Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 39 ALMENNAR BÍLA- VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 ÞEGAR kosið verður hinn 10. þessa mánaðar munu kjósendur velja þá sem fara með völdin næsta kjörtímabil. Valið milli flokka grund- vallast væntanlega á þeirri lífsskoðun sem hver og einn hefur. Ég vil ekki að heilbrigðiskerfið verði einkavætt eingöngu fyrir þá efnameiri því að skattatillögur þeirra munu koma niður á öryggisnetinu, sem er grundvöllur jöfnunar í landinu. Þess vegna ætla ég ekki að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. Ég vil að við notum okkar auðlindir í þágu þjóðarinnar og þess vegna koma vinstri-grænir ekki til greina, þeir hafa barist harðast allra gegn uppbyggingu á landsbyggðinni. Ekki treysti ég Samfylkingunni til að fara með byggðamálin því talsmaður hennar sagðist ætla á þing til að gæta hagsmuna Reykjavíkur. Kannski var hún að skrökva þegar hún sagði það en það er heldur ekki eiginleiki sem mér hugnast. Hún laug að kjósendum í Reykjavík og ég sé ekki að það sé hægt að treysta flokki sem hefur varla talað einni rödd í nokkru máli. Frjálslyndi flokkurinn var smíðaður í kringum spilltan fyrrverandi bankastjóra sem allt í einu fann að fiskveiðistjórnunarkerfinu sem hef- ur reynst Íslendingum vel. Ég held að eins málefnis flokkur geti ekki verið góður kostur. Nýtt afl er óskrifað blað og hæpið að þeir nái fólki á þing. Þá er eftir Framsóknarflokkurinn sem hefur staðið vörð um heilbrigðismálin og komið í gegn mestu framkvæmdum í Íslandssög- unni. Flokkur sem hefur virkjað það skásta í Sjálfstæðisflokknum og haldið því lakasta niðri í honum. Það er sagt að það þurfi sterk bein til að stjórna í góðæri. Víst hefur Framsóknarflokkurinn skapað grundvöll fyrir góðæri en það þarf að tryggja stöðugleikann og til þess er enginn betur fallinn er Framsóknarflokkurinn. Mitt val er X-B hinn 10. Þitt er valið 10. maí Eftir Loga Óttarsson Höfundur er námsmaður á Akureyri og býr í Eyjafjarðarsveit. UM ALLAN heim hefur árásarstríði Bandaríkj- anna, Bretlands og bandamanna þeirra gegn Írak verið mótmælt og stuðningi lýst við írösku þjóðina í baráttu hennar gegn hernámi síns lands. Hér á landi hefur auk þess ver- ið ástæða til að mótmæla þeirri þjóð- arskömm að nafn Íslands skuli hafa verið lagt við þá stríðsglæpi sem framdir eru með fullkomnustu stríðs- vél heims gegn þriðjaheimslandi, – gegn þjóð sem mátt hefur þola stöð- ugar loftárásir af hálfu Bandaríkj- anna og Bretlands árum saman – og ofan í við- skiptabann sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að hafi valdið dauða milljóna manna, ekki síst barna í hundraða þúsunda tali. Hvernig má vera að slík grimmd fái viðgengist fyrir allra augum nú á tímum og að viðbrögð okkar séu ekki meiri en raun ber vitni? Stöku ályktanir og einn og einn mótmælafundur. Hvernig má það líka vera að ríkisstjórn Bandaríkjanna komist upp með að leggja undir sig önnur ríki í blóðugum styrj- öldum, setja þar upp eigin landstjórn eða lepp- stjórnir. Stríðsherrarnir reyna ekki einu sinni að fara í fel- ur með fyrirætlanir sínar. Á dögum Nixons og Kiss- ingers var þó reynt að ljúga og fela glæpina. Nú liggur það fyrir af hálfu Bush og Rumsfield, að Írak verði undir beinni stjórn Bandaríkjanna í að minnsta kosti tvö ár en sennilega mun lengur. Það liggur fyrir að settar verði upp fjórar gríðarstórar her- stöðvar og þar mun ekki tjaldað til einnar nætur. Bandaríkin eru komin til að vera í Írak, rétt eins og þau lögðu Afganistan undir sig. Þar er nú fjölmenn- ari her en þegar bardagar stóðu sem hæst. Og nú beina heimsvaldasinnarnir augum að Sýrlandi og Ír- an. Þeir Írakar sem voga sér að mótmæla hernáminu hætta lífi sínu. Þegar hafa tugir óbreyttra íraskra borgara verið skotnir til bana fyrir þátttöku í mót- mælaaðgerðum. Sú grimmd ætti svo sem ekki að koma á óvart þeim sem fylgst hafa með framferði bandaríska heimsveldisins, ekki bara í Víetnam og um gjörvallan heim, heldur líka gegn eigin borg- urum. Hinn 4. maí síðastliðinn voru liðin 33 ár síðan þjóðvarðliði var sigað á stúdenta sem voru að mót- mæla Víetnamstríðinu í bandaríska háskólabænum Kent. Fjölmargir lágu í valnum þann dag. Í Bandaríkjunum er oft minnst þeirra 60 þúsunda hermanna sem féllu í Víetnamstríðinu. Þá eru ótalin hundruð þúsunda andlegra og líkamlegra öryrkja sem sneru heim á lífi. Sjaldan er hins vegar minnst þeirra milljóna óbreyttra borgara í Víetnam, sem féllu í gjöreyðingarstríði Bandaríkjahers. Og enn, nærri þrjátíu árum eftir að stríðinu lauk, er fólk að deyja af völdum þess úr krabbameini, sem orsakast af eiturefnahernaði Bandaríkjanna, og enn eru að fæðast stórlega vansköpuð börn af sömu orsök. Í stuttri grein verður ekki rakinn sá hryllilegi blóðferill sem Bandaríkjaher og vopnabræður hans hafa skilið eftir sig í öllum heimsálfum á liðnum ár- um og áratugum. Orsakir stríðsins gegn Írak eru græðgi auðhringanna, olían, hernaðarsamvinnan við Ísrael, í stuttu máli heimsvaldastefna Bandaríkj- anna. Áróðurinn fyrir stríðinu gekk út á að „af- vopna Saddam“ eins og það var kallað, ná frá hon- um öllum gereyðingarvopnum og eldflaugum sem drægju lengra en 150 km. Það átti líka að refsa Írökum fyrir að hlíta ekki ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Engin eiturefnavopn, engin lífræn vopn, engin kjarnorkuvopn og engar bannaðar eldflaugar hafa fundist í Írak, hvorki í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna né eftir að Bandaríkjaher lagði landið und- ir sig. Það hefur sýnt sig eins og sagði nýverið á forsíðu breska, óháða stórblaðsins Independent, að leiðin að stríði var þakin lygum. Gnægð gereyðingarvopna er hins vegar að finna í nálægu ríki, sem er skjólstæðingur Bandaríkjanna og hefur um leið ótrúlega mikil áhrif á utanríkis- og hernaðarstefnu ofurveldisins. Það er ríki sem ástundað hefur hernám á landi nágranna sinna leng- ur en nokkurt annað ríki í mannkynssögu síðari tíma og beitir grimmilegri kúgun en sögur fara af. Og það er ríki sem lætur sér í léttu rúmi liggja ályktanir Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráðsins. Ekkert ríki og enginn utanaðkomandi aðili mun hafa þrýst eins á að Bandaríkin réðust inn í Írak, eins og litla ríkið Ísrael sem er hernaðarlega öflugra en flest önnur í heiminum og hefur yfirburði yfir öll nágrannaríkin samanlögð. Stríðsæsingamennirnir sem þar ráða ríkjum, Sharon og Mofaz, eru nákomn- ir Bush og Rumsfield. „Öxull hins illa“ heyrðist úr Hvíta húsinu. Þeir ku vera góðir speglarnir þar. Það voru forsætis- og utanríkisráðherra sem skrif- uðu upp á víxilinn fyrir Bandaríkjastjórn og drógu Ísland þannig inn í stríðsrekstur sem er á skjön við grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna og í and- stöðu við yfirgnæfandi meirihluta íslensku þjóð- arinnar. Það vill vel til að þjóðin hefur tækifæri til að draga þessa herramenn til ábyrgðar í kosningum á laugardaginn. Stríðsábyrgðin er brottrekstrarsök, þótt ekkert annað kæmi til. Rekum þá 10. maí! Speglarnir í Hvíta húsinu Eftir Svein Rúnar Hauksson Höfundur er læknir. Á UNDANFÖRNUM áratugum hefur verið lögð síaukin áhersla á þátttöku hins almenna borgara í stefnumótun og ákvarðanatöku yf- irvalda hjá lýðræð- isríkjum hins vest- ræna heims. Aukin hnattvæðing með al- þjóðasamstarfi krefst þess að stjórnmálamenn standi á traustum grunni, séu vel tengdir við þarfir, vonir og væntingar umbjóðenda sinna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sá stjórnmálamaður hérlendis sem hefur lagt hvað mesta áherslu á lýðræðislega þátttöku íbúanna í verkum sínum sem borgarstjóri. Þar ætti slagorðið „látum verkin tala“ svo sannarlega heima! Sem dæmi um þær leiðir sem Ingibjörg Sólrún fór sem borg- arstjóri má nefna almenna hverfa- fundi sem hún hélt hvert einasta vor frá árinu 1996 í átta hverfum Reykjavíkurborgar. Þar kynnti Ingibjörg Sólrún allar almennar framkvæmdir sem stóðu fyrir dyr- um í umræddu hverfi en tók jafn- framt óhikað upp umræðu um þau hagsmunamál viðkomandi hverfis sem voru ekki sett í forgang. Þar rökstuddi hún ákvarðanir borgaryf- irvalda á mjög málefnalegan hátt og þar var ekki verið að lofa meiru en efni stóðu til. Þessir fundir voru fjölsóttir og vinsælir á meðal Reyk- víkinga enda sköpuðust þar líflegar umræður. Breyttir stjórnunarhættir Ingibjörg Sólrún hafði forystu um breytta stjórnunarhætti innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar þar sem meðal annars var tekin upp rammafjárhagsáætlunargerð og ár- angursstjórnun. Með þessari aðferð var álit íbúa á þjónustu einstakra borgarstofnana fest í sessi sem eitt mikilvægasta mælitæki á árangur stofnana. Reykjavíkurborg tók helj- arstökk í samanburði við ríkið í innleiðingu þessa stjórnunarstíls en bæði ríki og borg hófu innleiðingu á svipuðum tíma. Þar, eins og í jafnréttismálum, munaði mestu um þá festu og framsækni sem þáver- andi borgarstjóri auðsýndi hverju því verkefni sem hún tókst á hend- ur. Fleiri glæsileg dæmi má taka af ferli Ingibjargar Sólrúnar í stóli borgarstjóra og hversu henni var umhugað um að raddir borgarbúa kæmust til skila. Íbúaþing, ung- mennaráð, miðborgarstjórn,allt er þetta dæmi um leiðir sem farnar hafa verið með þetta að markmiði. Flugvallarkosningin er einnig gott dæmi um leið sem farin var til að vekja upp umræðu um umdeilt málefni. Kosningin hafði það í för með sér að skipulagsmál Reykja- víkurborgar voru sett á kortið. Tugir blaðagreina birtust þar sem almenningur tjáði sig um það hvernig borg Reykvíkingar vilja lifa í og hvaða lífsgæði þeir telja eftirsóknarverð. Lífleg umræða skapaðist einnig á vinnustöðum og í heimahúsum og ný grasrót- arsamtök litu dagsins ljós. Þetta er stjórnunarstíll Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Hún vill um- ræðu. Hún þorir að taka slaginn. Hún hlustar á rök. Hún er sann- gjarn foringi og undir stjórn henn- ar þurfa menn ekki að óttast krumlur valdsins. Gefum henni tækifæri í vor – við eigum það öll skilið. Lýðræði – sam- ræða – umræða Eftir Guðrúnu Ögmundsdóttur Höfundur er alþingismaður. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.