Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 43 Mig langar með ör- fáum orðum að minn- ast hennar Sigrúnar móðursystur minnar. Hún Núnna eins og hún var ávallt kölluð á mínu heimili var nefnilega alveg ein- stök kona og svo vel af guði gerð. Falleg var hún og góð og glæsileg með mikla silfraða hárið sitt. Hún var líka einstaklega brosmild og glaðlynd og smitaði það út frá sér og hafði þau áhrif að manni leið alltaf vel í návist hennar. Hún hafði ein- stakt lag á börnum og laðaði þau að sér með hlýju og gamansemi. Til dæmis vissu allar vinkonur mínar hver Núnna frænka var og þótti mikið til hennar koma, kannski ekki síst vegna þess í hve miklu uppá- haldi hún var hjá mér. Ef von var á Núnnu frænku í kaffi var ómögulegt að fá mig út að leika og allir leikir máttu gjöra svo vel að bíða því ég átti von á heimsókn. Mér fannst nefnilega hún ekkert síður vera að heimsækja mig en mömmu og pabba. Því hún var einmitt vinkona mín líka, ekki bara frænka og hún reyndist mér afskaplega vel sem slík. Eitt sem einkenndi hana öðru fremur var hversu gjafmild hún var. Alltaf voru stærstu og fallegustu gjafirnar frá henni og alltaf beið ég spennt eftir að opna jólagjafirnar frá henni og sjá hvert dýrindið hún hefði fundið handa mér í það skiptið. Heimilið þeirra Jóns var í sama dúr, hlýtt og vinalegt og þangað var alltaf gott að koma. Þau eru allmörg skipt- in sem ég man eftir mér hæst- ánægðri inni í eldhúskrók með smá- köku og mjólkurglas í hendi og fæturna dinglandi framaf stólnum. Svo stækkaði maður og breyttist töluvert en alltaf var Núnna frænka eins og alltaf þótti mér jafn vænt um hana. Hún var svona þessi dæmi- gerða frænka sem maður les um í bókum, einhvern veginn allt öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég svo fór að heimsækja hana í síðasta skipti fannst mér svo merkilegt að horfa á þessa konu, sem hafði þurft að bera svo þungar byrðar og berjast við erf- iðan sjúkdóm svo lengi, liggja í rúm- inu sínu ennþá með allt sitt mikla hár og fallega svip. Henni Sigrúnu frænku minni gleymi ég aldrei. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Thorlacius. Sigrún guðmóðir mín og móður- systir, Núnna frænka eins og hún var kölluð á mínu heimili, er nú látin langt um aldur fram. Hún var höfðingleg kona, bæði í útlit og innræti. Hún var fríð og hafði alla tíð mikið og fallegt hár, dökkt framan af ævi en síðar silf- urgrátt. Hún var brosmild, léttlynd, fyndin og hrókur alls fagnaðar í margmenni. Hún bar virðingu fyrir háum sem lágum og fólk laðaðist að henni. Mamma og Núnna voru samrýnd- ar systur og var mikill samgangur á milli heimila þeirra. Við systurnar eigum ótal góðar minningar tengdar heimsóknum á Rauðalækinn. Einnig eru minnisstæðar heimsóknir í sælu- reit þeirra hjóna við Þingvallavatn. Þar eignuðust þau lítið hús á hrjóstrugum mel, sem stendur nú á kafi í gróðri. Alltaf var þar tekið á móti gestum með kostum og kynj- um. Hér áður fór ég með foreldrum mínum og systrum en í seinni tíð höfum við Pálmi og dætur okkar oft notið gestrisni þeirra. Á unglingsárum mínum var ég var kaupakona í sveitinni hjá ömmu og SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR ✝ Sigrún Kristins-dóttir fæddist á Blönduósi 26. mars 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarneskirkju 5. maí. Magga móðurbróður. Þá var ég svo lánsöm að fá að kynnast Núnnu því hún kom nokkur vor í sauðburð- inn að hjálpa móður sinni og bróður. Það voru skemmtilegar vik- ur. Þau systkinin voru söngelsk og höfðu bæði góða frásagnarhæfi- leika. Þau sungu og trölluðu og reyttu af sér brandara eins og þeim var lagið. Þegar sauðburður stendur yf- ir er mikið að gera og oft langar vökunætur. Stundum var ekki laust við að svefngalsi legðist á heimilisfólk. Ég sé þau systkinin fyr- ir mér, ofurþreytt en hamingjusöm og bókstaflega grátandi af hlátri. Amma sat álengdar og hló líka, þó öllu hógværari hlátri en við hin. Ég man líka hvað við Maggi og amma söknuðum hennar alltaf þegar hún fór. Og nú hefur hún kvatt í síðasta sinn. Eftir situr söknuðurinn, en einnig ótal margar minningar um dásamlega konu. Sigrún Thorlacius. Mín fyrsta minning tengist Sig- rúnu. Tæplega þriggja ára vaknaði ég um miðja nótt við símhringingu, Sigrún leit í dyragættina og til- kynnti að mér hefði fæðst bróðir. Hvort það voru vonbrigði yfir að drengur hafði fæðst eða mér brugðið að vakna þá voru viðbrögðin nei- kvæð og ég man hve Sigrún tók það nærri sér. Næstu daga dvaldi ég hjá Sigrúnu, og ekki einungis ég heldur eldri systur mínar tvær að auki. Ekki taldi hún það eftir sér að bæta okkur við sinn barnahóp. Mér leið vel þessa daga, það er víst, mér leið alltaf vel niðri. Fljótlega eftir þetta hlaut Sigrún nafnið Dirra innan okk- ar fjölskyldu þegar prinsinn sem fæddist nóttina góðu náði ekki tök- um á nafni hennar. Það gælunafn hefur haldist síðan. Fjölskyldurnar tvær bjuggu í samlyndi frá fyrstu tíð, þau niðri við uppi. Börnin á svipuðu reki, mæð- urnar heimavinnandi og þeirra áhugamál á sömu nótum. Dirra og mamma fóru saman í bæinn og keyptu í sameiningu hluti sem auð- velt var að deila – eitt móðinsblað, jafnvel eitt vínarbrauð. Kápum var vent, krögum snúið. Lítil flík saum- uð upp úr stærri. Tölur klipptar að ónýtum fötum, rennilásum sprett af og þessir hlutir gengu milli hæða eins og þörf var á. Við krakkarnir hlupum með nýbakað bakkelsi með kvöldkaffinu upp eða niður og hrá- efni í bakstur eða matargerð var sótt milli hæða. Þetta var á þeim árum þegar hlutir voru vel nýttir og búðir ekki opnar fram á kvöld. Á sumrin var hlúð að garðinum og gangstéttir sópaðar – á veturna snjór mokaður af tröppunum. Árin liðu, Sigrún og mamma fóru að vinna utan heimilis og börnin fluttu að heiman en vin- áttan og samvinnan var jafn rík. Þegar tækifæri gafst var hist í morgunkaffi og drukkið á tröppun- um ef vel viðraði. Það var alltaf jafn notalegt að koma niður enda leitaði þangað oft, lyklalaus eða eftir fé- lagsskap. Dirru var líka einkar lagið að hrósa, ég fór niður í nýsaumuðum eða -prjónuðum fötum og Dirra hrópaði og guðaði hve skelfingar ósköp ætti ég flinka mömmu. Seinna meir fór ég með hluti sem ég sjálf hafði unnið og hrósið var jafn innilegt. Svo sannarlega átti hún sjálf skilið hið mesta hrós, allt lék í höndum hennar og stórglæsileg var hún enda naut hún þess að klæða sig upp og safnaði að sér fallegum vel unnum munum. Það hefðu senni- lega ekki margir treyst sér til að rífa sig upp á fimmtugsaldri og flytja er- lendis í eitt ár en það gerðu Sigrún og Jón með Kristínu þá á mennta- skólaaldri. Án efa hefur margt verið erfitt þar en það var ekki tíundað og ríkari komu þau til baka. Sigrún naut þess sem Svíþjóð hafði upp á að bjóða, fór í vefnaðartíma og eftir hana liggja gífurlega fallegir dúkar og renningar. Þegar heim var komið keypti hún sér vefstól og óf meðal annars úr gömlum ullarpeysum mottur sem prýða bústaðinn austur á Þingvöll- um. Tveim áratugum eftir þeirra dvöl bjó ég í sama landi og þá var yndislegt að fá símhringingu frá Dirru, við nutum í sameiningu gegn- um símann vorsins í Svíþjóð, ilmsins i loftinu og litanna á blómguðum trjánum. 46 ár eru liðin síðan fjölskyldurn- ar tvær fluttu í húsið sitt við Rauða- lækinn, ekki einungis deildu þær veraldlegum hlutum heldur líka sorg og gleði. Vinátta Dirru og mömmu var einstök sem aldrei bar skugga á og við systkinin áttum alltaf athvarf niðri. Fyrir hönd foreldra minna og systkina vil ég þakka fyrir öll þessi ár og sendi Jóni og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér elsku Sigrún, það er auður að eiga fallegar minningar. Lilja. Sigrún vann á skrifstofu Fjöl- brautaskólans við Ármúla rúman áratug, frá 1988 að telja. Hún var rödd skólans og andlit út á við, ef svo má segja, svaraði símtölum og tók á móti þeim sem áttu erindi, hvort sem voru nemendur eða gestir. Skemmst frá að segja sinnti hún starfi sínu af stakri alúð og kost- gæfni og skipti ekki skapi þótt stundum hefði verið fullt efni til þess; sýndi ávallt fyllstu háttvísi; var þolinmóð umfram venjulegan skiln- ing. Margir nemendur áttu hjá henni skjól og einatt var hún með einhverja í fóstri, eins og við köll- uðum það. Hún var einkar þægileg í samstarfi, vandvirk og ósérhlífin. Sigrún Kristinsdóttir var glæsileg kona. Hún hafði mikið og fallegt hár og geislandi augu og hló dillandi hlátri; var enda glaðlynd í bezta lagi og glettin – og stundum stríðin ef maður átti það skilið! Hún klæddist af stakri smekkvísi og bar sig vel. Hún var föst fyrir og hélt sjónarmið- um sínum á loft; mátti einu gilda hvort ESB eða önnur pólitík væri til umræðu eða til dæmis búskapur í Húnavatnsþingi, en þangað átti Sig- rún rætur að rekja; það var stundum karpað áhyggju- og ábyrgðarlaust við endann á kaffiborðinu og oft hlegið. Hún var hrókur alls fagnaðar þegar dreypt var á gullnum veigum og naut lystisemda eins og náttúru- börnum er tamt. Ó legg Þú laufblað ósýnilegt á tungu vinar míns, nú undir vetur sjálfan að hann sofið geti vongóður, eins og hann þráir – í þessari sprungu. Svo yrkir Hannes Pétursson Við sjúkrabeð. Sigrún barðist við park- insonsveiki sem lék hana illa. Hún naut einstakrar umhyggju Jóns bónda síns og barna þeirra og bjó heima meðan stætt var og raunar lengur. Nú hefur sá sem sólina skap- aði lagt laufblað sitt ósýnilegt á tungu hennar og fari hún sæl. Jóni Erlendssyni, börnum þeirra og öðr- um vandamönnum færi ég samúðar- kveðjur fyrir hönd nemenda og sam- starfsmanna í skólanum fyrr og síðar. Sölvi Sveinsson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Okkar ástkæri, STEFÁN BRYNGEIR EINARSSON, Keilusíðu 12c, Akureyri, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda M. Jóhannsdóttir, Einar J. Stefánsson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Áslaug Ó. Stefánsdóttir, Oddgeir Sigurjónsson, Ingibjörg H. Stefánsdóttir, Bergur V. Stefánsson, barnabörn og systkini hins látna. Elskuleg dóttir okkar og systir, HILDUR MARÍA BJÖRNSDÓTTIR, Vesturbergi 100, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 2. maí. Kveðjuathöfn fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.30. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju mánu- daginn 12. maí kl. 14.00. Kolbrún Erla Pétursdóttir, Björn Sveinlaugsson, Daníel Björnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN BIRGIR INGÓLFSSON, til heimilis á Kristnibraut 37, lést á Spáni föstudaginn 25. apríl. Sigurlaug Sturlaugsdóttir, Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Ragnar Konráðsson, Ingólfur Aðalsteinsson, Ólöf Sveinsdóttir, Matthildur Aðalsteinsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, KJARTAN FRIÐBJARNARSON kaupsýslumaður frá Siglufirði, lést þriðjudaginn 29. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 8. maí kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Alida Olsen Jónsdóttir, Daníel Jón Kjartansson, Alda Kjartansdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ómar Kjartansson, Súsanna Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson, Sigríður Kjartansdóttir. INDRIÐI GUÐMUNDSSON, Munaðarnesi, Árneshreppi, lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík mánudaginn 5. maí. Fyrir hönd ættingja, Guðmundur G. Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.