Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss og Brúarfoss koma og fara í dag. Eld- borg fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Polar Siglir kom í gær, Kolomenskoe kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa. s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–12 gler- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13.30 brids/vist, kl. 13– 16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 op- in verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13– 16.30 módelteikning, kl. 9–14 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30, 10, 11.10 leikfimi, kl. 10 bútasaumur, kl. 13.30 trésmíði í Garðabergi. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 9, biljard kl. 10.30, línudans kl. 11, glerlist kl. 13, pílukast kl. 13.30, kóræfing kl. 16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Baldvin Tryggvason veitir ráð- gjöf í fjármálum er til viðtals á morgun, panta þarf tíma. Áður auglýstri dags- ferð 10. maí á Reykja- nes verður frestað til 20. maí. S. 588 2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum, Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 glerlist og félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 ganga, kl. 13– 16 handavinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, útskurður, hár- greiðsla og fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teikn- un og málun. Fótaað- gerðir og hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, bók- band og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13–16 föndur, kl. 13.30 bók- band, kl. 12.30 versl- unarferð. Barðstrendinga- félagið. Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. ITC deildin Fífa. Fund- ur í kvöld kl. 20.10 í Safnaðarheimili Hjalla- kirkju, Álfaheiði 17, Kópavogi. Fundurinn er öllum opinn. Uppl í síma 554 2045. Sjögrens-hópurinn ætlar að hittast á Kaffi Mílanó í Faxafeni í kvöld kl. 20. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Aðalfundurinn verður haldinn í safn- aðarsal kirkjunnar á morgun, fimmtudag, kl. 20. Gestur fundarins verður sr. Sigurður Pálsson. Myndasýning. Í dag er miðvikudagur 7. maí, 127. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi. (Sak. 7, 9.)     Þeir sem lesa sjón-varpsdagskrána og fylgjast með auglýs- ingum um væntanlega dagskrárliði sjónvarps áttu flestir von á að sjá Össur Skarphéðinsson, formann Samfylking- arinnar, mæta í hinn tæpitungulausa kosn- ingaþátt Ríkissjónvarps- ins. Þegar á hólminn var komið var formaður flokksins hins vegar fjarri góðu gamni og þess í stað birtist Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, talsmaður flokksins, á skjánum. Var ákveðið að skipta Össuri út á síðustu stundu?     Það er vinsælt þessadagana að velta fyr- ir sér næstu ríkisstjórn. Það gera til dæmis pennar Maddömunnar, vefrits ungra framsókn- armanna. Þeir gefa sér þær forsendur að núver- andi stjórnarflokkar fái 33 þingmenn og haldi meirihlutanum en jafn- framt að ólíklegt sé að Davíð Oddsson verði áfram forsætisráðherra.     Á Maddömunni segir:„Því eru aðeins tvær stjórnir líklegar. Annars vegar núverandi stjórn- arsamstarf undir for- ystu Halldórs Ásgríms- sonar og hins vegar minnihlutastjórn Fram- sóknar og Samfylkingar undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar sem studd yrði af Vinstri grænum. Vg fengi hugsanlega að vera í ríkisstjórn en þá án ráðherra, líklegra er þó að þeir séu utan stjórnar. Vg mun styðja minnihlutastjórn á þeirri forsendu að þeir vilja Sjálfstæðisflokkinn frá. Hvor stjórnin er lík- legri? Framsókn og Samfylking eiga meira sameiginlegt en Fram- sókn og Sjálfstæð- isflokkur en Sjálfstæð- isflokkurinn mun hins vegar líklegar bjóða Halldóri forsætisráðu- neytið en Samfylking. Eins munu þeir líklega eftir tap í kosningum draga úr áherslum sín- um og þar af leiðandi nálgast Framsókn- arflokkinn sem yrði þá ráðandi í ríkisstjórninni.     Hins vegar eru margirinnan Framsókn- arflokksins orðnir leiðir á Sjálfstæðisflokknum og hans áherslum síð- asta kjörtímabil og ekki bætti úr skák þegar þeir ályktuðu á flokksfundi sínum að leggja niður Íbúðalánasjóð og Lána- sjóð íslenskra náms- manna. Mörgum mun því hugnast það betur að líta til vinstri. Ljóst er því að aðeins í stjórnarmynd- unarviðræðum mun koma í ljós hver næsta ríkisstjórn verður. Ljóst er að líklegast verður Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn og eins er það líklegast að Halldór Ásgrímsson verði for- sætisráðherra.“ STAKSTEINAR Hvar var Össur? Víkverji skrifar... MERKI allra flokkanna eru keim-lík, stór stafur og x fyrir framan. En svo eru til ýmis afbrigði. Vinstri- grænir eru með áletrunina „Halldór í herinn og herinn burt!“ Framsókn- armenn hafa aðra skoðun á sínum manni og dreifa merkjum með áletr- uninni „Vinir Dóra“. Í kosningunum árið 1995 var dreift barmmerkjum með sömu áletrun, en þá komu „Vinir Dóra“ til stuðnings Halldóri Blöndal, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem nú nefnist Norðausturkjördæmi. Svo er auðvitað til hljómsveit með sama nafni. Vinmargir menn, – Dórarnir. x x x ÍFYRRADAG stóð Tíkin.is fyrir velheppnuðum hádegisverðarfundi um nýju fæðingarorlofslögin. Mikil ánægja var með framkvæmd laganna og bjartsýni vegna þeirra viðhorfs- breytinga sem þau ættu eftir að hafa í för með sér. Víkverji sat fundinn og hafði einmitt verið í aðlögun á leikskólanum um morguninn með dóttur sína. Það rann upp fyrir honum að ef til vill yrði við- horfsbreytingin hraðari en fólk gerði sér grein fyrir. Reynslan sýnir að feð- ur nýta sinn rétt til fæðingarorlofs. Auðvitað er það þannig að ef feður verja meiri tíma með börnum sínum, þá verður sambandið nánara. Þeir verða því síður fjarri þegar kemur að aðlögun á leikskóla eða veikindum barna sinna. Sem til þessa hefur mætt mest á mæðrum og háð þeim á vinnumarkaði. Víkverji er skrifaður árla morguns, vegna þess að hann er á leið á leik- skólann með dóttur sína í aðlögun. Og ef til vill er það einmitt orðið sem má nota yfir réttindi karla í nýju fæðing- arorlofslögunum, – aðlögun. x x x FRIÐRIK Steingrímsson úr Mý-vatnssveit tróð upp á hagyrð- ingakvöldi á Djúpavogi á dögunum. Þar kom til tals hvernig Ítölunum myndi vegna við Kárahnjúka og nátt- úruspjöll af ýmsum toga, sem Friðrik tengdi óðar austfirskum konum. Ítalanna úrvalslið ætti að girða kringum bara svo þeir fái frið fyrir Austfirðingum. Tryllast mun hver frauka og frú er finnst á Austurláði; oft var þörf en nauðsyn nú á náttúruverndarráði. x x x EINNIG bar á góma viagra-pillu,sem ætti að endast í sólarhring. Friðrik lagði út af því: Kannski hún einhvern kynsvelting kætti á fundi drósa, en sístöðu í sólarhring síst ég myndi kjósa. Morgunblaðið/Kristinn Merki framsókn- armanna árið 2003 til vinstri og sjálf- stæðis- manna árið 1995 til hægri. LÁRÉTT 1 kaupstaður, 8 rándýrs, 9 skreyta, 10 keyra, 11 skyldur, 13 horaðan, 15 stjakaði við, 18 sjá eftir, 21 rödd, 22 hristist, 23 tré, 24 reipið. LÓÐRÉTT 2 óhæfa, 3 sleifin, 4 nadd- ar, 5 þolir, 6 kjáni, 7 hljóp, 12 veiðarfæri, 14 vinnu- vél, 15 klár, 16 dýrin, 17 spjald, 18 syllu, 19 yf- irhöfnin, 20 forar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skart, 4 knött, 7 yndis, 8 lævís, 9 afl, 11 töng, 13 gróa, 14 ennin, 15 bugt, 17 ýsan, 20 far, 22 rolla, 23 ormur, 24 Seifs, 25 kenni. Lóðrétt: 1 skylt, 2 aldan, 3 tása, 4 koll, 5 örvar, 6 tíska, 10 funda, 12 get, 13 gný, 15 barms, 16 galti, 18 Símon, 19 nærri, 20 fans, 21 rokk. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Siðferðislega óverjandi MÉR finnst alveg óþolandi að horfa upp á slaginn milli stjórnmálaflokkanna núna þar sem vinstriflokkarnir koma út með nóg fylgi til að mynda meirihluta á þingi í skoðanakönnunum. Ef þeim tekst að fella ríkisstjórnina hefur það í för með sér að Ingibjörg Sólrún verður for- sætisráðherra. Það er nátt- úrlega siðferðislega óverj- andi að hún, slík ópæja sem hún er, verði forsætisráð- herra okkar Íslendinga. Það sér það hver maður að Davíð Oddsson er miklu meiri pæja en Ingibjörg getur nokkurn tímann orðið. Þess vegna skulum við vona að ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum, svo að við pæjurnar getum lifað í sátt við samfélagið. Eldri borgari. Opið bréf til heilbrigðisráðherra MIG langar að deila með þér reynslu minni af því fyrir- myndarheilbrigðiskerfi sem núverandi stjórnvöld stæra sig af nú rétt fyrir kosningar og kallað er eitt af bestu heil- brigðiskerfum í heiminum. Maðurinn minn, sem er 57 ára, fékk á síðasta ári grein- ingu um að skipta þyrfti um mjaðmalið í honum, vegna slits. Hann var settur á bið- lista. Hann bíður enn og er ekki gefin von um úrlausn fyrr en einhvern tíma næsta vetur. Hann er nú vart göngu- eða vinnufær. Búið er að eyða þúsund- um króna í verkjalyf og bólgueyðandi lyf og nú er spurning um hversu lengi maginn þolir þau. Til gamans má geta þess að bíllinn hjá dóttur minni bilaði um daginn og kom í ljós að skipta þurfti um hjörulið, það fékkst gert daginn eftir greiningu. Mín reynsla er því sú að við búum við mjög gott bíla- viðgerðarkerfi en heilbrigð- iskerfið er vart til fyrir- myndar og getur ekki kallast eitt af þeim bestu í heimi. Virðingarfyllst, Hafdís Hannesdóttir. Auður HUGTAKIÐ „auður“ getur táknað margt. Ríkidæmi. Kvenmannsnafn. Auður kjörseðill. Í stjórnmálaumræðum undanfarnar vikur hefur oft verið fullyrt að Ísland sé auðugt land. Einnig að fiski- miðin við landið okkar séu sameign þjóðarinnar. Sama gildir um óbyggðirnar og víðernin. Þau eru sögð sam- eign þjóðarinnar. Hvaða fé- lagsform er um að ræða? Sameignarfélag lands- manna? Hlutafélag fárra einstaklinga? Einkafélag? Ég hef verið íslenskur ríkisborgari frá fæðingu og hef aldrei fengið tækifæri til að greiða sjálf atkvæði um meðferð þessara mála. Hvers vegna ekki? Ég fékk t.d. ekki sjálf að greiða at- kvæði um Kárahnjúkavirkj- un. Í sjónvarpinu sé ég svo stórvirkar vinnuvélar sprengja stórfenglega gljúfurbarmana mína í loft upp og þeir hrynja sundur- tættir niður í gljúfrið mitt. Hvers vegna var ég ekki spurð um leyfi ef þetta er mín eign að hluta? Ég hef spurt um þetta, en fæ engin svör. Nú spyrja stjórnmála- menn mig hvort ég vilji ekki kjósa sig. Ég ætla ekki að svara þeim heldur. Svarseð- illinn minn verður auður. Kjósandi sem heitir Auður. Þakkir fyrir tónleika MIG langar til að koma á framfæri kærum þökkum fyrir tónleika kórs aldraðra í Bústaðakirkju 4. maí sl. Það var stórkostlegt á að hlýða og sjá. Þvílíkur kraft- ur og góð meðferð ljóða og laga. Yndislega valin lög. Sem sagt frábært. Góða ferð til Finnlands. Eldri borgari, kona. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is ÞESSI mynd var í myndaalbúmi sem fannst fyrir nokkru. Þeir sem kannast við að eiga albúmið geta nálgast það á afgreiðslu Morgunblaðsins. Albúm í óskilum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.