Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 34
34 B ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Reykjavík — Fasteignasalan Foss er nú með í einkasölu húsið Skerplugata 4 í Reykjavík. Þetta er timburhús, byggt upphaflega á fyrri hluta síðustu aldar en endurbyggt algjörlega á nýjum stað 1991. „Þetta er fallegt hús, hæð og ris, á vinsæl- um stað, ásamt góðri þriggja herbergja íbúð á jarðhæð,“ sagði Úlfar Þ. Davíðsson hjá Fossi. „Á aðalhæð er gengið inn í forstofu með náttúrusteini á gólfi. Þar inn af er gesta- snyrting með sama gólfefni. Úr forstofu er gengið inn í hol, þar á hægri hönd er gott skrifstofuherbergi, gegnheil eik á gólfi og sérsmíðaðar innréttingar einnig úr eik. Á hæðinni er og rúmgott eldhús með vönd- uðum, fallegum og sérsmíðuðum eikarinn- réttingum. Úr eldhúsi er opið inn í stofu og borðstofu með gegnheilu eikarparketi á gólfi. Úr borð- stofu er gengt út á mjög fallega viðarverönd á tveimur pöllum. Upp á aðra hæð er gengið upp sérsmíð- aðan stiga úr gegnheilli eik. Komið er inn í hol sem nýtt er sem sjónvarpshol, en þar eru tvö svefnherbergi, annað er hjónaherbergi með miklu skápaplássi og parketi á gólfi, út- gengt er frá því út á svalir. Þá er stórglæsilegt baðherbergi með sér- smíðuðum innréttingum og náttúrusteini á gólfi, sturtuklefa og baðkari. Mjög skemmtileg íbúð með góðri lofthæð, þriggja herbergja, er í kjallara. Þar eru góð- ar innréttingar og gólfefni. Afar falleg lóð er við húsið. Ásett verð er 34 millj. kr.“ Skerplugata 4 Þetta er timburhús, hæð og ris ásamt góðri þriggja herbergja íbúð á jarðhæð. Falleg lóð er við húsið. Ásett verð er 34 millj. kr., en húsið er í einkasölu hjá Fossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.