Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sunnud. 11. maí kl. 14 Sjá innan skamms nýjan vef okkar www.sellofon.is fim 8. maí kl. 21, NASA, örfá sæti lau 17. maí kl. 21, NASA, nokkur sæti föst 23. maí, kl. 21 laus sæti fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 10/5 kl. 14, Lau 17/5 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 8/5 kl 20, aukasýning, Fi 15/5 kl 20 aukasýning ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi Gestaleiksýning Theater Mars frá Finnlandi Mi 7/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 ATH: Síðustu sýningar GESTALEIKSÝNINGIN 7 BRÆÐUR kemur hingað með styrk frá Teater og dans i Norden. ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 11/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Su 25/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20,Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins Frumsýning fi 8/5 kl 20, 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞRJÁR SÝNINGAR SÍÐASTA rokkgoðaparið sem Nick Broomfield gerði heimilda- mynd um voru Kurt heitinn Cobain og eftirlifandi ekkja hans Courtney Love. Þar hélt Broomfield af stað með sakleysislega könnun á sam- bandi hjónanna en brátt snerist myndin upp í kenningu um að hin at- hyglissjúka Love hefði átt þátt í dauða Cobain. Ætli Broomfield sé að vinna að seríu? Kurt & Courtney kom út árið 1998 og næsta mynd hans á eftir er Biggie & Tupac sem fjallar um rapparana Biggie Smalls og Tupac Shakur, fóstbræður í rapp- inu sem enduðu með að láta drepa hvor annan. Eða svo segir a.m.k. goðsagan sem spannst um morðin á rappstjörnunum sem áttu sér stað með sex mánaða millibili árin 1996 og 1997 og eru nokkurn veginn óleyst af lögreglunni. Hinn úlpuklæddi heimildamynda- gerðarmaður Nick Broomfield er vantrúaður á þá söguskýringu að um klíkustríð milli vesturstrandar- og austurstrandarrappara hafi verið að ræða. Verkefni heimildamyndar hans er að kanna þetta mál til hlítar og fletta ofan af hvers kyns fiskum sem kynnu að liggja undir hinum ýmsu steinum. Eða svo óskipulega kemur myndin mér a.m.k. fyrir sjón- ir. Broomfield er mikið í mun að draga fram leyndan kjarna málsins en eftir að hafa fylgst grannt með viðtölum við alla mögulega og ómögulega aðila sem tengdust rapp- stjörnunum á einhvern hátt er mað- ur engu nær. Hver er kenning mynd- arinnar? Að lögreglan í Los Angeles sé spillt? Að plötufyrirtækin al- ræmdu Death Row Records og Bad Boy Records láti drepa hvern þann rappara sem dirfist að gagnrýna starfshætti þerra? Eða að mamma Biggies Smalls sé indæliskona? Broomfield virðist ekki hafa mjög góða hugmynd um það sjálfur hverju hann vill koma á framfæri í myndinni og reynir að breiða yfir það hversu ófullkomin heimildaöflunin er með því að skapa myndinni tilgerðarleg- an og „amatörslegan“ ramma. Mis- heppnaðar tilraunir Broomfields til að ná viðtölum verða jafngilt umfjöll- unarefni og þau viðtöl sem heppn- uðust og alls kyns rölt og þreifingar um vettvang er sömuleiðis látið fylgja í endanlegri útgáfu myndar- innar. Þá spanna viðtölin allt frá samtali við fyrrverandi lögreglu- mann sem ljóstrar upp um vafasam- ar rannsóknaraðferðir kollega sinna til einhvers vesalings kvenmanns sem spurður er spjörunum úr um kynferðislegt samneyti sitt við tvo Los Angeles-lögreglumenn. Hvað kemur það málinu aftur við? Broomfield glatar yfirsýninni á umfjöllunarefnið og fyrir vikið eru klipping og efnisröðun áberandi ómarkviss. Atriðin sem fyrir valinu verða eru þó mörg forvitnileg á ein- hvern hátt og sum veita áhugaverða innsýn í hugarfar undirmáls- og glæpamanna í Los Angeles og New York. En þegar staldrað er við þessi atriði er morðrannsókninni drepið á dreif og hvorugu gefinn nægilegur gaumur, þ.e. morðmálinu eða um- fjölluninni um hinn svokallaða „gangstarap“ eða glæponarapp- heim og gangvirki hans. Báðum ofangreindum umfjöllunarefnum hafa reyndar verið gerð mun betri skil í bókum sem skrifaðar hafa verið í kjölfar þessara frægu morðmála. Ranglað um rappheima Í Biggie og Tupac fer heimildamyndagerðarmaðurinn Nick Broomfield um víðan völl án þess að svara neinum spurningum að mati gagnrýnanda. KVIKMYNDIR Regnboginn – Reykjavík Shorts & Docs Höfundur: Nick Broomfield. Lengd: 107 mín. Heimildamynd. Bretland. Movie- house Entertainment, 2002. BIGGIE & TUPAC / BIGGIE OG TUPAC Heiða Jóhannsdóttir EVRÓPUSAMTÖK kvik- myndahátíða sýna hér tíu valdar stuttmyndir eftir unga leikstjóra víða frá í Evrópu, sem allir hafa hlotið styrki frá sinni heimabyggð. Vissulega er forvitnilegt að sjá hvað ungt kvikmyndagerðarfólk er að gera í Evrópu. Og þessi sam- sýning sannar enn og aftur hversu ótrúlega vítt og fjölbreytt form, stuttmyndaformið er. Hér sjáum við myndir af öllum stærðum og gerðum: myndrænt ljóð, brandara, tölvuleik, teiknimynd, tilrauna- mynd, drama og fleira. Allt leyfist í heimi stuttmyndanna, höfundur- inn fær að njóta sín og er laus undan svo mörgum þvingunum bíómyndaformsins, þar sem strangar reglur gilda svo myndin einfaldlega „virki“. En einnig varð ég hissa á að stuttmyndirnar væru ekki betri en raun bar vitni. Misgóðar, vissu- lega, en yfir heildina litið var eng- in framúrskarandi. Eiginlega efast ég ekki eitt augnablik um – reynd- ar veit – að miklu betri stutt- myndir en þetta eru gerðar í allri Evrópu. Ætli þær séu þá gerðar af þeim sem enga styrki hljóta? Átakanlegt raunsæisdrama Malcolm er hins vegar það sem kalla má framúrskarandi stutt- mynd. Þar segir frá innflytjand- anum Malcolm, sem á erfitt með að fóta sig í velferðarríki Svía. Honum tekst ekki að fá vinnu, sjálfsálitið er orðið svo lítið að hann getur því ekki heimsótt ung- an son sinn sem saknar hans gíf- urlega. Sagan er einföld, sorgleg og fal- leg. Það er í raun ótrúlegt hversu mikla mynd og átakanlega þeim Baker og Alexander Karim tekst að gera úr þessari litlu sögu. En þeir félagar virðast hafa sérlega næmt auga fyrir mannlegum harmleik, leikurinn er mjög raunsæislegur og myndavélin munduð á látlausan og áhrifaríkan hátt. Það verður vissulega spennandi að sjá hvað þessir nýju sænsku kvikmyndagerðarmenn gefa frá sér næst. Vonandi eitthvað jafnfínt og Malcolm. Allt leyfilegt KVIKMYNDIR Háskólabíó – Short & Docs Evrópa í styttingi: Tíu ungir leikstjórar frá Evrópu. 70 mín. í heildina. 1995–2000. Malcolm: Leikstjórn og kvikmt.: Baker Karim. Handrit og aðalhlutverk: Alexand- er Karim. 18 mín. Svíþjóð. Memfis Film 2002. EVRÓPA Í STYTTINGI ½ og MALCOLM Hildur Loftsdóttir Saklaus (Innocents) Spennumynd Kanada 1999. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (91 mín.) Leikstjórn Gregory Marquette. Aðalhlutverk Connie Nielsen Mia Kirshner, Jean-Hugues Anglade. VEGAMYNDIR svokallaðar geta verið meðal allra mergjuðustu mynda gangi þær upp (Easy Rider, Central do Brasil, Börn náttúrunnar, Wild at Heart) en um leið eru færri viðfangs- efni myglaðri ef þau misheppnast (Canonball Run, Kalifornia). Þessi frumraun kanadíska kvik- myndagerðarmannsins Marquette fellur því miður í síðari hópinn og það allrækilega. Hún fjallar um franskan sellóleik- ara sem lendir í slagtogi með systr- um tveimur sem eiga við alvarlegan fjölskylduvanda að stríða. Áður en hann veit af hefur hann fallið fyrir annarri þeirra og er á hlaupum undan laganna vörðum. Ég verð að segja að aðra eins til- gerð hef ég ekki séð lengi og illskilj- anlegt hvernig eins reynsluríkur maður og Marquetta – hefur unnið í áratugi sem leikstjóri og framleiðandi á kanadísku sjónvarpssefni – getur orðið svona blindur á eigin gjörðir. Maður hefur helst á tilfinningunni að hann hafi ofmetnast við að næla í franska leikarann Anglade og ákveðið að láta leyndan draum rætast, gera sína Betty Blue. En þvílík mistök. Takið bara eftir lokaatriðinu þar sem hann leikur á sellóið, einn úti á slétt- unni. Þvílík tilgerð. ½ Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Vegvillt tilgerð Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575 TRY ME buxur í miklu úrvali Hallveigarstíg 1 588 4848
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.