Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SLÖKKVILIÐI Sólheima í Grímsnesi var nýlega af- hentur fullbúinn slökkvibíll af gerðinni Ford 600, ár- gerð 1975. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gaf bílinn og kom það í hlut Hrólfs Jónssonar, slökkviliðsstjóra SHS, að afhenda bílinn. Hann er með tveggja tonna vatnstanki, búinn öllum helstu vatnsdælum og nauð- synlegum slökkvibúnaði. Íbúar Sólheima fjölmenntu á aðaltorgi Sólheima og fylgdust spenntir með því þegar slökkvibílnum var ekið með ljósum og vælandi sírenum í gegnum byggðahverfið að aðaltorgi Sólheima. Slökkvibíllinn er kærkomin viðbót við þann örygg- isbúnað sem fyrir er á Sólheimum. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri SHS, ásamt slökkviliði Sólheima við slökkvibílinn. Slökkvilið Sólheima fær slökkvibíl AÐ MATI Bílgreinasambandsins þarf mæling Hagstofu Íslands á við- gerðarkostnaði bifreiða endurskoð- unar við svo raunbreytingar á þess- um kostnaðarlið komi fram, en í Morgunblaðinu í gær kom fram að sá liður vísitölu neysluverðs sem mælir kostnað vegna viðhalds og viðgerða á bílum hafi hækkað um 83% á síðustu sex árum frá því í mars 1997 til apr- ílmánaðar í ár. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, segir að í nýlegri könnun sem Bílgreinasambandið hafi gert í tengslum við aðalfund sinn í mars síðastliðnum á þróun útsölu á verk- stæðum síðasta áratug komi fram að á ofangreindu tímabili frá árinu 1997 til dagsins í dag hafi útseldur tími á bílaverkstæðum almennt hækkað um 50–60%. Sú breyting sé mjög í takt við launaþróun á sama tíma. Auk þess megi geta þess að á und- anförnum áratug hafi sú þróun verið áberandi að ýmsum aukaliðum á verkstæðum hafi fækkað og í raun fleira sem sé innifalið í útseldu tíma- gjaldi en áður. „Könnun Hagstofunnar á kostnaði við viðgerðir og viðhald byggist að verulegu leyti á könnun á verði ein- stakra viðgerða. Milli ára hafa þess- ar viðgerðir í raun ekki verið sam- bærilegar, bæði vegna þess að um er að ræða mismunandi bíla svo og þró- un í búnaði bíla, auknum öryggis- búnaði o.fl. Þetta gæti að hluta til skýrt þennan mismun sem er á kostnaðarþróun sem Hagstofan mælir sem þá í raun endurspeglar ekki raunverulega þróun í viðgerð- arkostnaði. Auk þess er ljóst að að- eins lítill hluti viðgerða er í slíku fastverðskerfi að fyrirfram liggi fyr- ir nákvæmar upplýsingar um við- gerðarkostnað og er þróun útseldrar vinnu því einnig eðlileg viðmiðun.“ Jónas Þór sagði að að mati Bíl- greinasambandsins þyrfti þessi mæling Hagstofunnar á viðgerðar- kostnaði endurskoðunar við. Talsmaður Bílgreinasambandsins Endurskoða þarf mat Hagstofu HREIN raunávöxtun Lífeyrissjóðs verkfræðinga var neikvæð um 10,58% á árinu 2002 og voru fjárfest- ingartekjur neikvæðar um 994 millj- ónir króna á árinu. Þetta er þriðja árið í röð sem ávöxtun sjóðsins er neikvæð eftir mjög góða ávöxtun sjóðsins tvö árin þar á undan. Með- alávöxtun sjóðsins síðustu fimm ár er 1,06% og síðustu tíu ár 3,58% Á heimasíðu sjóðsins kemur fram að árið 2002 hafi verið versta árið í sögu lífeyrissjóðsins hvað ávöxtun snerti. Þetta stafi annars vegar af áframhaldandi lækkun hlutabréfa- verðs þriðja árið í röð á helstu mörk- uðum erlendis en einnig hafi styrk- ing íslensku krónunnar orðið til þess að auka enn á tapið af erlendum eignum. Nafnávöxtun erlendra verð- bréfa í eigu sjóðsins hafi verið nei- kvæð um 42% í krónum talið en 25,9% í dollurum. Nafnávöxtun ís- lenskra hlutabréfa í eigu sjóðsins hafi hins vegar verið mjög góð eða 21,3% og íslensk markaðsskuldabréf hafi einnig skilað sjóðnum mjög góðri útkomu, eða sem nemur 13,7% nafnávöxtun. Hlutfall erlendra eigna lækkaði úr rúmum 33% í tæp 20% Hrein raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um 10,58% í fyrra eins og fyrr sagði. Hún var neikvæð um 5,15% árið 2001 og 7,89% árið 2000. Hún var hins vegar jákvæð um 21,59% árið á undan, árið 1999 og um 10,98% árið 1998. Í ársreikningi sjóðsins kemur fram að hlutfall eigna sjóðsins í er- lendum gjaldmiðlum fellur úr tæp- um 33% í árslok 2001 í tæp 20% um síðustu áramót og vex eign sjóðsins í íslenskum krónum að sama skapi. Fyrir fjórum árum á árinu 1999 var hlutfall erlendra eigna sjóðsins rúm 44%. Í lok ársins 2002 áttu 2.703 sjóð- félagar réttindi í Lífeyrissjóði verk- fræðinga, en 2.190 sjóðfélagar greiddu iðgjöld til hans árinu. Að jafnaði greiddu 1.962 sjóðfélagar reglulega til sjóðsins á árinu. Um 10,5% neikvæð ávöxtun hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga      ! "!                FRIÐGEIR Björnsson, dóm- stjóri við Héraðsdóm Reykja- víkur, segir að við blasi að allir dómarar við dómstólinn muni víkja sæti í máli Péturs Guð- geirssonar héraðsdómara gegn ríkislögreglustjóra. Málið höfð- ar Pétur í kjölfar þess að rík- islögreglustjóri synjaði honum leyfis til að fá að flytja inn stóran veiðiriffil. Málið verður sent dómstóla- ráði sem fær það hlutverk að finna hæfan dómara í málinu. Í lögum um dómstóla nr. 15 frá 1998 segir m.a. að dómstjóri kveði í einu lagi upp úrskurð um að allir dómarar víki sæti í máli ef enginn þeirra fullnægi sér- stökum hæfisskilyrðum til að fara með það. Reynist enginn dómari við annan dómstól held- ur hæfur til að fara með málið gefur dómstólaráð skriflegt og rökstutt álit um það. Skal þá dómsmálaráðherra skipa setu- dómara til að fara með málið. Stefnan var þingfest 29. apríl. Allir dómarar víkja sæti SAMFYLKINGIN bætir verulega við sig fylgi ef marka má skoðana- könnun Gallup sem Ríkisútvarpið greindi frá í gær. Hún fær rúmlega 6% meira fylgi en í fyrri könnun en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Vinstri grænir mælast með 2–3% minna fylgi. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 12,7% sem er 3% minna en í könnun sem birt var á mánudag. Sjálfstæðisflokkur fengi 34,9% sem er 2% minna en á mánudag. Frjálslyndi flokkurinn fengi 9,2% sem er 0,3% meira en á mánudag. Samfylkingin fengi 32,7% sem er 6,1% meira en á mánudag. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengi 8,3%, 1,8% minna en á mánu- dag. Nýtt afl fengi 1,4%, sama fylgi og í síðustu könnun og T-listi óháðra í Suðurkjördæmi mælist nú með 0,9% á landsvísu, 0,5% meira en á mánudag. Fylgissveiflur allra flokka nema Samfylkingar og Framsóknar- flokks eru innan vikmarka. Könnunin er þriðja af svonefndum raðkönnunum Gallup og var gerð á mánudag og þriðjudag. Úrtakið er 1.300 manns. Svarhlutfall var 66%, 2% sögðust ætla að skila auðu, ríf- lega 4% höfðu ekki enn ákveðið sig og tæplega 12% neituðu að svara.              !""  #         !"     # $%&'(%)(((* #% +, ,-(* #"' (  &-       &- .            &-                                                       ! "# "! $# $! %# %! # &                 Fylgi Samfylkingar eykst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.