Morgunblaðið - 06.05.2003, Side 1

Morgunblaðið - 06.05.2003, Side 1
Þriðjudagur 6. maí 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Athyglisverð eign til sölu 15 Meiri viðskipti Sóuná heituvatni? Húsbréfa- útgáfan eykst 17 Rétt stilling nauðsynleg 36 FASTEIGNAMARKAÐURINN er nú með í einkasölu húseignina Ing- ólfsstræti 21. Þetta er steinhús, byggt 1903 og er það alls 301,5 m2. Auk þess fylgir húsinu um það bil 80 m2 bílskúr á tveimur hæðum þar sem mögulegt væri að útbúa íbúð. „Þetta er stórglæsilegt og mikið hús,“ sagði Guðmundur Th. Jónsson hjá Fasteignamarkaðinum. „Það er kjallari og tvær hæðir. Þrjú til fjögur svefnherbergi eru í húsinu og þrjár glæsilegar stofur, mikil lofthæð, 3,5 metrar, er í húsinu og gipslistar í loftum og rósettur.“ Í samtali við eiganda þessa húss, Gunnar Smárason, kom fram að búið er að endurnýja húsið nánast frá grunni. „Allt var klætt að innan með gipsi, settar nýjar lagnir fyrir heitt og kalt vatn, svo og skolp, allir ofnar end- urnýjaðir og allt rafmagn. Bæði bað- herbergin og eldhúsið eru nýupp- gerð,“ sagði Gunnar. Byggt af miklum myndarskap „Þetta er eitt fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið í Reykjavík, byggt 1903 og byggt af miklum myndarskap,“ sagði Gunnar ennfremur. „Stærsta hluta síðustu aldar bjó þarna einn eftirminnilegasti viðskiptajöfur Ís- lands, Óskar Halldórsson, sem Hall- dór Laxness gerði ódauðlegan í per- sónu Íslands-Bersa í Guðsgjafaþulu en sá sem byggði þetta hús var hins vegar forstjóri Félagsprentsmiðj- unnar. Á því tímabili sem Óskar Hall- dórsson átti húsið bjuggu þar um tíma þrjár fjölskyldur. Þess má geta að úr þessu húsi fór síðasta líkgang- an í Reykjavík niður í Dómkirkju, það var þegar Óskar lést. Þetta hús er núna einbýlishús og hefur verið fært í nútímahorf að ýmsu leyti en samt hefur hið sígilda yfirbragð hússins verið látið halda sér. Sem dæmi um hve veglega var að þessari byggingu staðið í upphafi má nefna að danskir fagmenn voru fluttir til landsins til þess að steypa upp húsið og gera skreytingar í það, m.a. rósettur og loftlista. Eitt fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík til sölu Morgunblaðið/Kristinn Þetta er steinhús, byggt 1903 og er það alls 301,5 m2. Auk þess fylgir húsinu um það bil 80 m2 bílskúr á tveimur hæðum þar sem mögulegt væri að útbúa íbúð. Óskað er eftir tilboðum, en húsið er til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. ÍSTAK flutti í síðustu viku höfuð- stöðvar sínar í nýbyggingu við Engjateig 7. Þessi bygging er að mörgu leyti óvenjuleg. Tengibygging sem liggur eins og gjá í gegnum bygginguna minnir á Almannagjá á Þingvöllum. Gjáin skiptir bygging- unni í þrjá hluta. „Svokölluð „náttúruefni“ eru áberandi í efnisvali,“ segir Egill Guðmundsson arkitekt í viðtali hér í blaðinu í dag, en hann er einn aðal- hönnuður byggingarinnar. „Þess vegna er steypan með sjón- steypuáferð á langveggjum, gler í göflum og gólf viðarklædd. Veggir milli herbergja eru líka úr léttu gleri eða gifsplötum og gólf og stigar úr gleri og stáli á milli hæða en úr steinsteypu í kjallara. Að sögn Páls Sigurjónssonar, stjórnarformanns Ístaks, hefur þessi bygging mikla hagnýta þýð- ingu fyrir fyrirtækið. „Um leið er þetta afar falleg bygging og sjálfum finnst mér hún vera listaverk,“ segir hann. / 26 Listilegt hús við Engjateig Stjórnstöðvar fyrir hitakerfi – fyrir þína hönd Þú getur kynnt þér víðtæka þjónustu okkar í lífeyrismálum hjá ráðgjöfum okkar í Ármúla 13, í síma 515 1500 eða á Lífeyrisvef Kaupþings, www.kaupthing.is/lifeyrir. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar. Kynntu þér víðtæka þjónustu okkar í lífeyrismálum Margir kostir í stöðunni – fyrir þína hönd                                                       "# $ % &' # ( ) && # " $ '& & # # % # ( &) (# & ) && # # " $ % ' *  ! !    + & !   +     ,-.   /   ,-.  /    0      !  "#$   %$!"&&% 12+3+ $3 & 4  567  .38 94  -:! $ ! ;!+!< & ;!+!< )+2 ! ;!+!< & ;!+!<    !  '     .  / (  +   &+= / >>>!!     ?  3@ A B  !   !   !   ! " " "# " $ %    ()    *" 3@ A B   ,- . # /. /% " & /"0 /$,"% /.1. 0 0%1/ /&1. & B   2 !  3   ! $ ",$ .$!"&&% 9    + ,  (     ##   #  !                ! !   ! ! )7 B    $    $  Mansardhæð viðMjóstræti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.