Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÁTT GENGI Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir væntingar vegna stóriðju skýra hátt gengi krónunnar um þessar mundir, þ.e. væntingar um mikið innstreymi gjaldeyris. Gengi krónunnar hefur ekki verið hærra síðan í nóvember 2000. Sam- hliða styrkingu krónunnar hefur dollari veikst gagnvart evru. Goði á þing? Fái Frjálslyndi flokkurinn tvo menn kjörna í Norðvesturkjördæmi, verður Sigurjón Þórðarson, annar maður á lista flokksins, fyrsti goðinn síðan á miðri 13. öld til að sitja á Al- þingi að því er Mbl. kemst næst. Sig- urjón er Hegranesgoði ásatrúar- manna hjá Ásatrúarfélaginu. Ráðstöfunartekjur hækka LÍN hefur hækkað frítekjumark úr 280 þúsund kr. í 300 þúsund krón- ur fyrir næsta skólaár. Að meðaltali tryggja breytingarnar námsönnum 5% hækkun á ráðstöfunartekjum mill skólaára. Neikvæð ávöxtun Raunávöxtun Lífeyrissjóðs verk- fræðinga var neikvæð um 10,58% á síðasta ári. Þetta er þriðja árið í röð sem sjóðurinn skilar neikvæðri ávöxtun. Ávöxtun erlenda eigna var neikvæð um 42% í fyrra. Með- alávöxtun sjóðsins sl. fimm ár er 1,06%. Varað við „erlendri ógn“ Meirihluti þingmanna Írans hvatti í gær til þess að samskiptunum við önnur lönd yrði komið í eðlilegt horf og komið á umbótum til að bægja frá „erlendri ógn“. „Eftir hernaðinn í Afganistan og hernám Íraks er hættan komin að landamærum okk- ar,“ sögðu þingmennirnir í opnu bréfi sem birt var í gær. Hætta á miklum faraldri Wen Jiabaos, forsætisráðherra Kína, sagði í gær að hætta væri á al- varlegum lungnabólgufaraldri í dreifbýli landsins. Milljónir kín- verskra farandverkamanna hefðu virt að vettugi viðvaranir stjórn- valda við því að snúa aftur til síns heima frá svæðum þar sem heil- kenna alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu, HABL, hefur orðið vart. Hópur MBA-nemenda sem mun útskrifast frá Háskól- anum í́ Reykjavík í vor kynna verkefni sín Kaup Straums á Íslenska hugbúnaðarsjóðnum marka tímamót í starfseminni PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F MBA-NÁM STRAUMUR ÞORSKUR ESB hefur lagt fram nýja áætlun um vernd- un þorskstofna í fisk- veiðilögsögu sinni KREFJANDI/3 STRAUMHVÖRF/6 ENN/5 HORFUR eru svipaðar og í fyrra í sölu á humri til Kanada, tollakvóti Evrópusam- bandsins (ESB) í humri, sem er fríkvóti, er langt kominn og eftir það leggst 12% tollur á allan humar sem seldur verður þangað. Haf- rannsóknaskipið Dröfn fer í humarleiðangur í lok þessarar viku og mun kanna stofnana í kringum landið. Bjarki Unnarsson, deildarstjóri land- frysts skelfisks hjá SÍF, segir að útlitið sé svipað og í fyrra í sölu á humarhölum til Kanada. Lækkun dollarans setji þó visst strik í reikning- inn. Hvað varðar Spán- armarkað segir Bjarki að horfur séu ekki eins bjartar. Almennt sé þó svipað útlit í stærri humri en lakara í þeim smærri. Að sögn Hrafnkels Eiríkssonar, fiskifræð- ings hjá Hafró, verður farið í fimmtán daga humarleiðangur í lok vikunnar á rannsókna- skipinu Dröfn. Verða öll helstu humarmiðin könnuð. Hrafnkell segir að horfur séu á að hlutdeild smærri humars á suðausturmiðum verði meiri en verið hefur nokkur síðastliðin ár en hlutdeild stærri humars þá að sama skapi minni. Aflabrögð í heild ættu þó að verða þokkaleg. Vonir um vaxandi afla Á svæðinu frá Selvogsbanka til Vestmanna- eyja væri árgangur sem þeir hefðu orðið var- ir við í hittifyrra og menn gerðu sér vonir um að yrði nokkur uppistaða í afla sem milli- humar á þeim svæðum. „Þess vegna er ég vongóður um að svæðin frá Háfadjúpi, sér- staklega við Surtsey og á Selvogsbanka, komi vaxandi út í sumar,“ segir Hrafnkell. „Þetta gæti teygt arma sína vestar og upp að landinu, að Krísuvíkurbergi, en við erum samt ekki vongóðir um Eldeyjarmiðin, þar hefur nýliðun brugðist í svo langan tíma og engar horfur á neinum skyndibata frá því í fyrra þar.“ S J Á V A R Ú T V E G U R Svipaðar horfur í sölu á humri Gert ráð fyrir þokkalegum afla- brögðum á vertíðinni í sumar               VERÐGILDI krónunnar hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 2000 en krónan hækkaði um 0,08% í gær en daginn þar áður styrktist krónan um 0,25%. Á blað- síðu tvö í blaðinu í dag má sjá töflu sem sýnir þróun krónunnar síðast- liðinn mánuð. Í markaðsyfirliti Greiningar ÍSB er fjallað um krónuna. Spáir Greining ÍSB því að krónan komi til með að styrkjast frekar á næst- unni. „Spáin byggist m.a. á þeim miklu framkvæmdum sem fram- undan eru, hvernig líklegt sé að stjórnvöld taki á þeim, mun inn- lendra og erlendra langtímavaxta og væntingum um kvótaúthlutun fyrir næsta fiskveiðiár svo eitthvað sé nefnt. Framvindan markast þó að verulegu leyti af niðurstöðum kosninga til Alþingis næstu helgi en óvissan í þeim málum er mikil,“ segir í markaðsyfirlitinu. Greiningardeildin bendir einnig á að samhliða styrkingu krónunn- ar undanfarið hafi dollari verið að veikjast gagnvart evru. „Gengi dollara er nú 73,5 krónur og hefur ekki verið lægri síðan í lok apríl 2000.“ Er krónan of sterk Greiningardeild Kaupþings skrif- ar einnig um krónuna í fréttabréfi sínu undir yfirskriftinni: Er krón- an of sterk? „Gengi íslensku krónunnar hef- ur styrkst án afláts frá lokum árs 2001 og stóð vísitala krónunnar í lok viðskipta í gær í 118,6 stigum og hefur ekki verið sterkari síðan í nóvember 2000. Að margra mati er krónan orðin of sterk og hafa margir lýst áhyggjum yfir þróun hennar að undanförnu og telja samkeppnisstöðu innlendra fyrir- tækja orðna verulega slæma,“ seg- ir greiningardeild Kaupþings. Þar segir einnig að sú aðferð sem henti best til að meta styrk krónunnar og samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja sé að skoða þróun raungengis krónunnar. Eft- ir því sem að raungengið sé sterk- ara, því verri er samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja. Greiningar- deildin reiknar raungengi krón- unnar rétt tæplega 96 stig við lok viðskipta á þriðjudag en raun- gengi krónunnar fór hæst í 99,3 stig á öðrum ársfjórðungi 2002, að því er fram kemur í frétt greining- ardeildarinnar. „Meðalraungengi krónunnar frá því að fjármagns- flutningar voru gefnir frjálsir 1994 hefur verið 90,9 stig. Það er því ljóst að raungengi krónunnar er að verða jafnsterkt og það var árið 2000 og er það komið vel yfir með- alraungengi krónunnar undanfar- in ár. Það er þó erfitt að fullyrða nokkuð um hvort raungengið sé orðið of sterkt,“ segir í Morgun- punktum greiningardeildar Kau- þings. Í Morgunpunktunum segir einnig að mikið ójafnvægi hafi ver- ið á vöruskiptum landsmanna á árinu 2000 og viðskiptahalli 10% af vergri landsframleiðslu. Því sé ljóst að gengi krónunnar hafi verið miklu sterkara en gat samræmst langtíma jafnvægi. „Hins vegar virðast vöruskipti landsmanna vera í ágætis jafnvægi nú um stundir. Reyndar var 6,6 milljarða afgangur af vöruskiptum lands- manna fyrstu 3 mánuði ársins og þarf að leita aftur til ársins 1995 til að finna svipaðan afgang af vöru- skiptajöfnuði. Það er því ljóst að vöruskipti landsmanna gefa ekki til kynna að gengi krónunnar hafi verið of sterkt.“ Í lok fréttarinnar segir að hins vegar hafi komið fram vísbending- ar um að innflutningur lands- manna fari vaxandi og að vöru- skiptajöfnuður fari versnandi næstu mánuði. „Það er því ljóst að ekki fæst einhlít svar við þeirri spurningu hvort að gengi krón- unnar sé of sterkt . Ef eingöngu er litið á meðalraungengið er krónan í sterkara lagi en hins vegar getur jafnvægis raungengi krónunnar hækkað eða lækkað eftir undir- liggjandi efnahagsaðstæðum.“ Sterkasta króna frá því í nóvember 2000 Því er spáð að krónan komi til með að styrkjast enn frekar. Óvissa vegna kosninga „Að margra mati er krónan orðinn of sterk og hafa margir lýst áhyggjum yfir þróun hennar að undanförnu og telja samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja orðna verulega slæma,“ segir greiningardeild Kaupþings.  Miðopna: Straumhvörf í fjárfestingum Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Erlent 14/16 Minningar 49/55 Höfuðborgin 18 Dans 58 Akureyri 20 Bréf 60/61 Suðurnes 24 Dagbók 62/63 Landið 26 Íþróttir 64/67 Neytendur 28 Fólk 68/73 Listir 30/34 Bíó 70/73 Umræðan 35/48 Ljósvakamiðlar 74 Forystugrein 38 Veður 75 * * * Skólastjórar einkaskóla um tillögu til að bregðast við fjárhagsvanda Ánægðir með hækkunina SKÓLASTJÓRAR tveggja einka- rekinna grunnskóla í Reykjavík segjast ánægðir með þá tillögu að framlag borgarinnar til einkaskóla verði hækkað um þriðjung en starfs- hópur á vegum fræðsluráðs leggur tillöguna fram í skýrslu um leiðir til að bregðast við fjárhagsvanda skól- anna. „Við fögnum vilja borgaryfirvalda til að skoða fjárhagsvanda einka- skólanna og teljum að skýrslan sé skref í rétta átt,“ segir María Solveig Héðinsdóttir, skólastjóri Tjarnar- skóla, og bætir við að hún vonist til að tekin verði ákvörðun sem allra fyrst. Foreldrar hafi verið uggandi og spurst mikið fyrir um áframhald- andi skólastarf. Hún tekur undir þau orð í skýrslunni að skoða þurfi eigna- myndun skólanna í fortíð og nútíð og telur að eingöngu sé til bóta að þeim málum verði komið á hreint. María hefur hins vegar efasemdir um þá til- lögu að takmarka hversu há skóla- gjöld megi innheimta. „Rekstrar- kostnaður skólanna er mismunandi, vegna ólíkrar aðstöðu sem þeim er búin og því gæti valdið erfiðleikum hafa ekki frjálsar hendur með verð- lagningu þjónustunnar.“ Hjalti Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir mjög gleði- legt ef rekstrarstyrkur borgarinnar til skólanna verður hækkaður um þriðjung og að það yrði til mikilla bóta fyrir reksturinn. Hann sagðist ekki hafa séð skýrsluna í gær og því eiga erfitt með að segja álit sitt á til- lögunum sem þar kæmu fram. Skólastjóri og formaður skóla- nefndar Ísaksskóla vildu ekki tjá sig um málið í gær, þar sem skólanefnd hefði ekki fjallað um það. Í skýrslunni kemur fram að frá hausti 1997 til haustsins 2002 hafi styrkir Reykjavíkur borgar hækkað um 115% eða úr 106 þúsund krónum í 228 þúsund með nemanda á ári. Þar segir að erfiðleika skólanna megi helst rekja til nemendafækkunar á síðustu árum sem geri skólana að óhagkvæmum rekstrareiningum. Þá hafi stundum gengið erfiðlega að innheimta skólagjöld en einnig hafi áður fyrr verið unnið talsvert sjálf- boðastarf innan skólanna en slíkt verði sjaldgæfara með hverju árinu. Skulda lífeyrissjóðs- og tryggingagjöld Í skýrslunni segir að fjárhags- staða skólanna sé víða afar bágborin, þannig glími Ísaksskóli við mikinn vaxtakostnað og hafi átt erfitt með að greiða vörsluskatta og önnur starfsmannatengd gjöld svo sem líf- eyrisjóðsiðgjöld og tryggingagjald. Skuldir vegna þessara liða námu 16,6 milljónum síðasta haust auk vaxta. Fram kemur að tap á rekstri Landakotsskóla hafi verið 10,7 millj- ónir árið 2000 en farið í 37 milljónir árið 2001. Þá er eigið fé Suðurhlíða- skóla neikvætt og Tjarnarskóli hefur verið rekinn með tapi sl. tvö ár. „ÞETTA safn er tímavél; það eru ekki hundruð svona mynda heldur þúsundir,“ sagði Guðmundur Ing- ólfsson ljósmyndari á fyrirlestri sem hann flutti um Ólaf K. Magn- ússon, ljósmyndara Morgunblaðsins á árunum 1947 til 1996, á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur fyrir fullum sal af fólki í gær. Hér bregð- ur Guðmundur upp mynd Ólafs frá árásinni á Alþingishúsið 30. mars 1949. Hann sýndi fjölda mynda Ólafs, einkum frá fyrri hluta ferils hans, og ræddi um það hve sterkur blær tíðarandans væri í myndunum. „Ólafur var fréttahaukur, hafði áhuga á fólki, næman skilning á umhverfinu, hann hafði safnaraeðli og var forvitinn; allt eru þetta ein- kenni framúrskarandi ljósmynd- ara.“ Og hann bætti við: „Í þessu safni er ótrúlegt magn gersema.“ Morgunblaðið/Arnaldur „Ótrúlegt magn gersema“ HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands og formaður stjórnar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, sagði á aðalfundi samtakanna í gær að þau þyrftu að beita sér fyrir stöðugleika í lagaumhverfi fjármálafyrirtækja. Breytingar í lagaumhverfinu þyrftu að vera innleiddar með góðum fyrirvara og í góðu samráði við greinina. Þá sagði Halldór að stöðug- leika þyrfti í lagaumhverfi fjár- málafyrirtækja varðandi veðsetn- ingar og veðandlög. Fjármála- stofnanirnar yrðu að geta treyst á langtíma sjónarmið þegar kæmi að veðandlögum og and- virði þeirra eigna sem þær lán- uðu út á, að lagaumgjörðin væri stöðug varðandi þær ákvarðanir sem teknar hefðu verið um lán- veitingar til 12–15 ára með ákveðnum forsendum. Bankastjóri Landsbankans Stöðugleika þarf í lagaumhverfi banka SAMKVÆMT upplýsingum frá ráðningarskrifstofunni Vinnu.is höfðu í gær borist um 1.500 umsókn- ir um þau nærri 200 störf sem Imp- regilo auglýsti um síðustu helgi vegna framkvæmda við Kárahnjúka- virkjun. Umsóknarfrestur um þessi störf rennur út 10. maí. Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðn- ingarstjóri Vinnu.is, segir að að baki þessum 1.500 umsóknum séu um 800–900 manns þar sem margir sæki um fleiri en eitt starf. Athyglisvert sé að ríflega 300 manns séu búnir að sækja um störf fyrir ófaglærða en í auglýsingu í Morgunblaðinu sl. sunnudag var óskað eftir iðnmennt- uðu fólki til starfa við virkjunina, sem og ófaglærðu. Tekið var fram að meirapróf og vinnuvélaréttindi væru nauðsynleg í sumum tilvikum. Agla segir að viðbrögð við auglýs- ingunni hafi verið gríðarleg fyrstu tvo dagana og enn haldi umsóknir áfram að streyma í gegnum vefsíð- una vinna.is. Hún segir ungt fólk áberandi í þessum hópi sem sé ekki síst að leita eftir sumarvinnu en einnig séu járniðnaðarmenn og smiðir fjölmennir, sem séu fyrir í annarri vinnu. Ekki hefur náðst samband við Roberto Velo, verkefn- isstjóra Impregilo hér á landi, til að fá viðbrögð hans við þessum áhuga Íslendinga á störfum hjá fyrirtæk- inu. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Framkvæmdir Impregilo við Kárahnjúkavirkjun fara senn af stað en síð- ustu daga hefur norskum vinnubúðum verið landað á Reyðarfirði. Um 1.500 um- sóknir borist um 200 störf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.