Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ó hætt er að segja að baráttan um atkvæð- in hafi farið fram með ýmsu móti síð- ustu vikurnar og fyr- ir vikið höfum við kjósendurnir fengið að sjá frambjóðendur flokkanna; núverandi og tilvon- andi þingmenn, í allt öðru ljósi en við eigum að venjast. Að minnsta kosti er ég ekki viss um að við eigum eftir að verða „þess heiðurs aðnjótandi“ (ef heiður skyldi kalla) næstu árin að sjá frambjóðendur taka þátt í „snuddukeppni“, svo dæmi sé tekið, en sú keppni hefur farið fram á sjónvarpsstöðinni Popp Tíví, að því er mér skilst. Keppnin felst í því að frambjóðandi setji upp í sig barnasnuð og reynir síðan að spýta því út úr sér eins langt og hann getur. Síðan eru metrarnir taldir. Sá vinnur sem spýtir snuðinu lengst. Hvort hæfileikar í þessa veru eigi eftir að nýtast á þingi skal ósagt látið – á þessari stundu a.m.k. Á sömu sjónvarpsstöð skilst mér að frambjóðendur hafi tekið þátt í því að drekka eitthvert „sull“ í anda raunveruleikaþátt- arins Fear Factor. Ekki veit ég heldur hvort þessi „sulldrykkja“ eigi eftir að nýtast í pólitíkinni. Kannski hún sýni ákveðna áræðni og þor og kannski hún skili sér í fylgisaukningu …Nei, varla. En þótt uppákomurnar með frambjóðendunum séu mis- skringilegar neita ég því ekki að þær eru skemmtileg tilbreyting í hversdagsleikanum. Það er t.d. ekki á hverjum degi sem maður sér þingmenn og aðra frambjóð- endur íklæðast svuntum í mið- bænum og grilla pylsur ofan í al- menning eða spila blak á ylströndinni í Nauthólsvíkinni. Hvað þá að manni sé boðið að fara í göngutúr með þeim í Hafn- arfirðinum eða ræða við þá um þjóðmálin í Kringlunni. Að ógleymdum kosningaskrifstof- unum þar sem þeir taka brosandi á móti manni og bjóða heitt kaffi og meðlæti. Já, fleira mætti telja. T.d. var ekki leiðinlegt að sjá og heyra ut- anríkisráðherra syngja lagið um Dagnýju eða aðra forystumenn flokkanna hefja upp raust sína í þætti Gísla Marteins í Sjónvarp- inu. Þá hefur verið athyglisvert að fá innsýn í heimilislíf frambjóð- endanna; öllu er flaggað; heim- ilinu, börnunum og maka. Þeir opna stofur sínar fyrir sjónvarps- þáttum sem gera út á falleg hús og húsmuni og í matar- og heim- ilistímaritum þekja þeir hverja síðuna á fætur annarri; brosandi og bjóðandi. Þess á milli mæta þeir á kosn- ingafundi hjá öllum mögulegum og ómögulegum hagsmuna- samtökum, hópum og stofnunum (sem að sjálfsögðu nýta tækifærið til að minna á sig og sína) og lofa gulli og grænum skógum. Eins gott að leggja loforðin á minnið. Sérstaklega þau sem manni eru hugleikin. Ég ætla t.d., þar sem ég er mikil kvenremba, að muna þau ummæli fulltrúa allra flokk- anna, á einhverjum fundinum, að launamunur kynjanna sé með öllu óviðunandi. En talandi um kvenrembu og jafnrétti kynjanna þá var svolítið skondið að sjá sex karlkyns fram- bjóðendur tala um mikilvægi kynjajafnréttis í kosninga- sjónvarpi Stöðvar 2 í vikunni. Auðvitað er jafnrétti kynjanna ekki einkamál kvenna, eins og einn vinnufélagi minn benti á í vikunni, en ég ætla samt að leyfa mér að leggja þann þátt sér- staklega á minnið og vona að þessum frambjóðendum verði jafnumhugað um kynjajafnrétti og möguleika kvenna eftir kosn- ingar. Og ekki má gleyma auglýsing- unum sem rignir yfir okkur landsmenn þessa dagana. Sjón- varpsauglýsingarnar sýna fram- bjóðendur m.a. að leik og störf- um; við Tjörnina í Reykjavík, á fundum og í hópi stuðnings- manna, svo dæmi sé tekið og í mörgum þeirra tala þeir beint til okkar ábúðarmiklir og minna okkur á að kjósa rétt. Frambjóðendurnir eru einnig sýndir í blaðaauglýsingum, áferð- arfallegir og fínir. Sumir kannski óvenju fínir því ef vel er að gáð hefur verið pússað yfir einstaka hrukkur og misfellur. En hvað um það, eins og ég sagði áðan, er fínt að fá smátilbreytingu í lífið, þótt hún snúist bara um það að sjá smábreytingu í andliti ráða- manna. Ég get heldur ekki látið hjá líða að minnast á skoðanakannanirnar í þessari umfjöllun. Þær hafa nefnilega gert kosningabaráttuna meira spennandi en ella. Fylgi flokkanna hefur sveiflast til og frá síðustu mánuði og frambjóðendur hafa mátt una því að vera ýmist „inni“ eða „úti.“ Þá hafa vinsældir þingmanna og ráðherra verið kannaðar með reglulegu millibili. Já, þetta getur varla talist öf- undsvert hlutskipti. Eða hvað? Ég hef reyndar furðað mig á því hvers vegna í ósköpunum ég hafi aldrei lent í neinu úrtaki í þessum könnunum, fjöldi þeirra er svo mikill, en það er nú víst annað mál. En allt tekur þetta enda. Um helgina tekur hversdagsleikinn við og ef að líkum lætur hætta frambjóðendur að keppast um hylli okkar. Margir þeirra verða örugglega ekki eins viljugir að hleypa okkur, almenningi, inn í stofurnar til sín og vísa sennilega til þess að þeir verði að eiga sér einkalíf. Þeir verða væntanlega óviljugri til að slá „snuddumetin“ eða drekka „sulldrykkina“, hætta að grilla ofan í okkur pylsur eða taka þátt í blakmóti á ströndinni. Aug- lýsingarnar verða ekki lengur „pússaðar“ til enda kannski óþarfi að líta betur út en venju- lega þegar þingsætið er orðið öruggt. Ég minni þó á að þrír dagar eru enn til stefnu; og kannski ein- hver ný met verði slegin á þeim tíma! Frambjóð- endur í öðruvísi ljósi „Um helgina tekur hversdagsleikinn við og ef að líkum lætur hætta frambjóð- endur að keppast um hylli okkar.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar ANDSTÆTT Jóni Gunnari Hannessyni sé ég enga hetju í stríðinu í Írak og get því enga hyllt vegna þess. Ég sé hins vegar þjakaðan almenning í landinu, fyrst vegna harð- stjórnar og viðskiptabanns, seinna vegna innrásar þar sem ómannúðlegum stríðs- tólum var beitt. Ég fordæmi innrás sem gerð var þvert á fyrirmæli Sameinuðu þjóðanna og til- mæli vopnaeftirlitsmanna, þvert á alþjóðalög. Ég fordæmi hræsnina í inn- rásinni sem gerð var til að finna gereyðingarvopn sem hvergi finnast. Ég fordæmi þá hegðun inn- rásarhersins að standa vörð um olíulindir en leyfa rán á elstu menningarverðmætum mannkynsins. Ég harma stuðning ís- lensku ríkisstjórnarinnar við þessa innrás. Írak Höfundur er háskólakennari. Gísli Gunnarsson ÉG er að vona að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna. Það væri bæði fáránlegt og dapurlegt ef við settum ekki þann eina stjórnmálamann sem við eigum á heimsmælikvarða í æðsta embætti stjórnmálanna. Ef það gerist ekki er það til marks um að ríkisstjórninni hafi tekist að bæla svo niður þrek og þor þjóðarinnar að hún hvorki nennir né vill taka þá áhættu að koma sínu besta fólki að. Þegar sagt er að Ingibjörg sé stjórnmálamaður á heims- mælikvarða er til dæmis átt við að hún var lykilmanneskja í sameiningu vinstrimanna fyrir nokkrum árum. Það er ein stærsta stjórnmálaaðgerð á Íslandi. Hún hefur hæfileika til að greina málin og einfalda þau. Þannig er hægt að leysa þau. Og það skiptir máli að hún er kona. Konur hafa til dæmis aðra reynslu og aðra sýn. Þegar við blasa forsætisráðherrar síðustu áratugi væri það þyngra en tárum taki að fá einn karlinn í viðbót. Búa ekki konur í þessu landi? Þegar Samfylkingin kom fram með nýtt kosningamál, þ.e. að Ingibjörg væri forsætisráðherraefni, hefði átt að vera ljóst að hér þyrfti einmitt að skipta um forsætisráðherra. Þetta var rækilega auglýst. Þá heyrðist að verið væri að gera lítið úr körlunum með því að hafa þá í svart- hvítu. Þetta var nú einfaldlega auglýsing en ekki sagnfræðirit, fortíðin var höfð í svarthvítu en nútíðin í lit. Og svo heyrðist að Ingibjörg væri engin Vigdís en hún er greinilega eina konan sem hefur jafnmikið vægi í stjórn- málum og Ingibjörg. Og Ingibjörg má ekki vera eins og Vigdís. Þetta eru svipuð rök og að kjósa ekki Davíð af því hann getur aldrei orðið jafn góður og Ólafur Thors eða Sveinn forseti. Það er semsagt notuð kona gegn henni. Í stað þess að raða þeim í fylkingu. Og í þá fylkingu gætum við sent dætur okkar og ömmustelpur. Í þeirri fylkingu fyndu þær orkuna sína sem þær geta síðan notað fyrir sig. Orkuna til að hugsa stórt. Hugsum stórt Eftir Elísabetu Jökulsdóttur Höfundur er rithöfundur. Í NOKKURN tíma hefur verið ljóst að mikill og al- varlegur fjárhagsvandi steðjar að Leikfélagi Reykja- víkur sem er elsta starfandi menningarstofnun lands- ins. Skömmu eftir að LR flutti úr Iðnó í Borgarleikhúsið voru um 25 leikarar á föstum samningi árlega og álíka margir leikarar höfðu þar hlutastarf. Einnig voru fastráðnir tveir leikmynda- og búningahöfundar, sem síðar urðu þrír. Nú er staðan þannig að fastráðnir leik- arar eru 13, lausráðnir leikarar verða snöggtum færri en verið hefur og fastar stöður leikmynda- og búningahöfunda hafa verið lagð- ar niður með öllu. Félag íslenskra leikara mótmælir uppsögnum á fé- lagsmönnum FÍL. Þeir leikarar sem nú hefur verið sagt upp eiga að baki áratuga starf hjá LR og hafa verið burðarásar í uppbyggingu Leikfélagsins, því eru þetta kaldar kveðjur til fólks sem nú nálgast starfslok frá því félagi sem það hefur helgað alla starfskrafta sína. Áður hefur LR sagt upp yngri leikurum, sem og leik- mynda- og búningahöfundum að ótöldu öðru starfsfólki og skorar stjórn FÍL á borgaryfirvöld að bregðast við þannig að Borgarleikhúsið njóti þess fjárframlags sem nauðsynlegt er til að rekstur þess þrífist og að þau stöðugildi sem nú nú hefur verið sagt upp verði aftur mönnuð leikurum og öðru listafólki. Þegar um er að ræða svo sérhæfð störf sem leiklist og hönnun leikmyndar og búninga þá er það alvarlegt mál þegar stöðugildum fækkar svo mikið sem raun ber vitni því það fólk sem um ræðir gengur ekki að öðrum störfum vísum á sínum starfsvettvangi, sérstalega ekki þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur. Félag íslenskra leikara hefur unnið í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur að því að reyna með ráðum og dáð að tryggja aukin fjárframlög til reksturs þannig að félagsmenn FÍL hafi áfram trygga atvinnu hjá þessu öðru stærsta leikhúsi landsins og leiklistin megi áfram dafna í hinu glæsilega leikhúsi við Listabraut. Stjórn- armenn FÍL hafa gengið milli ráðamanna, bæði hjá Reykjavíkurborg og einnig leitað stuðnings í mennta- málaráðuneytinu vegna sérlega alvarlegra aðstæðna LR, en fengu lítinn hljómgrunn. Margir sjá eflaust ofsjónum yfir því fé sem varið er til lista og menningar en gleymum ekki að megnið af því fé sem til menningarmála fer kemur til baka til samfélagsins í formi launatengdra opinberra gjalda, launaskatta og neysluskatta, fyrir utan þau jákvæðu áhrif sem það hefur á samfélagið að hafa öflugt listalíf. Aðsóknartölur sýna svo um munar þann góða hug sem borgarbúar og aðrir landsmenn bera til starfsemi Borgarleikhússins og með öflugum styrk geta borg- aryfirvöld tryggt að sem flestir íbúar hafi tækifæri á að njóta listviðburða. Ef framlag borgarinnar helst óbreytt hefur LR tvo kosti í stöðunni, að draga veru- lega saman seglin, segja upp fólki, hætta að kaupa ís- lensk verk og ráða ekki fagfólk til starfa (stjórnendur Borgarleikhússins hafa þegar valið þennan kost) – eða að hækka miðaverð margfalt þannig að það verður að- eins á færi fárra útvaldra að fara í Borgarleikhúsið, þetta er kannski sá kostur sem R-listinn hefði kosið? Menningarstefna Reykjavíkurborgar er þegar til en því miður er hún í stærstum dráttum bara orð á blaði. Bútar úr Menningarstefnu Reykjavíkurborgar sam- þykktri í borgarráði 19. des. 2001: Leiðarljós Reykjavík eflist sem höfuðborg mennta og menningar í landinu; alþjóðleg borg með frjóu, metnaðarfullu listalífi og fjölbreyttu mannlífi. Menningarbragur borgarinnar styrki sjálfsvirð- ingu og treysti samkennd allra landsmanna. Listalífið í borginni einkennist af þrótti og metn- aði – öflugur stuðningur við listamenn – fjölgað verði þjónustusamningum við listhópa, einstaka listamenn og stofnanir á sviði listmiðl- unar Menning og listir séu aðgengilegar öllum borg- arbúum – hófleg gjaldtaka fyrir menningarviðburði Þegar LR gerði starfssamning við borgina árið 2001 til næstu tólf ára uppá 180 milljóna króna árlegt fram- lag voru gerð mikil mistök og talsverður barnaskapur einkenndi samningsgerðina frá báðum aðilum, því það má öllum vera ljóst að framlag borgarinnar var engan veginn nógu hátt til að standa undir þeim rekstri sem samningurinn kveður á um. Borgarleikhúsið og Þjóð- leikhúsið halda uppi ámóta starfsemi og Borgarleik- húsið fær nú u.þ.b. 50% af því framlagi sem ríkið veitir til Þjóðleikhússins sem þó er ekki ofsælt af sínu. Getur það verið að borgaryfirvöld og stjórnendur LR hafi haldið að leikhúsrekstur í borgarhverfi 103 væri 50% ódýrari en sambærilegur rekstur í hverfi 101? Við spyrjum áfram: Ágæti borgarstjóri. Hver er framtíðarsýn borgarinnar varðandi Borg- arleikhúsið? Er það ætlun borgaryfirvalda að svelta Leikfélag Reykjavíkur út úr Borgarleikhúsinu? Eru borgaryfirvöld óánægð með það starf sem hefur verið unnið í Borgarleikhúsinu? Vill og ætlar borgin að koma með meiri og ábyrgari hætti að stjórnun hússins? Ef starfsmaður er kominn yfir miðjan aldur og hefur alla sína starfstíð unnið hjá fyrirtækinu, en er nú sök- um aldurs farinn að nýtast minna en hann gerði áður, á fyrirtækið að segja honum upp? Hafa fyrirtæki engar siðferðisskyldur? Ágæti leikhússtjóri, Hvernig leikhús verður nú rekið í Borgarleikhúsi? Ef aukið fé fæst, mun LR endurráða þá listamenn sem sagt var upp? F.h. stjórnar FÍL. Höfuðborg mennta og menningar og sökkvandi flaggskip sömu borgar Eftir Randver Þorláksson Höfundur er formaður Félags íslenskra leikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.