Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 6
MITSUBISHI Outlander verður frum- sýndur hjá Heklu hf. um aðra helgi. Til að byrja með verður þessi nýi jepp- lingur í boði með aflmikilli 2,0 lítra, 136 hestafla bensínvél. Outlander er búinn sídrifsbúnaði. Tvær útfæslur verða í boði; Sport og Comfort. Báðar gerðir eru búnar ABS hemlakerfi með EBD hemladreifikerfi, 4 öryggis- loftpúðum, 16 tommu álfelgum, raf- magni í rúðum og speglum, lituðum rúðum, þakriði sem gefur bílnum sterkan svip, hita í framsætum og þokuljósum og ISOFIX festingum fyr- ir barnabílstóla. Sport útfærslan er til viðbótar búin leðurinnréttingu, sól- lúgu, vindskeið að aftan og loftkæl- ingu. Verðið á Mitsubishi Outlander er 2.490.000 krónur fyrir beinskiptan bíl í Comfort útfærslu en í Sportút- færslu er verðið 2.780.000 krónur. Outlander verður fáanlegur síðar á árinu sjálfskiptur og þá með 2,4 lítra, 160 hestafla bensínvél. Auglýsingaherferð Mitsubishi Motors Europe (MME) ætlar sér stóra hluti með þennan bíl út um allan heim en hann er þegar kominn á markað í Bandaríkjunum. Mitsubishi hefur um miðjan maí nýja auglýsingaherferð til að kynna Out- lander. Auglýsingaherferðin verður tilbreyting frá hefðbundnum auglýs- ingum, að sögn Jóns Trausta Ólafs- sonar, kynningarfulltrúa hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi. „Henni er ætlað að undirstrika að þessi nýi bíll Mitsubishi, sem brúar bilið á milli hefðbundinna fólksbíla og jeppa, sé fullkomið móteitur gagnvart þeim leiðindum sem mörgum finnst vera við akstur inn og út úr borgum,“ segir Jón Trausti. Hekla mun kynna Out- lander hér á landi á sama tíma og hann verður kynntur víðs vegar um Evrópu. Mikil auglýsingaherferð er að hefjast í sjónvarpi og prentmiðlum. Mitsubishi Outlander kominn til landsins 6 B MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar FYRSTA vetnisáfyllingarstöðin var opnuð fyrir skemmstu á Íslandi. Ætlunin er að hefja tilraunaverkefni í samstarfi við NýOrku, Daimler- Chrysler, Norsk Hydro og Shell Int. Hydrogen. Níu álíka stöðvar eru staðsettar víðsvegar um Evrópu og er þeim öllum ætlað að taka þátt í tilraunaverkefninu með einum eða öðrum hætti. Stöðin hér á landi er hugsuð sem áfyllingarstöð fyrir þrjá vetnisknúna almenningsvagna sem væntanlegir eru til landsins í ágúst. Forsendur tilraunarinnar eru að ár- ið 1999 samþykkti íslenska ríkis- stjórnin ályktun um að nýta betur endurnýjanlega orkugjafa og byggja upp þekkingu á Íslandi til at- vinnusköpunar. Sérsmíðaður Benz Sprinter var sérstaklega fluttur inn til landsins í tilefni opnunarinnar. Bíllinn var smíðaður árið 2001 og var í sam- starfi við flutningafyrirtækið Herm- es Versand notaður í daglegan rekstur. Bílnum var ekið 16.000 km fyrsta árið og voru viðskiptavinir Hermes sérstaklega ánægðir með framtakið. Bíllinn gengur fyrir raf- orku en hana framleiðir hann sjálfur með rafal sem staðsettur er undir vagni bílsins. Rafallinn virkar á þann hátt að hann hvarfar vetni við súrefni og myndar vatn, við efna- hvarfið losnar raforka og varmi. Við hvarfið nýtast 60% orkunnar til myndunar rafmagns en hin 40% breytist í varma, þessi nýting á orku er tvöfalt meiri en í venjulegum sprengihreyfli. Vetnið er geymt í sex sérstökum þrýstihylkjum undir vagni bílsins og þar með nýtist allt geymslupláss bílsins. Kútarnir geyma 3 kg af vetni en það dugar bílnum í um 120–150 km akstur. Allt annað en viðbragðsfljótur Þegar bíllinn er ræstur þarf að hinkra í um 30 sekúndur meðan tölvan fer yfir ástand hans en allar þær upplýsingar birtast á tölvuskjá fyrir ofan ökumanninn. Bíllinn er um 500 kg þyngri en venjulegur Sprinter og með 55 Kw rafmagns- mótor sem sér bílnum fyrir afli, það er líkt því að keyra eins lítra VW Polo og er það heldur lítið fyrir svo stóran bíl. Mikið suð berst frá vél- inni eins og í venjulegum rafmagns- bílum en það tæki eflaust ekki lang- an tíma að venjast því í daglegum rekstri. Skemmtilegt er að keyra hann þegar maður hefur það í huga að hann notar endurnýjanlega orku og mengar því nánast lítið sem ekk- ert. Bíllinn er allt annað en við- bragðsfljótur og tekur það vélina smátíma að komast á skrið en há- markshraði hans er um 120 km/klst. Nokkur ár eru í að almenningur geti eignast vetnisbíl en slíkir bílar verða ekki komnir í almenna notkun fyrr en eftir 20 ár. Spennandi verður að fylgjast með tilrauninni hér á landi en allar upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu NýOrku, www.newenergy.is. Vetnisbíl ekið í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Fyllt á Sprinter á fyrstu vetnisáfyll- ingarstöðinni á Íslandi. Skjárinn er með öðrum hætti í vetn- isbílnum en í öðrum bílum. Sprinter-vetnisbíllinn var smíðaður 2001 og var ekið 16.000 km fyrsta árið. Í tilefni af opnun fyrstu vetnis- áfyllingarstöðvarinnar hér á landi var fluttur inn sérsmíð- aður Mercedes-Benz Sprinter með efnarafal sem breytir vetnisorku í raforku. Bjarni Júlíusson prófaði bílinn á reykvískum götum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.