Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10.20. B.i 12 www.regnboginn.is HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6. B.i 16. HOURS Sýnd kl. 6. Vegna fjölda áskorana aukasýningar á þessari mögnuðu hrollvekju FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINSPOTTING Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 8. B.i. 12. ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ...  Kvikmyndir.com ...Þetta er fyrsta stóra hasar ynd su arsins 2003 og g ti h glega endað se ein sú besta ... vik yndir.co Kvikmyndir.is X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? - r , r ll r rj l r... ilt ir "X2 er æsispennandi, linnulaus darraðardans frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, æsileg skemmtun fyrir alla hasar- myndaunnendur og jafnvel enn- breiðari hóp." 1/2 SV MBL Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30. B.i 12. 400 kr www.laugarasbio.is Brjálaður hasar og geggjuð áhættuatriði. ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ... Kvikmyndir.com ... tt r fyr t t r r y r i ti l i t ... vik y ir.c Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10. X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? - r , r ll r rj l r... il ir Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. "X2 er æsispennandi, linnulaus darraðardans frá fyrstu mínútu til þeirrarsíðustu, æsileg skemmtun fyrir alla hasarmyndaunnendur og jafnvel ennbreiðari hóp." 1/2 SV MBL r i i, li l rr r fr f r t í t til irr r í t , il t f rir ll r r j f l r i ri . / S MIÐLARNIR Valgarður Einarsson og Þórhallur Guðmundsson ætla að skyggnast inn í framtíðina á tveimur skyggnilýsingarfundum, sem verða haldnir í Reykjavík og á Akureyri næstu tvo daga. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur hann óskiptur til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Í kjölfarið verður forsýnd hin stór- skemmtilega mynd Hvernig á að losna við gaur á tíu dögum (How to lose a guy in 10 days) með Kate Hud- son og Matthew McConaughey í aðal- hlutverki. En hvað er skyggnilýsing- arfundur? „Skyggnilýsingarfundur er það þegar miðillinn labbar um og sér, heyrir, finnur og skynjar það sem að honum kemur og reynir að tengja sig við þá sem eru í salnum,“ útskýrir Þórhallur. Reynsla miðlanna tveggja af hóp- fundum eins og þessum er góð. Þór- hallur nefnir að hann og Valgarður hafi tvisvar sinnum haldið skyggni- lýsingarfundi fyrir fullu Austurbæj- arbíói fyrir nokkrum árum. „Það gekk bara bærilega. En eins og við vitum þá er hver fundur tilraun milli heimanna tveggja. Það er aldrei fyr- irfram vitað hvert maður fer eða hvar maður lendir. Maður bara vonar það besta og er jákvæður gagnvart því sem maður fær,“ segir hann. Skilaboð að handan Fundirnir snúast ekki beinlínis um spurningar áhorfanda og svör miðl- anna heldur meira miðlun upplýs- inga. „Þetta eru meira skilaboð sem maður er að koma með,“ segir Þór- hallur og segir þau vera af marg- víslegasta toga. „Aðalmálið er að miðillinn sýni fram á að það sé líf eftir þetta líf,“ segir hann. Þórhallur segir að fjölbreytilegasta fólk mæti á skyggnilýsingar, og þá er átt fyrir fólk, sem er ekki af þessum heimi, þótt hið sama sé áreiðanlega satt um gestina í salnum. „Maður upplifir þetta á svo margan hátt hvernig fólkið fer. Maður heyrir það og sér það og svo fær maður tilfinn- ingu fyrir því líka hvort það var veikt og hvort það fór snöggt. Svo koma náttúrulega karaktereinkennin stundum skemmtilega í ljós. Maður reynir líka að koma með nafnið og persónulýsingar,“ segir Þórhallur um hvað hann segi við fólkið í salnum. Hann og Valgarður skiptast á hvað skyggnilýsingarnar varðar og tekur hvor þeirra fjórar samtals. „Við skipt- um þessu bróðurlega á milli okkur,“ segir Þórhallur og býst við að skyggnilýsingarnar taki um klukku- tíma. Hann er ánægður með að vera að styrkja gott málefni og segir áhuga Íslendinga á skyggnilýsingarfundum jafnan vera mikinn. „Íslendingar eru forvitnir.“ Styrktaraðilar sýninganna eru Sambíóin, Háskólabíó, Skjár 1 og Valgarður og Þórhallur. Miðlarnir Þórhallur Guðmundsson og Valgarður Einarsson verða með skyggnilýsingu á sýningu til styrktar Umhyggju. Matthew McConaughey og Kate Hud- son leika aðalhlutverkin í Hvernig á að losna við gaur á 10 dögum. Tilraun milli tveggja heima Styrktarsýningar mið. 7. maí kl. 20 í Háskólabíói og fim. 8. maí kl. 20 í Sambíóunum á Akureyri. Miðasala er hafin. Miðaverð 1.000 krónur. Skyggnilýsingarfundur á undan styrktarsýningu á Hvernig á að losna við gaur á 10 dögum ÍSLENSKA fyrirtækið CCP (Crowd Control Productions) hefur unnið að þróun tölvuleiksins Eve- Online: The Second Genesis í nokkur ár en hann kemur út í dag í Bandaríkjunum og Evrópu. Útgef- andi er bandaríska fyrirtækið Sim- on & Schuster Interactive, dótt- urfyrirtæki fjölmiðlarisans Viacom. Vel á annað hundrað þúsund pantanir Eva: Annað upphaf er svokall- aður rauntíma-fjölþátttökuleikur (massively-multiplayer, online game (MMPOG)) þar sem sérstað- an liggur í því að hann getur verið spilaður af tugþúsundum manna samtímis, hvaðanæva úr veröld- inni. Í þeim tilbúna heimi sem er að finna í leiknum geta menn átt ýmiss konar samskipti; barist eða unnið saman, byggt upp þrótt og fyrirtæki, svikið síðan hver annan og brotist til valda. Sögusviðið er heilt sólkerfi og á framvindan sér stað í fjarlægri framtíð í nýjum heimi sem spilarar geta átt þátt í að skapa og móta. Að sögn framkvæmdastjóra CCP, Ívars Kristjánssonar, er and- inn í herbúðunum að vonum góður. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og í dag starfa hjá því 37 manns. „Undanfarin misseri erum við búin að vera að vinna að þessu dag og nótt,“ segir Ívar. „Manni finnst það í raun ótrúlegt að við séum loks kominn að þessum tímamótum því leiðin er búinn að vera löng. Það er eðlilega nettur frumsýning- arskrekkur í okkur en við erum með fínan meðbyr í seglunum. Fólk virðist þyrsta eftir afurðinni.“ Ívar segir í því sambandi að þeg- ar sé búið að panta 50.000 aukaein- tök í viðbót við þau 145.000 sem búið var að panta sem fyrsta upp- lag. Það eru Vivendi Universal og Crucial Entertainment sem fram- leiða leikinn. Forprófaður af 80 þúsund manns í heilt ár „Leikurinn er seldur á geisladisk eins og venjulegir leikir,“ upplýsir Ívar. „Menn geta síðan spilað í 30 daga frítt en svo borga menn áskriftargjald sem nemur kr. 900 á mánuði.“ Leikur sem Eva er krefst því í raun þess að menn spili mikið og menn spili af elju. „Já, það er rétt,“ segir Ívar. „Flestir sem spila svona leiki dvelja við þá í nokkra klukkutíma á dag.“ Tæplega 80.000 einstaklingar hafa þannig tekið virkan þátt í for- prófunum á leiknum undanfarið eitt ár. Þá hefur CCP gert samning við Landssímann um kerfisrekstr- arþátt leiksins. Miðlarar eru keyrðir á IBM netþjónum frá stöðvum Cable & Wireless í Lond- on og má líkja reikniaflinu og gagnaflutningnum við tölvukerfi stærstu bankana hér á landi. Þá er einnig í gildi samningur við Landssímann um uppbyggingu og rekstur á þjónustukerfi stað- settu í Ármúla en hjá Símanum starfa nú 27 manns á vöktum við að þjónusta viðskiptavini leiksins all- an sólarhringinn, allt árið um kring. Sagður stílhreinasti fjölþátttökuleikurinn Tímaritið PC Zone, sem er ann- að stærsta PC rit í Bretlandi, birtir í júníhefti sínu grein um leikinn. Þar segir greinarhöfundur Evu stílhreinasta leik sinnar tegundar, grafíkin sé mun betri en áður hafi þekkst og hann bjóði upp á marga og áður óþekkta vinkla í fjölþátt- tökuleikjum. Ívar er að lokum spurður hvort hann sjái eitthvað séríslenskt ein- kenni í leiknum. Hann hlær við og svarar að bragði. „Það eina sem er séríslenskt við leikinn er sú staðreynd að það var ráðist í það að búa hann til. Við réðumst í hið ómögulega og fram- kvæmdum hið ómögulega. Ég vona að þetta verði í kjölfarið lyftistöng fyrir íslenska hugbúnaðargerð því hér á landi er mjög góður mann- skapur með urmul af góðum hug- myndum í höfðinu.“ Ekki eru allar persónur Evu jafnsnoppufríðar. Ground Zero, leikjasetur og net- kaffihús á Vallarstræti, mun bjóða mönnum að spila EVE-online frítt næstu helgi. TENGLAR ..................................................... www.eve-online.com www.ccpgames.com Nýr heimur á Netinu Nettölvuleikurinn EVE-Online kemur út í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.