Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 11 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.950 Flug og skattar. Verð kr. 49.950 Flug, gisting í 6 nætur, skattar. Pyramida, 4 stjörnu hótel. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til þessar fegurstu borgar Evrópu, sem skartar nú sínu fegursta. Nú er kominn yfir 20 stiga hiti og besti tíminn til að upplifa hið einstaka mannlíf sem hún hefur að bjóða og sögufræga staði og byggingar. Beint leiguflug og þú nýtur þjónstu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 23 sætin - Upplifðu vorið í Prag Munið Mastercard ferðaávísunina Prag 23. maí - 6 nætur frá kr. 29.950 UNGIR jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, freistuðu þess gær að færa ís- lensku þjóðinni nýtt blóð með fjölmennri blóðgjöf í Blóðbank- anum við Barónsstíg, eins og segir í fréttatilkynningu. „Með þessu vill ungt fólk í Samfylkingunni minna á að víða er þörf á nýju blóði, m.a. í stjórnarráðinu þar sem stöðn- un ríkir og nauðsyn er á nýju lífi,“ segir jafnframt í tilkynn- ingunni. Með þessu vill ungliðahreyf- ingin einnig hvetja alla lands- menn til að gefa blóð „sem er sjálfsagt og mikilvægt sam- félagslegt framlag“.Morgunblaðið/Jim Smart Ungir jafnaðarmenn gefa blóð JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og forsvars- menn fyrirtækisins Salus ehf. undir- rituðu síðdegis í gær samning um rekstur nýrrar heilugæslustöðvar í Salahverfi í Kópavogi en gert er ráð fyrir að stöðin verði tekin formlega í notkun í haust. Fyrirtækið Salus ehf. er að hálfu í eigu fyrirtækisins Nýsis og að hálfu í eigu læknanna Hauks Valdimarssonar og Böðvars Arnar Sigurjónssonar. Salus ehf. var stofn- að sem samstarfsfélag um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar í Sala- hverfi. Samningurinn er til átta ára með kosti á framlengingu til fjögurra ára en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 610 milljónir króna eða um 130 millj- ónir króna undir efri mörkum kostn- aðaráætlunar. Rekstur af þessu tagi hefur ekki verið boðinn út áður hér á landi. Heilbrigðisráðherra sagði í ávarpi að með þessu verkefni væri verið að fara inn á nýja brautir en allur und- irbúningur hefði tekist mjög vel og ráðuneytið aflað sér reynslu vegna útboðsins sem muni gagnast því í framtíðinni. „Það má segja að við höf- um boðið út á órólegum tíma og það urðu m.a. nokkur orðaskipti á Alþingi vegna þessa. Þess vegna finnst mér vænt um það að þetta útboð hafi tek- ist ákaflega vel og það er ástæða til þess að huga að slíku áfram. Mest er þó um vert að við erum með þessu að auka við heilsugæsluþjónustuna hér á höfuðborgarsvæðinu.“ Þjónustusvæði nýju heilsugæslu- stöðvarinnar er Linda- og Salahverfi ásamt Vatnsendahverfum en um 4.200 manns búa í hverfunum nú en gert er ráð fyrir að þeir verði um ell- efu þúsund innan tíu ára. Auk þessara hverfa er gert ráð fyrir að nýja heilsu- gæslustöðin geti þjónað íbúum nær- liggjandi byggða en íbúar hverfanna þriggja skulu hafa forgang á að skrá sig á heilsugæslustöðina. Einkarekin heilsugæsla Tekur til starfa í haust Morgunblaðið/Arnaldur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og fulltrúar fyrirtækisins Salus ehf. við undirritun samningsins um rekstur heilsugæslu í Kópavogi. FRAMBJÓÐENDUR Samfylkingar í Norðausturkjördæmi, Kristján Möller og Örlygur Hnefill Jónsson, voru í vinnustaðaheimsókn á Húsa- vík á dögunum. Heimsóttu þeir m.a. Skipa- afgreiðslu Húsavíkur ehf. og ræddu við Hannes Höskuldsson eiganda. Frambjóðendur Sam- fylkingar á Húsavík Meðal þess sem bar á góma í við- ræðum þeirra var hár flutnings- kostnaður á landsbyggðinni en Skipaafgreiðslan er atkvæðamikil í smíði og sölu vörubretta og þarf að að flytja mikið efni í þau til Húsa- víkur og brettin síðan til við- skiptavina sinna um allt land. ATVINNA mbl.is TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra segist vel skilja að Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, vilji hraða framkvæmdum Tónlistarhússins á Austurbakka. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Ashkenazy seinagang við uppbygg- ingu hússins á blaðamannafundi um Tónlistarhúsið í vikunni. Inntur eftir áliti á þessum ummæl- um Ashkenazys minnir ráðherra á að- draganda málsins; m.a. á það að þeg- ar hann hafi tekið við ráðherraembættinu hafi skoðanir verið skiptar um það hvers konar hús ætti að rísa. Það hafi því verið nauð- synlegt fyrir hann sem ráðherra að hlusta á þau sjónarmið. Auk þess hafi komið fram óskir um það frá fyrrver- andi borgarstjóra, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, að ráðuneytið tæki þátt í athugun á því hvort mögulegt væri að breyta Borgarleikhúsinu þannig að það gæti nýst til óperusýn- inga. Við þeirri beiðni hefði hann orð- ið. „Og sú athugun stendur nú yfir,“ útskýrir hann og bætir því við að nið- urstaða þeirrar athugunar gæti haft áhrif á málið í heild. Yrði niðurstaðan t.d. sú að hægt verði að ráðast í um- ræddar breytingar á Borgarleikhús- inu myndi sú spurning vakna hvort þörf væri á því að ráðast í viðbótar- framkvæmdir við Tónlistarhúsið. Ráðherra minnir á að ríki og borg séu búin að stofna einkahlutafélag um byggingu og rekstur Tónlistarhúss- ins en reiknað er með, ef útboð heppnast vel, að framkvæmdir gætu hafist á árinu 2006. „Þegar ákvörðun var tekin um stofnun einkahluta- félags var sett fram endurnýjuð tíma- áætlun og bendir ekkert til þess að hún geti ekki staðist. Hún er þó að sjálfsögðu háð því hvernig útboðið gengur. Ég vona að sjálfsögðu að það gangi að óskum.“ Að lokum leggur ráðherra áherslu á að hann hafi unnið að málinu í sam- ræmi við eðli þess þegar hann hafi komið í ráðuneytið. „Ég tel að eftir að ég kom að málinu hafi ég unnið að því í samræmi við eðli málsins; í sam- ræmi við þær aðstæður sem uppi voru og þær ólíku hugmyndir sem voru í gangi um hvers konar hús ætti að rísa.“ Rísi sem fyrst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- sætisráðherraefni Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist þeirrar skoðunar að Tónlistarhúsið eigi að rísa sem fyrst. „Ég barðist fyr- ir því hjá Reykjavíkurborg að hún tæki þátt í þessu verkefni með því að greiða 46% af heildarkostnaði. Mér finnst það ansi vel í lagt miðað við það að framlag borgarinnar til Sinfóníu- hljómsveitarinnar er 18% [af kostn- aði].“ Ingibjörg Sólrún segir að Reykjavíkurborg hafi staðið við „allt sitt“ í þessu máli. „Og nú hefur hún sett einn sinn öflugasta embættis- mann í það að vera framkvæmda- stjóri þessarar byggingar. Þegar hann fer af stað eru hlutirnir vanir að gerast.“ Vísar hún til Stefáns Her- mannssonar borgarverkfræðings. Ingibjörg segist að sjálfsögðu gera sér grein fyrir því að undirbúningur að svo stórri framkvæmd taki nokk- urn tíma „en þegar byrjað er að byggja þarf það ekki að taka langan tíma ef undirbúningur er góður“. Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður Nýs afls, segist löngum hafa verið ákafur stuðningsmaður þess að hér yrði byggt tónlistarhús fyrir allar tegundir af tónlist. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að byggja myndarlegt tónlistarhús til að efla þennan þátt menningarinnar.“ Hann segir að málið snúist um for- gangsröðun en ekki um það hvort við höfum efni á því að byggja tónlistar- hús. „Tónlistarhús er eitthvað sem hefur varanlegt gildi í okkar menn- ingarlífi. Það er því ekki bara tíma- bært heldur löngu nauðsynlegt að við reisum hér myndarlegt tónlistarhús.“ Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að loforð um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss hafi verið kosninga- brella fyrir borgarstjórnarkosning- arnar sl. vor. Vísar hún þar til und- irritun samkomulags milli fulltrúa ríkis og borgar um byggingu hússins frá apríl á síðasta ári. „Mér finnst sjálfsagt að ríki og borg standi við gefnar yfirlýsingar,“ bætir hún við. Margrét segist reyndar hafa lýst því yfir á sínum tíma að hún væri ekki hrifin af fyrirhugaðri byggingu og að hún hefði haft áhyggjur af því að byggingin myndi ekki lífga upp á miðbæ borgarinnar. „En það má deila um það,“ segir hún og heldur áfram. „Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið rekin af ótrúlegum metnaði alla tíð og mér finnst 20 ára bið tónlistar- manna eftir húsinu vera orðin allt of löng.“ Margrét tekur þó fram að það megi skoða hvort hægt verði að reka tónlistarhúsið þannig að það verði arðbært. „Ég tel mjög æskilegt að reksturinn geti að einhverju leyti staðið undir sér sjálfur.“ Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óþolin- mæði Ashkenazys, tónlistarfólks og tónlistarunnenda eftir tónlistarhúsi afskaplega skiljanlega. „Það sam- ræmist í raun ekki okkar metnaði sem þjóðar að draga þetta eins lengi og verið hefur gert,“ segir hann. „Ég tel eðlilegt að ríkisvaldið og sveitar- félögin setjist nú niður fyrir alvöru og geri um þetta langtímasamning þann- igt að það verði hægt að byrja. Og þó að fjármagnið komi á nokkrum árum þá verði þetta boðið út sem alútboð.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinar – græns framboðs, segir að VG hafi ávallt haldið því fram að í menningarstarfi almennt væru fólgin gífurleg tæki- færi til atvinnusköpunar. „Þess vegna teljum við að tónlistarhús í Reykjavík yrði mjög góður vettvangur fyrir at- vinnutónlistarmenn. Það myndi hafa gífurleg margfeldisáhrif út í atvinnu- lífið.“ Hún segir að sér sýnist sem vilji borgaryfirvalda hafi verið skýr í þessu máli. „VG á aðild að Reykjavík- urlistanum og hefur viljað ýta á þetta eins og R-listinn hefur reynt að gera.“ Skilja vel óþolinmæði unnenda Tónlistarhúss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.