Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 B 3 bílar Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Toyota Corolla L/B 1600 árg. 2000, ek. 62 þús. tvö vindsk., álfelgur. Verð 1.220 þús. Nissan Terrano ll SE diesel árg. 1998 ek. 68 þús. Verð 1.710 þús. Opel Combo 1400 árg. 1997, ek. 1120 þús. Verð 590 þús. Subaru Impresa WRX STI árg. 2002, ek. 8 þús. Hlaðinn aukahlutum. Verð 3.750 þús. Toyota Landruiser 100 VX 6/01. Ekinn 36 þús. km. 4200cc dísel. Sjálfskiptur. Leður. Sóllúga. CD. Rafmagn í öllu. Stillanleg fjöðrun. Dráttarbeisli. Einn með öllu. Verð kr. 5.420.000 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is 1. Fyllið geyminn og skráið stöð- una á vegmælinum. 2. Næst þegar tekið er eldsneyti er geymirinn fylltur og mæla- staðan skráð. 3. Það sem fer á geyminn í lítr- um er það magn sem bíllinn eyðir frá því síðast var fyllt á. 4. Mismunur á vegmæli við fyrri áfyllingu og við þá síðari er sú vegalengd sem bílnum hefur verið ekið. Dæmi: Þegar fyllt var í fyrra skiptið sýndi vegmælir 23.860 km og þegar fyllt var í síðara skipti sýndi hann 24.360 km. Mis- munurinn er 500 km. Magn sem fór á bílinn í síðara skiptið var 43 lítrar. 43 ltr. x 100/500 ek. km = 8,6 lítrar. Hvernig á að finna út eyðslu bílsins? ÞAÐ var fortíðarþrá og gleði á Volvo- básnum á bílasýningunni í New York, sem nú stendur yfir. Þar fengu menn að líta rétt sem snöggvast arftaka hins klassíska P1800 sem frægur varð sem ökutæki í sjónvarpsþátt- unum um Dýrlinginn, sem leikinn var af Roger Moore og sýndir voru í sjón- varpi um allan heim á sjöunda ára- tugnum. Bíllinn á að fara í framleiðslu 2005 og verður hluti af V50-línunni. Hann verður byggður á nýjum hátækni- væddum undirvagni, C1, sem næsta kynslóð Ford Focus verður einnig byggð á. Eftir því sem sögur herma ætti C50, en svo heitir bíllinn, ekki síður að höfða til bílamanna en P1800 gerði á sínum tíma. Augljóst er við hvaða bíla C50 mun etja kappi á markaði. Þar eru fyrir bílar eins og Audi TT og BMW 3 Coupé. C50 fyllir því tómarúmið fyrir neðan C70 sem reyndar var hætt að framleiða í október 2002. C50 er kúpubakur, tveggja dyra bíll, með 2+2 sætum, þ.e. tveimur fullvöxnum sætum fyrir bílstjóra og farþega í framsæti, og tveimur smá- sætum þar fyrir aftan. Ljóst er að bíllinn mun gefa Volvo sportlegra yf- irbragð en núna ríkir þrátt fyrir mjög sportlegar línur í mörgum af stóru fólksbílum fyrirtækisins. Auk þess verður allt annað upp á teningnum hvað varðar sportlegan akstur og afl og þetta á að höfða til þeirra sem gera kröfur um virkilega sportlega takta í sínum bílum. Þegar bíllinn verður settur á mark- að verður hann einungis fáanlegur framhjóladrifinn. Hægt verður að velja á milli bensín- og dísilvéla, þar á meðal 140, 170 og 200 hestafla út- gáfur af nýrri 2,4 lítra fimm strokka forþjöppuvél Volvo. Fyrirtækið er líka að vinna að nýrri fimm strokka dísil- vél fyrir bílinn. Hún verður með for- þjöppu og mun líklega skila um 160 hestöflum og verður því bæði aflmikil og eyðslugrönn. Flaggskipið verður síðan með 2,5 lítra, 300 hestafla vél sem nýlega var kynnt í S60 og V70R-bílunum. Dýr- asta gerðin, C50R, verður síðan með fjórhjóladrifi en hún kemur seinna á markað. Dýrlingurinn endurborinn Roger Moore í hlutverki Simon Templar við Dýrlingsbílinn. Nýr kúpubakur sem minnir á P1800, bíl Dýrlingsins. VOLVO V50, keppinautur BMW 3- línunnar, kemur fyrst á markað á þessu ári. Volvo hefur engar mynd- ir enn sent frá sér en í Autoexpress, enska bílablaðinu, eru gefnar hug- myndir um hvernig línan muni líta út. Fyrstan að telja er sportlegan kúpubak sem verður, eins og dýr- lingsbíllinn, byggður á sama und- irvagn og nýr Ford Focus verður á. Bíllinn verður léttur og með afl- miklum vélum. BMW ætlar að kynna nýjan lítinn sportjeppling, X3, á næsta ári. Volvo ætlar sér sneið af þessari köku með XC50 sem kemur á markað 2005. Til er sýningarmódel af bílnum sem sýnir að hann mun ekki víkja langt frá þeim línum sem menn þekkja í XC90. Urban Jungle Rider er hug- myndabíll sem á ættir að rekja til tryllitækjaflokksins. Hann verður fjórhjóladrifinn og er ætlað að höfða sterklega til ungra bílkaup- enda. Hægt er að taka glerþak bíls- ins af honum og breyta honum í op- inn sportbíl. Alls óvíst er hver örlög þessa hugmyndabíls verða. Að lokum er það fjögurra sæta hlaðbakur. Þetta er hábyggður hlaðbakur með góðu rými fyrir fjóra og mikið farangursrými. Framrúðan nær alveg yfir þakið og hleypir mikilli birtu inn í bílinn. Ef þessi bíll fer í framleiðslu yrði hann sá stysti í allri framleiðslusögu Volvo. Fjórir nýir bílar í pípunum Sportlegur kúpubakur á sama und- irvagni og næsta kynslóð Focus. XC50, lítill jepplingur, á markað 2005. Fjögurra sæta hlaðbakur með háu þaki og miklu innanrými. Urban Jungle Rider 4x4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.