Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 9

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 9 VATNAVEIÐI var víðast hvar fremur dauf í kuldakastinu uppúr mánaðamótum. Þó hafa menn aðeins verið að setja í fisk og í vikunni frétt- ist t.d. frá Elliðavatni að menn hefðu loks sett í fisk á annað en maðk. Ölnir Snorrason, umsjónarmaður stangaveiði í Elliðavatni, sagði í sam- tali að menn hefðu kroppað nokkuð upp á maðkinn í frostinu, en flugan gefið lítið, þar til í byrjun vikunnar að fréttir af fluguveiði hefðu batnað mjög. „Vegna frosts hefur verið lítið um púpur og flugur hér við vatnið en þetta er farið að lifna aðeins við á ný,“ sagði Ölnir. Geta má þess, að bæði er hægt að kaupa dagsleyfi og sumarkort í Elliðavatni, en unglingar, 12 til 16 ára, í Reykjavík og Kópavogi, auk ellilífeyrisþega og öryrkja, fá útgefin fríleyfi. Birtingurinn er í jökulvatninu Ragnar Johansen í Hörgslandi 1 sagði í gærmorgun að enn væri prýð- isveiði í Vatnamótunum. Sér heyrð- ist á mönnum að fiskur væri mikið til genginn úr bergvatnsánum, en tals- vert af fiski væri enn í vatnaskilun- um við Skaftá. „Hér er enn prýðis- veiði og flest hollin að taka 20 til 30 fiska hvert. Ég fór sjálfur í gær með konu minni, við vorum bara í tvo tíma og fengum sex fiska, þar af einn risahæng, tæplega 90 sentimetra, á lítinn appelsínugulan Nobbler. Hann var mjög sver yfir bakið, en líka mjög kviðdreginn. Ég hugsa að þetta hafi verið hátt í 20 punda fiskur í full- um holdum,“ sagði Ragnar og bætti við að um 370 birtingar hefðu verið bókaðir á svæðinu frá 1. apríl. „Við veiðum og sleppum hér í vorveiðinni og eg reikna með að við séum að veiða eitthvað af fiski tvisvar og jafn- vel oftar,“ bætti Ragnar við. SVFA stofnað Nýtt stangaveiðifélag leit dagsins ljós á Hótel KEA á Akureyri um helgina, er Stangaveiðifélag Akur- eyrar var stofnað. Alls voru 130 stofnfélagar viðstaddir, en formaður félagsins var kjörinn aðalhvatamað- ur þess, Ragnar Hólm Ragnarsson. Með honum í stjórn verða Björgvin Harri Bjarnason, Ingvar Karl Þor- steinsson, Jón Bragi Gunnarsson, Kristján Hjálmarsson og María Ingadóttir. Sérstakir gestir á fund- inum voru m.a. stjórnarmenn frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Kári Friðriksson hugar að fallegum afla úr Elliðavatni fyrir fáeinum dög- um, níu urriðum og einni bleikju. Vatnaveið- in glæðist á ný – risi úr Vatna- mótum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Glæsilegt úrval af sumarpeysum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. MIKIÐ ÚRVAL STÆRÐIR M - XL POLO BOLIR Kringlunni - sími 581 2300 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. tískuverslun iðunn Glæsilegt úrval af yfirhöfnumElegant Bæjarlind 12 • 201 Kópavogur. Sími 512 2200 Vönduð garðhúsgögn sem koma á óvart! Laugavegi 56, sími 552 2201 Ný sending af fallegum sumarfötum                  !" !# $  %     &    &  '( )     %  & *  + & ,- +,.  ',       ,/'  0 1  2   (1 ',    &  +  &  ,.  +'  3   &     &     +'  ,-*      45,6!7789 06 3!$$ 7563 : 8;77!7<,=,"9<,>, ?7<06 90<9 "3<! @,9A >$$0        +          sími 544 1240 Salatsett kr. 2.410 Salt & pipar kr. 2.930 Stálvörur í miklu úrvali Ljósakrónur Stofuskápar Skatthol Íkonar www.simnet.is/antikmunir 18 manna Eikar-borðstofuborð Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.