Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSAKANIR um að lyfsölukeðjurn- ar Lyf & heilsa og Lyfja séu að reyna að skipta lyfsölumarkaðinum upp á milli sín eru algjörlega úr lausu lofti gripnar, segja Karl Wer- nersson, framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu, og Ingi Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju. Þeir segjast ekki heldur hafa beitt heildsala þrýstingi til að þeir veiti keðjunum hærri afslætti en einstaklingsreknu apótekunum. Í Morgunblaðinu í gær var viðtal við lyfsöluhafa tveggja einstaklings rekinna apóteka sem eru ósáttir við þá þróun sem er á þessum markaði. Þorvaldur Árnason, lyfsöluhafi í Lyfjavali í Mjóddinni í Reykjavík, sem opnar í dag, og Jón Grétar Ingvason, lyfsöluhafi í Hringbraut- arapóteki, sögðu m.a. að lyfsölu- keðjurnar hafi verið að reyna að ryðja einstaklingsreknu apótekun- um úr vegi með kaupum á þeim eða öðrum tiltækum ráðum. Þá sögðu þeir að lyfjaheildsalar og innflytj- endur séu beittir þrýstingi í þá veruna að gefa stóru keðjunum hærri afslætti en einstaklingsreknu aptótekunum. Einnig séu vísbendingar um að lyfsölukeðjurnar séu að skipta lyf- sölu markaðinum upp á milli sín. Markaðsstarf hefur skilað árangri Karl segir að fyrirtækið Lyf & heilsa hafi verið rekið eins og hver önnur smásölukeðju. Áhersla hafi verið lögð á markaðsstarf, vöruúr- val, nýjungar og fjölmargt fleira. Þetta hafi skilað þeim árangri að Lyf & heilsa hafi náð umtalsverðri markaðshlutdeild sem hafi byggst á skýrri stefnumótun, framtíðarsýn og mikilli vinnu. Hann segir að ásakanir um að Lyf & heilsa og Lyfja séu að skipta markaðinum upp á milli sín séu al- gjörlega fráleitar. Því hafi verið haldið fram að keðjurnar séu ekki með apótek í nágrenni hvor ann- arrar. Fjölmörg dæmi sé þvert á móti hægt að benda á því til sönn- unar að þessu sé einmitt þveröfugt farið, s.s. í Kringlunni, í efra Breið- holti, miðbænum og á fleiri stöðum í Reykjavík og víðar um landið. Samkeppni milli keðjanna sé því mikil. Karl segir að það sé eðlilegt að gefinn sé magnafsláttur í viðskipt- um og megi vísa til reglna Samtaka verslunar og þjónustu í því sam- bandi. Samskipti Lyfja & heilsu við heildsala byggist á grundvelli gagn- kvæmra hagsmuna og samstarfs. Þessi stefna hafi skilað þeim ár- angri að í hverri viki hafi heildsalar samband við Lyf & heilsu með nýj- ar og spennandi vörur fyrir versl- anir keðjunnar. „Segja má að viðmælendur Morgunblaðsins í gær hafi verið að kvarta undan frjálsri samkeppni og biðla jafnvel til ríkisins um að á ný verði skapað umhverfi sérhags- muna og samkeppnisverndar. Lyf & heilsa vill frjálsa samkeppni, þar sem neytandinn velur hvar hann verslar. Tölurnar hafa talað sínu máli og neytendurnir hafa valið.“ Að sögn Karls var Þorvaldur Árna- son starfsmaður apóteks Keflavíkur þegar hann opnaði apótek Suður- nesja í næsta nágrenni við apótek Kelfavíkur. Þá segir hann að Þor- valdur hafi leitað til annarrar keðj- unnar, Lyfju, og selt henni rekstur apóteks Suðurnesja. Og nú noti Þorvaldur hluta hagnaðarins af söl- unni til að opna apótek við hliðina á Lyfjum & heilsu í Mjódd. „Lyf & heilsa gera ekki athugasemdir við framgöngu Þorvaldar á smásölu- markaði lyfja en spyrja hver sé munurinn á hans aðgerðum á mark- aðnum og annarra, þ.á m. keðj- anna.“ Karl segir að hið opinbera hafi notið góðs af því að samkeppni um smásölu lyfja var gefin frjáls á árinu 1996. Ríkið hafi verið að draga úr greiðsluþátttöku sinni með skipulögðum hætti og treysta á að apótekin taki á sig skerðinguna. „Frá árinu 1998 til dagsins í dag hefur greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði almennings verið breytt fjórum sinnum. Að auki lækkaði lyfjaverðsnefnd álagningu á lyf á árinu 2002. Þessar breyt- ingar á greiðsluþátttöku hafa haft í för með sér að hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði hefur hækkað á bilinu frá 42–91% en á sama tíma hefur vísitala lyfjaverðs hækkað um 34%. Þessu hefur verið hægt að ná fram með lægri álagningu og með hag- ræðingu í rekstri í lyfsölu,“ segir Karl Wernersson. Óskiljanlegur málflutningur Ingi Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Lyfju, segir og honum sýnist sem svo að þeir lyfsöluhafar sem lýstu yfir óánægju sinni með þró- unina á lyfsölumarkaði í Morgun blaðinu í gær vilji búa í vernduðu umhverfi þar sem ríki engin sam- keppni. Hann segir að Þorvaldur Árnason, lyfjafræðingur, hafi gagn rýnt frjálsa samkeppni en sé samt öðru sinni að stofna til atvinnu- reksturs í nálægð við annað apótek. Á sama tíma gagnrýnir Þorvaldur keppinaut sinn fyrir að svara sam- keppni frá honum með því að færa sig um set. Ingi segir að menn geti ekki bæði verið með og á móti sam- keppni. Þorvaldur vilji bara sam- keppni í aðra áttina. Þá segir Ingi að Þorvaldur vilji að allir njóti sömu kjara, hvort sem þeir séu litl- ir eða stórir, en það sé í andstöðu við leiðbeinandi reglur samkeppn- isstofnunar þar sem segir að við- skiptakjör skuli endurspegla um- fang viðskipta. Ingi segir að rekstur margra einstaklingsrekinna apóteka gangi erf iðlega og sum séu með neikvætt eigið fé. Sumir hafi viljað selja sín apótek og af hálfu Lyfju hafi aldrei verið beitt þving- unaraðgerðum. Það sé hver og einn sem ákveði hvort hann vilji selja eða ekki. Um ásakanir þess efnis að heild- salar séu beittir þrýstingi segir Ingi að það sé fullkomnlega eðlilegt að stærri aðilar njóti stærðarinnar með betri viðskiptakjörum. „Það er algjör fjarstæða að Lyfja hafi beitt heildsala þrýstingi um að selja ekki vörur frá þeim og fráleitt að bendla Lyfju við slíkt. Lyfja hefur aldrei beitt slíkum að ferðum enda væru það ólöglegir við skiptahættir. Ásakanir þar um eru fullkomlega út í hött,“ segir Ingi Guðjónsson. Lyf & heilsa og Lyfja ekki að skipta lyfsölumarkaðinum upp á milli sín Ásakanir úr lausu lofti gripnar Morgunblaðið/Arnaldur GUÐMUNDUR Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, segir ljóst að hér á landi séu komnar fram tvær lyf- sölukeðjur sem beri höfuð og herðar yfir alla aðra. Hann segir að Lyf & heilsa hafi einkum verið að færa út kvíarnar að undanförnu en hafi þó ekki náð fram markaðsráðandi stöðu eftir því sem séð yrði. Sam- keppnislögin gefi ekki tilefni til að Samkeppnisstofnun grípi með ein- hverjum hætti inn í það sem á sér stað í þessum efnum. Hann segir að samkeppnislög geti ekki komið í veg fyrir að til verði tvær stórar lyfsölukeðjur hér á landi, nema það gerist í kjölfar sam- runa sem leiðir til markaðsyfirráða. Samkeppnisyfirvöld geti því ekkert annað gert en að fylgjast með því að stóru lyfsölukeðjurnar tvær misnoti ekki stöðu sína. Engu að síður segir hann það vera mjög óheppilegt að til sé að verða fákeppni eða tvíkeppni á lyfsölumarkaði, frá samkeppnislegu sjónarmiði séð. Ákveðin hætta sé á að samkeppnin dvíni. Guðmundur segist ekki sjá ástæðu til að samkeppnislögum verði breytt í þá veruna að sam- keppnisyfirvöldum verið heimilað að grípa inn í ef til eru að verða tveir aðilar á ákveðnum markaði, sem bera höfuð og herðar yfir aðra. Hvergi sé þekkt að samkeppnislög taki til slíkra aðstæðna nema til verði það sem kallast sameiginleg markaðsráðandi staða, en því sé ekki til að dreifa á lyfsölumarkaði. Að sögn Guðmundar hefur Sam- keppnisstofnun fylgst með lyf- sölumarkaðinum að undanfönu, sér- staklega í kjölfar þess að gripið var inn í á árinu 2001 þegar Lyfja og Lyfjabúðir, dótturfélag Baugs, sam- einuðust. Hann segir að stofnunin hafi sett þeim samruna ákveðin skil- yrði á grundvelli samrunaákvæðis samkeppnislaga. Niðurstaða stofn- unarinnar hafi verið sú að við sam- runann myndi verða til ákveðin markaðsráðandi staða á ákveðnum hluta lyfjamarkaðarins. Skilyrðin sem stofnunin hafi sett hafi verið þau m.a. að hið sameinaða fyrirtæki yrði að losa sig við fimm apótek. Einnig hafi það skilyrði verið sett að ekki mætti selja apótekin til Lyfja & heilsu. Guðmundur segir að áfrýj- unarnefnd samkeppnismála hafi hins vegar fellt það ákvæði úr gildi og hafi Lyf & heilsa keypt apótekin. Áður hafi reyndar komið fram að engir aðrir hafi verið reiðubúnir til að kaupa þau. Ábendingar um mikinn mun á verði frá heildsölum Guðmundur segir að samkeppn- isyfirvöld hafi fengið ábendingar um það að óeðlilega mikill munur sé á verði frá heildsölum til ein- staklingsrekinna apóteka annars vegar og lyfsölukeðjanna hins veg- ar. Samkeppnisstofnun hafi hins vegar engar haldgóðar upplýsingar um þetta. Hann segir að það sem fram hafi komið í viðtali við lyf- söluhafa einstaklingsreknu apótek- anna tveggja í Morgunblaðinu í gær gefi í sjálfu sér tilefni til að rannsaka þessi mál. Ósagt skuli hins vegar lát- ið hvort af því verður eða hvenær. Ekki tilefni til inngripa Samkeppnisstofnunar SÝNINGARNAR í Brussel í Belg- íu, Evrópska sjávarútvegssýningin (European Seafood Exposition) og Seafood Processing Europe, standa nú yfir. Útflutningsráð Íslands (ÚÍ) er með sýningarsvæði fyrir fyrir- tæki á þess vegum en Bakkavör, SH og SÍF eru með bása á eigin vegum. Á Evrópsku sjávarútvegssýning- unni, sem er ein stærsta sýning er tengist sölu sjávarafurða í heimin- um, sýna um eitt þúsund og tvö hundruð fyrirtæki hvaðanæva úr heiminum. Að sögn Vilhjálms Jens Árnasonar, forstöðumanns sýning- arsviðs Útflutningsráðs Íslands, hefur sýningin vaxið undanfarin ár. Sýningin skiptist í tvennt, á öðru svæðinu, European Seafood Expos- ition (ESE), er vara tengd sjávar- útvegi, þ.e.a.s. fiskafurðir, en á hinu svæðinu, Seafood Processing Eur- ope (SPE), eru sýndar vélar, tæki og annar búnaður fyrir sjávarútveg. Þó nokkuð mörg fyrirtæki verða þeim megin sem sjávarafurðirnar verða sýndar, að sögn Vilhjálms Jens, en af skiljanlegum ástæðum taki vélarnar og tækin meira pláss. 4.000 fermetra höll Þau íslensku fyrirtæki sem sýna á European Seafood Exposition 2003 ásamt ÚÍ eru: E. Ólafsson, Ís- lenska umboðssalan, Triton, Salka Seafood, Interseafood, Íslenska út- flutningsmiðstöðin, Ögurvík, Topp- fiskur, Jón Ásbjörnsson, Samtök verslunarinnar – FÍS, B. Benedikts- son hf., Ocean Fish, Norfish, North Atlantic Solutions og Brim Seafood (áður ÚA Seafood Group). Seafood Processing Europe 2003- sýningin er haldin í 4.000 fermetra höll sem tengist European Seafood Exposition-sýningunni og þar verð- ur ÚÍ með stórt svæði hlutfallslega en minni bás á svæðinu tengdu sjáv- arafurðum. Á Seafood Processing Europe 2003 sýna eftirtalin íslensk fyrirtæki auk ÚÍ: Eimskip, Ice- landair Cargo, Samskip, Skaginn, Liquid Ice Inc., Maritech, NAS, Mekokerfi, Borgarplast, Marel, Póls, Sæplast, 3X – Stál, Carnitech a/s, Wisefish, Fiskvélar og Topp- lausnir. Íslensk fyrirtæki sýna í Brussel GENGIÐ hefur verið frá formlegum samningi milli Búnaðarbankans og Birtingahússins um birtingaráðgjöf og kaup á auglýsingabirtingum. Samningurinn nær til allra vöru- merkja Búnaðarbankans og hefur þegar tekið gildi. Í tilkynningu frá Birtingahúsinu segir að með samningnum veitist Búnaðarbankanum í fyrsta skipti að- gangur að ráðgjöf um kaup á auglýs- ingabirtingum sem sé algerlega óháð sölu og framleiðslu auglýsinga. Þetta fyrirkomulag sé nýtt á Íslandi, en hingað til hafi auglýsingastofur og fyrirtæki sem annast auglýsingaráð- gjöf fengið greitt fyrir þjónustu sína sem hlutfall af auglýsingasölu. Haft er eftir Eddu Svavarsdóttur, markaðssstjóra Búnaðarbankans, í tilkynningunni að eftir að hafa leitað tilboða í þennan þátt markaðsstarfs bankans hafi það verið niðurstaðan að með því að ganga til samstarfs við Birtingahúsið fengist besta mögulega lausn, hvort sem litið væri til faglegra eða fjárhagslegra sjónarmiða. Ólafur Þór Gylfason, fram- kvæmdastjóri Birtingahússins, segir þennan stóra samning vera mikla við- urkenningu fyrir Birtingahúsið og það brautryðjendastarf sem fyrir- tækið hafi unnið á síðustu árum. Búnaðarbank- inn semur við Birtingahúsið ♦ ♦ ♦ BANKARÁÐ Búnaðarbanka Íslands hf. og stjórn Kaupþings banka hf. hafa yfirfarið meginniðurstöð- ur áreiðanleikakannana sem gerðar voru í tengslum við fyrirhugaðan samruna bankanna. Segir í sam- eiginlegri tilkynningu frá bönkunum að það sé sam- hljóða niðurstaða þeirra að það sem þar komi fram gefi ekki tilefni til breytinga á þeirri samrunaáætl- un sem undirrituð var 12. apríl sl. Í samrunaáætluninni segir meðal annars að sam- einingin skuli miðast við 1. janúar 2003. Þar segir jafnframt að við samrunann fái hlut- hafar Búnaðarbanka Íslands hf. hluti í Kaupþingi banka hf. í skiptum fyrir hluti sína. „Hluthafar í Kaupþingi banka hf. munu eignast um 51,77% hlut í sameinuðum banka en hluthafar í Búnaðarbanka Íslands hf. um 48,23%. Af þessu leiðir að við sam- runann fá hluthafar Búnaðarbanka Íslands hf. hluti í Kaupþingi Banka hf. í skiptum fyrir hluti sína. Fyrir hvern hlut í Búnaðarbanka Íslands hf. að nafnverði kr. 1.00 fá hluthafar 0,0369863 hluti í Kaupþingi banka hf., sem svarar til 0,369863 króna hlutafjár að nafnverði,“ segir í samrunaáætluninni. Um ákvörðun á skiptahlutfalli segir að þar hafi markaðsverð á hlutabréfum í báðum bönkunum verið haft til hliðsjónar auk fjárhagslegrar stöðu, af- komu, markaðsstöðu og framtíðarhorfum. Þá hafi verið litið til ársreikninga bankanna og annarra upplýsinga um rekstur þeirra og fjárhagsstöðu. Í skýrslu matsmanna, sem koma annars vegar frá KPMG endurskoðun og endurskoðunarskrif- stofunni Deloitte & Touche hf. hinsvegar, segir: „Það er álit okkar að skiptihlutfallið sé eðlilega ákvarðað og sanngjarnt miðað við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar og að það sé efnislega rökstutt. Ekki verður séð að samruni bankanna komi til með að rýra á nokkurn hátt möguleika lánardrottna á fullnustu krafna sinna í hinum sameinaða banka.“ Um arðgreiðslur segir í samrunaáætluninni að hlutirnir sem hluthafar Búnaðarbankans fá sem gagngjald fyrir hluti sína veiti rétt til arðs frá þeim degi sem ákvörðun er tekin á hluthafafundi í Kaup- þingi banka hf. um hækkun hlutafjár sem og öll sömu réttindi og aðrir hluthafar í Kaupþingi banka hf. Þetta feli í sér að engar breytingar verða á út- greiðslu arðs til hluthafa sem ákveðnar voru á aðal- fundum Kaupþings banka hf. 12. mars og Búnaðar- banka Íslands hf. 22. mars vegna rekstrarársins 2002. Í áætluninni segir einnig að hlutafé Kaupþings Banka hf. verði hækkað um allt að 200.425.000 hluti svo hægt verði að greiða hluthöfum Búnaðarbanka Íslands hf. með nýjum hlutum í Kaupþingi Banka hf. Um stjórn hins nýja banka segir að stjórnar- mönnum skuli fjölgað úr sjö í níu. Samrunaáætlun breytist ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.