Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Buxnadagar Vinnufatabúðin KOSTNAÐUR vegna viðgerða og viðhalds á bifreiðum hefur hækkað um 83% á und- anförnum sex árum frá því í marsmánuði árið 1997 til aprílmánaðar í ár. Það er veru- lega umfram það sem vísitala neysluverðs hefur hækkað að meðaltali á sama tíma, en meðaltalshækkun vísitölunnar síðustu sex ár er 27,2%. Hins vegar hefur verð á vara- hlutum hækkað mun minna eða um 27%. Þetta kemur í ljós þegar breytingar á undirliðum vísitölu neysluverðs varðandi bifreiðar og rekstrarkostnað þeirra eru skoðaðar. Þannig kemur fram að frá mars- mánuði 1997 til jafnlengdar í ár hefur kostnaður við bifreiðaskoðun hækkað um 74,5% samkvæmt útreikningi vísitölu neysluverðs og gjaldskrá smurstöðva hef- ur hækkað um 60,5%. Á sama tímabili hef- ur kostnaður á bón- og þvottastöðvum hækkað um 34,1%, sem er lítið eitt hærra en meðaltalshækkun vísitölunar á tíma- bilinu. Kostnaður á hjólbarðaverkstæðum hefur hækkað svipað eða um 36,6% og hjól- barðar hafa hækkað um 19,1%. Þegar verðþróun á bifreiðum og bensíni er skoðuð yfir sama tímabil kemur í ljós að 95 oktana bensín hefur hækkað svipað og meðaltalsverðhækkunin hefur verið á tímabilinu eða um 27,4%. Bílar hafa aftur á móti hækkað um 12,8% sem er minna en nemur verðlagshækkuninni að meðaltali á þessu árabili. Það þýðir að raunverð þeirra í hlutfalli við verðlagshækkun tímabilsins hefur lækkað sem því nemur.                     )  )  )  )  ) )  ) )  ) /0E0 7 ($8 @ !9"8 7*-'-EFG8. "+*"8+6"( 7!-8+H68'>"6 $'>"6 @ !9"6*.'2" 7*"'.8"$-  ,  ;   % 011I Bílaviðgerðir hafa hækkað í verði um rúm 80% „VIÐ Ívar höfðum aldrei áður fall- ist í faðma, en þarna gerðist það í fyrsta skipti. Við vorum skýjum ofar og það var æðislegt að kom- ast á tindinn,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallgöngumaður um sögulegan áfanga í íslenskri fjall- göngusögu, sem náðist á laug- ardag. Þá urðu þeir Ívar F. Finn- bogason fyrstir manna til að klífa eina alerfiðustu „alpa“ klifurleið landsins, sjálfan austurvegg Þver- ártindseggjar í Suðursveit. Fjallið er 1.554 m hátt og er óárennilegur austurveggurinn með erfiðustu klifurleiðum sem fyrirfinnast hér- lendis. Þeir félagar hafa lengi beð- ið eftir réttum aðstæðum á fjallinu og létu loks til skarar skríða á laugardag. Klifurleiðin sjálf er um 400 m löng og tók klifrið níu klukkustundir að meðtaldri niður- ferðinni. Einar og Ívar eru í hópi reyndustu fjallagarpa landsins, en samt reyndist þeim klifrið síður en svo létt. Fullyrðir Einar, sem er fjallaleiðsögumaður og þraut- reyndur klifrari, að austurvegg- urinn sé erfiðasta verkefni sem hann hafi tekist á við. Lá við yfirliði af kvölum Erfiðasti hluti leiðarinnar spannaði síðustu 80 metrana, en þegar lokaatlagan hófst var Einar orðinn gríðarlega þreyttur. Á þeirri stundu vissi hann ekki að í rauninni höfðu þeir aðeins lagt að baki „létta“ hlutann, sem þó er 300 m langur. Erfiðasti kaflinn var hins vegar eftir. „Sem betur fer tók Ívar nú við hlutverki for- göngumanns, því ég treysti mér ekki til þess,“ segir hann. Ívar klifraði því fyrstu 25 metrana og Einar fylgdi í kjölfarið, þótt kálfa- vöðvarnir loguðu af sársauka vegna þreytu. Og enn jukust vand- ræðin þegar hann fékk það ægi- legasta naglakul, sem hann hefur á ævi sinni upplifað. Fingurnir höfðu kólnað á meðan hann hélt höndunum fyrir ofan sig í klifrinu, en þegar blóðið fór að renna aftur út í fingurna hófust gríðarlegar kvalir. „Mér lá við yfirliði og minnstu munaði að ég dytti út. Ég grenjaði af sársauka í um 10 mín- útur og það var að lokum orðið vandræðalegt fyrir Ívar að horfa upp á þetta.“ Þegar þarna var komið sögu héldu þeir að e.t.v. væru 15 metrar eftir upp á tind, en það voru þá 55 erfiðir metrar. „Það var brjálæði og erfiðara en við héldum,“ segir Einar. Nú tóku við fimm yfirhangandi íshöft, hvert öðru erfiðara og alversta haftið beið efst. Þar var varla fót- festu að hafa og þurfti Einar að vega sig upp á ísöxunum einum saman með fæturna dinglandi yfir gapandi hyldýpinu, algjörlega þrotinn að kröftum. „Ég var á síð- asta bensíndropanum og bók- staflega öskraði mig upp síðustu metrana,“ segir Einar. Sigurinn var í höfn. Urðu fyrstir manna til að klífa eina erfiðustu háfjallaleið landsins Til hægri blasir við óárennilegur Austurveggurinn. Klifurleiðin er 400 m löng og tók klifrið níu klukkustundir. Ljósmynd/Einar Rúnar Sigurðsson Ívar F. Finnbogason leggur af stað í fyrstu klifurspönn.Einar Rúnar Sigurðsson skýjum ofar að klifri loknu. „Erfiðara en við héldum“ RANNSÓKNARSTOFA í næring- arfræði við Háskóla Íslands og Landspítala Íslands – háskóla- sjúkrahús kynnti í gær niðurstöður úr nýrri rannsókn á kúamjólk. Þar segir að samsetning íslensku kúa- mjólkurinnar hafi í för með sér lægra nýgengi sykursýki af gerð 1 hérlendis en þekkist í nágranna- löndunum. Segir í niðurstöðunum að íslenska kúamjólkin sé lík þeirri finnsku, eins og hún var fyrir 40–50 árum. Sú mjólk er síðan talin hafa breyst vegna kynbóta á kúm. Í niðurstöðunum segir að þessi þróun eða breyting á samsetningu mjólkurinnar gæti tengst aukinni tíðni ákveðinna sjúkdóma í þessum löndum. Samsetning mjólkurinnar getur einnig stuðlað að eða komið í veg fyrir sjúkdóma eins og ofnæmi. „ß-laktóglóbúlín [ákveðin tegund mjólkurpróteina] er öðruvísi sam- sett í íslensku mjólkinni heldur en allri annarri norrænni mjólk sem stendur neytendum til boða. Það getur verið spennandi hvað varðar ofnæmi. Það þarf þó að rannsaka mikið betur. Síðan eru dýrarann- sóknir sem benda til þess að ákveð- in niðurbrotsefni frá þessum prót- einum geti lækkað blóðþrýsting,“ sagði Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ. Bæta þarf úr járnskorti Í rannsóknunum hefur einnig komið fram að aðgerða sé þörf til að bæta úr járnskorti og koma í veg fyrir blóðleysi meðal ungra barna. Segir í niðurstöðunum að þróa þurfi sérvöru, svokallaða stoðmjólk, fyrir 6–24 mánaða gömul börn til að bæta járnbúskap. Varan ætti að líkjast sambærilegum erlendum vörum, en vera unnin úr íslensku hráefni. Í ljós kom að sérstaða íslensku kúamjólkurinnar er meiri en hvað varðar samsetningu þeirra próteina sem skoðuð voru í fyrri rannsókn- um. Þá er meira af n-3 fitusýrum og minna af n-6 í íslenskri en erlendri mjólk, en það er talið hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif. Útreikningar sýna að samsetning kúamjólkur á Norðurlöndum hefur breyst undanfarna áratugi, eins og sést á finnsku mjólkinni. Breytileik- inn á meðal annars við um samsetn- ingu mjólkurpróteina. Telja Inga og Bryndís Eva Birgisdóttir, sem að rannsókninni stóðu, að rannsaka þurfi þýðingu þessarar sérstöðu ís- lensku mjólkurinnar til að kanna hvernig samsetning mjólkur er best frá heilsufarslegu sjónarmiði. Segir í niðurstöðunum að breyt- ingar á íslensku kúnni, sem geti leitt til þess að samsetning mjólk- urinnar breytist, séu varhugaverð- ar og gæti haft neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar. Hér á landi hafa kýr ekki verið kynbættar með erlendum kúakynjum. Í niðurstöðuskýrslu segir einnig að rannsóknir á efnasamsetningu mjólkur geti sýnt fram á meiri eða minni líkur á algengum kvillum eins og t.d. háþrýstingi. Segir að þar sem flest bendi til að samsetning ís- lensku mjólkurinnar hafi jákvæð heilsufarsleg áhrif, gefi það þjóðinni forskot í rannsóknum á þessum þáttum og telja þær Inga og Bryn- dís niðurstöðurnar gefa landinu ein- staka möguleika til þess að skoða mjólkina betur. Að lokum segir í niðurstöðunum að hérlendis sé nú greinilegur vilji fyrir sem mestri og bestri þekkingu á þessu sviði og hafa niðurstöður rannsóknastofu í næringafræði auk þess vakið mikinn alþjóðlegan áhuga. Rannsóknin fékk fjármagn úr fjárlögum ríkisins. Rannsókn sýnir að sérstaða íslenskrar kúamjólkur er meiri en fyrst var talið Lægra nýgengi sykursýki en í nágrannalöndunum LYFSÖLUKEÐJURNAR Lyf & heilsa og Lyfja eru ekki að reyna að skipta lyf- sölumarkaðinum upp á milli sín, að sögn Karls Wernersson- ar, framkvæmda- stjóra Lyfja & heilsu, og Inga Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra Lyfju. Þeir segja einnig að lyf- sölukeðjurnar hafi ekki beitt heildsala þrýstingi til að þeir veiti keðjunum hærri afslætti en einstaklingsreknu apótekun- um. Tilefni þessara orða þeirra Karls og Inga eru þau að Þorvaldur Árnason, lyf- söluhafi í Lyfjavali í Mjóddinni í Reykja- vík, sem verður opnað í dag, og Jón Grétar Ingvason, lyfsöluhafi í Hringbrautarapó- teki, sögðust í Morgunblaðinu í gær vera ósáttir við þróunina á lyfsölumarkaði hér á landi. Sögðu þeir m.a. að lyfsölukeðjurnar hefðu verið að reyna að ryðja einstaklings- reknu apótekunum úr vegi með kaupum á þeim eða öðrum tiltækum ráðum. Lyfsölukeðj- urnar ekki að skipta mark- aðinum upp  Ásakanir/14 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.