Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 26
LANDIÐ 26 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES JÓHANNES Helgi Alfreðsson sigr- aði á árlegu skólaskákmóti Grunn- skólans á Hólmavík. Jón Kristinsson frá Búnaðarbank- anum stýrði mótinu en hann hefur gegnum árin verið skólanum stoð og stytta við að halda merki skákíþrótt- arinnar á lofti. Árið 1998 gaf Bún- aðarbankinn veglegan bikar sem skákmeistari skólans hefur hlotið síðan. Í ár tókst skákmeistara Grunnskólans í fyrsta sinn að verja bikarinn en það var Jóhannes Helgi sem vann mótið einnig í fyrra. Hann er í 9. bekk og hefur því tækifæri til að vinna bikarinn til eignar á næsta ári. Úrslit mótsins urðu þau að hjá eldri nemendum var það Jóhannes Helgi Alfreðsson, 9. bekk, sem var í fyrsta sæti, Jón Örn Haraldsson í 7. bekk þar á eftir og Jakob Már Snæv- arsson í 9. bekk var í þriðja sæti. Hjá yngri nemendum var Hrafn- kell Fjölnisson 5. bekk hlutskarpast- ur, þá Jón Arnar Ólafsson í 5. bekk og loks Birna Karen Bjarkadóttir sem hafnaði í þriðja sæti, en hún er í 4. bekk. Um þrjátíu krakkar tóku þátt í mótinu. Keppendur voru á aldrinum 6–15 ára og var athyglisvert að fylgj- ast með frammistöðu yngstu nem- endanna. Í lok apríl er von á Helga Ólafssyni stórmeistara í skólana í Strandasýslu og má búast við að sú heimsókn verði til að efla skák- áhugann enn frekar. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Þrjú efstu sæti í báðum aldurshópum skólaskákmótsins. Frá vinstri: Jón Örn, Jóhannes Helgi, Jakob Már, Hrafnkell, Jón Arnar, Birna Karen. Varði titil sinn í skákinni Hólmavík UT-örráðsstefna var haldin í Grunn- skólanum í Borgarnesi nýverið. Þór Jóhannsson, kennsluráðgjafi í upp- lýsinga-og tæknimennt við grunn- skólana í Borgarbyggð, fékk styrk frá menntamálaráðuneytinu til að halda ráðstefnuna. Þátttakendur voru kennarar og stuðningsfulltrúar í Grunnskólanum í Borgarnesi og á Varmalandi. Þór setti ráðstefnuna og sagði lauslega frá hugmyndinni, sem gæfi tækifæri fyrir samstarf milli skóla- nanna og miðlun á verkefnum meðal fólks sem hefði að stórum hluta sömu markmið í sínum störfum. Lilja S. Ólafsdóttir kennari hélt erindi þar sem hún fjallaði um stöðu kennara gagnvart UT sem nýjungum í skóla- starfi. Þátttakendur tóku síðan þátt í málstofum þar sem fjallað var um bekkjarvef, faggreinakennslu, yngri bekkjakennslu, tungumálanám og sérkennslu, allt í tengslum við upp- lýsinga og tæknimennt. Í málstofun- um skiptust þátttakendur á skoðun- um, deildu reynslu og hugmyndum ásamt því að skrá niðurstöður og umræðuefni. Hópstjórar kynntu svo afrakstur málstofanna fyrir hinum hópunum í lok ráðstefnunnar. Þátt- takendur létu þess getið að sam- vinna milli skólanna af þessu tagi væri bæði gagnleg og æskileg. Morgunblaðið/Guðrún Vala Starfsfólk á UT-örráðstefnu í grunnskólanum í Borgarnesi nýverið. UT-örráðstefna hald- in í grunnskólanum Borgarnes HAFNAR eru framkvæmdir við nýja brú á Klifandi í Mýrdal, enda er gamla brúin orðin mjög illa farin og þar að auki einbreið. Fyrir- hugað er að brúin verði byggð í sumar. Undirbúningsvinna er hafin og er byrjað að reka niður steypta staura undir stöpla brúarinnar og er það gert með vökvakrana. Það er brúarvinnuflokkur Sveins Þórðarsonar úr Vík í Mýrdal sem sér um verkið. Reiknað er með að smíði sjálfrar brúarinnar hefjist um næstu mánaðamót. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Unnið er að því að reka niður staura fyrir nýja brú við Klifandi í Mýrdal. Einbreiðu brúnum fækkar Fagridalur „ÞAÐ er afar tímafrekt að leita að smælki og litlum brotum úr heim- ildum sem til eru um ævi þeirra. Jafnframt þarf ég að fara djúpt of- an í tíðarandann á Suðurnesjum á þeirra tíma og kanna sögu ýmissa samferðamanna til að fylla út í myndina,“ segir Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfundur sem byrjuð er á ritun seinna bindis skáldsögu um ævi Guðríðar Símonardóttur og þar koma Suðurnesin mikið við sögu. Reisubók Guðríðar Sím- onardóttur, sem kom út á árinu 2001, fjallaði um Tyrkjaránið 1627, þrældóminn í Alsír, frelsun Guð- ríðar og ferðina til Íslands. Henni lauk þegar Guðríði er róið í land í Keflavík með Hallgrími Péturssyni sem hún hafði kynnst í Kaupmanna- höfn á heimleiðinni. 14 ár á Suðurnesjum Þau komu með vorskipi 1637 og Steinunn segir að þar hafi þau leit- að ásjár Gríms Bergssonar lög- réttumanns í Ytri-Njarðvík sem hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Tel- ur hún að skyldleiki Guðríðar við Rósu Ásgeirsdóttur, konu Gríms, hafi leitt þau þangað. Þau lifðu í sárri fátækt í hjáleigunni Bolafæti og lentu auk þess upp á kant við yf- irvöldin vegna þess að þau voru ógift en eignuðust barn fljótlega eftir heimkomuna. Sjö árum síðar fékk Hallgrímur uppreisn æru og vígðist til Hvalsness. Þar voru þau önnur sjö ár, eða þar til Hallgrímur fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem hann orti Passíusálmana. Suðurnesin koma því mjög við sögu í þessu seinna bindi heim- ildaskáldsögunnar um ævi Guð- ríðar. „Fyrstu hjónabandsár þeirra þar voru reynslutími, merktur af basli og barnamissi og þekkt er harmljóðið sem Hallgrímur orti eft- ir Steinunni litlu dóttur þeirra. Margir þekkja líka bautasteininn sem hann hjó nafn hennar í og varð- veittur er í Hvalsneskirkju. Á Suð- urnesjum tók Hallgrímur út mikinn þroska sem maður og skáld og má vel færa rök að því að grunnur Passíusálmanna hafi verið lagður á Hvalsnesárunum,“ segir Steinunn. Leitað eftir heimildum og stuðningi Steinunn notar sömu vinnubrögð við öflun heimilda til að byggja á við skrif sín og við ritun Reisubók- arinnar. Hún dregur saman þær skriflegu heimildir og þjóðsögur sem til eru og setur sig auk þess sem mest inn í trúarlífið og tíð- arandann á sautjándu öld og rifjar upp sögu samferðarmanna þeirra, meðal annars fólks sem kom úr her- leiðingunni eins og mæðginin frá Járngerðarstöðum í Grindavík. „Ef einhverjir kunna þjóðsögur sem tengjast viðfangsefninu, þigg ég þær með þökkum,“ segir Steinunn. Þá reynir hún að kynnast sögu- slóðunum sem mest af eigin raun og segist Steinunn hafa dvalið töluvert á Suðurnesjum í þeim tilgangi, með sama hætti og hún fór til Alsírs og Marokkós og sögustaða víða í Evr- ópu þegar hún vann að undirbún- ingi Reisubókar. Vonast hún til að fá enn betra tækifæri til þess að kynnast svæðinu og safna stað- bundnum heimildum með því að dvelja þar í sumar. Steinunn er ekki reiðubúin að segja hvenær ritun sögunnar geti lokið. Vonast þó til að það taki ekki heil sex ár eins og vinnan við fyrri bókina. Hún hefur verið að leita eftir stuðningi fyrirtækja, meðal annars á Suðurnesjum, til að geta einbeitt sér að þessu verkefni til loka. „Ég er að vona að Suðurnesjamenn hlaupi undir bagga með mér, eins og Guðríði og Hallgrími þegar þau leituðu ásjár þeirra á sínum tíma,“ segir Steinunn. Gefin út í Þýskalandi Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur fékk góða dóma á sínum tíma, seldist upp og nýlega kom hún út í kilju. Steinunn segir að við- tökur lesenda hafi verið sér mikil hvatning til að halda áfram. Þá getur hún þess að fyrr á þessu ári hafi verið gengið frá samningi um útgáfu á bókinni í Þýskalandi. Stórt forlag, Rowohlt, hafi keypt útgáfuréttinn og nú sé verið að þýða bókina. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Minjar um veru Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur á Suðurnesjum er enn að finna. Hér er Stein- unn Jóhannesdóttir við bautarstein Steinunnar, litlu dóttur þeirra, sem fannst við Hvalsneskirkju á árinu 1964 og nú er varðveittur í kirkjunni. Talið er að Hallgrímur Pétursson hafi sjálfur hoggið nafn dóttur sinnar í steininn. Tímafrekt að safna saman brotum Hvalsnes/Njarðvík Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur leitar heimilda um fjórtán ára dvöl Guðríðar og Hallgríms á Suðurnesjum SÍÐASTI íbúafundur bæjarstjóra Reykjanesbæjar verður í kvöld, mið- vikudagskvöld. Hann er með íbúum í Keflavík, norðan Aðalgötu. Árni Sigfússon hefur haldið fjóra slíka fundi og hafa þeir verið vel sótt- ir. Kynnt eru verkefni sem unnið er að á vegum Reykjanesbæjar og þættir úr framtíðarsýn, farið yfir helstu verkefni í viðkomandi hverf- um og óskað eftir ábendingum íbúa um það sem betur má fara. Síðasti íbúa- fundurinn Reykjanesbær DEKURHELGI, svokallað konu- dekur, verður í ævintýrahúsinu Púlsinu í Sandgerði dagana 17. og 18. maí. „Við vinnum með konuna í okkur þessa helgi og kvenorkuna um leið og við dönsum dansinn, en magadans eflir gyðjuna innra með okkur og kvenlegar hreyfingar. Við lærum að meta líkama okkar og kyndum undir kynþokkann sem kemur innan frá. Með magadansi örvum við einnig neðstu orkustöðvar líkamans,“ segir í fréttatilkynningu frá Púlsinum. Dönsk magadansmey, Tove Vestmø, verður í Púlsinum á dekur- helginni og Matthildur Gunnarsdótt- ir verður með léttar jógaæfingar í lok dagsins. Marta Eiríksdóttir mun galdra fram hollustufæði og leiða þátttakendur í gegnum slökun báða dagana. Konudekur á nám- skeiði í Púlsinum Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.