Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 61 Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 6 og 8. / Sýnd kl. 8.  X-97,7  Kvikmyndir.is kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. / kl. 5.20, 8 og 10.30. B.i. 14. / kl.10. B.i. 14. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRIÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK Tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi, Michael Caine í stórbrotinni kvikmynd sem byggð er á sígildri skáldsögu Graham Greene. Michael Caine var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14. ÁLFABAKKI Tilboðkr. 500 ÁLFABAKKI KRINGLAN ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6. Tilboð 500 kr. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 4. ísl. tal / Sýnd kl. 6. ísl. tal Sýnd kl. 4.  SG DV 03.05. 2003 1 4 5 5 9 9 5 2 1 1 2 14 16 24 30 35 30.04. 2003 9 21 27 34 43 47 8 40 Sexfaldur 1. vinningur í næstu viku VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. HÚN var frumsýnd í 3.741 kvik- myndahúsi fyrir helgi, í yfir 8.000 sýningarsölum. 14,3 milljónir manna sáu hana yfir helgina, sem skilaði 85,9 milljónum dala í kass- ann. Þar með varð X2, önnur myndin um ofurmennin stökk- breyttu, fjórða tekjuhæsta bíófrum- sýningin í bandarískri bíósögu. Eins og búist var við sló myndin við fyrri myndinni, en bara í Bandaríkjunum sáu 4,2 milljónir fleiri X2 en X-Men fyrstu sýning- arhelgi. Og metin féllu. Myndin var t.a.m. frumsýnd samtímis í fleiri löndum en nokkur önnur kvikmynd fyrr eða síðar, eða 93 löndum. Og fólkið skilaði sér og borgaði fyrir miðann sinn þannig að tekjur fyrstu sýningarhelgina á heimsvísu (155 milljónir dala) eru meira en helmingur af heildartekjum fyrstu myndarinnar. Þótt framleiðslu- kostnaður X2 hafi hljóðað upp á svimandi háa upphæð, 110 milljónir dala, þá er myndin þegar farin að skila tekjum, sem þýðir aðeins eitt, þriðja myndin er komin á teikni- borðið hjá framleiðendunum Fox. Þessi frumsýningarhelgi X2 er sú fjórða farsælasta síðan mæl- ingar á slíku hófust, á eftir Köng- ullóarmanninum (114,8 milljónir dala), Harry Potter og viskustein- inum (90,3 milljónir dala) og Harry Potter og leyniklefanum (88,4 millj- ónir dala). Þetta er jafnframt önn- ur stærsta frumsýningarhelgi maí- mánaðar á eftir Köngullóar- manninum. Í annað sætið náði The Lizzie Maguire Movie, gamanmynd frá Disney sem byggist á sjónvarps- þætti. Toppmyndin frá því um síð- ustu helgin, Kennimerki (Identity) lækkaði flugið niður í þriðja sætið. Athygli vekur síðan að breska gamandramað Beygð’ann eins og Beckham (Bend it Like Beckham) er komin inn á topp tíu, í níunda sætið, en hún hefur fengið rífandi dóma vestra og gengið mun betur en áætlað hafði verið, enda um knattspyrnumynd að ræða, sem hingað til hefur ekki þótt vænleg söluvara í bandaríska bíóbrans- anum. Eina stóra myndin sem hefur göngu sína um helgina næstu er Dagpabbinn (Daddys Day Care), ný gamanmynd með Eddie Murphy í hlutverki, jú rétt til getið, dag- pabba. X2 var fyrirferðarmesta heimsfrumsýning sögunnar „Komið á X2, komið á X2“: Dáleiðsla prófessors Xaviers á heimslýði hefur greinilega svínvirkað því myndin er á góðri leið með að slá forveranum við.                                                                                             ! "  #$   % &  ' & '  & ($ '           )*+) ,-+. /+* )+* 0+* 1+. +* ,+* ,+1 ,+1 )*+) ,-+. 2.+ ,,*+2 1*+. )+/ )+* *+, ,.+/ ,+* skarpi@mbl.is Hinir stökkbreyttu stukku á toppinn HIPP HOPP út- gáfunni farsælu Murder Inc., sem er útgáfufyr- irtæki Ja Rule og Ashanti, var upphaflega kom- ið á laggirnar fyr- ir tekjur af eitur- lyfjasölu. Bandarísk lögregluyfirvöld hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað ítarlega bakland út- gáfufyrirtækisins, sem oftar en ekki hefur verið bendlað við eitur- lyfjasölu og annað glæpsamlegt at- hæfi. Er talið fullvíst að að yfirvöld hafi heimildir fyrir því að eitur- lyfjabaróninn Kenneth „Supreme“ McGriff hafi fjármagnað starfsemi útgáfunnar, en AP-fréttastofan hef- ur komist yfir gögn er greina frá þessu. Forstjóri Murder Inc., Irv Gotti, og aðrir hátt settir aðilar inn- an hipp-hoppheimsins bandaríska eru undir smásjá lögregluyfirvalda í tengslum við málið en engar kærur hafa verið lagðar fram … Matt Le- Blanc, sem leikur Joey í Vinum, gekk að eiga Melissu McKnight við rómantíska athöfn á Hawaii um helgina. Samleikarar hans, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow og David Schwimmer voru viðstödd athöfnina. Sjötti vinurinn, Matthew Perry, Chandler, var ekki viðstaddur en hann leikur nú á sviði í Lundúnum í verkinu Sexual Per- versity in Chicago (Kynlífsspilling í Chicago) á móti Minnie Driver … Bassaleikari Blur, Alex James, er búinn að gifta sig. Hann gekk að eiga kvikmyndagerðarkonuna Claire Neats við látlausa athöfn í þorpinu Sherbourne. Meðal gesta voru félagar hans í Blur og Fatboy Slim …Meira af samböndum rokkara. Noel Gallagher, annar söngvari hljóm- sveitarinnar Oas- is, og kærasta hans Sara MacDonald eru sögð hafa trúlofað sig er þau voru nýlega á ferð um Ítalíu. Gallagher er sagður hafa gefið hinni skosku MacDonald rúmlega tvö hundruð þúsunda króna trúlof- unarhring frá Tiffany’s. Hringurinn sést þó ekki á myndum sem teknar voru af þeim í Taormina á Sikiley þar sem Gallagher heldur þétt um hönd stúlkunnar. Parið hefur verið saman í þrjú ár en þau hættu þó saman í skamman tíma á síðasta ári og var ástæðan sögð vera sú að Gallagher hefði mislíkað að MacDonald talaði við blaðamenn um samband þeirra …Enrique Iglesias er búinn að láta fjarlægja fæðingarblettinn fræga á hægri kinn sinni. …Framleiðendur þriðju Grease-myndarinnar, sem er í und- irbúningi, ætla að bjóða John Travolta og Oliv- iu Newton-John hlutverk í mynd- inni. Travolta og Newton-John léku í fyrstu myndinni frá árinu 1978, sem naut mikilla vinsælda. Leitað verður til þeirra um leið og handrit mynd- arinnar er tilbúið, að sögn Holly- wood Reporter. Myndin á að gerast þegar vinsældir diskótónlistar stóðu sem hæst, seint á áttunda áratuginum og fjallar hún um börn upphaflegu persóna Grease. …Nicky Byrne, einn af meðlimum írsku hljómsveitarinnar Westlife, hefur gefið í skyn að næsta plata þeirra kunni að verði sú síðasta slái hún ekki rækilega í gegn. „Ég vildi óska að Westlife gæti hald- ið áfram í önnur fjögur eða fimm ár en það veltur í raun og veru á því hversu vel gengur með næstu plötu okkar. Gangi hún ekki vel getum við enn borið höfuðið hátt,“ sagði Byrne. „Þegar þessu verður lokið munum við hafa allar plöturnar okkar sem sönnun fyrir því hvað við höfum gert. Þær hafa allar selst upp,“ sagði hann og vill greinilega helst hætta á toppnum. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.