Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í UPPHAFI er það örvænting, fátækt, atvinnuleysi og menntunarskortur sem hrekur fólk, í þessu tilfelli eink- um Nepalbúa, til að selja eða leigja börn sín í indversk fjölleikahús. Foreldrarnir fá dálitla fjárupphæð og lifa kannski í voninni um að afkvæmi þeirra hafi það illskár en í föðurhúsum. Því útsendararnir fara beinustu leið í fátækustu fjallahéruðin til að hafa upp á nýjum starfs- kröftum. Þessi börn og annað sirkusfólk er viðfangsefni Hol- lendinganna Relleke og van Wilde, sem skyggnast á bak við lokuð sirkustjöldin til að kynna sér líf þessa nepalska æskufólks sem er svo grimmilega rænt æsku sinni. En slíkt er daglegt brauð, víða í Austurlöndum fjær, reyndar hafa milljónir barna það mikið verr en sirkusbörnin. Það er framandi veröld sem blasir við pattaralegum Vesturlandabúum í Stjörnukossi, en nafnið er dregið af einu vinsælasta sýningaratriði stúlknanna. Þær eru frá rösklega tvítugu niður í fimm, sex ára gamlar. Það er átakanlegt að heyra sögu þeirra og jafnvel enn erfiðara að kyngja því að þær eru yfirleitt heppnari en flestar aðr- ar. Sem veslast upp heima fyrir eða þær sem eru fluttar í tugþúsundatali á indversk hóruhús, einkum í Bombay. Þessar stúlkur fá yfirleitt enga menntun, kunna hvorki að lesa né skrifa nafnið sitt og deyja snauðari en þær komu yfir landamærin. Það eru fleiri en börn laus í bili við kynlífsþrælkun eða merkjavöruframleiðslu fyrir Vesturlandabúa, sem una sér vel í þessum lokaða heimi. Dvergar eru eftirsóttir í trúðshlutverk og eiga kvikmyndagerðarmennirnir tal af nokkrum þeirra sem er ekki síður forvitnilegt. Maður fer að efast um hvorum megin tjaldsins hinn eiginlegi sirkus heldur sig. KVIKMYNDIR Háskólabíó Stutt- og heimildamyndahátíð Höfundar: Chris Relleke og Jascha de Wilde. 77 mínútur. Wilderellfilm. Holland 2002. STARKISS/ INDVERSKU SIRKUSSTÚLKURNAR - EKKI GLEYMA AÐ BROSA!  „Vafrandi, einmana trúður…“ Þrælar sirkus- tjaldanna Sæbjörn Valdimarsson greinilegum verndarvæng áður- nefnds White, Bobby Womacks og alls semelíudiskóliðsins (stundum vissara að líta á ártalið á plötunum til að fullvissa sig um að vera staddur á réttum áratug). Hér stígur fram hinn mjúkmáli ástmögur, herra Bleikur, sem er leiðsögumaður okk- ar um næturheimana, og kynnir sig í upphafi með sínu eigin stefi, „Blakes Theme“. Lagið skartar öllu sem til- heyrir, djúpri flagararödd, snöggum gítarriffum með vælieffekt, þéttum takti og frábærum flaututrillum í forgrunni – sjáið fyrir ykkur Shaft hlaupa um stræti borgarinnar með afrógreiðsluna. Einstaklega skemmtilegt lag og vel gert þótt það sé auðvitað eins og maður hafi heyrt það áður. En hér er ekkert verið að fela hvert innblásturinn er sóttur og spurningin því bara hvort aðdáunin á þessu tímabili skili sér í gleði og góð- um lögum. MAGNÚS Jónsson, tónlistarmað- ur með meiru, sendir nú frá sér sína fyrstu einherjaskífu eftir að hafa skipað sæti í Gusgus-flokknum fyrir nokkrum árum. Magnús gefur tón- listina út undir nafninu Blake sem er einskonar „alter ego“, hin hliðin á honum sem greini- lega skyldur Barry White. Hér er feimnislaust sótt í diskó/ fönkbrunninn og dansgleði áttunda áratugarins endurvakin undir Og Bleikur má eiga það að hann hristir fram fínustu kokteila þó þeir séu stundum ívið sætir, vel samsett popplög sem ekki er hægt annað en að dilla sér við. Platan virkar eins og komið sé inn á barinn þar sem allir eru í góðu glensi – áferðarfallegar diskóstemmningar og auðþekkjan- leg stef taka við hvert af öðru – gríp- andi og kunnuglegur bakgrunnur fyrir tjúttið. Þetta er samt ekki allt í diskóstíln- um, „Jarman“ t.d. er skemmtilega Bowie-kuldalegt og fjarrænt og gestasöngkonan Urður víkkar út gæruskinn-við-arineld-stemmn- inguna í „Mr. Maestro“ með tilfinn- ingaríkum söng. Það hægir einnig aðeins á undir lokin og við færumst fram til nú- tímans með laglegum ambient-til- þrifum og sveimi, klukkan líka orðin svo margt, barnum lokað og tíminn kominn til að enda kvöldið í sófanum. Enda má lesa litla sögu út úr röð lag- anna, kynningarstefi Bleiks í byrjun – áreiðanlega klæddur í hvítan satín- samfesting – hann hittir stúlku og dregur hana á tálar með úthugsuð- um danssporum í erkidiskólaginu „Jackie“, og svo framvegis þar til að það er tími til að kæla sig niður og setja eitthvað slakandi á fóninn. Lýkur svo sögunni á tilbrigði við upphafsþema Bleiks, „Blakes Grande Finale“. Sem óður til ákveðins tímabils virkar platan vel – hún breytir kannski ekki lífi manns en hún er al- gerlega skotheld fyrir skemmtanir á komandi sumarnóttum. „It’s about you and me and all the flowers in the universe“, eins og Bleikur segir … Tónlist Djúp diskófroða DDD featuring Blake DDD featuring Blake Útgefandi: HekkGabb Flest lögin eru samin og útsett af Magn- úsi Jónssyni en einnig koma Hlynur S. Jakobsson, Barði Jóhannsson og Herb Legowitz að þeirri vinnu. Hljóðfæraleik- arar eru Davíð Magnússon, Kristján Edel- stein og Árni Kristjánsson á gítar, Guðni Finnsson, Ragnar „Funky Moses“ og Kobe James á bassa, og fleiri auk Magn- úsar. Söngkonurnar Urður og Gigi líta inn, Stefán S. Stefánsson útsetur flautur af smekkvísi og Þórir Baldursson, Jón Ólafsson og Kjartan Valdimarsson koma allir við sögu á Fender Rhodes. Sig- tryggur Baldursson sér um áslátt í þema- lagi Bleiks. Steinunn Haraldsdóttir DDD featuring Blake virkar vel sem „óður til ákveðins tímabils“, diskótímabilsins, og „er algerlega skotheld fyrir skemmtanir á kom- andi sumarnóttum“. NÍELS Hafsteinsson, yfirþjónn á Radisson SAS Hótel Sögu, varð í kvöld Íslandsmeistari barþjóna í blöndun þurra kokteila. Er þetta annað árið í röð sem Níels hreppir þennan titil. Níels mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna sem fram fer í Sevilla á Spáni. Barþjónaklúbburinn heldur upp á sitt fertugasta starfsár í ár og var af því tilefni haldinn hátíðarkvöldverð- ur í kvöld eftir að keppni lauk. Með- al gesta er Umberto Caselli, forseti Alþjóðasamtaka barþjóna, og Björn Olsen, forseti Evrópusambandsins, ásamt formönnum barþjónaklúbba á Norðurlöndunum. Íslands- meistari barþjóna Níels Hafsteinsson á Hótel Sögu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Níels kann að blanda þá þurru. Sunnud. 11. maí kl. 14 www.sellofon.is fim 8. maí kl. 21, NASA, örfá sæti lau 17. maí kl. 21, NASA, örfá sæti föst 23. maí, kl. 21 nokkur sæti fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI Sýningum fer fækkandi í vor FJÖLBREYTT EFNISSKRÁ verða haldnir í Langholtskirkju 10. maí kl. 16.00. Stjórnandi kórsins er Gunnar Ben. Undirleikari Jón Bjarnason. Einsöngvari Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran. Sif Björnsdóttir leikur á selló og Gunnar Ben á óbó og djembé. Vortónleikar ÁRNESINGAKÓRSINS Í REYKJAVÍK Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 10/5 kl. 14, Lau 17/5 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 8/5 kl 20, aukasýning, Fi 15/5 kl 20 aukasýning ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi Gestaleiksýning Theater Mars frá Finnlandi Í kvöld kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 ATH: Síðustu sýningar GESTALEIKSÝNINGIN 7 BRÆÐUR kemur hingað með styrk frá Teater og dans i Norden. ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 11/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Su 25/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20,Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins Frumsýning fi 8/5 kl 20, 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞRJÁR SÝNINGAR Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Fös 9. maí kl 20 næst síðasta sýning Sun 11. maí kl 20 síðasta sýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.