Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR í Varmárskóla í Mosfellsbæ litu í heim- sókn á sögusýningu lögreglunnar sem sett hefur ver- ið upp í húsnæði ríkislögreglustjóra í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá stofnun einkennisklæddrar lög- reglu á Íslandi. Sveinn Bjarki Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá emb- ætti ríkislögreglusstjóra, t.v., og Karl Hjartarson, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sýndu nem- endum ýmis tæki og tól, búninga og annað, sem lög- reglan hefur notast við í gegnum tíðina og var ekki annað að sjá en að þeir fengju óskipta athygli nem- endanna. Þess má geta að sýningin er opin alla daga frá kl. 11–17 og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Júlíus Skólakrakkar skoða sögusýningu lögreglunnar í húsnæði ríkislögreglustjórans. Á sögusýningu lögreglunnar AÐALSTEINN Krist- inn Jónsson Thoraren- sen, fyrrverandi kenn- ari og húsgagnasmíða- meistari, er látinn, 77 ára að aldri. Aðalsteinn var fædd- ur 25. júní 1925 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Thor- arensen prestur og Vilhelmína Tómasdótt- ir. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík 1942–45 og við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn 1947–48. Að auki sótti hann fjölda námskeiða hér- lendis og í Kaupmannahöfn. Aðal- steinn starfaði sem kennari við Iðn- skólann í Reykjavík frá 1961–1995 og hélt fjölmörg námskeið í sínu fagi ásamt því sem hann samdi kennslugögn um yfir- borðsmeðferð viðar sem var hans sérgrein. Hann var alla tíð virkur í félagsstörfum og átti m.a. sæti í stjórn Kennarafélags Iðnskólans og var for- maður þess 1980 og 81. Aðallega helgaði hann þó krafta sína kristi- legu starfi, einkum fyrir KFUM og þjóðkirkjuna. Að- alsteinn lætur eftir sig eiginkonu, Hrönn Thorarensen, og fjögur upp- komin börn. Andlát AÐALSTEINN THORARENSEN ÁKVEÐIÐ hefur verið að að leggja niður hágæsludeild Land- spítalans í Fossvogi í sparnaðar- skyni. Yfirstjórn spítalans tók ákvörðunina í síðustu viku en deildinni verður lokað 1. júlí, að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrun- arforstjóra. Á deildinni eru sjö rúm en þar dvelja veikustu sjúk- lingar lyflækningadeildanna. Anna segir að deildin hafi verið sett á fót sem eins árs tilrauna- verkefni og alltaf hafi staðið til að endurskoða starfsemina eftir árið. Í ljós hafi komið að rekstur deild- arinnar hafi verið fjárhagslega erf- iður. „Hér var góð fagleg þjónusta en reksturinn hefur reynst lyf- lækningasviði I þungur. Við verð- um að gera breytingar til að minnka hallarekstur. Hún segir að sviðsstjórum lyflækningasviðs I og svæfinga-, gjörgæslu- og skurð- lækningasviðs hafi verið falið að gera tillögur til yfirstjórnar um hvernig koma eigi til móts við þarfir lyflækningasviðs I vegna bráðveikra sjúklinga. Eitt af því sem komið hafi til tals sé að færa starfsemina á gjörgæsludeild spít- alans. Miklar áhyggjur af skjólstæðingum deildarinnar Anna Sigríður Þórðardóttir, deildarstjóri hágæsludeildar, seg- ist hafa miklar áhyggjur af skjól- stæðingum deildarinnar og ástand- inu sem geti skapast þegar henni verður lokað. „Við vitum að ástand er erfitt á öðrum deildum lyflækn- ingasviðs og illa hægt að taka við eins veikum sjúklingum og eru hér.“ Anna segir skrítið að sparnaður sé alltaf fyrst og fremst látinn bitna á hjúkrun sjúklinga. Ákvörð- unin hafi verið tilkynnt með afar stuttum fyrirvara og að ekki gefist nógur tími til að undirbúa breyt- ingarnar. Fyrst hafi staðið til að loka deildinni strax 1. júní en síðan hafi lokuninni fengist frestað til 1. júlí. Hágæsludeild lögð niður vegna sparnaðar MATTHÍAS Guðmundsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf. Matthías, sem áður var fjár- málastjóri fyrirtækisins, tekur við af Jónatan S. Svavarssyni, sem mun láta af störfum hjá fyrirtækinu á næstu mánuð- um. Þá var á hluthafafundi í síð- ustu viku kosin ný stjórn fyrir félagið. Sem kunnugt er fluttu nokkrir yfirmenn hjá Búnað- arbanka sig yfir til Lands- banka. Meðal þeirra er Yngvi Örn Kristinsson sem setið hef- ur í stjórn Reykjagarðs fyrir hönd Búnaðarbanka, en bank- inn á enn nokkurn hlut í fyr- irtækinu. Nýja stjórn Reykjagarðs skipa Jakob Bjarnason frá Búnaðarbankanum og Stein- þór Skúlason og Hjalti H. Hjaltason frá Sláturfélagi Suð- urlands. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Stein- þór formaður stjórnar, Jakob varaformaður og Hjalti ritari. Nýir yfirmenn hjá Reykja- garði LÖGMAÐUR stjórnar Lífeyrissjóðs Austurlands, Atli Gíslason, ætlar að fara fram á það við ríkissaksóknara að hann hnekki þeirri ákvörðun rík- islögreglustjóra að hafna beiðni um aðgang að kæru sem fjórir sjóðs- félagar lögðu fram á hendur stjórn- inni og fyrrum framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu 10. apríl sl. hafa fjórir sjóðs- félagar í lífeyrissjóðnum krafist op- inberrar rannsóknar á störfum stjórnarinnar og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra og endurskoðanda. Eru þessir aðilar kærðir fyrir meinta ólöglega meðferð á fjármunum sjóðsins á sínum tíma og endurskoð- un sem uppfyllir ekki kröfur laga. Atli sagði við Morgunblaðið að rík- islögreglustjóri hefði hafnað beiðn- inni á þeirri forsendu að rannsókn málsins væri ekki hafin. Atli sagði það ekki viðunandi að stjórnarmenn væru bornir þungum sökum í fjöl- miðlum en fengju ekki aðgang að kærum á hendur þeim. Meginreglan væri sú að þeir sem væru bornir þungum sökum ættu rétt á að kynna sér efni slíkra ásakana. Lífeyrissjóður Austurlands Stjórnarmenn fá ekki að sjá kæru Opinn fundur með Geir Haarde í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokks- ins í Glæsibæ í dag, miðvikudaginn 7. maí, kl. 18. Allir velkomnir. Fundur með Samfylkingunni í Þjórsárveri. Frambjóðendur Sam- fylkingarinnar bjóða til spjallfundar í félagsheimilinu Þjórsárveri, Vill- ingaholtshreppi, kl. 12 fimmtudag- inn 8. maí. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð efnir til baráttufundar í kosn- ingamiðstöðinni í gömlu TF-búðinni í Fellabæ miðvikudagskvöldið 7. maí klukkan 20.30. Fjölbreytt menningardagskrá er á boðstólum og þrír efstu menn lista VG í Norðausturkjördæmi, Stein- grímur, Þuríður og Hlynur, verða á staðnum. Stúdentaráð Kennaraháskóla Ís- lands í samvinnu við Starfsmanna- félag KHÍ hefur ákveðið að bjóða til kosningafundar miðvikudaginn 7. maí. Fundurinn hefst klukkan 15 og verður í Bratta, sal skólans. Þeir flokkar sem bjóða fram á landsvísu senda fulltrúa. Munu þeir hafa framsögu og gefst áheyrendum tækifæri til að bera upp spurningar að því loknu. Fulltrúar: B Björn Ingi Hrafnsson, D Björn Bjarnason, F Margrét Sverrisdóttir, U Kolbrún Halldórsdóttir, N Jón Magnússon, S Ágúst Ólafur Ágústsson, Fund- arstjóri: dr. Ingvar Sigurgeirsson prófessor. STJÓRNMÁL SJÁLFSTÆÐISKONUR fóru í siglingu úti fyrir Hafn- arfjarðarhöfn í gærkvöld á bátnum Húna. Leikin var harmónikkutónlist um borð og gafst farþegum færi á að spjalla við frambjóðendur. Að lokinni siglingu snæddu konurnar kvöldverð á Fjörukránni. Yfirskrift ferðarinnar í gær var Stelpurnar á sjóinn! Morgunblaðið/Arnaldur Sjálfstæðiskonur á siglingu BORGARRÁÐ samþykkti í gær tillögu skipulags- og bygg- ingarsviðs Reykjavíkur um að falla frá hugmynd um að byggja bensínstöð við Hóla- brekkuskóla í Breiðholti. Var þetta gert í ljósi athuga- semda frá íbúum í Breiðholti, mótmæla frá foreldrafélagi Hólabrekkuskóla og undir- skrifta þar sem bensínstöðinni var mótmælt. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og frjálslyndra fögnuðu ákvörðuninni. Hætt við að byggja bensínstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.