Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SLÖKKVILIÐI Sólheima í Grímsnesi var nýlega af- hentur fullbúinn slökkvibíll af gerðinni Ford 600, ár- gerð 1975. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gaf bílinn og kom það í hlut Hrólfs Jónssonar, slökkviliðsstjóra SHS, að afhenda bílinn. Hann er með tveggja tonna vatnstanki, búinn öllum helstu vatnsdælum og nauð- synlegum slökkvibúnaði. Íbúar Sólheima fjölmenntu á aðaltorgi Sólheima og fylgdust spenntir með því þegar slökkvibílnum var ekið með ljósum og vælandi sírenum í gegnum byggðahverfið að aðaltorgi Sólheima. Slökkvibíllinn er kærkomin viðbót við þann örygg- isbúnað sem fyrir er á Sólheimum. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri SHS, ásamt slökkviliði Sólheima við slökkvibílinn. Slökkvilið Sólheima fær slökkvibíl AÐ MATI Bílgreinasambandsins þarf mæling Hagstofu Íslands á við- gerðarkostnaði bifreiða endurskoð- unar við svo raunbreytingar á þess- um kostnaðarlið komi fram, en í Morgunblaðinu í gær kom fram að sá liður vísitölu neysluverðs sem mælir kostnað vegna viðhalds og viðgerða á bílum hafi hækkað um 83% á síðustu sex árum frá því í mars 1997 til apr- ílmánaðar í ár. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, segir að í nýlegri könnun sem Bílgreinasambandið hafi gert í tengslum við aðalfund sinn í mars síðastliðnum á þróun útsölu á verk- stæðum síðasta áratug komi fram að á ofangreindu tímabili frá árinu 1997 til dagsins í dag hafi útseldur tími á bílaverkstæðum almennt hækkað um 50–60%. Sú breyting sé mjög í takt við launaþróun á sama tíma. Auk þess megi geta þess að á und- anförnum áratug hafi sú þróun verið áberandi að ýmsum aukaliðum á verkstæðum hafi fækkað og í raun fleira sem sé innifalið í útseldu tíma- gjaldi en áður. „Könnun Hagstofunnar á kostnaði við viðgerðir og viðhald byggist að verulegu leyti á könnun á verði ein- stakra viðgerða. Milli ára hafa þess- ar viðgerðir í raun ekki verið sam- bærilegar, bæði vegna þess að um er að ræða mismunandi bíla svo og þró- un í búnaði bíla, auknum öryggis- búnaði o.fl. Þetta gæti að hluta til skýrt þennan mismun sem er á kostnaðarþróun sem Hagstofan mælir sem þá í raun endurspeglar ekki raunverulega þróun í viðgerð- arkostnaði. Auk þess er ljóst að að- eins lítill hluti viðgerða er í slíku fastverðskerfi að fyrirfram liggi fyr- ir nákvæmar upplýsingar um við- gerðarkostnað og er þróun útseldrar vinnu því einnig eðlileg viðmiðun.“ Jónas Þór sagði að að mati Bíl- greinasambandsins þyrfti þessi mæling Hagstofunnar á viðgerðar- kostnaði endurskoðunar við. Talsmaður Bílgreinasambandsins Endurskoða þarf mat Hagstofu HREIN raunávöxtun Lífeyrissjóðs verkfræðinga var neikvæð um 10,58% á árinu 2002 og voru fjárfest- ingartekjur neikvæðar um 994 millj- ónir króna á árinu. Þetta er þriðja árið í röð sem ávöxtun sjóðsins er neikvæð eftir mjög góða ávöxtun sjóðsins tvö árin þar á undan. Með- alávöxtun sjóðsins síðustu fimm ár er 1,06% og síðustu tíu ár 3,58% Á heimasíðu sjóðsins kemur fram að árið 2002 hafi verið versta árið í sögu lífeyrissjóðsins hvað ávöxtun snerti. Þetta stafi annars vegar af áframhaldandi lækkun hlutabréfa- verðs þriðja árið í röð á helstu mörk- uðum erlendis en einnig hafi styrk- ing íslensku krónunnar orðið til þess að auka enn á tapið af erlendum eignum. Nafnávöxtun erlendra verð- bréfa í eigu sjóðsins hafi verið nei- kvæð um 42% í krónum talið en 25,9% í dollurum. Nafnávöxtun ís- lenskra hlutabréfa í eigu sjóðsins hafi hins vegar verið mjög góð eða 21,3% og íslensk markaðsskuldabréf hafi einnig skilað sjóðnum mjög góðri útkomu, eða sem nemur 13,7% nafnávöxtun. Hlutfall erlendra eigna lækkaði úr rúmum 33% í tæp 20% Hrein raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um 10,58% í fyrra eins og fyrr sagði. Hún var neikvæð um 5,15% árið 2001 og 7,89% árið 2000. Hún var hins vegar jákvæð um 21,59% árið á undan, árið 1999 og um 10,98% árið 1998. Í ársreikningi sjóðsins kemur fram að hlutfall eigna sjóðsins í er- lendum gjaldmiðlum fellur úr tæp- um 33% í árslok 2001 í tæp 20% um síðustu áramót og vex eign sjóðsins í íslenskum krónum að sama skapi. Fyrir fjórum árum á árinu 1999 var hlutfall erlendra eigna sjóðsins rúm 44%. Í lok ársins 2002 áttu 2.703 sjóð- félagar réttindi í Lífeyrissjóði verk- fræðinga, en 2.190 sjóðfélagar greiddu iðgjöld til hans árinu. Að jafnaði greiddu 1.962 sjóðfélagar reglulega til sjóðsins á árinu. Um 10,5% neikvæð ávöxtun hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga      ! "!                FRIÐGEIR Björnsson, dóm- stjóri við Héraðsdóm Reykja- víkur, segir að við blasi að allir dómarar við dómstólinn muni víkja sæti í máli Péturs Guð- geirssonar héraðsdómara gegn ríkislögreglustjóra. Málið höfð- ar Pétur í kjölfar þess að rík- islögreglustjóri synjaði honum leyfis til að fá að flytja inn stóran veiðiriffil. Málið verður sent dómstóla- ráði sem fær það hlutverk að finna hæfan dómara í málinu. Í lögum um dómstóla nr. 15 frá 1998 segir m.a. að dómstjóri kveði í einu lagi upp úrskurð um að allir dómarar víki sæti í máli ef enginn þeirra fullnægi sér- stökum hæfisskilyrðum til að fara með það. Reynist enginn dómari við annan dómstól held- ur hæfur til að fara með málið gefur dómstólaráð skriflegt og rökstutt álit um það. Skal þá dómsmálaráðherra skipa setu- dómara til að fara með málið. Stefnan var þingfest 29. apríl. Allir dómarar víkja sæti SAMFYLKINGIN bætir verulega við sig fylgi ef marka má skoðana- könnun Gallup sem Ríkisútvarpið greindi frá í gær. Hún fær rúmlega 6% meira fylgi en í fyrri könnun en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Vinstri grænir mælast með 2–3% minna fylgi. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 12,7% sem er 3% minna en í könnun sem birt var á mánudag. Sjálfstæðisflokkur fengi 34,9% sem er 2% minna en á mánudag. Frjálslyndi flokkurinn fengi 9,2% sem er 0,3% meira en á mánudag. Samfylkingin fengi 32,7% sem er 6,1% meira en á mánudag. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengi 8,3%, 1,8% minna en á mánu- dag. Nýtt afl fengi 1,4%, sama fylgi og í síðustu könnun og T-listi óháðra í Suðurkjördæmi mælist nú með 0,9% á landsvísu, 0,5% meira en á mánudag. Fylgissveiflur allra flokka nema Samfylkingar og Framsóknar- flokks eru innan vikmarka. Könnunin er þriðja af svonefndum raðkönnunum Gallup og var gerð á mánudag og þriðjudag. Úrtakið er 1.300 manns. Svarhlutfall var 66%, 2% sögðust ætla að skila auðu, ríf- lega 4% höfðu ekki enn ákveðið sig og tæplega 12% neituðu að svara.              !""  #         !"     # $%&'(%)(((* #% +, ,-(* #"' (  &-       &- .            &-                                                       ! "# "! $# $! %# %! # &                 Fylgi Samfylkingar eykst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.