Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Handtalstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Drægni allt að 5 km Verð frá kr. 5.900,- UHF talstöðvar í miklu úrvali w w w .d es ig n. is © 20 03 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is           HUGMYNDIR eru um að fækka endurvinnslugámum fyrir drykkjar- fernur í Reykjavík um rúmlega 20%. Að sögn deildarstjóra sorp- hirðu og dýraeftirlits hjá borginni verður þetta gert til að samræma fjölda gáma milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þar með kostnað við rekstur þeirra. Guðmundur B. Friðriksson, deild- arstjóri sorphirðu og dýraeftirlits hjá Reykjavíkurborg, kynnti hug- myndirnar á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur á dögunum. Að hans sögn eru tildrög þess að hafist var handa við að end- urskoða tilhögun og fjölda gámanna þau að um áramót tóku gildi ný lög um Úrvinnslusjóð sem kveði á um að leggja skuli úrvinnslugjald á fernur sem standa á undir endur- vinnslu á þeim. Í ljósi þessa þurfi að ákveða hversu mikið úrvinnslugjald eigi að leggja á fernurnar og hversu mikið sveitarfélögin eigi að fá fyrir söfn- unina á þeim. Það flæki hins vegar málið að sveitarfélög hafi verið með mismarga gáma. Þannig hafi Garða- bær verið með einn gám í um 8.000 manna sveitarfélagi á meðan Reykjavíkurborg sé með allt frá 439 og upp í 2.000 íbúa á bak við hvern gám sé fjöldi þeirra skoðaður með tilliti til póstnúmera. „Besta leiðin er að bjóða sorp- hirðuna út sameiginlega á höfuð- borgarsvæðinu þannig að við fengj- um ákveðið verð á hana,“ segir Guðmundur. „Úrvinnslusjóður myndi síðan leggja það verð á fern- urnar og greiða til sveitarfélaganna. Það þýðir að sveitarfélögin þurfa að koma sér saman um þéttleikann á gámunum og þar er komið að pólí- tískri ákvörðun sem lýtur að því hvernig söfnunin á sorpi eigi að vera hjá sveitarfélögunum á höfuðborg- arsvæðinu.“ 1.500–2.000 íbúar á gám í stað 1.200 áður Í minnisblaði Guðmundar um málið kemur fram að stjórn Sorpu hafi lagt til að miðað verði við að einn gámur verði á hverja 1.500– 2.000 íbúa en í dag er meðaltalið í Reykjavík um 1.200 íbúar á hvern gám. Sé miðað við að þessi tala verði hækkuð upp í 1.500 þurfi að fækka gámum í Reykjavík úr 93 í 74 eða um 19 sem er rúmlega 20% fækkun. Aðspurður segir hann að fram að þessu hafi sveitarfélögin staðið und- ir kostnaði vegna gámanna sem hef- ur verið allt frá 27 krónum á hvert kíló af fernum og upp í 73 krónur. Í Reykjavík hafi þessi kostnaður ver- ið rúmar 68 krónur. Stjórn Úr- vinnslusjóðs hefur hins vegar ákveð- ið að greiða 55 krónur á hvert kíló. Guðmundur segir að takmarkið sé ekki endilega að Úrvinnslusjóður standi alfarið undir kostnaðinum heldur sé nauðsynlegt að samræma fjölda gáma milli sveitarfélaganna og þar þurfi að fara einhverja milli- leið. Gert er ráð fyrir að endanlegar tillögur Sorpu að sameiginlegu söfn- unarkerfi sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu liggi fyrir á næst- unni. Verði þær samþykktar væri hægt að bjóða sorphirðuna út í sum- ar þannig að samið yrði við sorp- hirðuaðila í október. Nýtt fyrir- komulag á söfnun ferna gæti síðan tekið gildi um næstu áramót. Grenndargám- um fyrir fernur verði fækkað Morgunblaðið/Þorkell Kostnaður við söfnun drykkjarferna er einna hæstur í Hafnarfirði eða tæp- lega 73 krónur á kíló. Í Reykjavík er þessi kostnaður um 68 krónur á kíló. Reykjavík TILLAGA að nýju deiliskipu- lagi annars áfanga Valla í Hafn- arfirði verður kynnt á fundum með hagsmunaaðilum í dag. Um er að ræða nýtt íbúðarhverfi sunnan fyrsta áfanga Valla. Skipulagssvæðið er um 26,4 hektarar að flatarmáli og af- markast til norðurs af Akurvöll- um og Engjavöllum, til austurs af Haukasvæðinu og Grísanesi, til suðurs af Fléttuvöllum og til vesturs af nýrri legu Ásbrautar / Krísuvíkurvegar og Drekavöll- um. Í nóvember sl. fór fram útboð á vegum Hafnarfjarðarbæjar á deiliskipulagsvinnu við svæðið og var samið við lægstbjóðanda, Arkís ehf., í kjölfar þess. Hefur verið unnið að deiliskipulaginu síðan um mánaðamótin nóvem- ber-desember. Sérstök kynning á deiliskipu- lagstillögunni verður fyrir verk- taka, hönnuði og fasteignasala í Sverrissal Hafnarborgar kl. 16.00 í dag en kl. 17.30 verður tillagan kynnt fyrir öðrum sem hafa áhuga. Deiliskipu- lag Valla kynnt Hafnarfjörður DAGSKRÁ hafnfirsku listahátíðar- innar Bjartra daga var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarfirði í gær. Hátíðin stendur yfir 1. til 23. júní næstkomandi. Markmiðið með hátíðinni er að skemmta bæjarbúum og gestum auk þess að koma hafnfirskum lista- mönnum og hafnfirskri menningu á framfæri, að því er fram kemur í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. Er gert ráð fyrir að um 500 manns muni taka þátt í um 50 dagskráratriðum en stjórn dagskrárinnar er í höndum menningarmálanefndar og menning- arfulltrúa bæjarins. Hátíðin verður sett á 95 ára af- mælisdegi Hafnarfjarðar sem er 1. júní en þá er jafnframt sjómanna- dagurinn. Þann dag verður fjöldi við- burða og m.a. opnaðar átta myndlist- arsýningar víða um bæinn. Þá verður sérstakt menningarhús fyrir ungt fólk opnað í gamla bílasafninu í Mjósundi en samtökin Regnboga- börn hafa aðsetur á efri hæð hússins. Meðal stórviðburða á hátíðinni má nefna frumflutning þriggja tónverka eftir þá Finn Torfa Stefánsson, John Speight og Þórð Magnússon. Sömu- leiðis verður nýtt leikrit eftir Auði Haralds frumflutt, einn dagur hátíð- arinnar verður tileinkaður dansi víða um bæ, rokktónleikar verða á Norð- urbakka síðustu helgi hátíðarinnar og svo mætti lengi telja. Ítarlegri dagskrá listahátíðarinn- ar er að finna á heimasíðu bæjarins, www.hafnarfjordur.is. Morgunblaðið/Jim Smart Úrslit í samkeppni um gerð merkis fyrir Bjarta daga voru gerð kunn í gær. F.v. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Marín Hrafnsdóttir menningarfulltrúi, Halla G. Erlendsdóttir, höfundur merkisins, Ása B. Snorradóttir, formaður menningarmálanefndar, og Símon Jóhannsson, fulltrúi í nefndinni. Bjartir dagar í júní Hafnarfjörður SKÓLASTJÓRNENDUR og starfs- fólk Ártúnsskóla í Reykjavík hlutu foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla sem veitt voru í Þjóðmenningarhúsinu á mánudag. Jónína Bjartmarz, formaður sam- takanna, afhenti verðlaunin en skólinn fékk þau fyrir þrjú verkefni sem bera nöfnin Skólaskilaboð, Skólagarðar –lenging skólaárs og Föstudagssamvera. Þá hlutu fjórir aðilar hvatning- arverðlaun samtakanna, en það voru skólastjórnendur Fellaskóla, foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ, for- eldraráð Seljaskóla og Aðgerða- hópur barnaskóla Ólafsfjarðar og gagnfræðaskólans á Ólafsfirði. Er þetta í áttunda sinn sem verð- launin eru veitt en að þessu sinni bárust 18 tilnefningar. Markmiðið með veitingu verðlaunanna er að vekja athygli á því starfi sem unnið er á fjölmörgum sviðum skóla- samfélagsins. Verðlaunagripurinn er hannaður af Óðin Bolla Björgvinssyni, nem- anda á fyrsta ári í vöruþróun við Listaháskóla Íslands. Starfsfólk Ártúns- skóla hlaut verðlaun Heimilis og skóla Ártúnsholt Morgunblaðið/Arnaldur Jónína Bjartmarz afhendir Ellerti Borgari Þorvaldssyni, skólastjóra Ár- túnsskóla, og Rannveigu Andrésdóttur aðstoðarskólastjóra verðlaunin. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.