Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 31 • Stjórnar „fyrrverandi“ heimilislífinu okkar? • Má ég elska börnin mín heitar en börnin hans/hennar? • Eru stjúpforeldrar félagar, vinir eða uppalendur? • Eru stjúpforeldrar alvöru foreldrar? • Er hægt að búa til eina fjölskyldu úr tveimur fjölskyldum? Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl í stjúpfjölskyldu, hlutverk stjúpforeldra, samskiptin við „hina foreldrana“ og leitað vænlegra leiða til að byggja upp samsetta fjölskyldu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16. Þannig er leitast við að skapa andrúmsloft trúnaðar og stuðla að opinni umræðu um viðkvæm mál sem hvíla á þátttakendum. Námskeiðið er haldið á Hverfisgötu 105, 4. hæð - mánud. 12., miðvikud. 14., og mánud. 19. maí kl. 20-22.30. Þátttökugjald er 13.000 kr. (námskeiðsgögn og kaffi innifalið). Stjúpfjölskyldur „Börnin þín, börnin mín, börnin okkar“ Námskeið Þels - sálfræðiþjónustu fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá Þeli - sálfræðiþjónustu halda þriggja kvölda námskeið fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum. Nánari upplýsingar og skráning í símum 551 0260 og 562 8737, í netföngum egj@centrum.is og torkatla@centrum.is og á heimasíðu okkar www.thel.is ÞRIÐJUDAGINN 29. apríl síð- astliðinn var haldinn fundur í Há- skólanum í Reykjavík með fram- bjóðendum allra flokka sem bjóða fram til Alþingiskosninga 10. maí næstkomandi. Meðal umræðuefna á fundinum var „lögmannafrumvarp- ið“ svokallaða. Frumvarpið felur í sér að lögfræðingar frá öðrum skól- um en Háskóla Íslands geti hlotið lögmannsréttindi. Talsverð deila varð um þetta mál við þinglok. Mál- ið endaði á þann veg að frumvarp- inu var vísað til almennrar um- ræðu. Á umræddum fundi sagði Hall- dór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, m.a.: „Ég er þeirr- ar skoðunar að það sé afskaplega mikilvægt fyrir HR, lögfræðistétt- ina og alla aðila að það náist góð sátt um þetta mál.“ Síðar sagði hann: „Það vannst hins vegar ekki tími til að afgreiða það en það verð- ur að sjálfsögðu afgreitt í upphafi næsta Alþingis.“ Þessi ummæli hljóta að vera fagnaðarefni fyrir nemendur og aðstandendur laga- deildar Háskólans í Reykjavík. Við afgreiðslu málsins virtist sem Framsóknarflokkurinn og stjórnar- andstaðan hefðu komið í veg fyrir afgreiðslu málsins en Halldór full- yrti að enginn ágreiningur hefði verið um málið í ríkisstjórn. Ummæli annarra fundarmanna voru af svipuðum meiði. Geir H. Haarde fjármálaráðherra taldi þetta vera mikið réttlætismál. Jón Magnússon, varaformaður Nýs afls og hæstaréttarlögmaður, sagðist ekki skilja hvers vegna frumvarpið fékk ekki afgreiðslu. „Ég get ekki séð annað en að fólk sem útskrifast héðan eigi fullan rétt á því að fá slík réttindi,“ sagði hann. Aðalþrætueplið varðandi lög- mannafrumvarpið varðaði það hvort setja þyrfti í lög einhver lágmarks- skilyrði sem uppfylla þarf til að hljóta lögmannsréttindi. Í athuga- semdum sem fylgja með frumvarp- inu er tekið fram hvaða greinum lögfræðinnar lögmenn þurfa að kunna skil á. Óeðlilegt er að binda nánar í lög þau skilyrði sem upp- fylla þarf til að hljóta lögmannsrétt- indi því slíkt tíðkast ekki. Mennta- málaráðuneytið getur hins vegar, lögum samkvæmt, hvenær sem er sett í reglugerð nánari skilyrði sem uppfylla þarf í kennslu einstakra greina á hvaða skólastigi sem er. Það er kominn tími til að einka- reknar menntastofnanir fái frið til að sinna sínu starfi og aðstand- endur þeirra fari nú að einbeita sér að fullu að því metnaðarfulla starfi sem þar er sinnt. Lagadeild Há- skóla Íslands segist fagna sam- keppninni. Sú deild hefur nú þegar gripið til róttækra breytinga á skipulagi sínu til góðs. Því má segja að eitt af markmiðunum með stofn- un lagadeildar við Háskólann í Reykjavík hafi þegar náðst. Um- mæli frambjóðenda á fyrrnefndum fundi koma á besta tíma fyrir laga- deild Háskólans í Reykjavík. Marg- ir eru að velta framtíð sinni fyrir sér og stefna á háskólanám. Þeir allir eru hvattir til að kynna sér það metnaðarfulla og krefjandi nám sem kennt er við lagadeild Háskól- ans í Reykjavík. Lögmannafrumvarp af- greitt á næsta Alþingi Eftir Jón Kristin Sverrisson „Það er kominn tími til að einka- reknar mennta- stofnanir fái frið til að sinna sínu starfi …“ Höfundur er formaður Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík. HINN 16. apríl síðastliðinn birt- ist grein í Morgunblaðinu þar sem því er haldið fram að vinnsla barna- verndarmála sé betur komin í sér- stakri stofnun óháð annari fé- lagsþjónustu. Með því séu barnaverndarnefndir óháðar sveit- arstjórnum. Í flestum sveitarfélögum öðrum en Reykjavík er barnavernd innan félagsþjónustunnar. Ekki er vitað til annars en að barnaverndar- nefndir hafi verið óháðar sveitar- stjórnum í störfum sínum, enda er Barnavernd Reykjavíkur ekki síður á vegum sveitarfélagsins en Fé- lagsþjónustan í Reykjavík. Sveit- arstjórnir hafa ekki aðgang að gögnum um einstök barnaverndar- mál, enda eru starfsmenn sem starfa við jafn viðkvæman mála- flokk og barnavernd bundnir trún- aði. Í hverju felst vandinn? Óljóst verður að teljast hvort það skapi vanda að vinnsla barnavernd- armála fari fram innan félagsþjón- ustu. Mun líklegra verður að teljast að aðrir þættir skapi meiri vanda og vil ég nefna þá helstu hér. Fyrsti þátturinn er álag á starfs- menn. Æskilegt er talið að hver barnaverndarstarfsmaður sé ekki með meira en 18–25 barnavernd- armál í vinnslu á hverjum tíma, en algengt virðist vera að barnavernd- arstarfsmenn séu með mun fleiri mál á sinni könnu, ekki bara í Reykjavík heldur víða annars stað- ar á landinu. Annar þáttur er menntun barna- verndarstarfsmanna. Mikilvægt er í þessum málaflokki ekki síður en öðrum að ráðið sé starfsfólk með sérmenntun á sviði barnaverndar. Félagsráðgjafarnám er eina námið sem undirbýr fólk markvisst til að starfa við barnavernd (auk annarra málaflokka). Námið felur m.a. í sér sérhæfingu á sviði félagsmálalög- gjafar, þ. á m. barnavernd, ofbeldi og vanrækslu í fjölskyldum og við- talstækni. Þetta eru mikilvægir undirbúningsþættir fyrir starf í barnavernd. Þrátt fyrir að fé- lagsráðgjafar teljist helst til þess sérhæfða starfsliðs sem sveitar- félögum ber að ráða til starfa við barnavernd, er því miður talsvert algengt að aðrir séu ráðnir til starfa, auk þess sem nokkuð al- gengt er að auglýst sé eftir fé- lagsráðgjöfum eða öðrum með sam- bærilega menntun til að starfa við barnavernd. Það er eitthvað sem sjaldan eða aldrei sést hjá flestum öðrum starfsgreinum, t.d. að aug- lýst sé eftir lækni eða öðrum með sambærilega menntun. Þriðji þátturinn felst í skilgrein- ingum á því hvenær mál falli undir barnavernd. Hér á landi hafa skil- greiningar verið fremur víðar og óljósar, og því komið undir starfs- mönnum hverrar barnaverndar- nefndar að meta hvort mál sem til- kynnt er um séu tekin til könnunar. Auk þess gerir skortur á skýrum skilgreiningum það eflaust að verk- um að almenningur og þeir sem hafa afskipti af börnum í starfi sínu gera sér síður grein fyrir hvenær ástæða sé til að tilkynna um mis- brest í uppeldi. Fjórði þátturinn snýr að fag- mennsku og því hvort vinnsla barnaverndarmála fari að barna- verndarlögum. Er málum forgangs- raðað eftir alvarleika? Er vandað til könnunar mála sem tilkynnt eru? Lýkur könnun mála innan tiltekins tíma? Er fullnægjandi greining gerð á stöðu fjölskyldu að könnun lokinni? Er áætlun um meðferð máls unnin þegar ljóst er að stuðn- ingsúrræða sé þörf? Sú heildarsýn sem höfð er að leiðarljósi í fé- lagsráðgjafarnámi kemur sér vel við greiningu og vinnslu mála. Eftir gildistöku nýrra laga um barna- vernd verður fagleg vinnsla enn mikilvægari því mál munu vænt- anlega fara í auknum mæli til dóm- stóla. Fimmti þátturinn er sá að úrræði hjá sveitarfélögum og ríki eru oft ófullnægjandi. Miklar mannabreyt- ingar geta verið á tilsjónaraðilum og persónulegum ráðgjöfum sem eru úrræði á vegum sveitarfélaga. Auk þess duga úrræði á vegum rík- isins engan veginn og því löng bið eftir plássi á meðferðarheimili og þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Sjötti þátturinn er samfella í vinnslu mála. Það er mikilvægt að fjölskylda njóti þjónustu sama barnaverndarstarfsmanns frá upp- hafi máls til enda. Rof sem á sér stað þegar mál er flutt frá einni stofnun á aðra, eins og hefur verið raunin í Reykjavík undanfarin ár, getur haft neikvæð áhrif á vinnslu málsins og tafið vinnslu þess. Að lokum hafa miklar mannabreyting- ar sömuleiðis neikvæð áhrif en þær hafa verið talsverðar í vinnslu barnaverndarmála í Reykjavík. Niðurlag Ég tel það ekki vera meginatriði hvort vinnsla barnaverndarmála eigi að fara fram á sérstakri stofn- un afmarkaðri frá öðrum stofnun- um, enda fer barnaverndarstarf víð- ast fram innan félagsþjónustu. Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem vinna að barnavernd séu með sér- hæfða menntun á því sviði og vinni markvisst að því samhliða starfi að viðhalda þekkingu sinni og bæta hana. Sérfræðiþekkingin leiðir þannig til betri málsmeðferðar og þar með réttaröryggis barna og foreldra, hver sem uppbygging stofnana er á þessu sviði. Eftir Freydísi Jónu Freysteinsdóttur „Nauðsyn- legt er að þeir aðilar sem vinna að barna- vernd séu með sér- hæfða menntun á því sviði …“ Höfundur er lektor í félagsráðgjöf við HÍ og starfar að hluta við barnavernd. Úrbætur í barnavernd – er sérstök stofnun svarið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.