Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 57 lif u n lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer fjögur 2003 Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun ÞEGAR rokksveitin Clickhaze sigr- aði í síðustu Prix Föroyar-keppni, árið 2001, breyttist landslagið í rokkefnum eyjanna talsvert. Hér var komin sveit með framþróað og metnaðarfullt rokk, vel boðlegt og sambærilegt við hvað eina sem á seiði er í svipuðum geirum annars staðar i veröldinni. Út frá popp- fræðilegum vangaveltum höfðu sig- urvegarar fram að því borið með sér sérstakan, heimaalin keim, í sjálfu sér nokk áhugaverðan en fyrir ut- anaðkomandi aðila á mörkum þess að vera hreinlega „hallærislegur“. Gamli og nýi tíminn mættust enda í keppninni í ár. Ráðsettar heima- sveitir eins og MC Hár og Hate- speech reyndu sig með tilrauna- glaðari og nýtilkomnari sveitum eins og Deja Vu og Gestum. Nið- urstaða keppninnar var nýja tím- anum í vil, útkoma sem hefur komið dálitlum kurri af stað hjá rokk- þenkjandi eyjaskeggjum. Að sumra mati varð keppnin nefnilega „leið- inleg“ er Clickhaze sigraði á meðan aðrir fagna þeim nýja staðli sem settur hefur verið. Og það eru ein- mitt Gestir og þeirra líkar sem eru „skrýtnir og hallærislegir“ að margra mati, upplýsa meðlimir mig um. Tónlist þeirra er annars tilfinn- ingaríkt sveimrokk, í anda Radio- head og hinna íslensku Leaves, og bara skrambi gott verður að segjast. Frumlegheit Gesta og sérstaða ligg- ur hins vegar í útfærslunni, sem er innblásin og einlæg. Eins og Click- haze kemur sveitin frá Götu, þúsund manna bæjarfélagi á Eysturoy. Hér hefur átt sér stað merkileg upp- bygging hvað dægurtónlist varðar, einkanlega er tónlistarsamtökin Grót voru sett á stofn fyrir um fimm árum. Tónlistarlífið hefur vaxið jafnt og þétt síðan og er sú þróun einsdæmi á eyjunum. Göta er því í dag einhvers konar Keflavík þeirra Færeyinga og heimaalningarnir í Gestum hafa sannarlega notið góðs af. Feimnir Sveitin er skipuð ungum mönnum, flestir þeirra nýskriðnir yfir tvítugt. Kjarnann mynda þeir bræður, Ólav- ur Hansen Jákupson, söngvari og gítarleikari, og Torfinnur Jákupson. Torfinnur er ekki nema átján ára en semur engu að síður öll lög og texta. Hann segir að þeir hafi ekki átt von á sigrinum. „Við höfðum í raun lítið hugsað um keppnina sem slíka. Þetta var aðallega vettvangur fyrir okkur til að geta spilað á tónleikum.“ Í ljós kemur að í úrslitunum voru Gestir að koma fram opinberlega í fimmta sinn. „En við vorum vel æfðir og höfum sett mikla vinnu í þann þátt,“ segir Knut Háberg Eysturstein, hljóm- borðsleikari. Rætur sveitarinnar liggja í því að fyrrnefndir bræður lögðu mikla rækt við tónlist á yngri árum og að- spurðir var stofnun Gesta nátt- úrulegt framhald af því. Ólíkt flestum öðrum sveitum sem þátt tóku í Prix eru meðlimir Gesta mikið til baka, feimnir og lítið fyrir fjölmiðla. Einkum á þetta við um forsöngvarann, sem er hljóður og dulur, eitthvað sem gefur honum um leið mikinn sjarma. „Já, það er rétt. Ég er ekki mjög ræðinn svona dags daglega,“ segir hann. „Ég tjái mig hins vegar í gegnum tónlistina. Það er öðruvísi og þar er ég mjög öruggur.“ Einbeittir Talið berst aftur að keppninni og þeir undirstrika að keppnisskapið hafi ekki verið neitt. „Þegar maður er ánægður með það sem maður er að gera skiptir svona keppni engu,“ segir Knút. Torfinn segir að það sem drífi þá hins vegar áfram sé leit að einhverju nýju, leit að einhverju áhugaverðu. Grót samtökin hafi t.d. hjálpað mikið í þeirri umleitan. „Þau hafa reddað okkur tón- leikum, æfingaaðstöðu o.s.frv.“ Framtíðarhugsjónir Gesta eru einfaldar, hreinar og klárar. „Okkur langar bara til að eiga samskipti við fólk í gegnum tónlistina. Og ef við gætum lifað af því að spila væri það frábært. Við erum æstir í að halda þessu áfram og vinna að listinni – við erum einbeittir hvað það varð- ar.“ Það stendur heldur ekki á svari, þegar því er varpað fram hvort þeir myndu gera málamiðlanir ef stóra tækifærið kæmi; t.d. í formi samn- inga erlendis. „Við syngjum á færeysku og mun- um alltaf gera,“ segir Torfinn ákveðinni röddu. „Það er stór part- ur af sjálfri tónlistinni og því kemur ekki til greina að syngja á einhverju öðru tungumáli. Og bara það að taka þátt í þessari keppni var erfitt. Ég sjálfur var í miklum vafa og ég lenti hálfpartinn í siðferðislegri kreppu vegna þess.“ Knút segir það samt vera jákvætt að þeir hafi svo ákveðið að taka þátt, því nú hafi fólk fengið að heyra það sem þeir eru að gera. „Ég er í tónlist af því mig langar til að spila fyrir annað fólk, svo ein- falt er það nú.“ Hér í Færeyjum er það svo einfalt, að það er stórt skref fyrir fólk að komast út fyrir eyjarnar með tónlist sína. Hvert vilja Gestir þá helst fara með sitt; til Danmerkur, Íslands, Englands? „Mér er alveg sama,“ segir Tor- finn. „Ef fólk bara fær að heyra er- um við sáttir.“ Gestir eru sigurvegarar í Prix Föroyar Leitin að einhverju nýju Ljósmynd/Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Götuspilararnir Gestir (f.v.): Niels Jákup í Jógvanstovu (bassi), Torfinnur Jákupson (gítar), Knút Háberg Eyst- urstein (hljómborð), Jógvan Andreas á Brúnni (trommur), Ólavur Hansen Jákupson (söngur og gítar). Nýrokksveitin Gestir ber með sér ferska vinda hvað færeyskt rokk varðar. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við piltana um hinn nýræktaða jarðveg sem sveitin er sprottin úr. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.pop.fo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.