Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 33 ÉG varð satt að segja fyrir miklum von- brigðum, þegar ég sá skoðanakönnun Gallups fyrir Norðausturland. Ég tel, að við sjálfstæðismenn höfum staðið vel að málum. Staða sjávarútvegsins er sterk, vel er unnið að uppbyggingu mennta- mála og samstarf Háskólans við Fjórð- ungssjúkrahúsið hefur verið að styrkj- ast. Til þess að koma heilbrigðismálum í gott horf vantar þó herslumuninn. Nauð- synlegt er að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða á Akureyri og auka for- varnir og bæta aðstöðu fyrir börn og unglinga með geðraskanir. Ég var samgönguráðherra þegar sú ákvörðun var tekin í ríkisstjórn, að stór- virkjun á Austurlandi skyldi reist fyrir álver í Reyðarfirði. Ríkisstjórnin hefur fylgt þeirri framkvæmd fast eftir undir forystu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Næst liggur fyrir að reisa stóriðjuver á Norðausturlandi með því að virkja gufuaflið á Þeistareykjum og í Kröflu og Bjarnarflagi. Því miður hefur ekki verið staðið nógu vel að undirbún- ingi þessa máls því að byggðirnar hér fyrir norðan þurfa á slíkri vítamín- sprautu að halda. Háskólinn, Samherji og ÚA hafa lyft Akureyri en meira þarf til að koma. Rekstur iðnfyrirtækja hefur gengið vel við Eyjafjörð og nefni ég í því sam- bandi Sæplast og Sandblástur og málm- húðun, Kjarnafæði, Slippstöðina og Norðlenska. Fyrir öll þessi fyrirtæki sem og önnur framleiðslufyrirtæki við Eyjafjörð skiptir miklu, að hægt sé að lækka flutningskostnað. Það er ekki hægt nema með því að stytta leiðina til Reykjavíkur. Þess vegna skulum við fara yfir Stórasand. Hann styttir leiðina um 81 km. Mér hefur komið á óvart, hversu dauflega hefur verið tekið í þessa hug- mynd af samþingmönnum mínum úr öðr- um flokkum. Það minnir mig á, að ég fékk litlar undirtektir víða, þegar ég tók þá ákvörðun sem samgönguráðherra að láta veginn um Hólsfjöll og Möðrudals- öræfi til Austurlands sitja fyrir. Svo sjálfsagt mál og það var nú. Nú endurlifi ég sömu viðbrögðin gagnvart Stóra- sandi. Það er enginn að tala um að hefja framkvæmdir á næsta ári. Undirbúning- urinn tekur fjögur eða fimm ár. Það þarf að kanna veðurfar og snjóalög og setja veglínuna síðan í umhverfismat. Við vit- um öll, að hringvegurinn eins og hann er lagður er hættulegur með þá miklu þungaflutninga, sem um hann fara. Við þurfum hraðbraut, sem sérstaklega er hönnuð fyrir slíka flutninga. Góðar samgöngur skipta sköpum fyrir landsbyggðina. Í daglegu lífi manna og fyrir atvinnulífið. Undir þeim er atvinnu- öryggi fólks komið. Fyrir ferðaþjón- ustuna skiptir beint flug til Evrópu gríð- arlegu máli eins og vegurinn að Dettifossi. Við skulum þess vegna ekki ekki hika við að setja okkur djörf mark- mið. Við skulum stofna félag um veginn yfir Stórasand ef það er nauðsynlegt eins og við höfum stofnað félag um jarðgöngin gegnum Vaðlaheiði. Við skulum ekki þola neinum úrtölur í þessu efni. Við skulum fara Stórasand. Til að stytta leiðina til Reykjavíkur auðvitað. En líka í pólitísku tilliti. Við sjálfstæð- ismenn stöndum höllum fæti í pólitíkinni í augnablikinu hér fyrir norðan. Þess vegna skulum við vinna vel fram að kosn- ingum. Við þurfum á öllu okkar að halda. Og höldum því ótrauð á alla þá Stóru- sanda, sem á okkar leið verða. Við skulum yfir Stórasand Eftir Halldór Blöndal „Við skulum fara Stórasand. Til að stytta leiðina til Reykjavíkur auðvit- að. En líka í pólitísku tilliti.“ Höfundur er 1. þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra. SÁ MIKLI skaði sem kynferðisleg mis- notkun barna hefur á líf og sálarheill þeirra hefur sífellt orðið ljósari. Afleið- ingarnar geta verið langvinnar og jafn- vel varanlegar. Það er réttlætismál að refsingarnar endurspegli þetta og að spornað verði við þessum glæpum með öllum tiltækum ráðum. Því hef ég á þessu kjörtímabili lagt áherslu á endur- skoðun lagaákvæða sem snúa að kyn- ferðisbrotum gegn börnum. Er nú t.d. refsivert að kaupa kynlífsþjónustu hjá ungmenni yngra en 18 ára. Ennfremur hafa verið auknar refsingar við vörslu og dreifingu barnakláms. Einnig hafa ýmsar aðrar lagabreytingar verið gerð- ar sem hafa lagt lóð á vogarskálarnar gegn kynferðislegu ofbeldi. Má í því sambandi nefna ákvæði um nálg- unarbann sem hefur það að markmiði að vernda fórnarlömb ofbeldisbrota. Nýjasti áfanginn í þessum efnum var frumvarp sem ég lagði fram nú í vetur sem miðaði að því að þyngja refsingar við grófustu kynferðisbrotum gegn börnum. Var það samþykkt sem lög frá Alþingi 10. mars sl. Í þessu sambandi ber þó að hafa í huga að það er dómstóla að dæma refsingarnar, en skilaboðin með hinum nýsamþykktu lögum er skýr: Þyngja ber refsingar í þessum málum. Getur það nú varðað allt að tólf ára fangelsi að eiga samræði eða önnur kynferðismök við eigið barn eða annan niðja, sé barnið yngra en 16 ára. Sama gildir um brot gagnvart barni sem er kjörbarn viðkomandi, stjúpbarn, fóst- urbarn, sambúðarbarn eða ungmenni sem honum hefur verið trúað til kennslu eða uppeldis. Rökin fyrir þessu er eins og áður seg- ir fyrst og fremst þær alvarlegu afleið- ingar sem fyrrnefnd brot geta haft á börn. Auk þess er um að ræða brot þar sem venjulega er mikill aldursmunur á milli barns og geranda, sem brýtur gróflega gegn trúnaði sínum við barnið. Þarna er því full ástæða til að auka refsivernd barna. Dómstólar eiga síðasta orðið Töluverðar umræður urðu um efni frumvarpsins og voru þær mjög þarf- legar. Þynging refsinga er alvarlegt mál sem verðskuldar málefnalega umfjöll- un. Ég vil í þessu sambandi vekja at- hygli á að hámarksrefsing fyrir kyn- ferðislega misnotkun barna er almennt ekki lægri hér á landi en annars staðar. Hafa verður þó í huga að á hinum Norð- urlöndunum, að Danmörku undanskil- inni, eru ákvæði um lágmarksrefsingar sem stuðla að þyngri refsingum. Lág- marksrefsingar heyra til undantekn- inga í íslenskum refsirétti og því var valin sú leið sem farin er í hinum ný- samþykktu lögum, að hækka refsi- rammann í því skyni að þyngja refs- ingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Hér munu þó dómstólar eiga síðasta orðið. Hækkun refsinga við kyn- ferðisbrotum gegn börnum Eftir Sólveigu Pétursdóttur „Þynging refsinga er alvarlegt mál sem verðskuldar málefnalega umfjöll- un.“ Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. STERKAR líkur benda til þess, sam- kvæmt skoðanakönnunum, að Frjáls- lyndi flokkurinn muni ráða úrslitum um að núverandi ríkisstjórn verði komið frá völdum. Það hefur frá upphafi kosninga- baráttunnar verið augljóst að það tækist flokkunum tveimur, Samfylkingu og Vinstri-grænum, ekki. Í hagstæðustu úr- slitum skoðanakannana eru þeir langt frá því að ná því marki. Frjálslyndi flokkurinn hefur haldið því fram, að ef dómur kjósenda yrði þannig að ríkisstjórnin missti meirihluta sinn, væri það þingræðisleg skylda stjórn- arandstöðunnar að gera tilraun til stjórn- armyndunar. Það er svo annað mál hvort það tækist. Ekki er því að neita, að upp á síðkastið hefur Samfylkingin verið á báðum áttum í því máli og raunar áttavilt, af orðum að- alforystumanna hennar að dæma. Reyndar hefur oft á því borið á alþingi að samfylkingarmenn hafa verið margátta í málum og ekki tekist að sameinast um heildstæða stefnu. Er það út af fyrir sig skiljanlegt eftir sameiningu svo ólíkra flokka sem þar tóku höndum saman. En það er jafn slæmt fyrir því og gæti valdið örðugleikum við ríkisstjórnarmyndun með samfylkingarfólki. Vonandi að svo verði ekki, enda mikið í húfi að breyta um stefnu í mikilvægum málaflokkum: í vel- ferðarmálum, heilbrigðismálum og fisk- veiðimálum, svo eitthvað sé nefnt. Þar sem Frjálslyndi flokkurinn er hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum myndi hann að öðru jöfnu eiga mesta samleið með Sjálfstæð- isflokknum. En til þess að svo geti orðið þarf sá flokkur að gerbreyta stefnu sinni í ýmsum mikilvægum málum, t.d. þeim sem nefnd voru hér að framan. Til þess eru engar líkur meðan forysta í Sjálf- stæðisflokki er óbreytt. Hún virðist t.d. alls ekki átta sig á að viðureigninni um fiskveiðistjórnarmálið mun hún ger- tapa, og það fyrr en síðar. Að því máli undanskildu og auðvalds- hyggjunni væru aðrir örðugleikar á samstarfi flokkanna yfirstíganlegir, þótt stjórnarháttum þyrfti líka að breyta ef flokkarnir ættu eftir að starfa saman að stjórn landsins. Kjósendur þurfa nauðsynlega að gefa Sjálfstæðisflokknum alvarlega aðvörun í komandi kosningum. Það gera þeir með því að gefa Frjálslynda flokknum atkvæði sitt. Forysta Sjálfstæðisflokks- ins tæki mark á þeirri aðvörun. Stjórnmál Eftir Margréti Sverrisdóttur „Kjósendur þurfa nauðsynlega að gefa Sjálfstæðisflokknum alvarlega aðvörun í komandi kosningum. Það gera þeir með því að gefa Frjálslynda flokknum atkvæði sitt.“ Höfundur skipar 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður. á hugsjónum jafnaðarstefn- anngildið, samhjálpina, og nnlegum samskiptum. Þess amfylkingin til. var allra þeirra sem vilja tefla m réttlætis og sanngirni gegn ranglæti í samfélaginu. n er hin breiða kirkja þar sem um ábyrgð manns á manni jafnaðarmenn hvort sem eða móti ESB, vilja aðild að inn burt, Kárahnjúka eða ðgarð. Hún felur í sér draum em árum saman leituðum eft- il að sameina krafta okkar í bættu og réttlátara þjóð- aldrei verið jafnbrýn þörf á naðarmanna og nú. Á lands- æðismanna voru samþykktar inkavæðingu í velferð- llögur flokksins um skatta- jafnframt þess eðlis að það ómögulegt að uppfylla þær gulegan hagvöxt. Eina leið okksins til að standa við þær ast í niðurskurð á velferð- arkerfinu. Samfylkingin er besta trygg- ingin sem fólk getur fengið gegn áform- um Sjálfstæðisflokksins um vaxandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Draumurinn um stétt- laust samfélag rætist ekki nema Samfylk- ingin verði sterk. Taktu þátt! Kosningabaráttan hefur frá áramótum snúist meira og minna um Samfylk- inguna. Í þessari orrahríð hefur flokk- urinn orðið fullburða. Hann hefur tekið út þroska sem á eftir að reynast honum ómetanlegt veganesti. Hugmyndir hans hafa síðustu vikur verið öxullinn sem um- ræðurnar hafa að mestu leyti snúist um. Óttinn, sem andstæðingarnir sýna gagn- vart Samfylkingunni, birtir styrk hennar og hugmyndalegan þrótt. Draumurinn hefur ræst! Samfylkingin er orðinn sá sterki samnefnari jafnaðarmanna á Ís- landi sem við stefndum að. Í því felst mik- ill sigur sem við höfum þegar unnið. Við getum hins vegar unnið enn stærri sigur. Á laugardaginn er mögulegt að tryggja að Samfylkingin setjist í Stjórn- arráðið. Það yrðu sögulegar breytingar sem í senn myndu tryggja jöfnuð og festu en um leið framfarir í samfélaginu. En til að svo verði þurfa allir góðir Íslendingar að leggja sitt lóð á vogarskál breyting- anna. Eða vilja menn að Sjálfstæðisflokk- urinn sitji 16 ár samfleytt í stjórn- arráðinu? ist! mfylkingin er orð- aðarmanna á Ís- Í því felst mikill unnið.“ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. mningsstöðu í bönkunum sem þurru. erfið er enn einu sinni komið dunum á framsóknar- órnarflokkarnir eru ábyrgir ir 2.000 einstaklingar og fjöl- ú á biðlista eftir leiguhúsnæði úsnæðislána hafa hækkað usamband Íslands telur að ki nú upplausn á þessum ismarkaðarins, sem sprengt teignaleiguverð og hús- amfylkingin mun lækka hús- fólks með því að endurreisa nn með 2.400 nýjum leigu- rulegri lækkun á leigu- Ný ríkisstjórn nýja ríkisstjórn sem leitar ka jöfnuð og öryggi í þjóð- ar kjósendur ganga að kjör- gardaginn eiga þeir dýrmætt val. Þeir geta valið um það hvort sama rík- isstjórnin eigi að sitja áfram eða hvort ný ríkisstjórn taki við stjórnartaumunum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefur setið samfellt við völd í átta ár og Davíð á valdastóli sem forsætis- ráðherra í tólf ár. Það er lýðræðinu hollt að gefa núverandi stjórnarherrum frí og hleypa nýjum straumum að. Sú staðreynd að forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar er kona hlýtur að vega þungt í huga margra. Staðreyndin er sú að þegar konur hafa komist til áhrifa á æðstu stöðum hefur það m.a. haft jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna, sem er ávinningur fyrir fjölskylduna í heild. Við munum öll hvaða áhrif kjör Vigdísar forseta hafði á jafnréttisbaráttu hér á landi. Það skiptir þess vegna máli að konur veljist til æðstu metorða. Ingibjörg Sólrún hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og hún er kunn fyrir að stjórna af réttsýni og sann- girni. Ný forgangsröðun og nýjar áherslur eru nauðsynlegar í þjóðfélaginu til þess að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni. Veljum nýja ríkisstjórn. Það er kominn tími til að breyta. Þú átt valið. Ný rík- isstjórn er í þínum höndum. Það skiptir máli hverjir stjórna. máli Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykavík suður. st á um það hvort isflokkurinn kisstjórn.“ d. lagfæringar núverandi ari afmörkun en án þess að ðir upp. Slíkar aðgerðir geta eim tilgangi að það dragi úr vegaakstri eða nýjum og nýj- r til allt verður útbíað. áttarlaust er í mínu svari að reyfingunni – grænu fram- ki máls á neinum fram- rr en niðurstöður liggja fyrir óðgarða og verndarsvæða á slíkt er komið inn í skipulag. sjálfkrafa og með réttum niðurstaða í það hvers konar erð og framkvæmdir, þ.m.t. mrýmdist samþykktu skipu- unarstigi svæðisins. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins virð- ist kjósa að horfa fram hjá þessum um- mælum mínum en túlka önnur þannig að ég sé að opna á nýjar framkvæmdir á há- lendinu. Kostulegust eru þó þau niðurlags- orð leiðarans að þetta mál sýni að um- hverfisverndarsinnar í Norðaustur- kjördæmi eigi ekki, sbr. áskorun Ólafíu Jakobsdóttur sem framar í leiðaranum var vikið að; já, þeir eigi sem sagt ekki að kjósa framboðslista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Hvað eiga þeir þá að kjósa? Kára- hnjúkaflokkana? D-lista Halldórs Blöndals sem vill vaða með veg yfir Stórasand og þverar heiðar í allt að 800 m hæð yfir sjó og jafnvel fara um Þingvelli til Reykjavík- ur? B-lista Valgerðar Sverrisdóttur og „opið hús“ fyrir erlenda auðhringa til nið- urgreiddra náttúruspjalla? S-lista Sam- fylkingarinnar sem er bæði með og á móti þungaiðnaðarstefnunni og líka nátt- úruvernd? Nei, kann ekki leiðarahöfund- urinn betri brandara en þetta? ansamur ritstjóri ó ekki til að arsinnum og taka ærstu umhverf- ggingu Kára- Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.