Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það náðist að koma fyrirbærinu á loft með hjálp fornkappa og orkutrölls. Börn og Netið Móta þarf við- horf barnanna VÍÐTÆK fjölþjóðlegkönnun um net-notkun barna hef- ur verið í gangi, með þátt- töku Íslands og á næstunni verður kynnt skýrsla með niðurstöðum. Ekkert fæst uppgefið að svo stöddu hvað í þeirri skýrslu stend- ur, en auk hennar hefur mikil vinna verið innt af hendi samhliða. Að undan- förnu hafa t.d. staðið yfir fundir hér á landi með þátttöku allra umræddra þjóða þar sem unnið hefur verið kennsluefni um mál- efnið. Heimili og skóli er þátttakandi í verkefninu og Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Kristbjörgu Hjaltadóttur framkvæmdastjóra HOS. – Segðu okkur nánar frá þessu átaki sem í gangi er, hvenær hófst það, að hvers frumkvæði og hverj- ar eru áherslurnar sem unnið er eftir? „Hér er um að ræða verkefni sem miðar meðal annars að því að auka þekkingu foreldra og kenn- ara á þeim kostum sem Netið býr yfir og leggja þeim lið við að kenna ungmennum örugga net- notkun. Verkefnið gengur undir vinnuheitinu SAFT sem er skammstöfun á Safety, Aware- ness, Facts and Tools. Verkefnið er stutt af áætlun Evrópusam- bandsins er nefnist „Safer Inter- net Action Plan“ og er heildar- styrkur til verkefnisins 1,37 milljónir evra. SAFT-verkefnið hófst í septem- ber 2002 og stendur í 20 mánuði. Í samstarfshópi verkefnisins eru 7 aðilar frá 5 löndum. Frá Noregi The Norwegian Board of Film Classification, ICT-Norway og MMI. Frá Danmörku koma að samstarfinu The Media Council for Young People And Children, frá Svíþjóð The Council Against Media Violence, frá Írlandi The National Center for Technology in Education og frá Íslandi Heim- ili og skóli – landssamtök for- eldra.“ – Hvað er verið að gera á fund- unum hérlendis um þessar mund- ir? „SAFT-samstarfshópurinn er staddur hér á landi og fundar út þessa viku. Meðal markmiða verk- efnisins er hönnun kennsluefnis fyrir foreldra og kennara. Kennsluefnið byggist á niðurstöð- um víðtækra kannana sem gerðar voru á vegum SAFT-verkefnisins í öllum aðildarlöndunum. Könnuð var þekking foreldra á netnotkun barna sinna og síðan var gerð könnun meðal barnanna á því hvernig þau nota Netið. Ekkert foreldri í dag ólst upp við notkun Netsins eða farsíma og hvorki kennarar né foreldrar geta byggt á reynslu úr eigin uppeldi eða skólagöngu þegar umgengni við Netið er annars vegar. Uppal- endum í dag er þó ætlað að leggja grunn að umgengnis- og siðareglum sem skulu ríkja í umgengni við landamæralaust Netið.“ – Þetta er býsna mikið mál, er ekki svo? „Jú, við berum ábyrgð á að kenna og viðhalda því siðferði sem við viljum að börn okkar viðhafi við notkun Netsins og á því sviði erum við að stíga okkar fyrstu skref á ótroðinni slóð. Viðskiptum á Netinu er gjarnan beint að ungmennum. Fullorðnir gefa því oft ekki gaum þegar ung- menni eru hvött til að gefa upp viðkvæmar persónulegar upplýs- ingar. Sum fyrirtæki er bjóða vörur ætlaðar fullorðnum, svo sem áfengi, halda úti vefsíðum sem höfða sérstaklega til ung- menna með það fyrir augum að ala upp neytendur sem eru fylgjandi þeirra fyrirtæki. Við þurfum að kenna börnum okkar að þekkja þessar aðferðir fyrirtækja og var- ast þær. Einnig er mikilvægt að kenna börnum að sannreyna stað- reyndir. Til eru vefsíður er dulbúa áróður sem upplýsingar.“ – Er að þínum dómi seint af stað farið og stefnir í óefni? „Svona kennslu má ekki líta á sem ábataverkefni. Það koma allt- af nýir foreldrar og ný börn og síð- ast en ekki síst tækninýjungar. Þar af leiðandi þarf þessi fræðsla að vera stöðug og alltaf í endur- nýjun. Kennsluefnið sem verið er að hanna er þannig úr garði gert að það býður upp á sífellda end- urnýjun.“ – Verður nokkru sinni hægt að koma algerlega böndum yfir óhóf- lega eða óæskilega netnotkun barna? „Við stöndum í dag frammi fyr- ir gjörbreyttu uppeldisumhverfi frá því sem var fyrir 10 árum og til að kennsluefnið sem verið er að hanna nái tilgangi sínum þarf að virkja foreldra til þátttöku við verkefnið. Könnun meðal foreldra leiddi í ljós að foreldrar telja að 98% netnotkunar barna fari fram á heimilum. Því er mik- ilvægt að foreldrar taki þátt í mótun viðhorfa til netnotkunar barna sinna. Ábyrgðin er mik- il á okkar herðum því foreldrar dagsins í dag leggja grundvöll að því siðferði sem kom- andi kynslóðir munu byggja á varðandi umgengni við nýja miðla, svo sem Netið og farsíma. Virk þátttaka foreldra gerir nýja kennsluefnið sérstakt og gefur því aukið gildi. Að foreldrar og kenn- arar standi saman að svo mikil- vægri kennslu gerir gæfumun- inn.“ Kristbjörg Hjaltadóttir  Kristbjörg Hjaltadóttir er stúdent og kennari frá Kennara- skóla Íslands. Kennari við Digra- nesskóla. Meinatæknir frá Tækniskóla Íslands, starfaði við Sjúkrahús Reykjavíkur, Landa- kot, Blóðbankann og á Rigs- hospital í Kaupmannahöfn. Með- eigandi og sölumaður á fast- eignasölu. Byggingariðnfræð- ingur frá Tækniskóla Íslands og starfaði sem fræðslufulltrúi hjá Fjárfestingarmiðlun Íslands. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Fjögurra barna móðir, það yngsta í 4. bekk grunnskóla. Til eru vefsíð- ur er dulbúa áróður FORMAÐUR Læknafélags Íslands, Sigurbjörn Sveinsson, segir að hug- myndir um aðra læknadeild, til við- bótar við þá sem er í Háskóla Ís- lands, séu vel þess virði að vera ræddar gaumgæfilega með opnum huga. Ekki megi líta á hugmyndina út frá þröngu sjónarhorni eins og deildarforseti læknadeildar HÍ, Reynir Tómas Geirsson, hafi gert í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Lækn- ingaforstjóri Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri tekur líkt og Sigur- björn vel í hugmyndina. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur sú hugmynd verið rædd á tveimur nýlegum fundum innan Læknafélagsins að stofna nýja læknadeild til að veita læknadeild- inni í Háskóla Íslands samkeppni. Þá kom fram vilji á fundi frambjóðenda á Akureyri í síðustu viku til þess að stofna læknadeild við Háskólann á Akureyri sem yrði í tengslum við Fjórðungssjúkrahúsið þar í bæ, FSA. Var þeirri hugmynd ekki vel tekið af Reyni Tómasi Geirssyni, deildarforseta læknadeildar Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag, sem sagði að kostnaður við slíka læknadeild yrði mikill og að upp- tökusvæði FSA væri það lítið að það stæði ekki undir læknakennslu. Sigurbjörn Sveinsson segir að ekki megi einangra þessa umræðu við „atkvæðaveiðar“ stjórnmála- flokkanna fyrir kosningar. Hún hafi um nokkurn tíma verið í gerjun inn- an Læknafélagsins. „Menn eru óneitanlega að velta fyrir sér einhverjum ágöllum á læknadeildinni og þeirri hugmynda- fræði sem er þar ríkjandi. Þess vegna hafa menn velt fyrir sér mögu- leika á annarri læknadeild í endur- bótaskyni og hvaða áhrif það myndi hafa, læknisfræðinni til góðs í land- inu. Ekki má slá á þessa umræðu eingöngu með þeim rökum að hvorki sé til efniviður sjúklinga né fjármun- ir til að framkvæma þetta. Menn eiga að velta fyrir sér af hverju þessi umræða kviknar. Það hlýtur að vera til góðs fyrir alla aðila,“ segir Sig- urbjörn. Sjónarhorn forseta lækna- deildar HÍ of þröngt Hann telur sjónarmið forseta læknadeildar HÍ vera málefnaleg, og ábendingar hans eigi við rök að styðjast, en sjónarhornið til umræð- unnar sé of þröngt. Ekki sé hægt að binda umræðu um aðra læknadeild við ákveðinn stað á landinu. Úrræðin þurfi ekki að vera bundin við Akur- eyri ef ný læknadeild risi þar. Meg- inhugmyndin eigi að ganga út á að læknakennsla fái annað „hugmynda- fræðilegt heimili“ og það þurfi ekki endilega að þýða að fleiri læknar verði útskrifaðir. Frekar sé verið að veita nýjum og ferskum hugmynd- um í læknakennslu svigrúm. Þorvaldur Ingvarsson, lækninga- forstjóri FSA, tekur undir með Sig- urbirni og telur rétt að skoða hug- myndir um aðra læknadeild nánar. Slík deild geti jafnvel bætt stöðu heimilislækna og lækna á lands- byggðinni. Hugmyndin sé í öllu falli ekki jafn slæm og læknadeild Há- skóla Íslands vilji halda fram. Þetta sé mál sem þurfi að kanna nánar. „Enginn heldur því fram að önnur deild þurfi að starfa undir sömu for- merkjum og læknadeild Háskóla Ís- lands. Margs konar form getur kom- ið til greina,“ segir Þorvaldur og telur að samstarf geti átt sér stað milli FSA og Háskólans á Akureyri, líkt og gert sé vegna kennslu í hjúkr- unarfræði og iðjuþjálfun. Formaður Læknafélags Íslands um aðra læknadeild Hugmyndin vel þess virði að vera rædd LÖMBIN láta það ekki á sig fá þó að kólnað hafi í veðri. Þau eru að vísu hissa þegar þau koma út og fara að þefa af snjónum og ærnar, sem eru vanar hlýjum fjárhúsum, eru hálfkulvísar. En vonandi hlýnar fljótt aftur svo að sauðféð geti farið út fyrir fullt og allt. Eftir einstakan vetur er dálítið undarlegt að fá loks snjó og kulda þegar allur gróður er að verða kominn í fullan skrúða. Sauðburð- urinn hefur sinn gang Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagradal. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.