Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Komið og skoðið húsbílana hjá okkur Benimar húsbílarnir eru sannkallaðir glæsivagnar með vönduðum innréttingum, örbylgjuofni, sólarrafhlöðu, tengingu f. sjónvarp o.fl. Einn með öllu. Erum með úrval af glæsilegum húsbílum Clipper húsbílarnir eru með mjög góðu svefnplássi 1,88 x 0,66 m 1,80 x 1,20 m 2,40 x 1,345 m 1,83 x 0,66 m 1,30 x 2 m 1,80 x 1,20 m SJÓNVARPSSAMNINGUR sá sem MótorÍs hf., framleið- andi mótorsportþáttanna, hefur haft síðustu ár við Landssam- band íslenskra akstursfélaga (LÍA) er í uppnámi eftir að frestur rann út sem MótorÍs hf. hafði af hendi lánardrottna sinna til að ganga frá skuldbind- ingum sínum. Bréf þess efnis hefur verið sent aðildarfélögum LÍA og segir Ísak Guðjónsson, formaður Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur (BÍKR), að ljóst sé að þetta séu vondar fréttir fyrir akstursíþróttamenn sem hafa verið að undirbúa komandi keppnistímabil. Unnið verði í því næstu daga að finna aðila til þess að taka að sér upptöku efn- is, sem hugsanlega yrði sýnt á einhverri sjónvarpsstöðinni. Hins vegar sé ljóst að tíminn sé naumur og nú þurfi að bretta upp ermar, svo umfjöllun verði a.m.k. einhver í sjónvarpi í sum- ar. Samningur um mótorsport- þætti í uppnámi SALA á nýjum fólksbílum jókst um 53,4% fyrstu fjóra mánuði ársins. Alls seldust 2.732 fólksbílar á þessu tímabili. Söluhæsta umboðið var Toyota með 744 bíla, sem er 27,2% markaðshlutdeild. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir að búast megi við heldur minni aukningu í bílasölu á næstu mánuðum og spáir hann því að bílamarkaðurinn muni vaxa um 20–25% hvað varðar árið í heild, sem gæti þýtt um 9.700 bíla. Egill segir nauðsynlegt að skoða þessar tölur í samhengi við þann mikla samdrátt sem varð í bílasölu árin 2000, 2001 og 2002. Benda megi á í því samhengi að ef bílasala eykst um 25% á þessu ári verður hún aðeins rúmlega helmingur af sölunni 1999. 53,4% aukning í bílasölu                             !!"                                   #$                                                                    %&'(%   )&'*) %&'(%   ! BANDARÍSKT bílasafn í Iowa hefur keypt Cam- aro RS/SS 454 Motion af Harry Þór Hólmgeirs- syni. Bíllinn er betur þekktur sem Camaro-inn hans Örvars. Örvar Sigurðsson, fyrsti formaður Kvartmíluklúbbsins, flutti bílinn inn nýjan 1971 með flugi og sagt er að þetta sé fyrsti einkabíllinn sem hafi komið til landsins með þeim flutnings- máta. Líklegast verður bíllinn einnig fluttur út með flugi á næstu dögum. Harry Þór hefur átt bíl- inn síðastliðin tvö ár. Hvað er svona merkilegt við þennan bíl að hann sé keyptur á bílasafn í Bandaríkjunum? „Bílnum er breytt samkvæmt uppskrift. Baldw- in Motion hét fyrirtæki sem tók bíla beint frá GM á sínum tíma og breytti þeim í ofurtryllitæki. Örv- ar var umboðsmaður hér á Íslandi fyrir Motion, sem sá um vélarhliðina. Það er verið að kaupa bíl- inn af mér út af tengingunni við Motion. Það er mjög lítið til af svona breyttum bílum í heiminum. Ég veit ekki hversu verðmætur safngripur bíllinn er en altént endar hann á safni í Bandaríkjunum. Þó má segja að það sé leitt að missa hann út úr landinu,“ segir Harry Þór. Upprunalega hét bíllinn Camaro RS. Honum var breytt árið 1977 og hefur aðeins verið ekið 1.200 mílur eftir breytinguna og að mestu verið inni í bílskúr. Baldwin Motion gerðu breytingar á vél, drifi og fjöðrunarkerfi og ýmsu öðru. Áttu ekki eftir að sjá mikið eftir bílnum? „Jú, en það eru margir aðrir fallegir bílar til. Ég ætla að kaupa mér draumabílinn sem er Camaro 1969 árgerð. Þeir eru til og ég kaupi hann í gegn- um Netið eða í gegnum þann sem er að kaupa af mér bílinn. Sá á 11 Camaro í sínu safni og hann vantaði þetta eintak inn í röðina.“ Færðu gott verð fyrir bílinn? „Ja, dollarinn stendur mjög lágt. En það er svo sem í lagi ef ég kaupi aftur annan bíl fyrir dollara. Ég er þokkalega sáttur við verðið sem ég fæ, ann- ars hefði ég aldrei selt hann. Það er í sjálfu sér leitt að bíllinn fari úr landi en ég lofa því að það kemur annar jafnmerkilegur bíll til baka.“Camaro RS SS 454 fer á safn í Iowa. Bíllinn var á sýningu Kvartmíluklúbbsins. Honum hefur aðeins verið ekið 1.200 mílur eftir breytingu. Camaro seldur á safn í Iowa  Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur, Akst- ursíþróttafélag Suðurnesja og Bíla- klúbbur Skagafjarðar standa nú sem fyrr fyrir keppnum sumarsins í Ís- landsmótinu í rallakstri. Hinn 24. maí verður fyrsta keppnin haldin á Reykjanesi, þar sem hin vinsæla inn- anbæjarleið um höfnina í Keflavík verður m.a. ekin. 21. júní halda menn og konur austur fyrir fjall, því sú keppni verður haldin á Suðurlandi. 26. júlí verður farið norður í Skaga- fjörð og alþjóðlega rallið er 4.–6. september. Að síðustu er hinn 11. október haldið næturrall í nágrenni Reykjavíkur. Eins og sést á þessu hefur keppnum verið fækkað úr sex í fimm og stigagjöf verður með öðrum hætti en áður. Allar keppnir gilda til stiga. Fyrir fyrsta sætið eru gefin 10 stig, fyrir annað sætið 8 stig, þriðja 6 stig, fjórða 5 stig, fimmta 4 stig, sjötta 3 stig, sjöunda 2 stig og 1 stig er gefið fyrir áttunda sætið. Rallkeppnir sumarsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.