Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborg- ar, sagði á fundi í gær að það væri fráleitt að halda því fram að Reykjavíkurborg vísaði fólki til góð- gerðarstofnana í stað þess að veita því hjálp. „Mér finnst það alveg fráleitt og að auki rangt að halda því fram að Félagsþjónustan í Reykjavík sé að vísa fólki á góðgerðarstofnanir. Ástæðan fyrir því að fólk þarf orðið svo mikið á þessum góðgerðarstofn- unum að halda er sú að það býr við sára fátækt. Það er erfiðara að vera fátækur þegar bilið milli ríkra og fátækra breikkar. Öryrkjar eru fjöl- mennastir þeirra sem leita til góð- gerðarsamtaka. Lítill hluti af þeim fær fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins því það er ekki hlutverk sveitarfé- lagsins að greiða ofan á bætur al- mannatrygginga,“ sagði Björk. Félagsmálastofnun hefur í kosn- ingaumræðunni að undanförnu ver- ið gagnrýnd fyrir að sinna ekki auk- inni fátækt í þjóðfélaginu. Björk benti á að mikil fjárhagsaðstoð sveitarfélaga væri ekki ætluð til að vera viðbót við lág laun eða bætur undir framfærslumörkum. Hún sagði að heimildargreiðslur væru greiðslur sem fólk fengi í stuttan tíma til að mæta tilteknum, afmörk- uðum vanda. Sú hjálp hefur aukist mikið. Þá sagði hún að sveitarfélög- in gætu ekki tekið við ef ríkið skæri niður barnabætur, hætti að tengja lífeyri við lægstu laun eða tæki upp önnur skerðingarákvæði. Reglur varðandi félagsþjónustu sveitarfélaga breyttust árið 1995 og segir Björk nýju reglurnar bæði skýrar og auðskiljanlegar og stuðli að markvissari og skilvirkari fjár- hagsaðstoð. „Núna er betra að sækja þessa þjónustu af því að hún er bundin rétti fólks. Það er betra aðgengi að henni og jafnræðis er gætt. Fólk með svipaðar aðstæður fær sömu þjónustu,“ sagði Björk. Hún sagði að gamla kerfið hafi byggst meira á ölmusuþjónustu þar sem meta þurfti aðstæður hvers og eins. Það fór svo eftir því hve ráðgjafinn sem viðkomandi talaði við var brjóstgóð- ur og í hvaða skapi hann var, hversu mikla aðstoð viðkomandi fékk. „Við höfum stöðugt þurft að bæta við þessa þjónustu vegna þess að fátæktin hefur orðið svo sár á síðustu árum af því að lægstu bæt- ur og laun hafa ekki fylgt launaþró- un.“ Þeim sem leitað hafa fjárhags- aðstoðar í janúarmánuði fjölgaði úr 965 árið 2001 í 1.471 árið 2003. Yfir allt árið 2001 fengu 2.980 fjárhags- aðstoð, en 3.565 árið 2002. Þá hækkuðu heimildagreiðslurnar úr 9% í 33% milli árana 1996 og 2002. Að auki hefur meðalstyrkur til hvers einstaklings hækkað úr 164.000 krónum árið 1994 í 268.000 krónur árið 2002. Þá var árið í fyrra það þriðja hæsta í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar í Reykjavík frá stofnun Félagsmálastofnunar árið 1970. „Mér finnst þessi umræða und- anfarna daga um fátækt gefa okkur tækifæri til þess að setja þetta á dagskrá í stjórnarmyndunarviðræð- um því það er full ástæða til að ríki og sveitarfélög taki höndum saman, líti á þau gögn sem liggja fyrir og vinni saman að lausn þessara mála en séu ekki að snúa útúr hvert fyrir öðru.“ Björk sagði jafnframt að henni þætti Reykjavíkurborg alls ekki yf- ir gagnrýni hafin og sagðist ánægð vilja skoða alla gagnrýni. Þá sagði Björk að heimilum sem fá fjárhagsaðstoð fækkaði ekki vegna nýju reglnanna sem tóku gildi árið 1995, heldur gerðist það þegar atvinnuleysi minnkar. Að sama skapi fjölgar þeim heimilum sem þurfa á aðstoð að halda um leið og atvinnuástand versnar. Þá benti hún á að 42% aukning útgjalda til fjárhagsaðstoðar hafi átt sér stað milli 2001 og 2002. Einnig benti Björk á að réttindabundin aðstoð, eða framfærsla, var 67% árið 2001 af allri fjárhagsaðstoð miðað við 72% árið 2001. Þá voru heimilda- greiðslur 33% af allri fjárhagsað- stoð árið 2002 en 28% árið 2001. Björk lagði einnig áherslu á að margar góðar breytingar hafi átt sér stað. Námsaðstoð hafi til að mynda hækkað verulega ásamt því sem fólk fengi nú tækifæri til að bæta atvinnumöguleika sína með ýmsum námskeiðum. Félagsmálastofnun um gagnrýni undanfarinna vikna „Vísum ekki á góð- gerðarstofnanir“ # $  %    &    ! '!  & (  )   $ $ $ $ $ $ $   *     #  +  !    +    /  ! /  ! /  ! MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís- lands mótmælir harðlega tilraunum forsvarsmanna Útgerðarfélags Akur- eyringa og Brims til þess að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna og telur að um alvarlegt brot sé að ræða á 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938. Þetta kemur fram í ályktun mið- stjórnarinnar sem samþykkt var í gær, en þar segir meðal annars að sú almenna og viðurkennda meg- inregla gildi í samskiptum launafólks og atvinnurekenda að atvinnurekend- um sé óheimilt að reyna með ólög- mætum hætti að hafa áhrif á stjórn- málaskoðanir starfsmanna sinna. Þessi regla hafi verið fest í lög á fyrri- hluta síðustu aldar og hafi ekki orðið tilefni ágreinings um langt skeið. „Á því hefur orðið breyting. Á fundi með starfsmönnum og síðar í vikulegu inn- anhúss fréttabréfi til starfsmanna segi framkvæmdastjóri félagsins m.a. að hætt sé við, nái stefna stjórnarand- stöðuflokkanna í komandi þingkosn- ingum fram að ganga, að fótunum yrði „ …kippt undan rekstri þeirra frystihúsa sem rekin eru af Brimi og byggja vinnslu sína á eigin hráefni. Stórir vinnustaðir á Akureyri, Greni- vík, Akranesi og Seyðisfirði færu í uppnám og hætt er við að fjöldinn all- ur af starfsmönnum myndi missa at- vinnu í kjölfarið. Þá er ljóst að núver- andi rekstur ísfiskskipa Brims myndi breytast verulega og tilfærsla yrði frá ísfiskveiðum yfir í sjófrystingu“,“ seg- ir meðal annars í ályktun ASÍ. Jafnframt er vísað í 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeil- ur en þar segir orðrétt: „Atvinnurek- endum, verkstjórum og öðrum trún- aðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með: a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn, b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.“ Síðan segir: „Ummælunum er þannig ljóslega ætlað að vekja ótta meðal starfsmanna um atvinnu sína og afkomu. Í þessu felst óbein „hót- un“ um uppsögn í skilningi laga 80/ 1938.“ Ályktun ASÍ tilefnislaus Sigurður Líndal, fyrrum lagapró- fessor við HÍ, fellst ekki á þessa túlk- un ASÍ í lögfræðiáliti sem LÍU óskaði eftir að hann ynni vegna fullyrðinga ASÍ um að lög hefðu verið brotin. Sig- urður segir tjáningarfrelsið vera meginreglu og hún sé stjórnarskrár- vernduð. Í 4. gr. laga nr. 80 sé ná- kvæmlega tiltekið hvaða aðferðum megi beita. Túlka eigi ákvæðið með hliðsjón af hinu almenna tjáningar- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi samkvæmt orðanna hljóðan. „Þeim er óheimilt að hafa þessi af- skipti sem þarna eru tiltekin með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn, fjárgreiðslum, loforð- um um hagnað eða neitunum á rétt- mætum greiðslum. Þarna er bannað að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna, afstöðu þeirra og af- skipti af stéttar- eða stjórnmálafélög- um með þessum tiltekna hætti. Ég veit ekki til þess að mönnum hafi ver- ið sagt upp eða yfirleitt að ákvæði a og b liðar eigi beint við.“ Sigurður segir að sjaldan hafi reynt á þessa grein laga nr. 80 fyrir Fé- lagsdómi og í svipinn muni hann eftir einu dæmi en þar var manni beinlínis sagt upp störfum. Hann segist vilja skoða ákvæðið í ljósi tjáningarfrels- isákvæðis stjórnarskrárinnar þar sem segi m.a. að allir séu frjálsir skoð- ana sinna og sannfæringar. Hann sé þeirrar skoðunar að öll ákvæði sem skerði tjáningarfrelsi eigi að túlka þröngt. Úr því að a og b liður eigi ekki við sé ályktun ASÍ tilefnislaus. Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, hefur lýst því yfir að hann geri ekki neinar at- hugasemdir við að framkvæmdastjóri Brims hafi sent starfsmönnum bréfið. ASÍ mótmælir harðlega bréfi forstjóra ÚA til starfsmanna Alvarlegt brot á vinnulöggjöfinni EKKI er æskileg sátt um lóð Lands- símans við Sóleyjarrima í Reykjavík, segir í bókun eins af nefndarmönnum R-lista í skipulags- og byggingar- nefnd sem lögð var fram á fundi hennar í gær. Björn Ingi Hrafnsson, fulltrúi Framsóknarflokks, leggur til í um- ræddri bókun að kannað verði hvort stækka megi opið svæði í Rimahvefi enn frekar frá núverandi tillögum og minnka byggingarmagn á svæðinu. Segir Björn Ingi að fjölmargir íbúar hafi komið að máli við sig og lýst yfir óánægju með þær tillögur sem nú séu uppi. Þeir hafi áhyggjur af því að fyrirhuguð byggð sé of þétt, taki ekki nægilega mið af byggðinni í kring og skortur sé á grænum svæðum. Hann telur mögulegt að ná meiri sátt um málið. Emil Örn Kristjánsson, íbúi í Rimahverfi og fulltrúi íbúa í sam- ráðshópi sem falið var að fara yfir til- lögur um framtíð Landssímalóðar- innar á sínum tíma, segist fagna mjög bókun Björns Inga sem sýni vilja til að reyna að koma til móts við íbúa og ná alvörusátt í málinu. „Það hefur verið látið í það skína af formanni skipulags- og bygginga- nefndar, að það ríki full sátt um skipulagið þarna á væðinu. En það er ekki rétt.“ Hann segir samráðshóp- inn hafa hist fjórum sinnum og lítið aðhafst. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og byggingar- nefndar, segir að fyrir liggi afstaða borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans sem hafi enduspeglast í umræðum í borgarstjórn og skipulags- og bygg- ingarnefnd. Afstaða Björns Inga sem fram komi nú sé hans „prívataf- staða“. Menn hafi áður haft sínar prí- vatskoðanir og bókað þær sérstak- lega en það breyti engu varðandi afstöðu meirhlutans. Hún segir að verulega hafi verið komið til móts við fjögur af fimm atriðum sem mótmæli vegna framtíðaruppbyggingar á lóð- inni hafi einkum snúið að, þ.e. hæð húsanna hafi verið lækkuð, dregið úr skuggavarpi, umferðarmál löguð sér- staklega og græn svæði verið stækk- uð. Þá hafi verið kynntar hugmyndir í stjórn Fasteignastofu í fyrradag sem geri ráð fyrir að stækka enn frekar græna svæðið í skipulagstil- lögum með því að hætta við byggingu skóla syðst á svæðinu. Athugasemdir vegna þéttleika byggðar og fjölda íbúða standi einar eftir. „Ég hef ekki verið tilbúin að breyta því, m.a. af því að það er yf- irlýst stefna okkar að nýta land betur og þétta byggð meira heldur en verið hefur á undanförnum árum.“ Mjög sterk fyrirheit gefin í tíð fyrrverandi borgarstjóra Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir mjög sterk fyrirheit hafa verið gefin af hálfu fyrrum borgarstjóra til íbúa á svæðinu fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar varðandi framtíð Lands- símalóðarinnar sem ekki hafi verið staðið við. Loforðum borgarstjóra hafi m.a. verið dreift í hvert hús í Grafarvogi. Í bókun sjálfstæðismanna frá fundinum í gær er bent á að fulltrúar þeirra í nefndinni hafi frá upphafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir um gisnari byggð, aukin opin svæði og betra samráð við íbúa. „Þannig að maður er afskaplega sáttur við að Björn Ingi skuli stíga þetta skref því það vekur vonir um að lausn gæti verið í sjónmáli,“ segir Guðlagur Þór. Í bókun Ólafs F. Magnússonar, lista Frjálslyndra og óháðra, segist Ólafur frá upphafi hafa gagnrýnt vinnubrögð R-lista í málefnum Landssímalóðarinnar og greitt at- kvæði gegn því að auglýsa deiliskipu- lag lóðarinnar í borgarstjórn. Deilur um skipulag Landssímalóðar í Grafarvogi Fulltrúi Framsóknarflokks vill stækka opin svæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.