Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 10

Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Halldórsson, sjó- maður og trilluútgerðarmaður í Bol- ungarvík, segir að verði stjórn fisk- veiða breytt í þá veru að staða línuveiða styrkist muni íbúar sjávar- byggðanna fá ný tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Guðmundur flutti tillögu á fundi sjávarútvegs- nefndar síðasta landsfundar Sjálf- stæðisflokksins, sem samþykkt var á landsfundinum, að tekin yrði upp sérstök ívilnun fyrir dagróðrarbáta sem róa með línu. „Ég er mjög ánægður með að þetta var samþykkt. Það var gras- rótin í flokknum sem samþykkti þessar tillögur. Það voru ekki stór- karlarnir. Grasrótin í Sjálfstæðis- flokknum vill semja sátt við byggð- irnar,“ segir Guðmundur. 20% ívilnun í þorski og 50% í öðrum tegundum Spurður hversu mikil ívilnun hann vilji að veitt verði dagróðrarbátum segir Guðmundur að ekkert hafi ver- ið fastsett í þeim efnum. „Við höfum hugsað okkur hana 20% í þorski og 50% í öðrum tegundum, svo hún komi byggðunum að verulegu gagni.“ Í greinargerð með tillögunni sagði Guðmundur að brýna nauðsyn bæri til að stemma stigu við áframhald- andi fólksflótta úr sjávarbyggðum vítt og breitt um landið, sem byggju við stórskerta möguleika á að stunda þann atvinnuveg sem tilvera þeirra hefur byggst á frá öndverðu, þ.e. að stunda fiskveiðar við nálæg gjöful mið. Segist hann deila þeirri skoðun með fjölmörgum sem hafa stundað þennan atvinnuveg að höfuðorsök slaks árangurs við verndun fiski- stofnanna sé sóknarmynstrið, þ.e. að ákveðin veiðarfæri hafi eyðandi áhrif á fiskistofnana. Hægt sé að hamla gegn þessari þróun með endurskipu- lagningu flotans, gera fiskveiðar að sjálfbærri atvinnugrein með aukinni áherslu á vistvæn veiðarfæri. „Mín skoðun er sú að það sé orðin svo mikil óánægja með kvótann að við stöndum frammi fyrir því á næstu árum að gera annaðhvort; að afleggja kvótakerfið og byrja upp á nýtt eða umbylta kvótakerfinu þann- ig að við náum til fólksins í landinu og stjórna fiskveiðum með þeim hætti að við náum árangri í að byggja upp fiskistofnana,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi sagt á ferðum sínum um landið að sér fyndist eðli- legt að þær viðbótaraflaheimildir, upp á 30 þúsund tonn, sem nú væru í spilunum, færu til þeirra sem tekið hefði verið af í niðursveiflunni. Guð- mundur tekur undir þetta og segir rökrétt og eðlilegt að bæta þeim það upp sem tekið hefur verið af. Segir grasrótina vilja ná sáttum Guðmundur Halldórsson um línuívilnun fyrir dagróðrarbáta LENGING kennaranáms, sam- keppni í skólastarfi og þjónusta Lánasjóðs íslenskra námsmanna var meðal þess sem fyrirspyrjendur í Kennaraháskóla Íslands spurðu frambjóðendur á kosningafundi sem stúdentaráð KHÍ og starfsmanna- félag skólans hélt í gær. Frambjóðendurnir voru Björn Ingi Hrafnsson, Framsóknarflokki, 2. sæti Rvk. suður, Björn Bjarna- son, Sjálfstæðisflokki, 2. sæti Rvk. norður, Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum, 1. sæti Rvk. suður, Kolbrún Halldórsdóttir, VG, 1. sæti Rvk. norður, Jón Magnús- son, 1. sæti Nýs afls, Rvk. suður, og Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylk- ingu, 4. sæti Rvk. suður. Margrét Sverrisdóttir lagði áherslu á jafnrétti til náms og fjar- nám í framsögu sinni. „Við viljum tryggja að ríkisskólarnir standist fullan samanburð við einkaskólana og þar sé jafnt aðgengi tryggt og skólagjöld ekki hækkuð,“ sagði hún. „Við leggjum til að fyrirtæki sem hafa lagt fjárframlög til háskóla- stigsins, verði hvött ennfrekar til þess með því að framlögin verði frá- dráttarbær frá skatti.“ Jón Magnússon sagði það vanda- mál í íslensku þjóðfélagi hvað fáir sneru sér að verk- og tækninámi. Einnig fannst honum slæmt hvað Íslendingar lykju stúdentsprófi seint. „Að mínu mati er þetta ákveð- ið skipulagsleysi í menntakerfinu,“ sagði hann. „Það á að vera mögu- leiki að haga málum þannig að stúd- entar útskrifist á sama aldri hér og stúdentar á Norðurlöndunum.“ „Það á að vera forgangsmál í menntakerfinu að miða við að ís- lenskir nemendur komist út í sitt framhaldsnám á sama aldri og jafn- aldrar þeirra á Norðurlöndunum.“ LÍN félagslega sinnaður sjóður Fulltrúar stjórnarflokkanna, Björn Bjarnason og Björn Ingi, voru minntir á lök kjör námsmanna og spurðir í framhaldinu út í málefni LÍN. Björn Bjarnason sagði sjóðinn mjög félagslega sinnaðan og engar vísbendingar væru um að hann stæði í veginum fyrir fjölgun há- skólanema. „Þvert á móti hefur fjölgunin orðið ennþá meiri en menn gerðu ráð fyrir,“ sagði hann. Björn Ingi sagði að gerður yrði stjórnarsáttmáli sem gerði ráð fyrir úrbótum í málefnum LÍN, kæmist Framsóknarflokkurinn í næstu rík- isstjórn, en það væri mat flokksins að að framfærslugrunninn mætti hækka. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að endurskoða lánasjóðinn og tel að þjónustustig hans sé því miður ekki nægilega gott,“ sagði hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, Sam- fylkingu, sem sjálfur er háskóla- nemi, sagði það allt of dýrt að vera í námi og sagði engan flokk ætla að verja jafnmiklu fé til menntamála og Samfylkinguna, eða 12 milljörð- um króna á næsta kjörtímabili. „Við ætlum að hækka námslánin og af- nema ábyrgðarmannakvöðina, sem kemur í veg fyrir jafnrétti til náms. Það hafa ekki allir tök á því að fá ábyrgðarmenn á sín námslán,“ sagði hann. Menntayfirvöld of frek til fjörsins Spurt var um þróun á innra starfi í skólakerfinu og svaraði Kolbrún Halldórsdóttir, VG, með því að gagnrýna ofuráherslu á samræmd próf. „Okkur þykir menntayfirvöld hafa gerst fullfrek til fjörsins í þess- um efnum og sett skólum beinlínis skorður. Þetta finnst okkur minnka möguleikana á einstaklingsbundn- um námskrám. Þar með er verið að mismuna börnum eftir getu,“ sagði hún. Margrét Sverrisdóttir lagði áherslu á fjölbreytni í skólastarfi, bæði hvað varðaði kennsluhætti, endurmenntun og símenntun en sagði jafnframt að athuga þyrfti ýmsar brotalamir í skólastarfinu, s.s. brottfall stráka úr framhalds- skólum. Björn Bjarnason sagði að eitt at- hyglisverða atriðið varðandi innra starf skólanna væru þær rannsóknir sem stundaðar væru á vegum KHÍ og sú samvinna sem tekist hefði á milli skólans og einstakra skóla víða um landið. Frambjóðendurnir höfðu mis- munandi skoðanir á lengingu kenn- aranámsins úr 3 í 4 ár, en það mál- efni brennur mjög á kennaranemum að sögn eins þeirra. Björn Bjarnason sagði að úttekt á kennaranáminu á sínum tíma hefði sýnt að það borgaði sig að hafa námið þrjú ár meðfram möguleikum á endurmenntun, símenntun og meistaranámi. Margrét Sverrisdóttir sagði koma til greina að lengja kennaranámið, en Björn Ingi og Kolbrún Halldórs- dóttir sögðu að það væri að mestu í höndum forsvarsmanna KHÍ að ákveða það. „Ef það er samdóma álit kennara, starfsliðs og nemenda að það sé betra fyrir kennaramennt- un í landinu að lengja námið í 4 ár, þá eigið þið hiklaust að gera það,“ sagði Björn Ingi. „Mér finnst að sjálfsögðu að frumkvæðið og athugun þessara mála eigi að koma héðan,“ sagði Kolbrún. „Síðan þurfa umræður stjórnvalda og ykkar að leiða í ljós hvort þetta sé fýsilegt.“ Varðandi samkeppni í skólastarfi sagðist Kolbrún ekki líta svo á að menntun og menning lytu sömu lög- málum og hver önnur framleiðslu- vara. „Við ætlum ekki að etja stofn- unum saman í einhvern slag um köku sem stjórnmálamenn hafa út- býtt úr hrammi sínum,“ sagði hún. Björn Bjarnason var á allt ann- arri skoðun og sagðist hafa mjög góða reynslu af samstarfi opinberra aðila og einkaaðila í skólamálum. Farið hefði verið inn á þær brautir í æ fleiri greinum sem sýndi sig í þró- un á háskólastigsins, í upplýsinga- tækni og mörgum þáttum skóla- starfsins þar sem slíkt samstarf hefði skilað mjög góðum árangri. Björn Ingi sagði að samkeppni á háskólastiginu hefði verið mikil blessun fyrir HÍ og afleiðingarnar góðar með því að miklar framfarir hefðu orðið í ýmsum deildum hans á stuttum tíma. Kosningafundur frambjóðenda í Kennaraháskóla Íslands um menntamál Líta samkeppni í skólastarfi mis- jöfnum augum Morgunblaðið/Jim Smart HANN var vel sóttur fundurinn um málefni öryrkja sem Samfylkingin boðaði til í kosningamiðstöð sinni í Lækj- argötu í gær. Þingmenn fluttu ávörp og ræddu við fund- armenn sem gátu líka gætt sér á kaffiveitingum. Heyra mátti í Halldóri Blöndal og Guðna Ágústssyni en raddir þeirra bárust reyndar úr barka Jóhannesar Kristjáns- sonar eftirhermu. Það voru frambjóðendurnir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Sig- urðardóttir sem boðuðu til fundarins og fluttu ávörp. Morgunblaðið/Sverrir Kaffi og kökur, pólitík og skemmtun OLÍUFÉLAGIÐ Esso mun útvega ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo, aðalverktaka Kárahnúka- virkjunar, alla gasolíu og smurolíu á framkvæmdatíma Kárahnúkavirkj- unar. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að nota á milli 25–35 milljónir lítra af gasolíu og yfir eina milljón lítra af smurolíu á tímabilinu. Guðjón Auðunsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs Olíufélagsins, segir að um sé að ræða einn stærsta samning sem Olíufélagið hefur gert við einstakan viðskiptavin varðandi eldsneyti og smurolíur og verðmæti hans gæti verið nálægt einum millj- arði króna, þótt erfitt sé að henda reiður á því nákvæmlega að hans sögn. „Eldsneytisnotkun þeirra jafnast á við stóra útgerð í sjávarútvegi. Þetta verða líklega á milli 5 og 7 milljónir lítra á ári,“ sagði Guðjón. Hann segist afar ánægður með samninginn. Um ástæður þess að Impregilo ákvað að skipta við Esso sagði Guðjón að sú staðreynd að Esso er með umboð fyrir Mobil smurolíur hafi verið stór þáttur í ákvörðun fyr- irtækisins. Á myndinni eru Mario De PaolI og Luciano Cicogna frá Impreglio og Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíu- félagsins ESSO. Standandi eru Ing- var Stefánsson sölustjóri Olíufélags- ins og Árni Stefánsson, markaðsstjóri fyrirtækjasviðs Olíufélagsins. Esso selur Impregilo milljónir lítra af olíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.