Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 8

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við erum komin til að ná í þessa titti, strákar. Diplóma- og meistaranám við kennaradeild Miðar að því að efla fagfólk ÞEIM fjölgar jafntog þétt námsval-kostunum sem menntamönnum stendur til boða á háskólastigi hér á landi. Fyrir nokkrum misserum hófst til dæmis diplóma- og meistaranám við kennaradeild Háskól- ans á Akureyri. Anna Þóra Baldursdóttir, lekt- or og brautarstjóri þeirr- ar námsbrautar, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins um tilurð námsins, tilgang þess og þörfina úti í þjóðfélaginu. – Hvenær var þetta nám kynnt til sögunnar, hver voru tildrög þess og hversu langt nám er um að ræða? „Diplóma- og meistara- nám hófst við kennaradeild haustið 2000 eftir að athugun á þörf og áhuga fyrir slíku námi var gerð meðal kennara og ann- arra þeirra sem starfa við upp- eldis- og menntamál á Norður- landi. Í kjölfarið var framhaldsbraut við kennaradeild stofnuð. Námið miðar að því að efla fagfólk á sviði uppeldis- og menntamála til að standa undir auknum kröfum og fjölbreyti- legri verkefnum í skólum og öðr- um uppeldis- og menntastofnun- um. Námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í stjórnun eða sérkennslufræðum ásamt rann- sóknum á menntamálum. Fyrra árinu, 30 einingum, er unnt að ljúka með diplóma á einu skóla- ári. Síðara árinu, einnig 30 ein- ingum, lýkur með M.Ed.-prófi og er einnig unnt að ljúka því á einu skólaári. Rétt til að sækja um inngöngu eiga þeir sem lokið hafa fullgildu háskólanámi á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis- og umönn- unar eða öðru sambærilegu námi og starfað a.m.k. tvö ár að námi loknu á sviði sínu. Gilt er talið nám frá Fósturskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Íþróttakennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Ís- lands, Þroskaþjálfaskóla Íslands og öðrum skólum sem veita sam- bærilega menntun. Nemendur geta sótt um að lesa hluta nám- skeiða við aðra háskóla, innan- lands sem erlendis.“ – Hvernig er þetta nám byggt upp? „Náminu er skipt í þrjú miss- eri. Á haust- og vormisseri er kennt í fjórum staðbundnum kennslulotum á hvoru misseri. Nemendur koma þá til Akureyr- ar og dvelja nokkra daga í senn. Námið hefst með kennslulotu í um það bil eina viku í byrjun ágúst áður en grunn- og fram- haldsskólar landsins hefjast. Að öðru leyti er að öllu jöfnu kennt frá hádegi á miðvikudegi til há- degis á laugardegi þegar kennslulotur standa yfir. Þess á milli vinna nemendur sjálfstætt og í hópum að verkefnum sínum. Þeir sem ekki búa á sama stað nota tölvur til samskipta og kennarar hafa samskipti með sama hætti við nemendur á milli kennslulota. Nemendur koma víða að af landinu. Á sumarmiss- eri fer engin kennsla fram, en nemendur sinna verkefna- og ritgerðarvinnu undir leiðsögn kennara. Áhersla er lögð á virkni nemenda og er mikið um mál- stofur og verkefnakynningar og umræður um álitamál í skóla- starfi.“ – Geturðu nefnt okkur nokkur dæmi um námskeið eða kennslu- form? „Kennd eru námskeið um hug- tök, strauma og stefnur í menntamálum, upplýsingatækni og rannsóknaraðferðir, álitamál í skólastarfi og þrjú námskeið á hvoru sérsviði fyrir sig. Auk þess er ritgerðarvinna, annars vegar fyrir þá sem hyggjast ljúka diplóma og hins vegar fyrir þá sem stefna að meistaragráðu í menntunarfræðum. Kennaradeild á því láni að fagna, að þar starfa margir og mjög vel hæfir kennarar sem hafa lagt sig fram við að byggja upp framhaldsnámið. Það eru aðeins þrjú ár síðan að námið hófst og verið er að vinna mikið þróunarstarf við skipulag náms- ins og kennslu, en kennsla og kennsluhættir eru auðvitað í sí- felldri þróun við alla skóla. Á þessu ári stendur yfir endur- skoðun á náminu að fenginni nokkurri reynslu og er m.a. stefnt að því að fjölga sérsvið- um.“ – Telst þetta nám til sérstöðu hjá Háskólanum á Akureyri? „Nei, ég býst ekki við að hægt sé að segja að þetta nám hafi sérstöðu miðað við annað slíkt nám. Við getum vegna smæðar ekki boðið upp á eins marga val- kosti og t.d. Kennaraháskóli Ís- lands. Í framhalds- náminu eru tvö leiðarstef: gagnrýnin hugsun og ígrundað starf og er áhersla lögð á þessa þætti ásamt sérsviðunum. Smæð há- skólans hér, miðað við stóru skólana í Reykjavík, setur einnig sitt séreinkenni á námið, t.d. með meiri nálægð milli kennara og nemenda. Þeir nemendur sem hjá okkur eru, lýsa ánægju með námið og námsfyrirkomulagið. Annars vil ég benda þeim á sem hafa áhuga á að kynnast þessum valkostum, að allar nánari upp- lýsingar um þá er að finna á heimasíðu Háskólans á Akureyri og í kennaradeild.“ Anna Þóra Baldursdóttir  Anna Þóra Baldursdóttir er fædd á Siglufirði 1950. Stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í félagsvísindum við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og fram- haldsnám í menntunarfræðum við Kennaraháskóla Íslands. Starfar sem lektor og brautar- stjóri framhaldsbrautar við kennaradeild Háskólans á Ak- ureyri. Eiginmaður hennar er Magnús Ólafsson heilsugæslu- læknir og eiga þau einn upp- kominn son. Nú fer fram endurskoðun á náminu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.