Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 37
UMFERÐARÖRYGGISMÁL skipta alla landsmenn miklu máli enda er umferðin stór hluti af dag- legu lífi flestra lands- manna. Það skiptir því öllu máli að vel sé haldið utan um þenn- an málaflokk. Það hefur svo sannarlega verið gert síðustu fjögur ár af hálfu Sólveigar Pétursdóttur dóms- málaráðherra. Breytingar á lögum – aukið umferðaröryggi Meðal fjölmargra atriða sem nefna má eru ýmsar breytingar á lögum og reglugerðum sem allar stuðla að auknu umferðaröryggi með einum eða öðrum hætti. Þar á meðal má nefna þær mikilvægu breytingar sem gerðar voru á stjórnsýslu umferð- armála þegar Skráningarstofan og Umferðarráð voru sameinuð í eina öfluga stofnun, Umferðarstofu. Meg- inhlutverk Umferðarstofu er að ann- ast stjórnsýslu á sviði umferðarmála og vinna að markmiðum stjórnvalda á sviði umferðaröryggismála. Sinnir Umferðarstofa því starfi með miðlun upplýsinga og fræðslu um umferð- armál en einnig var ætlunin með stofnun Umferðarstofu að efla rann- sóknir á umferðarslysum. Meðal annarra lagabreytinga má nefna inn- leiðingu akstursmats fyrir unga öku- menn, en tilgangurinn með því er að auka ábyrgð og hæfni ungra öku- manna, bann við farsímanotkun í akstri og 50% hækkun sekta við al- varlegum umferðarlagabrotum. Frábær frammistaða lögreglunnar Eins og allir vita leikur lögreglan lykilhlutverk í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi. Lögreglan hefur heldur ekki legið á liði sínu í þessum málum, en afskipti lögreglu af öku- mönnum um allt land hafa stóraukist á undanförnum árum. Sektir vegna umferðarlagabrota hafa aukist mikið á undanförnum árum og m.a. kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra um stöðu og þróun löggæslu að skráðum umferðarlagabrotum hafi fjölgað úr rúmlega 46 þúsund árið 1997 í 66 þúsund árið 2001. Í dag sinna að minnsta kosti 15 starfsmenn lögreglu og Vegagerðarinnar vega- eftirliti um allt land hjá sérstakri um- ferðardeild ríkislögreglustjóra, auk lögregluliðanna hringinn í kringum landið. Árangur lögreglu á sviði um- ferðarmála er frábær, en hlutfall um- ferðarlagabrota af heildarfjölda brota er ótrúlega hátt hér á landi samanborið við nágrannalöndin. Nefna má sem dæmi að umferð- arlagabrot eru um 97% af öllum mál- um hjá lögreglunni á Blönduósi, en hún er eins og menn vita ákaflega dugleg á þessu sviði. Umferðareft- irlit byggist á frumkvæðisvinnu lög- reglunnar, þannig að hlutfall umferð- arlagabrota endurspeglar þá miklu áherslu sem nú er lögð á þennan málaflokk. Skýr stefna til framtíðar En dómsmálaráðherra hefur ekki bara gripið til aðgerða á sviði um- ferðaröryggismála heldur hefur hún skýra framtíðarsýn á þessu sviði. Á síðasta þingi samþykkti Alþingi til- lögu um stefnumótun í umferðarör- yggismálum, þar sem meginmark- miðið er að Ísland verði fyrirmyndarland í umferðinni og að alvarlegum umferðarslysum og banaslysum skuli fækka um að minnsta kosti 40% fyrir lok árs 2012, sem nú er unnið eftir. Það er gott til þess að vita að vel hefur verið haldið utan um umferðaröryggismál í tíð Sólveigar Pétursdóttur í dóms- málaráðuneytinu. Það er mikilvægt fyrir umferðaröryggi í landinu að þeirri stefnu sem hún hefur mótað á þessu sviði í samvinnu við fjölmarga fagaðila verði áfram fylgt eftir af sama krafti og hingað til. Öflugar aðgerðir á sviði umferðar- öyggismála Eftir Ellen Ingvadóttur Höfundur er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi og fulltrúi í Umferðarráði. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 37 DAVÍÐ Oddsson og aðrir varð- menn núverandi kvótakerfis hafa síð- ustu daga haldið því fram að ef ákvæði laga um sam- eign þjóðarinnar á fiskinum í sjónum verði virkjað með öðrum hætti, og í meiri sátt við alþjóð en nú er gert, muni fyrirtæki í sjávar- útveg fara á hausinn og allur kvótinn flytjast til Reykjavíkur. Þetta er að sjálfsögðu hin mesta firra og sæmir ekki fólki sem er annt um íslenskan sjávarútveg. Tillögur Samfylking- arinnar um fyrningu kvótans í áföng- um eru leið sem miðar að því að ná fram sáttum almennings og útgerðar án þess að kollsteypa því merka og verðmæta starfi sem íslenskir sjó- menn, útgerðarmenn, sölumenn á mörkuðum erlendis og vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa unnið síðustu hálfa öld eða svo. Tillögur Samfylkingarinnar gera ráð fyrir óbreyttu hlutverki vísinda- manna Hafrannsóknastofnunar sem hafa lagt grunninn að því kerfi sjálf- bærrar nýtingar sem Íslendingar hafa þróað. Áfam munu stjórnvöld fara að leiðsögn vísindamanna. Langtímamarkmið tillagna Sam- fylkingarinnar er að í stað þess að út- gerðarmenn kaupi kvóta hver af öðr- um og færi til eigna þá leigi útgerðir kvótann til langs tíma af opinberum aðilum sem munu njóta teknanna. Þegar þessi umbreyting hefur gengið yfir þá munu útgerðir ekki bókfæra kvótann sem eign heldur sem rekstr- arkostnað líkt og fyrirtæki sem leigir atvinnuhúsnæði í stað þess að kaupa. Ekkert lögmál hagfræðinnar segir að kostnaður útgerða vegna aflaheim- ilda aukist með þessu fyrirkomulagi, – eftir sem áður ræður framboð og eftirspurn. Ekkert lögmál viðskipta segir að þetta fyrirkomulag geri út- gerðum erfiðar fyrir við að hagræða í rekstri, þróa nýjar vörur, finna nýja markaði eða styrkja sig á þeim sem fyrir eru. Síðan þarf fúllyndan stjórn- málamann sem alltaf hefur unnið hjá hinu opinbera og aldrei migið í saltan sjó til að láta sér koma til hugar að með þessu fyrirkomulagi flýi allur kvótinn suður á mölina og aðeins verði gert út frá 101 Reykjavík. Tillögur jafnaðarmanna í sjáv- arútvegsmálum eru ábyrgar því þær viðurkenna mikilvægi íslensk sjávar- útvegs og mótast af því að hreyfa sem minnst við rekstrarforsendum sjávar- útvegsfyrirtækja. Samfylking veit að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru al- þjóðleg matvælafyrirtæki sem glíma af miklum þrótti við ríkisstyrkta keppinauta frá Evrópu, Suður- Ameríku og víðar og þurfa því stöð- ugleika í sínu rekstrarumhverfi. Þess vegna vill Samfylking fyrna kvóta- eignina í áföngum og hefur opnað fyr- ir möguleikann á að lengja fyrning- artímann og koma á móts við útgerðir með því að nýta hluta leigutekna til að greiða fyrirtækjunum bætur á þeim árum sem það tekur að koma réttlæti í sjávarútvegi á að nýju. Aðalatriðið er að átta af hverjum tíu Íslendingum telja að vitlaust sé gefið í sjávarútvegi. Þeir tala um óréttæti. Það er háttur núverandi stjórnarherra að hlusta ekki á rödd fólksins, – neita að horfast í augu við andstöðuna og óánægjuna. En slík af- staða ber dauðann í sér. Það verður að nást sátt í sjávarútvegi, – ekki sátt á milli valdablokka í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, heldur sátt á milli þjóðar og útgerðar. Tillögur Samfylkingarinnar eru sáttaleið í sjávarútvegi og því rangfærsla og al- gjört ábyrgðarleysi af fólki sem vill láta taka sig alvarlega að halda því fram að atvinnugreininni standi ógn af hugmyndum jafnaðarmanna. Ís- lenskum sjávarútvegi stafar miklu meiri hætta af stjórnmálamönnum sem neita að horfast í augu við að nú- verandi fyrirkomulag brýtur gegn réttlætiskennd þorra Íslendinga og telja lausnina vera að bæla þá kennd í brjósti fólks. Samfylkingin talar fyrir réttlátum og hægfara breytingum í sjávarútvegi, ekki byltingu. Réttlæti í sjávarútvegi, ekki bylting Eftir Ásgeir Friðgeirsson Höfundur er ritstjóri og í framboði fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. SIV Friðleifsdóttir er mjög hógvær kona og hreykir sér lítt af afreks- verkum sínum. Samt hefur hún nýlega drýgt slíka dáð fyrir land og þjóð að lengi mun í minnum haft. Ég ætla að þegar sagnfræðingar fara að rannsaka og rita um sögu okkar í byrjun 21. aldar muni þeir fjalla ýt- arlega og í löngu máli um þennan einstæða viðburð. Nið- urstaða þeirra verður örugglega sú, að hér hafi lítil þjóð á hjara veraldar unnið ótrúlegan sigur, sigur er stæði ekki að baki árangri okkar í landhelgismálinu. Hér er að sjálfsögðu átt við þá ótrúlegu lagni hennar og sannfæringarkraft að fá hið svokallaða „íslenska ákvæði“ samþykkt á aðild- arríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Marrakesh í Marokkó. Slíkur árangur næst ekki með vinnu embættismanna, þar þarf til bein afskipti ráðherra. Ætli einurð og glæsileg framkoma Sivjar hafi þar ekki dregið þyngsta hlassið. Hvað er nú annars þetta fræga „íslenska ákvæði“? Það hefur lítið verið kynnt og mun flestum landsmönnum ókunnugt um þýðingu þess. Málið er nokkuð flókið, en ef Íslendingar hefðu undirritað Kyoto-bókunina eins og vinstri-grænir og Samfylkingin heimtuðu þá væri ekki hægt að reisa álver á Reyðarfirði, stækka álverið í Straumsvík og á Grundartanga og því engin þörf fyrir Kárahnjúkavirkjun. Við gætum því lifað á fjallagrösum og hrein- dýramosa eins og vinstri-grænir og sumir samfylkingarmenn telja vænlegt. Siv var harðlega gagnrýnd af vinstri-grænum og Samfylkingunni fyrir að draga að undirrita Kyoto-bókunina. Siv sagði á Alþingi: Ég held að það sé betra að bíða og sjá hvort okkur tekst að fá viðurkenningu á sérstöðu okkar. Um þetta skrifaði Össur Skarphéðinsson: „Aðrar þjóðir pípa á þetta viðhorf. Það kom berlega í ljós á ráðstefnunni sem nýlokið er í Buenos Aires. Þar lögðu Íslendingar til að þeir fengju undanþágu frá Kyoto-samningnum. Það hlaut engar undirtektir. Ríkisstjórnin á því að fresta virkjunaráformum og sam- þykkja Kyoto-samninginn.“ Steingrímur Sigfússon taldi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á þessu máli og sett Ísland í vont ljós með því að undirrita ekki Kyoto-bókunina með fyrirvara eins og hún hefði átt að gera. Mér finnst að þessir herrar ættu að hneigja sig fyrir Siv og biðjast afsök- unar. Laun heimsins eru oft vanþakklæti. Ég held að við hérna í Suðvest- urkjördæminu ættum nú að sýna Siv virðingu okkar og þakklæti ekki aðeins fyrir þennan einstaka árangur heldur og fyrir vel unnin störf á síðasta kjör- tímabili. Það getum við gert með því að fylkja okkur um B-listann og láta hana hafa Pál Magnússon að meðreiðarsveini inn á Alþingi. Og góðir væru nú varaþingmennirnir Una María og Egill Arnar. Býður nokkur betur? Valkvendi í vígahug Eftir Hrafnkel Helgason Höfundur er fyrrv. yfirlæknir á Vífilsstöðum. Í GREIN í Morgunblaðinu sagði Guðjón Egill Guðjónsson að ég talaði af vanþekkingu um fíkniefnamál. Raunar viðhafði hann afar stór orð um mig, en látum það liggja milli hluta. Í greininni skýrir hann frá því sem hann telur mig ekki vita og er mikið niðri fyrir, notar jafn- vel hástafi. Segir hann þá að ekkert stöðvi alvöru alka eða fíkil í að sækja sér næsta skammt. Ef Guðjón hefði kynnt sér rök mín betur væri honum ljóst að þau ganga ekki í berhögg við þá þekkingu sem hann telur mig skorta. Rök mín ganga meira að segja út á að neytendur gangi mjög langt til að útvega sér efni, jafn- vel þótt þau séu bönnuð. Þeir grípi jafnvel til glæpa. Glæp- irnir verða svo alvarlegri og fleiri, ef efnin eru bönnuð, t.d. vegna þess að þá eru þau dýrari en ella. Ég skil vel að fólk hafi sterkar tilfinningar í þessu máli. Við höfum flest óbeit á fíkniefnaneyslu og fylgifiskum hennar. Það er einmitt meg- inástæðan fyrir því að breyta núverandi aðferðum í baráttunni gegn fíkni- efnabölinu, enda hafa þær reynst með öllu ófærar um að ráða við vandann. Tilfinningahiti í fíkniefnaumræðum Eftir Gunnlaug Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi. Í KOSNINGUNUM sem fram fara á laugardaginn eiga umhverf- issinnar aðeins eitt raunverulegt val og það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Aðrir flokkar hafa sýnt okkur að þeim er ekki al- vara þegar á hólm- inn er komið, þrátt fyrir fagurgala um náttúruvernd. Framtíð Íslands er samofin ráð- stöfun hálendisins og aðrir flokk- ar höfnuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um verndun náttúrunnar eða eyðileggingu. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð mun halda áfram að berjast fyrir umhverfisvernd með hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Framtíðarsýn okkar er samofin því að við getum hætt rányrkju en lifað í sátt og samlyndi með náttúrunni, það er öllum til hags- bóta. Við viljum virkja jarðvarma og byggja rennslisvirkjanir sem ekki hafa óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Við viljum virkja frumkvæði og sköpunarkraft nýrra hugmynda því mannauð- urinn er það dýrmætasta sem við eigum en við verðum að nýta hann á skynsamlegan hátt. Græn ferðaþjónusta Endurvinnsla í stað einnota hugsunarháttar verður að taka við. Umhyggja fyrir umhverfinu er atvinnuskapandi og öllum til hagsældar. Við getum nýtt okkur vöxtinn í umhverfisvænni ferða- þjónustu þar sem óendanlegir möguleikar eru fyrir hendi. Við höfum nú þegar dæmi um hversu mikil auðlind hvalaskoðunarferðir eru. Mesti vaxtarbroddurinn í ferðaþjónustu í Evrópu er einmitt á sviði grænnar og menning- artengdrar ferðaþjónustu og á þeim sviðum eigum við mikla möguleika. Við þurfum heildarsýn og stefnumörkun á þessu sviði í stað skyndilausna núverandi stjórnvalda. En þessu getum við breytt til batnaðar með því að kjósa U-lista Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs á kjör- dag. Umhverfið er málið Eftir Hlyn Hallsson Höfundur skipar 3. sætið á lista VG í Norðausturkjördæmi. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.