORÁÐAMENN Everton sögðu í gær að Manchester United fengi ekki að fagna enska meistaratitlin- um á heimavelli þeirra, Goodison Park, nk. sunnudag, en það verður jafnframt síðasti leikur United á tímabilinu. Ian Ross talsmaður Everton segir að leikmenn Everton muni þakka stuðningsmönnum sín- um fyrir stuðninginn eftir leikinn og að Manchester United hafi verið boðið að fagna titilinum einni klukkustund eftir að leiknum lyki. KNATTSPYRNA Svíþjóð Elfsborg – Sundsvall..............................2:2 Hammarby – Malmö ..............................2:1 Helsingborg – Örebro............................0:0 Staðan: Hammarby 5 4 1 0 10:4 13 AIK 5 3 1 1 9:3 10 Djurgården 4 3 0 1 11:1 9 Helsingborg 5 2 2 1 6:5 8 Halmstad 5 2 1 2 7:7 7 Öster 5 2 1 2 5:5 7 Örebro 5 2 1 2 6:7 7 Landskrona 5 1 3 1 6:6 6 Gautaborg 4 1 2 1 4:2 5 Malmö 5 1 2 2 6:8 5 Sundsvall 5 1 2 2 6:8 5 Elfsborg 5 1 2 2 5:11 5 Örgryte 5 1 1 3 6:11 4 Enköping 5 0 1 4 3:12 1 Noregur Brann – Viking .......................................0:3  Hannes Sigurðsson kom inn á sem varamaður í lið Viking á 76. mín. Staðan: Rosenborg 4 4 0 0 11:1 12 Viking 4 3 1 0 10:2 10 Sogndal 4 3 1 0 9:5 10 Odd Grenland 4 3 0 1 7:6 9 Stabæk 4 2 1 1 7:3 7 Bodö/Glimt 4 2 1 1 5:3 7 Molde 4 1 1 2 6:5 4 Vålerenga 4 1 1 2 6:7 4 Tromsö 4 1 1 2 6:9 4 Bryne 4 1 0 3 5:8 3 Lilleström 4 1 0 3 2:9 3 Lyn 4 0 2 2 4:8 2 Brann 4 0 2 2 4:12 2 Ålesund 4 0 1 3 6:10 1 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Austurdeild: Detroit – Orlando .............................108:93  Detroit vann 4:3.  Liðin sem mætast í undanúrslitum eru: Detroit Pistons – Philadelphia 76ers New Jersey Nets – Boston Celtics Vesturdeild: Dallas – Portland..............................107:95  Dallas vann 4:3.  Liðin sem mætast í undanúrslitum eru: San Antonio Spurs – Los Angeles Lakers Sacramento Kings – Dallas Mavericks ÚRSLIT ÍR-liðið er sýnd veiði en ekki gefin.Mér finnst ÍR-ingarnir með góða leikmenn í öllum stöðum og breiddin er ágæt hjá þeim. Þeir eru væntan- lega hungraðir, leikgleðin er mikil hjá þeim og upp til hópa eru þetta kraftmiklir strákar. Það er því ekkert vanmat í gangi hjá okkur. Við heyr- um það alltaf að leikirnir eiga að vera auðveldir hjá Haukum en þegar út í svona rimmu er komið er ekkert auð- velt. Við höfum verið svolítið brokk- gengir en vonandi náum við að stilla saman strengina og ef okkur tekst það þá óttast ég ekkert,“ sagði Viggó. Haukar höfðu betur í báðum deild- arleikjunum við ÍR í vetur. Liðin mættust í Austurbergi í nóvember þar sem Haukar fögnuðu sigri, 25:22, og í lokaumferðinni í mars unnu Haukarnir, 28:26, og tryggðu sér þar með deildarmeistaratitilinn. Halldór Ingólfsson var marka- hæstur Haukanna í leikjum við ÍR og skoraði samtals 14 mörk, 9 í fyrri leiknum og 5 í þeim síðari, en hjá ÍR- ingum var stjórskyttan Einar Hólm- geirsson atkvæðamestur með 13 mörk, 5 þeirra komu í Austurbergi og 8 á Ásvöllum. Viggó Sigurðsson og Júlíus Jónasson, þjálfarar Hauka og ÍR Ekkert vanmat í gangi hjá Haukum „VIÐ erum á góðu róli og klárir í þennan slag. Það er verst að þurfa að hafa beðið svona lengi eftir þessu en svona er nú bara skipulag- ið hjá HSÍ. Það eru allir mínir menn heilir svo það er ekkert að van- búnaði hjá okkur,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari deildarmeistara Hauka, þegar hann var spurður út í leikina við ÍR-inga. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Júlíus Jónasson, ÍR, og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum, berjast um knöttinn. Hall- dór Ingólfsson, Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarsson fylgjast með. VALGARÐ Thoroddsson, handknattleiks- maður, hefur ákveðið að ganga til liðs við FH. Valgarð er hornamaður sem kemur til FH frá Aftureldingu en hann hefur einnig leikið með Val, ÍBV og íslenska landsliðinu. Þá er Pálmi Hlöðversson á leið aftur til FH-inga en hann lék með liðinu áður en hann fór til Danmerkur þar sem hann spilaði með Fredericia. FH-ingar halda að mestu þeim mannskap sem lék með þeim í vetur en líklegt er að Andri Berg Haraldsson yfirgefi liðið og gangi til liðs við Víking. FH-ingar hafa gengið frá því að Þorberg- ur Aðalsteinsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð og Guðjón Árnason aðstoð- armaður hans en þeir tóku við stjórn liðsins af Einari Gunnari Sigurðssyni í febrúar- mánuði. Valgarð til liðs við FH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.